Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 41 máli. Hann var sérfræðingur sam- bandsins í þessari kjarasamninga- gerð, ásamt því að kynna og túlka samningana og naut hann óskoraðs trausts sveitarstjórnarmanna og við- semjenda sveitarfélaganna í því starfi. Greining á kjarna hvers máls og útlistun flókinna viðfangsefna með einföldum og skýrum hætti reyndist honum auðveld. Best naut hann sín þegar mikið lá við, var fús til funda og ferðalaga til að leysa úr málum, veita ráðgjöf og svara fyr- irspurnum um ýmis álitamál. Það er sannarlega skarð fyrir skildi þegar hans nýtur ekki lengur við til þeirrar þjónustu og þess eiga margir eftir að sakna. Sigurjón var á 59. aldursári þegar hann réðst til starfa hjá sambandinu. Af áhuga tókst hann á við ný við- fangsefni og var óragur við að til- einka sér ný vinnubrögð, svo sem á sviði tölvunotkunar. Hann féll fljótt og vel inn í okkar fámenna starfshóp, var fjölfróður og bjó yfir mikilli reynslu, sem hann var óspar á að miðla. Á gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar, kunni ógrynni ljóða og sagna og var gjarnan fyrst- ur til að hefja sönginn þegar það átti við og á kaffistofunni var hann öðr- um liðtækari í gamansömu þrasinu, þar sem hálfkæringurinn er aðals- merki orðræðunnar. Með eiginkonu og sínum nánustu ferðaðist hann mikið og víða, bæði innanlands og utan og saman áttu þau stóran hóp fastra ferðafélaga er réðst í árvissar ferðir um landið, sem hann hafði tíðast forystu um að skipuleggja. Hann hafði áralanga reynslu af ferðalögum um óbyggðir og jökla, hvort heldur var á sumri eða vetri og kvíðalaus hafði hann að áhugamáli að fást við torfærur og brjótast áfram við erfiðar aðstæður á sínum öfluga jeppa. Það er kald- hæðni örlaganna að hann skyldi síð- an kveðja þennan heim með þeim hætti sem raun varð á. Nú hafði Sigurjón uppi ný og stór áform og fullur áhuga og eldmóðs gaf hann okkur vinnufélögunum inn- sýn í þá drauma sína. Á liðnu hausti festi hann kaup á landi, bústað og bát við Meðalfellsvatn, þar sem hann hugði á miklar framkvæmdir og end- urbætur, stækkun húss og hafnar- gerð. Markmiðið var að skapa stór- fjölskyldunni samastað í friðsælu umhverfi, þar sem notið yrði nátt- úrufegurðar þess lands sem hann unni og þekkti svo vel. Það var dapurlegur morgunn á skrifstofu sambandsins, þegar við fréttum lát starfsfélaga okkar. Þyngstur er þó harmur eiginkon- unnar og ástvinanna og þá ekki síst afabarnanna, sem hann ræktaði ná- inn félagsskap við. En minningin lif- ir í myndum og frásögnum af góðum og glaðværum fjölskyldumanni, er auk þess var kvaddur til marghátt- aðra trúnaðarstarfa, sem hann vann með þeim hætti að um munaði og eft- ir var tekið. Við starfsmenn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga kveðjum góðan samstarfsmann og félaga með sárum trega. Jafnframt sendum við Rögnu, sonum þeirra, aldraðri móður og fjölskyldunni allri hugheilar samúð- arkveðjur. Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ég mun lengi muna þá heilsteyptu manngerð sem Sigurjón Pétursson hafði til að bera. Hann sannaði fyrir mér betur en margur annar hversu mikilvægt það er hverjum manni að vera stefnufastur og heiðarlegur í lífshlaupi sínu. Sigurjón var maður sem hægt var að treysta. Hann var sérstaklega hreinskiptinn og skipu- lagður í málflutningi sínum og öllum samskiptum. Ég hafði mikla ánægju af því að vinna með honum um nokkurra ára skeið eftir að ég kynntist honum á árinu 1996 þegar hann kom til starfa hjá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga. Sem formaður launanefndar sveitarfélaga hafði ég mikið sam- starf við Sigurjón og náði því að kynnast eiginleikum hans. Hann kunni að hafa gaman af vinnunni þrátt fyrir að á stundum væru verk- efnin ekki einföld eða auðleysanleg. Hann vildi öllum vel en skildi jafn- framt að hinn gullni meðalvegur er vandrataður. Það var mikill fengur að fá Sigurjón til starfa fyrir launa- nefndina og eru nefndarmenn þakk- látir fyrir það starf sem hann lagði þar af mörkum. Oft þurftum við Sigurjón að ræða hin ýmsu mál og möguleg úrlausn- arefni þeirra. Hann var alltaf úr- ræðagóður og setti fram tillögur um lausnir sem bæði var mikið gagn í og ekki síður gaman því það var svo stutt í kímnina og gleðina í öllu hans fasi. Í raun var Sigurjón hinn sanni gleðimaður sem náði oft að draga fram það jákvæða í fari samferða- manna sinna. Ég á góðar minningar frá ferð okkar Sigurjóns fyrir rúmum tveim- ur árum þegar við fórum tveir saman um Suðurland í þeim tilgangi að funda með sveitarstjórnarmönnum á svæðinu til að kynna fyrir þeim hug- myndir launanefndar að markmið- um og stefnu nefndarinnar. Sigurjón mætti í hlaðið hjá mér á Selfossi snemma morguns á jeppanum sín- um, Gamla-Brún. Á honum fórum við akandi um héruð og var gaman að hlusta á ferðasögur Sigurjóns þegar við ókum milli staða. Hann var sannur aðdáandi íslenskrar náttúru og kunni að njóta hennar. Sigurjón vildi funda stutt og markvisst og af- greiddi hann því málin hratt og vel. Þannig mynduðust nokkrar stundir milli funda en ég hafði áætlað þá nokkuð lengri en raun varð á hverju sinni. Við þessu kunni Sigurjón ráð enda þótti honum illa farið með þann tíma sem færi í aðgerðarlausa bið. Hann skipulagði þá þegar ferð okkar um Njálusafnið undir leiðsögn hins ágæta forstöðumanns þess og stuttu síðar vorum við búnir að útvega okk- ur vasaljós til að skoða hina sérstöku manngerðu hella við Hellu á Rang- árvöllum. Nú þegar Sigurjón hefur kvatt okkur án þess að geta lokið við svo mörg ætlunarverk sín leitar á hug- ann hve mikilvægt það er að ganga fram með velvilja og gleði eins og Sigurjón gerði og miðlaði svo vel til annarra í stað þess að stofna til nei- kvæðis í lífinu sem því miður of margir gera. Við Katrín vottum eiginkonu Sig- urjóns, Rögnu Brynjarsdóttur, son- um þeirra, ættingjum og vinum okk- ar dýpstu samúð með þakklæti fyrir þau góðu kynni sem við höfðum af Sigurjóni. Þau munu ekki gleymast. Karl Björnsson, Selfossi. Sú harmafregn barst mér föstu- daginn 11. janúar sl. að góður vinur minn og samstarfsmaður í áraraðir, Sigurjón Pétursson, fyrrv. borgar- fulltrúi, hefði farist kvöldið áður í hörmulegu bílslysi á Holtavörðu- heiði. Það þyrmdi yfir mig og ég vildi helst ekki trúa svo válegum tíðind- um. En dauðann fær enginn umflúið og enginn veit sín ævilok. Þau þurfa ekki að gera boð á undan sér. Slík eru örlög manna. Persónuleg kynni okkar Sigurjóns hófust fyrst á stjórnarfundum i Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í aprílmánuði 1975, þegar þáverandi minnihluti