Morgunblaðið - 30.12.2001, Qupperneq 53
JAMES BOND:
BEYOND THE ICE
Pierce Brosnan er mættur
aftur í hlutverki njósnarans
heimsfræga í frábærri
spennumynd sem gerist m.a.
á Íslandi! Flottar Bond-píur,
nýr Aston Martin sportbíll og
ægileg áhættuatriði einkenna
nýjustu Bond-myndina sem
er hlaðin ævintýralegri
spennu og glæsileika.
STAR WARS EPISODE 2:
ATTACK OF THE CLONES
Annars hluta vinsælustu
kvikmyndaseríu allra tíma er
beðið með mikilli óþreyju um
allan heim. Episode 1 var
vinsælasta mynd ársins 1999
og þessi verður enn vinsælli
því meistari George Lucas
lofar enn betri mynd!
MIB2
Tommy Lee Jones og Will
Smith eru mættir aftur í
svörtu og svalari en nokkru
sinni fyrr. Tvöfalt betri en
fyrsta myndin, stútfull af
spennu, gríni, geggjuðum
geimverum og pottþéttri
tónlist.
THE LORD OF THE RINGS:
THE TWO TOWERS
Stórkostlegasta ævintýri allra
tíma heldur áfram næstu jól.
Fróði og félagar halda áfram
leið sinni inn í óvinalandið
Mordor og hætturnar leynast
alls staðar því Saurón svífst
einskis til að endurheimta
Hringinn Eina. Einstök
upplifun!
AUSTIN POWERS:
GOLDMEMBER
Uppáhaldsnjósnari allra er
mættur í þriðja sinn og hefur
aldrei verið betri! Mike
Meyers fer á kostum ásamt
Michael Caine, Heather
Graham, og Beyoncé
Knowles úr Destiny´s Child
og að sjálfsögðu Dr. Evil og
Fat Bastard. Fyndnasta
mynd ársins 2002!
SPIDER-MAN
Eftir áratuga bið 40 milljóna
aðdáenda um heim allan er
hann loksins mættur á hvíta
tjaldið. Tobey Maguire,
Willem Dafoe og Kirsten
Dunst fara með
aðalhlutverkin í ótrúlegri
stórmynd. Miklum hæfi-
leikum fylgir mikil ábyrgð.
Búðu þig undir svölustu
súperhetjuna!
ROAD TO PERDITION (LEIÐIN TIL GLÖTUNAR)
Stórkostleg glæpamynd í leikstjórn
Óskarsverðlaunahafans Sam Mendes sem gerði
American Beauty. Óskarsverðlaunahafinn Tom
Hanks fer með aðalhlutverkið ásamt stór-
leikurunum Paul Newman og Jude.
WINDTALKERS
Frábær stríðsmynd byggð á sannsögulegum
atburðum úr seinni heimsstyrjöldinni með
Óskarsverðlaunahafanum Nicolas Cage í
leikstjórn John Woo (Mission Impossible 2).
ICE AGE (ÍSÖLD)
Bráðskemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskyld-
una. Myndin gerist á ísöld og við sláumst í för
með súrum loðfíl, dularfullu letidýri og svaka-
legum sverðketti sem bjarga ungbarni og lenda í
hinum ýmsu ævintýrum og hrakförum! Með
íslensku og ensku tali.
K-19: THE WIDOWMAKER
Nýjasta stórmynd Harrison Ford með Ingvari
Sigurðssyni í einu aðalhlutverkanna.
Sannsöguleg stórmynd um óhapp í jómfrúrferð
rússnesks kjarnorkukafbáts árið 1961.
Rafmagnaður spennutryllir!
MINORITY REPORT
Stórstjarnan Tom Cruise er fulltrúi í sérstökum
lögregluhóp framtíðarinnar sem handtekur fólk
áður en þau fremja glæpina. Æsispennandi
vísindatryllir í mynd eftir vinsælasta leikstjóra
heims, Steven Spielberg.
STÚART LITLI 2
Músin sem allir elska lendir í endalausum
ævintýrum með fuglinum Margalo, flýgur flugvél,
spilar fótbolta og margt fleira. Fjölskyldumynd
eins og þær gerast bestar!
Sýnd með íslensku og ensku tali.
PANIC ROOM
Meistari David Fincher (Seven, Fight Club) færir
okkur einn magnaðasta spennutrylli síðari ára
með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster í
aðalhlutverki. Eltingaleikur upp á líf og dauða
sem fær hárin til að rísa.
BLACK HAWK DOWN
Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, og Jerry
Bruckheimer, framleiðandi The Rock og Pearl
Harbor, færa okkur magnaða stríðsmynd sem
byggð er á sannsögulegum atburðum. Ewan
McGregor, Josh Hartnett og Tom Sizemore fara
með aðalhlutverk í stórkostlegri kvikmynd.
BLADE 2
Wesley Snipes er mættur aftur sem
brjálæðislega svali vampíruveiðimaðurinn Blade
sem er í ofsaham að þessu sinni! Mögnuð
spenna, tæknibrellur og tónlist.
51ST STATE
Samuel L. Jackson hefur aldrei verið svalari
enda í skotapilsi í þessum fantaflotta spennutrylli
þar sem Robert Carlyle aðstoðar kappann.
REIGN OF FIRE
Eldspúandi drekar ná yfirráðum á jörðinni með
eyðileggingu og skelfingu í ótrúlegri spennu-
mynd með Matthew McConaughey og Christian
Bale í aðalhlutverkum.
DRAGONFLY
Yfirnáttúrulegur tryllir í anda Sixth Sense, What
Lies Beneath og The Others með Óskars-
verðlaunahafanum Kevin Costner í aðalhlutverki.
Magnþrungin spennumynd sem kemur á óvart.
KATE & LEOPOLD
Yndisleg rómantísk gamanmynd með Meg Ryan
og Hugh Jackmann í aðalhlutverkum. Ef þau
hefðu lifað á sömu öld, væru þau fullkomin hvort
fyrir annað!
WE WERE SOLDIERS
Frá fólkinu sem stóð að Braveheart kemur
stórmynd með Óskarsverðlaunahafanum Mel
Gibson í aðalhlutverki. Byggð á sannsögulegum
atburðum úr Víetnamstríðinu og blóðugri
orrustunni í Dauðadalnum