Morgunblaðið - 30.12.2001, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
! "
"
#
$
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Í nútímanum
gengur allt svo
hratt fyrir sig.
Bílar þjóta eftir
hraðbrautum og
heilu borgar-
hverfin eru byggð
upp á örfáum ár-
um. Ein öld er
óralangur tími og
enginn virðist
hafa tíma til þess
að hugsa um framtíðina – hvað þá for-
tíðina.
Í allri þessari samfélagslegu hring-
iðu og ringulreið vill margt mikilvægt
gleymast. Náttúran sem samfélagið
lifir í virðist oft ekki vera til nema út
frá sjónarhóli samfélagsins og þá sem
auðlind sem maðurinn á að nýta sér til
hagsbóta. Náttúran hefur í þessu
sambandi enga rödd, ekkert atkvæði
– en hvernig skyldi náttúran vera í
raun og veru?
Í fyrsta lagi ber að nefna, að tíma-
skyn náttúrunnar er öðruvísi en tíma-
skyn samfélagsins. Jörðin er um 4,6
milljarða ára gömul og elstu ummerki
um líf eru um 3,8 milljarða ára gömul.
Lífið hefur þannig þróast á jörðinni í
milljarða ára og tekið miklum breyt-
ingum. Einu sinni syntu brynfiskar
og ammónítar um heimshöfin og eitt
sinn voru risaeðlur á jörðinni. Nýjar
lífverur hafa alltaf komið fram á sjón-
arsviðið og dáið út, en aldrei hefur til-
veru lífsins á jörðinni verið jafnmikið
ógnað og eftir að maðurinn (Homo
sapiens sapiensis) kom fram á sjón-
arsviðið. Nútímamaðurinn, sem er
um 100.000 ára gamall, er tiltölulega
nýtt fyrirbæri í jarðsögunni. Engin
lífvera hefur þó haft eins mikil áhrif á
umhverfi sitt, og er nú svo komið, að
mannkynið ógnar tilveru margra
annarra lífvera sem lifa hér á jörðinni.
Á nokkrum árum geta athafnir
mannsins eytt náttúrufyrirbærum
sem hefur tekið þúsundir ára að
skapa. Þannig er auðvelt að ráðast á
gróið hraun með jarðýtu og jafna það
út, en þá gleymist að það hefur tekið
gróðurinn í hrauninu um 1000 ár að
myndast og gróa upp. „Sjálfsagðir
hlutir“ eins og grasflatir eru bara alls
ekki „sjálfsagðir hlutir“. Gras kom
ekki fram á sjónarsviðið fyrr en til-
tölulega seint í þróunarsögunni eða á
olígósen og telst samkvæmt niður-
stöðum náttúruvísindanna vera „til-
tölulega ný uppfinning“. Menn ættu
stundum að nema staðar og gera sér í
hugarlund heiminn án grass, til þess
að skilja hvað það þýðir í raun og veru
að eyðileggja náttúruna.
Á sama hátt getur sár í gróður-
þekju varað í mörg ár og jafnvel vald-
ið uppblæstri. Það tekur þó ekki
nema nokkrar mínútur að aka utan
vegar og mynda slík djúp sár. Þannig
er óhætt að segja, að í erli nútímans
séu menn oft að flýta sér allt of mikið
til þess að taka eftir þeim breytingum
sem eiga sér stað í náttúrunni. Við
mennirnir hugsum í áratugum á með-
an náttúran hugsar í þúsundum ára.
Sem betur fer hafa þó verið sett lög
um mat á umhverfisáhrifum sem
hægja örlítið á framkvæmdagleði at-
hafnamanna og gera það að verkum
að í dag þurfa menn að hugsa sig ör-
lítið um áður en þeir hefja uppgröft
og sprengingar.
Ekki er þó hægt að segja annað, en
að ennþá skorti sárlega kennslu í
náttúrufræði og skilning á því, að það
tekur náttúruna milljónir ára að
skapa það sem við mennirnir í fáfræði
okkar eyðileggjum á einni kvöld-
stund.
INGIBJÖRG ELSA
BJÖRNSDÓTTIR,
umhverfissérfræðingur, M.Sc.
Línuhönnun hf., verkfræðistofa,
Suðurlandsbraut 4a, Reykjavík.
Að horfa í
gegnum spegil
tímans
Frá Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur:
Ingibjörg E.
Björnsdóttir
Mörkinni 3, sími 588 0640
G
læ
si
le
g
a
r
g
ja
fa
vö
ru
r Mokkabollar
kr. 1.890
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.