Morgunblaðið - 30.12.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.12.2001, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 35 ✝ Páll Guðmunds-son fæddist á Krossanesi í Helgu- staðahreppi 6. mars 1917. Hann lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 24. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ingveldur Erasmusdóttir frá Efri-Ey í Meðallandi, f. 21.5. 1875, d. 10.10. 1957, og Guðmundur Jónsson frá Viðborði á Mýrum, bóndi í Krossanesi, f. 9.11. 1874, d. 9.1. 1921. Ingveldur og Guðmundur eignuðust fjögur börn, tvær dætur sem dóu í æsku, Pál, og Guðna, f. 1919, d. 1993. Á jóladag árið 1942 kvæntist Páll Jónu Ólafsdóttur frá Miðvogi, f. 1917. Þau bjuggu alla tíð í Skipa- sundi 11 í Reykjavík. Jóna og Páll eignuðust fimm börn. 1) Drengur, f. í júní 1944, d. í júní 1944. 2) Guð- mundur, f. 24. mars 1946, kvænt- ur Guðbjörgu Maríu Jóelsdóttur, f. 1. apríl 1947. Dóttir þeirra er Arnfríður María, f. 27. júní 1967. 3) Kristín, f. 14. júlí 1949, gift Magnúsi Ingvarssyni, f. 7. júní 1941. Synir þeirra eru a) Ingvar, f. 23. febrúar 1974, b) Ólafur Páll, f. 14. nóvember 1975, c) Agnar, f. 23. febrúar 1980. 4) Stúlka, f. í febrúar 1958, d. í febrúar 1958. 5) Gissur, f. 24. október 1960. Börn hans eru a) Þórður Daði, f. 1. febrúar 1984, b) Matthías Páll, f. 4. september 1991, c) Elísabet Ásdís, f. 6. mars 1996. Páll starfaði sem vélvirki, fyrst í Steðja þar sem hann nam iðn sína, en síðan í vélsmiðjunni Tækni hf. sem hann stofnsetti ár- ið 1942 og rak framan af í sam- vinnu við bróður sinn og fleiri. Hann vann að iðn sinni til ársins 1990 eða í 55 ár. Útför Páls fer fram frá Ás- kirkju í Reykjavík nk. miðviku- dag, 2. janúar 2002, og hefst at- höfnin klukkan 15. Nú er kvaddur Páll Guðmunds- son. Palli (eins og við kölluðum hann alltaf) var fæddur og uppalinn á Krossanesi við Reyðarfjörð. Hann var föðurbróðir okkar og auk þess bjuggum við í sama húsi öll okkar uppvaxtarár. Hann er því ná- tengdur öllum okkar æskuminning- um. Þeir bræður fluttust með for- eldrum sínum til Reykjavíkur á fjórða áratug síðustu aldar og bjuggu þar mestan tímann undir sama þaki, lengst af í Skipasundi 11, sem þeir bræður byggðu. Bjuggu þeir hvor á sinni hæð og voru foreldrarnir til heimilis hjá þeim til skiptis, eitt ár í senn. Vegna þessa nána sambýlis urðu samskiptin milli fjölskyldnanna mjög mikil og við krakkarnir nut- um einnig góðs af samverunni við afa og ömmu. Á Krossanesi, bernskuslóðum Palla, er bæði landlítið og hrjóstr- ugt og varla byggilegt í augum okk- ar nútímafólks. Einhvern veginn tókst þeim bræðrum þó að byggja upp söguna í vitund okkar sem yngri erum þannig, að Krossanes skipar ávallt sérstakan sess í huga okkar og þangað finnst okkur alltaf alveg sérstakt að koma. Palli hafði miklar taugar til heimahaganna og fyrir hans tilstilli eru nú til skráðar heimildir um örnefni á jörðinni hjá Örnefnastofnun Íslands. Hann var mikill áhugamaður um félagsstörf og var lengi í stjórn Félags Esk- og Reyðfirðinga í Reykjavík og átti það félag hug hans allan meðan heilsan leyfði. Sjálfstæðisflokkur- inn og Járnsmiðafélagið nutu einn- ig krafta hans árum saman. Á löngum tíma er ýmislegt brall- að. Við eigum margar góðar minn- ingar um Palla og okkar samveru við hann. Kleppsholtinu, sem við bjuggum í, mátti að mörgu leyti líkja við þorp út á landi. Þarna höfðum við allt til alls og þurftum lítið að sækja út fyrir hverfið. Feð- urnir unnu úti, en mæðurnar voru heima og sinntu börnum og búi. Allir vissu allt um alla og þannig lærðist manni líka að þykja vænt um náungann. Ótal minningar sækja á nú þegar við kveðjum góð- an frænda, t.d. þegar við fórum í veiðiferðina inn að Hítarvatni, þeg- ar Palli setti upp kosningaskrifstof- urnar á neðri hæðinni, sameigin- legar stundir í skúrnum (bílskúr sem þeir bræður leigðu saman inn- ar í götunni) og Esk- og Reyðfirð- ingamótin. Að upplifa það að koma með þeim bræðrum báðum austur í Vaðlavíkina var líka ógleymanlegt. Þannig mætti lengi telja þær minn- ingar sem við geymum í hugum okkar. Eiginkonu Páls, Jónu Ólafsdótt- ur, börnum þeirra Guðmundi, Kristínu og Gissuri og fjölskyldum þeirra færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Palla frænda þökkum við samfylgdina og kveðj- um hann með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hans. Ingvar, Gunnar og Haukur Geir. PÁLL GUÐMUNDSSON                                                 ! " #! !  $#%  !     #  ! #! ! & #! !   #! ! '(!)     #! ! *!  + $ !  $! !$%                                                  !"  #    $ %   &'((           !  "#$%  & '  ( &     % ) * %+  !     ! !%"  "$ ,                  ! "# $#%&                             !   "  # $       %     &    &   %          '  #()  )) *)))                        ! !! " !   #   !     $ % &  ' '(      !  "    " # $   %                                                  !""       !" # $! #%    &  '! $! '!   $! ( !   ! !$ ! )) !*                         !       "" #           $%& '   (          )   " *      +                                                       ! "          !" #$%$%  & '  ( )* +  , %   -' ./'  /##0 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.