Morgunblaðið - 30.12.2001, Síða 52
FÓLK Í FRÉTTUM
52 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EINS OG alltaf fer fyrri hluti ársins íað jafna sig á jólageðveikinni þegarhamagangurinn í útgáfu og allrahanda tilstandi keyrir langt fram úr
hófi.
Erlendir listamenn sáu því um að skemmta
örþreyttum tónlistaráhugamönnum í byrjun árs
en erlendis reyna menn (skynsamlega!) að
fleyta útgáfu og athafnasemi svona nokkuð
jafnt yfir árið.
Fyrrum leiðtogi Pavement, Stephen
Malkmus, kom því galvaskur í febrúar og
skemmti landanum en í mars heillaði skoska
síðrokksveitin Mogwai anorakka landsins upp
úr pumaskónum með tvennum hljómleikum.
Í endaðan mars flugu svo Björk Guðmunds-
dóttir, Sjón og fleiri út til Los Angeles. Tilefnið
var Óskarsverðlaunin en lag Bjarkar úr
Myrkradansaranum, „I’ve Seen It All“, var til-
nefnt til verðlauna. Fór þó svo að gamla brýnið
Bob Dylan nappaði verðlaununum. Um svipað
leyti birtist lofsamleg umfjöllun í breska þunga-
rokksblaðinu Kerrang! um Jesus Christ
Bobby!, plötu harðkjarnasveitarinnar Mínus.
Afdrif af þessu urðu skemmtileg, t.a.m. var plat-
an gefin út af harðkjarnarisanum Victory í
Bandaríkjunum um sumarið og sveitin hefur
verið ausin lofi af harðkjarnamiðlum sýknt og
heilagt út árið.
Árið einkenndist annars af þónokkurri at-
hafnasemi íslenskra dægurlistamanna á er-
lendri grundu; en allt þetta fór þó fram á hægan
og bítandi hátt – engin læti eða uppvöðslusemi
eins og gjarnan hefur einkennt „meik“-tilraunir
Íslendinga.
Af nógu er að taka hvað þessi popprænu
strandhögg varðar. Þannig fór Emilíana Torr-
ini í túr um Bandaríkin með Dido, Travis og
seinna Tricky; Sigur Rós lék með Radiohead, á
þrjú lög í nýjustu mynd Tom Cruise og var jafn-
framt valin ein af tíu bestu hljómsveitum heims
í Time Magazine! múm gaf út plötu á hinu virta,
þýska raftónlistarmerki Morr Music og Quar-
ashi fóru í tónleikaferðalag til Bandaríkjanna.
Svo gaf Björk út fjórðu breiðskífu sína á árinu
og lagðist í lágstemmt ferðalag til að fylgja
henni eftir sem lauk með tvennum glæsilegum
tónleikum hérlendis í lok desember.
Músíktilraunir voru haldnar í lok mars þar
sem – engum að óvörum – harðkjarnasveitin
Andlát sigraði en þessi sprellfjöruga undir-
menning rokksins var áberandi í ár sem endra-
nær.
Í apríl leit fyrsta útgáfa hinnar nýstofnuðu
tónlistarútgáfu Eddu – miðlunar og útgáfu
dagsins ljós. Þetta er verkið Klif eftir djass-
arann Jóel Pálsson en Edda lét svo að sér kveða
svo um munaði í jólaútgáfunni, með mikilli og
fjölbreyttri útgáfu og sama gilti um íslensku
útgáfuna Thule. Sama mánuð kom dúettinn
Pan Sonic frá Finnlandi í heimsókn en hann
telst vera frægasta tilraunakennda naum-
hyggjutæknósveit heimsins í dag(!).
Sumarið er tíminn kvað Bubbi og þá fór fjör
að færast í poppleikinn. Fjörkálfarnir fjörgömlu
í Buena Vista-genginu heilluðu landsmenn svo
um munaði í byrjun maí í troðfullri Laugardals-
höll og munaði þar ekki síst um hinn eldhressa
æringja Ibrahim Ferrer. Mikið japl, jaml og
fuður var svo í kringum Evróvisjón og „Birt-
una“ þar en landinn hafði ekki erindi sem erfiði
– hafnaði í neðsta sæti ásamt frændum vorum
Norsurum.
En ef eitthvað eitt er minnisstætt frá þessu
ári Ódysseifs þá eru það tvennir tónleikar
þýsku þungarokkssveitarinnar Rammstein í
Höllinni. Í kringum þá gekk rokkþyrstur
Frónbúinn hreinlega af göflunum, uppselt var á
hvoratveggju tónleikana og algert Rammstein-
æði heltók landsmenn – amma gamla vissi
meira segja upp og ofan af Rammstein!
Um haustið fór Airwaves-hátíðin svo fram í
þriðja sinn og Vetrardagskrá Hljómalindar
bauð upp á erlenda jaðarrisa eins og Will Old-
ham og Low. Um svipað leyti reyndu menn sig
við samslátt nýgildrar og sígildrar tónlistar með
tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, Quar-
ashi og Botnleðju. Árangurinn var vafasamur
verður að segjast. Stuttu síðar fór svo allt á fullt
í hinu stórmerkilega og séríslenska jólaplötu-
flóði. Gullbarkinn Páll Rósinkranz seldi þar
ógnarinnar býsn af nýrri plötu sinni á meðan
nýliðarnir í XXX Rottweilerhundum slógu
nokkurn veginn í gegn með frumburði sínum.
