Morgunblaðið - 30.12.2001, Qupperneq 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 41
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669
Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989
Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522
Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343
Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469
Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574
Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815
Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936
Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281
Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
HUGVEKJA
DAGAR ársins 2001 hafa gengið
burt einn af öðrum, og hinir síð-
ustu eru nú á förum. Á tímamót-
um sem þessum læsir jafnan ein-
kennileg tilfinning sig um hug
minn. Ég sakna alltaf þess árs,
sem er að kveðja, sakna þess eins
og gamals vinar, sem ég veit að
kemur aldrei aftur.
Báran litla, sem fæddist á síð-
asta nýársmorgni og óx og dafn-
aði, hnígur senn. Margt ber hún í
faðmi sínum, eðli málsins sam-
kvæmt, flest af því gleymt að ei-
lífu; öðru skolar ef til vill á fjörur
hins nýja árs, þegar öldufaldurinn
loks hrynur um miðnættið á gaml-
árskvöld, og þessi háa alda, sem
eitt sinn var lítil bára, fellur í hið
mikla djúp, eins og þær allar hafa
gert um síðir. Og svo vaknar önn-
ur á árinu 2002, rís og hækkar,
eftir því sem dagar líða, og verður
gömul og fellur að lokum að ári.
Og þannig berumst við áfram á
tímans eilífu bylgju.
Áður fyrr tóku íslenskir sjófar-
endur ofan og gjörðu bæn, áður
en haldið skyldi frá landi. Þótt
hugur væri djarfur og til í flest,
var báturinn nefnilega lítill, en
hafið stórt, og ferðin þar af leið-
andi mjög svo óviss. En hönd al-
mættisins þótti örugg og traust.
„Guð í hjarta, Guð í stafni,
gefur fararheill,“
var sannfæring þeirrar tíðar. Og í
þeirri bjargföstu trú ýttu menn úr
vör.
Árið 1947 komst Árni Sigurðs-
son, þáverandi prestur Fríkirkju-
safnaðarins í Reykjavík, svo að
orði í hugvekju: „Ævi mannanna
er stundum líkt við sjóferð. Allt er
óvíst um lengd þeirrar ferðar,
árafjölda ævinnar, og allt ókunn-
ugt um það, sem að getur borið á
slíkri ferð, áður en komist er í
höfn. En segja mætti líka, að
hvert ár ævinnar sé ferð út á haf,
för sem farin er í því skyni að
vinna og drýgja dáðir og draga að
aflaföng og björg úr djúpmiðum
lífsreynslunnar, sálarþroska og
sívaxandi manngildi. Allt er óvíst
um þá för, nema það, að erf-
iðleikar munu þar rísa sem háar
holskeflur umhverfis hið veika
far, stormar munu einatt blása og
andstreymt verða. En þá fer
kristinn maður líkt að og forfeður
vorir, er þeir hrundu veiku fleyi á
flot. Hann leggur út á djúp í
Drottins nafni, og verður óveill og
öruggur í huga fyrir það, að hann
veit af vini þeim með sér í för, sem
getur „bundið bylgjur og bugað
stormaher“ og vísað rétta leið til
hafnar... En hjá ágjöfum verður
aldrei komizt, og engum manni
hefir verið heitið stöðugum blíðu-
byr á langferðinni um lífsins haf.“
Hér er viturlega mælt.
Tími konungur hefur, eins og
jafnan fyrrum, stigið misfast nið-
ur á göngu sinni á árinu. Sums
staðar fór hann léttilega og brosti
til þeirra sem á vegi hans urðu, en
annars staðar steig hann fastar til
jarðar og þau spor urðu örlagarík.
En hversu þrautafullir sem dagar
og vikur hins liðna árs hafa verið,
þá megnar Guð að sefa kvíða og
órósemi. Meðan sorgin er ný,
finnst okkur dagarnir líða seint og
andvökunæturnar vera enn þung-
bærari. En vita skaltu, að hinn
mikli læknir og græðari særðra
hjartna er með þér. Og hann situr
ekki hjá aðgerðarlaus, heldur ryð-
ur smyrslum huggunarinnar í sár
þín. Ástæðan fyrir því, að hann
virðist stundum fjarri, er sú, að
verkið er framið í hljóði, án allrar
sýndarmennsku og fyrirgangs.
