Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 2
FÍKNIEFNADEILD lögregl-
unnar í Reykjavík hefur orðið
vitni að mörgum alvarlegum til-
fellum, jafnvel sjálfsvígum, sem
rekja má til mikillar neyslu á e-
töflum.
Ásgeir Karlsson, yfirmaður
deildarinnar, sagði við Morgun-
blaðið að niðurstöður mats-
gerðar íslenskra sérfræðinga
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
hefðu í raun ekki komið sér á
óvart, þ.e. að e-töflur, sem inni-
halda eiturefnið MDMA, væru
jafnvel skaðlegri fyrir „venju-
lega neytendur“ en amfetamín
og heróín. Greint var frá mats-
gerðinni í blaðinu í gær. Ásgeir
sagði að fíkniefnadeildin myndi
kynna sér nánar þessar niður-
stöður.
Gríðarlegt þunglyndi
„Eitt af því sem við verðum
varir við með e-töflurnar er hið
gríðarlega þunglyndi sem
leggst á neytendur með jafn-
skelfilegum afleiðingum og
sjálfsvígi í nokkrum tilvikum.
E-töflur hafa verið markaðs-
settar hér á landi og víðar eins
og um skaðlaust efni sé að
ræða. Þessi matsgerð staðfest-
ir að rétt er að fara varlega í
sakirnar og hvetur okkur einn-
ig til þess að halda baráttunni
ótrauð áfram,“ sagði Ásgeir.
Fíkniefnadeild
lögreglunnar
Dæmi um
sjálfsvíg
af völdum
e-taflna
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SLÖKKVILIÐS- og lögreglumenn á
Vestfjörðum, ásamt Vegagerðinni,
stóðu sameiginlega að brunaæfingu
í Vestfjarðagöngum í gærmorgun.
Lokað var fyrir umferð um göngin
á meðan en vegna rafmagnsleysis
varð bið á því að reykvélar gætu
framkallað reyk á gatnamótum
ganganna þannig að reykkafarar
gætu æft sig og athafnað. Æfing
sem þessi hefur ekki áður verið
haldin.
Að sögn Þorbjörns Sveinssonar,
slökkviliðsstjóra á Ísafirði, gekk
æfingin að öðru leyti vel. Blásarar í
göngunum náðu að ræsta reykinn
að mestu, sem myndaðist. Alls tóku
um 45 manns þátt í æfingunni, þar
af 35 slökkviliðsmenn frá Ísafirði,
Flateyri og Suðureyri. Þingeyr-
ingar komust ekki á æfinguna þar
sem þeir urðu frá að hverfa á
Gemlufallsheiði vegna veðurs og
ófærðar.
Það sem aðallega fór úrskeiðis á
æfingunni, að sögn Þorbjörns, voru
fjarskiptin. Hvorki talstöðvar né
farsímar virkuðu inni í göngunum,
nokkuð sem var þó vitað fyrir að
mestu leyti en Þorbjörn sagði þessa
annmarka hafa komið vel fram. Úr-
bóta væri þörf á því sviði. Eina sam-
bandið sem náðist inn í göngin var í
gegnum neyðarsíma jarðganganna.
Vestfirðingar án rafmagns
í klukkustund
Rafmagn fór af Vestfjörðum um
hálfníuleytið í gærmorgun en
komst á aftur á næstu klukkustund.
Bilun varð á Vestfjarðalínunni
norðan Bjarkarlundar og voru
starfsmenn RARIK í Búðardal kall-
aðir til viðgerða. Á meðan var raf-
magni komið á frá Mjólkárvirkjun
og tiltækum díselstöðvum. Slæmt
veður var til fjalla fyrir vestan í
gær og ófærð á fjallvegum.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Vestfirskir slökkviliðsmenn óðu reyk í jarðgöngunum í gærmorgun. Æfingin gekk vel að öðru leyti en því að fjarskipti í göngunum eru mjög slæm.
Tafir á brunaæfingu í Vestfjarðagöngum vegna rafmagnsleysis
Ekkert fjar-
skiptasamband
í göngunum
ÍSLAND er ekki mjög tæknilega þróað þjóð-
félag þrátt fyrir gott aðgengi að tölvum og Net-
inu, víðtæka farsímaeign og mikinn uppgang í
þekkingariðnaði. Framleiðsla og útflutningur á
hátæknivörum og þjónustu er mun minni hér en
í nágrannalöndunum.
Þrátt fyrir mikla aukningu í veltu og fjölda
starfa í þekkingariðnaði hérlendis hin síðustu ár
hefur vöxtur hans verið mun minni og hægari
en í nágrannalöndunum.
Hátækniútflutningur á Íslandi hefur aukist úr
1% af vöruútflutningi árið 1990 í ríflega 2% árið
1999, samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum. Á
sama tímabili jókst hlutfallið hins vegar úr 7% í
20% í Finnlandi, 12% í 18% í Svíþjóð og 25% í
29% í Bandaríkjunum.