borgarstjórnar Reykja- víkur kaus hann sem annan af tveim- ur fulltrúum borgarinnar í stjórn sparisjóðsins. Hinn fulltrúinn, kos- inn af meirihlutanum, var Ágúst Bjarnason skrifstofustjóri, sem var þó fyrst kosinn einu ári áður. Fyrir í stjórninni voru þá, sá er þessar línur ritar, stjórnarformaður, Sigursteinn Árnason húsasmíðameistari, ritari og Ásgeir Bjarnason forstjóri, vara- formaður, gjarnan kenndur við fæð- ingarstað sinn, Húsavík og loks sat sparisjóðsstjórinn, Hörður Þórðar- son, stjórnarfundina. Ekki veit ég hvernig sósíalistan- um, Sigurjóni, leist í fyrstu á þennan hægri sinnaða hóp samstjórnar- manna sinna, en skemmst er frá því að segja að á örskömmum tíma urð- um við allir góðir kunningjar og með okkur öllum og Sigurjóni tókst hin besta samvinna sem brátt leiddi til hnökralausrar og einlægrar vináttu, sem hélst öll þau fjölmörgu ár sem við áttum eftir að eiga samleið í stjórn sparisjóðsins eða alls í rúm- lega tvo áratugi til ársins 1998. Ýmis mannaskipti urðu í stjórn- inni á þessum langa ferli, eins og nærri má geta, en einu gilti, við öll sem þar sátum um lengri eða skemmri tíma nutum þess að vinna með Sigurjóni og eignast hann að góðum vini. Menn greindi að sjálf- sögðu á öðru hvoru í stjórnmálunum, en aldrei leiddi sá ágreiningur til annars en gamansamra og græsku- lausra orðahnippinga sem oft vöktu góðan og hressilegan hlátur, einkum þegar þeim tókst upp Ágústi Bjarna- syni og Sigurjóni. Umtalsverður skoðanaágreiningur var furðanlega sjaldgæfur. Aðeins örlaði á honum stöku sinnum í tengslum við lánveit- ingar á sjöunda áratugnum, þegar tilfinnanlegur lánsfjárskortur var mikill fjötur um fót allri eðlilegri út- lánastarfsemi í landinu. Á þeim ár- um þegar allir vextir voru lögá- kveðnir og verðtrygging inn- eða útlána þekktist ekki voru lánveiting- ar ekkert annað en skömmtunar- starf, þar sem gæðum var úthlutað til þeirra sem náð hlutu hjá þeim sem við stjórn útlána fengust. Við í stjórn sparisjóðsins höfðum slík völd, þótt sá sjóður væri þá heldur smár í sniðum í íslenska bankakerf- inu. Ég var ráðinn sparisjóðsstjóri frá marsmánuði 1976 eftir lát Harðar Þórðarsonar í desember 1975, svo að ég kynntist mætavel þessari láns- fjárskömmtun bankakerfisins á þessum árum. Allar lánsumsóknir til sparisjóðsins var skylt að leggja fyr- ir stjórn til samþykktar eða synjun- ar. Sparisjóðurinn veitti þessi árin eingöngu fasteignalán til 10 ára og ég minnist ekki að nokkru sinni hafi lánsumsókn verið synjað á öðrum forsendum en að veð hafi ekki verið álitið fullnægjandi eða einhverjum öðrum formsatriðum hafi ekki talist vera fullnægt. Hitt gerðist oft að af- greiðslu umsókna var frestað, kannske hvað eftir annað og biðlist- arnir urðu óhemju langir. Reynt var að gæta „sanngirni“ og samþykkja umsóknir eftir aldursröð og á stjórn- arfundum komu þá sparisjóðsstjóri og stjórnarmenn fram með nöfn þeirra umsækjenda sem þeir báru helst fyrir brjósti. Lánsumsóknir voru þá afgreiddar með samþykki allrar stjórnarinnar eins margar og lausafjárgeta sparisjóðsins leyfði á hverjum tíma. Stjórnmálaskoðanir umsækjenda komu ekki til álita. Og ekki minnist ég að Sigurjón né aðrir stjórnarmenn hafi nokkru sinni talið að þeir umsækendur sem þeir mæltu með hafi ekki hlotið réttláta af- greiðslu, þótt