Sumir foreldrar voru smeykir við hina dónalegu
og hneykslunargjörnu hunda en þá stóðu þeim
til boða diskar með t.d. Sesar A og Afkvæmum
guðanna sem herja sömuleiðis á hinn nýtil-
komna alíslenska rappmarkað. Diskur hinna
síðastnefndu er fyrirmyndardæmi um eigin út-
gáfu, þar sem diskur er brenndur og umslag
heimagert en í ár varð minniháttar sprengja í
þess háttar útgáfum, grasrótinni til nokkurs
framdráttar.
Eitt af stóru innflutningsfyrirtækjunum á
tónlist stendur höllum fæti um þessar mundir
sem gerði að verkum að stórir titlar eins og t.d.
ný plata drengjasveitarinnar Westlife sást
hreinlega ekki í búðum. Sú staðreynd að við bú-
um á lítilli eyju var að þessu leytinu grátlega
augljós.
Oft vill hið mikla líf sem er í danstónlist-
armenningu landans gleymast en í ár komu m.a.
Andrew Weatherall, Dave Clarke og Doc Scott
til skífuþeytinga og úr rappheimum kom Gang
Starr-limurinn Guru og sænska sveitin Loop-
troop.
Í enda árs var blásið til Íslenskra tónlist-
arverðlauna sem verða afhent á næsta ári. Eitt
ár dettur því út sem er að sjálfsögðu forkast-
anlegt. En maður verður bara að vera bjart-
sýnn...það þýðir ekkert annað!
Afdrifaríkt
og orkumikið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rammstein í Höllinni 15. júní. Íslendingar tóku þessari þýsku þungarokkssveit opnum örmum.
Annáll íslenskrar dægurtónlistar árið 2001
arnart@mbl.is
Arnar Eggert Thoroddsen rekur helstu
atburði liðins tónlistarárs.
Plötur ársins að mati gagnrýnenda Morgunblaðsins
Íslenskar plötur
Arnar Eggert
Thoroddsen
1. Exos – My home is Sonic
2. XXX Rottweilerhundar – XXX Rottweiler-
hundar
3. Sigurður Guðjónsson/Arnar Guð-
jónsson – Leðurstræti
4. Hallur Ingólfsson – Fimm fermetrar
(tónlist úr dansverkinu)
5. Sigtryggur Berg Sigmarsson – SHIP
6. Hr. Ingi R – Hundadiskó
7. Jóhann Jóhannsson – Englabörn (tónlist
úr leikritinu)
8. Sigríður Níelsdóttir – Hin daglegu störf
9. Exos – Strength
10. Afkvæmi guðanna – Dæmisögur
Heimir Snorrason
1. Skurken/Heckle&Jive – Skurken/
Heckle&Jive
2. Exos – My home is Sonic
3. XXX Rottweilerhundar – XXX Rottweiler-
hundar
4. Stilluppsteypa – Stories Part Five
5. Trabant – Moment of truth
6. Múm – Remixed
7. Sigtryggur Berg Sigmarsson – SHIP
8. Funerals – Pathetic me
9. Ham – Skert flog
10. Bubbi Morthens/Stríð og friður –
Nýbúinn
Orri Harðarson
1. Fabula – Kossafar á ilinni
2. Björk – Vespertine
3. Dýrin í Hálsaskógi – Láttekkeinsoðú-
sértekkiðanna
4. Megas – Far ... þinn veg
5. Lárus Sigurðsson – Jarðhörpusálmar
6. Jóel Pálsson – Klif
7. Egill Ólafsson – Nýr Engill
8. Megas – Haugbrot
9. Mannakorn – 25 ára afmælistónleikar
10. Bubbi Morthens/Stríð og friður –
Nýbúinn
Steinunn Haraldsdóttir
1. Páll Óskar og Monika Abendroth – Ef
ég sofna ekki í nótt
2. Stilluppsteypa – Stories Part Five
3. Ozy – Gray area (51)
4. Ham – Skert flog
5. Trabant – Moment of Truth
6. The Funerals – Pathetic me
7. Björk – Vespertine
8. Skurken/Heckle&Jive – Skurken/
Heckle&Jive
9. Barry Adamson/Pan Sonic/Hljómeyki
– The Hymn of the 7th Illusion
10. Quarashi – Kristnihald undir Jökli
Erlendar plötur
Arnar Eggert Thoroddsen
1. Daft Punk - Discovery
2. Super Furry Animals - Rings around the
World
3. Tool - Lateralus
4. Bonie prince Billy - Ease down the road
5. The Shins - Oh, Inverted World
6. Kelis - Wanderland
7. Converge - Jane Doe
8. Sensational - Get on My Page
9. Elton John - Songs from the West coast
10. Smog - Rain on Lens
Skarphéðinn Guðmundsson
1. Divine Comedy - Regeneration
2. The Strokes - Is This It?
3. Muse - Origin of Symmetry
4. Ed Harcourt - Here Be Monsters
5. Pulp - We Live Life
6. Gillian Welch - Time (The Revelator)
7. Nick Cave and the Bad Seeds - No
More Shall We Part
8. Spiritualized - Let it come down
9. Sparklehorse - It’s A Wonderful Life
10. System of a down - Toxicity
Sjá einnig lista
Árna Matthíassonar B28