Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 57 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina í janúar til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 31. janúar þar sem þú nýtur 25 stiga hita og veðurblíðu og getur fagnað nýju ári á þessum vinsælasta vetraráfangastað Evrópu við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 39.905 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar. 31. janúar, vikuferð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 31. janúar, vikuferð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Síðustu sætin í janúar Aðrar ferðir 7. feb. – uppselt 14. feb. – uppselt 21. feb. – 8 sæti 28. feb. – 18 sæti Stökktu til Kanarí 31. janúar í viku frá kr. 39.905 ÁHUGAMENN um rokk og rafgít- ara eiga sjaldnast nokkuð sameig- inlegt með þeim sem kjósa dans- tónlist, en tvíeyki eitt, Chemical Brothers, nýtur þó hylli hjá báðum þessum hópum. Það er ekki síst fyrir það að þeir Chemical-bræður hafa steypt saman í eitt mót hörðum danstónlistartakti, rafrokkfrösum, fönkstemmningu og hiphopstefjum og úr varð nýtt tónlistarform sem menn kalla Big Beat. Chemical Brot- hers hafa sent frá sér þrjár breið- skífur og tvo mix-diska, en 28. janúar næstkomandi kemur út ný skífa þeirra félaga, Come with Us, sem beðið hefur verið með mikilli eft- irvæntingu. Tom Rowlands og Ed Simons kynntust í Háskólanum í Manchest- er þar sem þeir lögðu stund á mið- aldasögu. Tónlistaráhuginn kom þeim saman og þá helst að þeir voru báðir að segja alætur á tónlist þó annar, Simons, hlustaði helst á The Smiths, New Order og hiphop, en hinn, Rowlands, hafði dálæti á Jesus & Mary Chain, My Bloody Valent- ine, Public Enemy og Kraftwerk. Rowlands var einnig í hljómsveit, Ariel, en það varð hennar banabiti þegar hann fékk Simons til að end- urvinna með sér eitt lag þeirrar sveitar og ákvað í framhaldinu að hætta í sveitinni. Í þess stað tóku þeir upp formlegt samstarf, Row- lands og Simons, undir nafninu The Dust Brothers eftir félögunum sem stýrðu upptökum á meistaraverki Beastie Boys, Paul’s Boutique. Ekki nóg til af tónlist Framan af voru þeir í því að leika tónlist eftir aðra en ráku sig snemma á að ekki var til nóg af tónlist að þeirra skapi og tóku því til við að semja sjálfir og taka upp. Fyrsta smáskífan, sem þeir gáfu sjálfir út, hét Song to the Siren og þó hún hafi ekki vakið mikla athygli almennt sperrtu danstónlistarfrömuðir eyrun og einn þeirra, Andrew Weatherall, gerði við þá félaga útgáfusamning og fékk þá til að spila reglulega í klúbb sínum í Lundúnum. Önnur smáskífa, 14th Century Sky, kom út 1994 og lag á henni, Chemical Beats, vakti gríðarlega athygli ýmissa tónlistarmanna sem vildu ólmir fá þá félaga til að endurvinna fyrir sig lög. Sumarið 1994 fór því í það að hljóðrita fyrstu breiðskífuna og endurvinna samhliða lög eftir Primal Scream, The Charlatans, Saint Etienne, The Prodigy og Manic Street Preachers meðal annars, en á hverju sunnudags- kvöldi stóðu þeir vaktina í kjall- araklúbbi í Lundúnum. Það hefur reyndar verið aðal þeirra félaga hvað þeir hafa verið duglegir við að troða upp. Að því þeir segja er það ekki vegna peninganna, heldur er slíkt frá- bært tækifæri til að prufukeyra tón- list, enda eru áheyrendur ekki að skafa utanaf því ef þeir kunna ekki að meta tónlistina. Skipt um nafn Áður en platan komst út kom ósk frá upprunalegum Dust Brothers um að þeir Rowlands og Simons skiptu um nafn og fyrsta