Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 31
!"#$%&'(#)*+%,")--)
„Fyrir stjórnendur sem eru að leita að
nýjustu þekkingu
á sviði stjórnunar
- sumir finna að auki vöðva sem þeir héldu
að væru löngu týndir!”
Nýr stjórnenda- og lífstíll
10 vikna stjórnendanám og líkamsrækt
Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík býður námskeið ætlað stjórnendum sem vilja auka stjórnunar-
lega hæfni sína, ná andlegri og líkamlegri vellíðan og æskilegu jafnvægi á milli atvinnu og einkalífs.
Leiðbeinendur eru sérfræðingar frá Háskólanum í Reykjavík og íþróttafræðingar frá Hreyfingu.
Innifalið er 10 vikna líkamsræktarkort í Hreyfingu.
Námskeiðið hefst 22. febrúar n.k. og stendur í 10 vikur, alla föstudaga frá kl. 12.30 til 17.00.
Verð: 98.000 kr.
Sigurþór Gunnlaugsson
verkefnastjóri við Stjórnendaskóla HR.
Allar nánari upplýsingar og skráning
á www.stjornendaskoli.is eða í síma 510 6200 S T J Ó R N E N D A S K Ó L I H R
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
IR
1
65
24
01
/2
00
2
HÉR í upphafi ætla ég mér að
draga athygli væntanlegra hlust-
enda að frábærri upptöku Halldórs
Víkingssonar á þessari nýju geisla-
plötu með sönglögum Jóns Leifs,
jafnvel þótt vel megi leiða að því rök
að tónlistin eigi ávallt að sitja í fyr-
irrúmi. Góð tæknivinna breiðir aldr-
ei yfir vonda tónlist eða slæman
flutning. En hér er sérstaklega gott
jafnvægi milli flytjenda, hljóðritunin
er mjög dýnamísk og jafnt píanó-
rödd og söngrödd njóta sín til fulln-
ustu. Hvernig sem á hana er litið er
hljóðritunarvinna þeirra Halldórs og
Bjarna Rúnars Bjarnasonar tón-
meistara með því besta sem undirrit-
aður hefur heyrt.
Ekki er laust við að Jón Leifs slái
mann stundum út af laginu. Þessi
tónlist er svo fullkomlega einstök í
sinni röð, hún er samin svo algerlega
án málamiðlana og eingöngu á for-
sendum tónskáldsins og tilheyrir
engu öðru en hugarheimi þess sjálfs.
Hvað finnst manni yfirleitt um svona
öfgakennda og í raun yfirþyrmandi
tónlist sem stundum virkar eins og
þrjóskan uppmáluð og ekkert annað.
Elskar maður hana eða hatar?
Hvernig á maður eiginlega að bregð-
ast við þessari yfirgengilegu þjóð-
rembu? En svo gerist það jú að mað-
ur grípur andann á lofti í einskærri
aðdáun og gæsahúðin sjaldgæfa fer
um líkamann. Varla getur nokkur
maður efast um snilli tónskálds sem
semur tónsmíðar á við Hrafnsmál
(nr. 3 í Forníslenskum skáldavísum
op. 31). Annað eins drama heyrist
ekki oft og sjaldan hefur texti og lag
fallið eins vel hvort að öðru og í þessu
tröllaukna sönglagi. En fagurt er
það ekki. Og er til sá maður sem
hlustar ósnortinn á Þrjú íslensk
kirkjulög op. 12a við sálma Hall-
gríms Péturssonar (Vertu guð faðir,
Allt eins og blómstrið eina, Upp upp
mín sál)? Þessi lög hljóta að teljast til
þess fallegasta sem samið hefur ver-
ið af íslensku tónskáldi. Og sjaldan
hefur maður heyrt tónskáld túlka
harm sinn á eins áhrifamikinn hátt
og Jón Leifs gerir í Torrek þar sem
hann veitir sorginni útrás í reiði yfir
grimmilegum örlögum ungrar dótt-
ur sem fórst af slysförum. Ljósár að-
skilja Torrek frá sálmunum op. 12a.
Vögguvísan op. 14a (Þei, þei og ró)
og Sofðu unga ástin mín op. 19b
snerta einnig afar við-
kvæma strengi sem eru
svo víðsfjarri hinum
hrjúfa og á stundum
groddalega Jóni Leifs
sem við heyrum t.d. í
Rímu op. 18a, Breiði-
fjörður op. 19b, Stattu
steinhús op. 47a, og
Söngvum úr Sögu-
hljómkviðunni op. 25.
Þrjú sönglög op. 23 eru
svolítið sérstakur en
skemmtilegur samsetn-
ingur. Yfir því fyrsta
(Þula) er mikill og
ósvikinn óhugnaður en í
því næsta, Dauðadansi,
er óhugnaðurinn rakin paródía og
ekkert annað. Lokalagið Vorvísa er
svo algerlega úr takti við kíminn
texta Halldórs Laxness. Sérkapítuli
er svo Ástarkveðjur til Steingerðar
úr Þremur sögusöngvum op. 24.