Mundu það og gleymdu aldrei.
Já, ýmislegt höfum við upplifað
á þessu ári, sem nú er bráðum á
enda runnið. Sumt af því gott,
annað verra.
Og nú er enn eitt árið innan
seilingar og með því ný tækifæri.
Enginn veit samt nákvæmlega yf-
ir hverju það kann að búa, hvað
aldan nýja mun taka í fang sitt.
En það er víst að hún verður göm-
ul eins og forverar hennar, og
brotnar síðan um áramótin 2002–
2003. Þannig er lífsins saga. Þá er
gott að hafa sjóferðabæn forfeðra
okkar og -mæðra í huga, að vita
og muna að einn sá er til, sem
gengið hefur á vatninu án þess að
sökkva í djúpið. Höldum okkur
fast í þennan mann, Jesú Krist,
sem við um þessi jól höfum verið
að fagna í mynd lítils barns í jötu,
og þá mun aldan, sem að lokum
hnígur í jarðnesku lífi okkar, ald-
an hæsta og mesta, skila okkur
heilum á land. Andspænis myrkri
og kulda þessa heims er orð hans
okkur nauðsynlegt. Í því er nefni-
lega að finna bæði ljós og hlýju.
Gömul og reynd fararblessun,
ættuð úr grísk-kaþólsku kirkj-
unni, eða m.ö.o. hinni svonefndu
austurkirkju, verður kveðja mín
hér á gömlu ári og jafnframt
veganesti til þín, lesandi minn, yf-
ir á hið nýja, 2002. Þá blessun er
að finna í hirðisbréfi Karls Sig-
urbjörnssonar, biskups, til ís-
lensku kirkjunnar, sem út kom á
prenti 2. febrúar síðastliðinn. Hún
er svona:
Drottinn gangi undan þér og vísi þér rétta
leið.
Drottinn gangi við hlið þér svo hann geti
tekið þig sér í fang og verndað gegn hætt-
um til hægri og vinstri.
Drottinn gangi eftir þér og varðveiti þig
fyrir falsi vondra manna.
Drottinn veri undir þér og lyfti þér er þú
hrasar.
Drottinn veri í þér til að hughreysta þig er
þú missir kjarkinn.
Drottinn veri umhverfis þig til að vernda
þig gegn árásum.
Drottinn veri yfir þér og blessi þig, já,
náðugur Guð blessi þig í dag og á morgun.
Gleðilegt nýár!
Morgunblaðið/RAX
Guð í stafni
Mikil alda er í þann mund að brjóta
fald sinn og deyja; gamalt ár kveður
senn og nýtt heilsar. Sigurður Ægisson
horfir um öxl og leiðir hugann að
tímans eilífu bylgju.
saeson@islandia.is
KVENFÉLAG Eyrarbakka hefur
enn á ný fært Dvalarheimili aldraðra,
Sólvöllum á Eyrarbakka, rausnarlega
gjöf. Nú síðast færðu konurnar stjórn
heimilisins 150.000 kr., sem varið
verður til kaupa á stólum í setustofu á
efri hæð heimilisins.
Áður hafa þær kostað að mestu
samskonar stóla í setustofuna á neðri
hæðinni.
Kvenfélagskonurnar eru duglegar
að afla fjár til margs konar starfsemi
og hafa styrkt bæði leikskólann og
grunnskólann, auk margs annars.
Þær eru afar þakklátar fyrir þann
stuðning sem fyrirtæki og einstak-
lingar í Árborg hafa veitt þeim á liðn-
um árum.
Dvalarheimilið Sólvellir getur hýst
17 heimilismenn og er jafnan fullsetið.
Þar er heimilislegur bragur á öllu.
Þess er vert að geta að 20. desember
sl. bauð Jóhann Jóhannsson útgerð-
armaður öllum heimilismönnum og
starfsliði til jólahlaðborðs í Rauða
húsinu.
Morgunblaðið/Óskar
Frá vinstri: Inga Lára Baldvinsdóttir í stjórn Sólvalla, María Gestsdóttir
í stjórn kvenfélagsins, Ási Markús Þórðarson, stjórnarformaður Sól-
valla, og Herborg Pálsdóttir, formaður kvenfélagsins.
Gáfu Sólvöllum stóla
Eyrarbakka. Morgunblaðið.