breiðskífan, Exit Planet Dust, kom því undir nýju nafni, Chemical Brothers. Exit Plan- et Dust er jafnan talin með merki- legustu skífum síðasta áratugar, meðal annars fyrir það hvernig þeir Rowlands og Simons hirða það besta úr bresku nýbylgjunni sem þá var, magnaða hiphopfrasa og danstónlist- arstef og bjaga sem mest þeir mega. Exit Planet Dust seldist bráðvel og varð meðal annars til þess að þeir félagar lögðust í tónleikaferðir, hit- uðu þannig upp fyrir Underworld og The Prodigy, en einnig héldu þeir tónleika einir síns liðs og ævinlega fyrir fullu húsi. Á fyrri hluta árs 1996 tóku þeir Chemical-bræður til við að hljóðrita aðra breiðskífu. Þegar þeir voru úti að skemmta sér um það leyti veittist að þeim Noel Gallagher, sem þá var á hátindi frægðarinnar með Oasis, og krafði þá skýringa af hverju þeir hefðu ekki boðið honum að syngja inn á plötu með sér en þess í stað val- ið Tim Burgess söngspíru Charlat- ans, sem kom við sögu í einu lagi á Leaving Planet Dust. Þeir Rowlands og Simons voru ekki lengi að bæta úr því, drifu Gallagher í hljóðver og tóku upp sönglínu sem þeir síðan notuðu í laginu Setting Sun og nýttu meðal annars Bítlalagið gamla To- morrow Never Knows sem inn- blástur. Lagið var fyrsta smáskífa þeirra félaga sem rataði á toppinn í Bretlandi og því tímamótaverk á sinn hátt, en það er líka með helstu lögum Chemical Brothers þegar greitt er úr tónflækjunum. Önnur breiðskífa Chemical Brot- hers, Dig Your Own Hole, kom út snemma árs 1997 og seldist millj- ónasölu, ekki síst fyrir smáskífurnar Setting Sun og Block Rockin’ Beats sem notaði bút úr lagi með Scholly D. Meðal annars fór platan á toppinn í Bretlandi og seldist í um milljón eintökum vestan hafs. Af öðrum gestum á skífunni má nefna Jonat- han Donahue leiðtoga Mercury Rev og Beth Orton. Mix-skífa og breiðskífa 1998 kom út seinni mix-plata þeirra félaga, Brothers Gonna Work It Out, þar sem þeir þræddu saman nokkur uppáhaldslög úr ýmsum átt- um, en fyrri mix-skífa þeirra, Live at the Social, Vol. 1, kom út 1996. Ólíkt fyrri plötunni lögðu þeir nú til lög eftir sjálfa sig. Annars fór árið að mestu í hljóðversvinnu sem skilaði sér í smáskífunni Hey Boy, Hey Girl, sem kom út vorið 1999. Þó þeir hafi áður komið smáskífum ofarlega á lista í Bretlandi má segja að Hey Boy, Hey Girl sé fyrsta Chemical Brothers-lagið sem nær almennum vinsældum. Á breiðskífunni sem kom út stuttu síðar, Surrender, voru gestirnir og fleiri en nokkru sinni, til viðbótar við þá Noel Gallagher og Jonathan Donahue komu við sögu Hope Sandoval sem áður söng með Mazzy Star, Bernard Sumner Electronic-bolti og liðsmaður New Order og Bobby Gillespie úr Primal Scream. Næstu mánuðir fóru í tónleikahald víða um heim, meðal annars mikla ferð um Ameríku, og lauk á Gla- stonbury-hátíðinni í Englandi sum- arið 2000. Eftir það má segja að lítið hafi sést til þeirra utan að þeir spiluðu nokkuð reglulega á nokkur hundruð manna klúbbi í Lundúnum til að prófa ný lög sem ætluð voru á næstu breiðskífu. Upptökur á nýrri plötu tóku alls hálft annað ár, en fyrsta lagið sem heyrðist af henni var It Began in Afrika og fyrsta eig- inlega smáskífan er Star Guitar. Sjálf platan er svo væntanleg annan mánudag eins og getið er. Að þessu sinni eru gestir á plötunni aðeins tveir, Beth Orton og Richard Ash- croft. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Bráðhressir brautryðjendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.