stundum hafi dregist of lengi að taka endanlega ákvörðun. Meðalbiðtími eftir lánveitingu frá því að umsókn var lögð inn var um það bil eitt ár og þótti ekki umtals- vert í þá daga. Með árunum óx sparisjóðnum fiskur um hrygg, starfshættir breyttust og útlánagetan margefld- ist, útibú voru sett á fót hvert á fæt- ur öðru og öll starfsemin tók geysi- legum breytingum. Sigurjón tók mjög virkan þátt í allri þessari upp- byggingu og þeim gríðarlegu tækni- framförum sem urðu í rekstri spari- sjóðsins næstu áratugina. Hann fylgdist náið með þessum breyting- um og studdi þær með ráðum og dáð. Framsýni hans og framfarahugur var mikilsverð hvatning fyrir okkur öll sem í sparisjóðnum störfuðu. Sigurjón var einstaklega vel gerð- ur maður, vel greindur og glaðlynd- ur og um fram allt ákaflega skemmtilegur. Hann lá ekki á skoð- unum sínum, var hreinskiptinn og rökfastur en sáttfús og samningalip- ur. Hann lagði sig eftir að kynnast starfsfólki sparisjóðsins og fór þar ekki í manngreinarálit og sótti ásamt Rögnu Brynjarsdóttur, konu sinni, árshátíðir sjóðsins og aðrar sam- komur sem tengdust starfi hans eftir því sem þau höfðu frekast tök á. Frásagnargáfu hans var við- brugðið og skemmtilegum tækifær- isræðum og ekki síður sönggleði hans. Sóttist starfsfólk sparisjóðsins eftir að þau hjónin mættu á árshátíð- um sjóðsins og héldu þar uppi skemmtilegheitum með fjörlegum söng. Hann var frábær forsöngvari við slík tækifæri og kunni ógrynni sönglaga og og skemmtilegra kvæða og gleðiljóða. Þegar hann og Ágúst Bjarnason lögðust á eitt um að halda uppi gleðinni með sparisjóðsfólkinu var með sanni hægt að segja að „þá var kátt í höllinni“. En nú er þessu lokið og Sigurjón horfinn okkur í sparisjóðnum. Hins vegar eigum við hjartfólgna og ljúfa minningu um afar skemmtilegan drengskaparmann og hlýjan vin. Persónulega átti ég Sigurjóni svo margt og mikið að þakka, sem nú er of seint að nefna við hann. Einlægur stuðningur hans við mig og vinátta í öll þessi ár sem við fengum að starfa saman kom best í ljós á erfiðum stundum í lífi mínu og starfi og þótt ég hafi reynt að bera fram þakkir þá, er samt svo margt sem aldrei verður fullþakkað. Ég kynntist því vel hvað Sigurjón var mikill fjölskyldumaður, hvað honum var annt um sína nánustu, ættfólk sitt og aðstandendur. Hann hafði mikla unun af því að ferðast með fjölskyldunni, vinum sínum og kunningjum innanlands eða utan, en einkanlega voru ferðalögin inn á há- lendi Íslands og í öræfum þess hon- um hugstæð, svo unni hann stórbrot- inni náttúrufegurð landsins mikið og mikilúðlegri tign. Kæra Ragna og þið öll. Huggun- arorð mega sín lítils í harmi ykkar og söknuði Við hjónin vottum ykkur öll- um dýpstu samúð okkar og biðjum ykkur hjálpar og blessunar á erfið- um stundum. Baldvin Tryggvason.  Fleiri minningargreinar um Sig- urjón Pétursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                                              !        "#"# $%& '# ()*+ ,-+ "#*+ .+ /   0 "#*+ +0 +*+ ++ "#*+ 1# 0 "# (+ "#*+ 0)  ! )"# 2+23+ *0 2+2+23+!                                    !       " #  " $ % &'   ' (  ) !" #$%#"$   &' $%#"$  ( '$%#"$ )% *((#'                                            !"#" $% & '"()  )) '*')))  MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.