Hvað upplýsingatækniiðnað varðar sýna nið-
urstöður skýrslu, sem gerð var á vegum hag-
stofa allra Norðurlandanna og kom út í desem-
ber sl., glöggt hve mikill munur er á vexti
upplýsingatækni (UT) á Íslandi og annars stað-
ar á Norðurlöndunum. Hlutfall UT-iðnaðar í
heildarveltu iðnaðarframleiðslu árið 1999 var
langlægst á Íslandi, ekki nema 0,4%, en 20% í
Finnlandi þar sem það var hæst. Í Svíþjóð var
það 15% en 5% í Danmörku og Noregi. Hlutfall
UT-þjónustu í heildarveltu þjónustu var 12–14%
á öllum Norðurlöndunum, nema á Íslandi þar
sem það var 8%.
498.000 manns störfuðu við upplýsingatækni
á Norðurlöndunum árið 1999. Þar af störfuðu
rúm 352.000 við UT-þjónustu en tæp 146.000 við
UT-framleiðslu.
Rúmlega 10% allra sem störfuðu í einkageira
Svíþjóðar árið 1999 störfuðu á sviði upplýs-
ingatækni. Sama hlutfall var tæp 9% í Finnlandi
og Danmörku, 6,4% í Noregi og 5,6% á Íslandi.
Nýjar tölur um stöðu upplýsingatækni á Norðurlöndunum
Ísland með langminnsta
framleiðslu og útflutning
Á eftir í alþjóðaþróun/C1–4
ALLAR vaktir flugumferðar-
stjóra í Reykjavík, Keflavík,
Vestmannaeyjum og á Akur-
eyri voru fullmannaðar í gær
þrátt fyrir gildandi yfirvinnu-
bann.
Tafir urðu á millilanda- og
innanlandsflugi í fyrrakvöld
vegna forfalla í flugturninum í
Keflavík og hliðra þurfti til fyr-
ir einni vél Flugleiða frá
Bandaríkjunum klukkan sex í
gærmorgun. Klukkustund síð-
ar hófst fullmönnuð dagvakt.
Flugumferðar-
stjórar
Allar vakt-
ir full-
mannaðarALMANNAVÖRNUM ríkisinsbarst á fimmtudagskvöld beiðni um
aðstoð íslenskrar neyðarsveitar við
hjálparstarf vegna eldgossins í
Kongó. Beiðnin kom frá UNDAC,
stofnun á vegum Sameinuðu þjóð-
anna sem hefur það hlutverk að
samræma neyðaraðgerðir alþjóð-
legra hjálparsveita á vettvangi
náttúruhamfara. Hálf milljón
manns er heimilislaus í bænum
Goma, sem er við rætur eldfjallsins
Nyiragongo.
Þrír Íslendingar eru í þessari al-
þjóðlegu neyðarsveit UNDAC, sem
samanstendur af 160 manns, en að
sögn eins þeirra, Þorsteins Þorkels-
sonar hjá Landsbjörgu, áttu þeir
ekki heimangengt að þessu sinni.
Auk hans eru í sveitinni Árni Birg-
isson og Sólveig Þorvaldsdóttir,
framkvæmdastjóri Almannavarna.
Fimm voru sendir til Kongó á
föstudag á vegum UNDAC og
koma þeir frá Hollandi, Bretlandi,
Ítalíu, Danmörku og Sviss.
Önnur beiðni gæti borist
Þorsteinn sagði við Morgunblaðið
að sá hópur yrði þrjár vikur á vett-
vangi í Kongó og að þeim tíma
loknum gæti beiðni borist að nýju
til Íslands um aðstoð.
„Þetta fer auðvitað eftir því
hvernig mál þróast. Ástandið í
Kongó virðist vera hrikalegt og lík-
lega þarf að framlengja dvöl þessa
hóps,“ sagði Þorsteinn.
Þessi íslenska neyðarsveit hefur
m.a. farið á jarðskjálftasvæði í
Tyrklandi árið 1999, Þorsteinn fór
til Indónesíu árið 2000 vegna jarð-
skjálfta þar og Sólveig til Indlands
af sömu ástæðu í upphafi árs 2001.
Eldgosið í Nyiragongo í Kongó
Óskað eftir að-
stoð íslenskrar
neyðarsveitar
ÍSLENSKA fjölskyldumyndin
Regína hefur verið valin til
keppni á barnamyndadagskrá
Berlínarhátíðarinnar, sem er
ein helsta kvikmyndahátíð
heims og fer nú fram 6. til 17.
febrúar nk. Þetta er annað árið
í röð sem íslenskri kvikmynd er
boðið til þátttöku í barna-
myndakeppninni.
Að sögn Hrannar Kristins-
dóttur hjá Íslensku kvik-
myndasamsteypunni sækjast
hundruð mynda eftir að komast
í keppnina á ári hverju og er því
ekki sjálfgefið að myndir séu
valdar til þátttöku. Þátttakan
getur síðan haft mikla þýðingu
fyrir dreifingu myndanna.
Regína
valin á
Berlín-
arhátíðina
Hefur mikla/B16