Þessi mansöngur skyldi maður ætla
að nægði til að hrekja hvaða kven-
mann sem er yfir í næstu sveit, ef
ekki strax, þá að minnsta kosti áður
en yfir lýkur! Og mikið assgoti er
Gunnar hress í haugnum í Haugs-
kviðu Gunnars op. 24. En í Minn-
ingalandi op. 27 nr. 3 hefur Jón Leifs
skotið svo rækilega yfir markið í
þjóðrembunni að hrein unun er á að
hlýða og maður veit ekki hvort mað-
ur á að hlæja eða gráta! Þetta hræði-
lega lag slær hreinlega
öll met.
Ekki er hér rúm til
að minnast á allt það
sem boðið er upp á en
víst er að efnisskráin
er áhugaverð svo ekki
verði meira sagt.
Margtuggin klisja um
að allt sé eins hjá Jóni
Leifs er hér afsönnuð
svo um munar. Þessi
tónlist spannar afar
vítt svið tilfinninga og
tjáningarmáta og mað-
ur getur ekki annað en
undrast yfir hug-
myndaflugi þessa ótrú-
lega einkennilega tónskálds. Og ekki
síst undrast maður eigin tilfinninga-
sveiflur meðan á hlustun stendur.
Hvað finnst manni eiginlega? Það er
stóra spurningin og henni er ekki
auðvelt að svara. Einmitt þetta gerir
svona geisladisk svo hrífandi.
Ekki hefur enn verið minnst á þátt
flytjendanna tveggja, þeirra Finns
Bjarnasonar og Arnar Magnússon-
ar. Flutningi þeirra á þessari ofboðs-
lega erfiðu og tæknilega krefjandi
tónlist verður ekki lýst á annan hátt
en að hann sé að öllu leyti framúr-
skarandi. Tenórrödd Finns Bjarna-
sonar er þróttmikil og glæsileg.
Finnur þarf að bregða sér í mörg
hlutverk í þessum sönglögum Jóns
Leifs. Tilfinningalegt og dramatískt
litrófið er afar stórt, túlkun Finns er
ýmist blíðleg og innileg eða tilþrifa-
mikil og hetjuleg, en alltaf sönn og
gegnheil. Píanóleikarinn hefur mikið
og stórt hlutverk í þessum sönglög-
um og er hlutskipti hans ekki alltaf
jafn öfundsvert því píanóröddin á
það til að vera ofhlaðin og klunnaleg.
Örn Magnússon hefur áður hljóðrit-
að tónlist Jóns Leifs, en fyrir nokkr-
um árum kom út heildarútgáfa Arn-
ar á píanóverkum Jóns hjá sænska
útgáfufyrirtækinu BIS (BIS
CD-692). Píanóleikur Arnar Magn-
ússonar er mjög kraftmikill og
öruggur og þegar við á sýnir hann
mikla tæknilega snilli (t.d. í fyrr-
nefndum Hrafnsmálum op. 31).
Ekki má láta hjá líða að hrósa
Smekkleysu fyrir smekklegt umslag
og vandaðan frágang í hvívetna.
Þessi útgáfa setur einnig jafnan
markið hátt hvað varðar listræn
gæði og er vörumerki þess farið að
vera „tákn um gæði“.
Vonandi á áhugafólk um íslenska
tónlist eftir að sýna það í verki að
það kunni að meta þá miklu vinnu og
metnað sem þessir vönduðu tónlist-
armenn hafa haft að leiðarljósi þann-
ig að útkoman yrði óaðfinnanleg.
Hér hefur að mínu mati verið unn-
ið afrek.
Að láta slá sig
út af laginu
TÓNLIST
Geislaplötur
Jón Leifs: Minningarsöngvar um ævilok
Jónasar Hallgrímssonar ópus 45, Söngv-
ar Söguhljómkviðunnar ópus 25, Tvö ís-
lensk þjóðlög ópus 19b, Tvö sönglög
ópus 18a, Þrjú erindi úr Hávamálum ópus
4, Stattu steinhús ópus 47a, Tvö söng-
lög ópus 14a, Þrír sögusöngvar ópus 24,
Þrjú sönglög ópus 23, Minningaland
ópus 27 nr. 3, Ástarvísur úr Eddu ópus
18b, Forníslenskar skáldavísur ópus 31,
Þrjú íslensk kirkjulög ópus 12a, Torrek
ópus 33a. Einsöngur: Finnur Bjarnason
(tenór). Píanóleikur: Örn Magnússon.
Hljóðritun: Halldór Víkingsson og Bjarni
Rúnar Bjarnason. Heildartími: 80’46 (2
plötur). Útgáfa: Smekkleysa SMK 20.
JÓN LEIFS – SÖNGVAR
Jón Leifs
Valdemar Pálsson