Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 1

Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ 20. JANÚAR 2002 16. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Golli Ólafur, Stefanía, Eggert og Jón Arnór Stefánsbörn eru öll framúrskarandi íþróttamenn, hvert í sinni grein. Skapti Hallgrímsson ræddi við þessi hæfi- leikaríku en jarðbundnu systkini um íþróttirnar og lífið  10 Mjög stolt hvert af öðru Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 20. janúar 2002 B Þung áhersla er lögð á nýsköp- un og þekkingu í nútímanum. Almenn sátt virðist ríkja um að þauséu drifkraftar hagvaxtar og framþróunar þjóðfélaga. Hins vegar má spyrja hvort þjóðir sem búa yfir ríkulegum nátt- úruauðlindum leggi minni áherslu á að nýta mannauð- inn til fulls og byggja á menntun og þekkingu fremur en náttúrunni? Þegar Ísland er borið saman við ná- grannalöndin, kemur í ljós að það stendur þeim langt að baki hvað varðar framleiðslu og út- flutning á þekking- arafurðum. Úr atvinnulífinu heyrast gagnrýnar raddir sem segja umhverfið hér- lendis ekki nógu ákjósanlegt fyrir þekkingarfyrirtæki. Í þessari annarri grein greinaflokksins er NÚTÍMINN skoðaður og þróun atvinnu- greina síðustu ára. Drauma- störf þjóðarinnar eru kynnt og skyggnst er inn í at- vinnuþróun framtíðarinnar. ÍSLENDINGAR hafa með einum eða öðrum hætti lifað á nýtingu nátt- úrunnar frá landnámi fram á síðustu öld. Á síð- ustu tíu árum hefur fjöl- breytni í atvinnulífinu aukist, meiri nýsköpun átt sér stað og fjöldi nýrra fyrirtækja verið stofnaður. Erfiðleikar sem gengið hafa yfir atvinnulífið upp á síðkastið fá okkur hins vegar til þess að horfa aftur til náttúruauðlindanna og velta því fyrir okkur, hvort framtíðin felist fremur í nýtingu þeirra en sveiflukenndum atvinnurekstri nýsköpunarfyr- irtækja. Jafnframt vakna spurningar um það hvort náttúruauðlindir okkar fresti því eða komi í veg fyrir að við tökum að fullu skrefið inn í samfélag sem byggist á mannauði og þekkingu? Að mati Þorvaldar Gylfasonar prófessors við Háskóla Íslands er það svo. Hann hefur bent á að lönd sem eru auðug af náttúruauðlindum búi yfirleitt við minni hagvöxt en lönd sem litlar eða engar slíkar auðlindir eiga. Hann bendir á að lönd eins og Lúxemborg, Danmörk, Sviss og Singapúr eigi það öll sameiginlegt að vera fátæk af náttúruauðlindum en vera samt sem áður í hópi ríkustu landa heims. Mörg af fátækustu löndum heimsins eigi hins vegar miklar nátt- úruauðlindir og því eigi náttúruauðlindir það til að skapa falska öryggiskennd. Lönd sem trúa því að náttúruauðlindir séu verðmætustu auð- lindir í eigu þeirra eigi það til að vanrækja mannauðinn með því að verja ónógri atorku og fé í menntun: „Og þetta kann ennfremur að skýra, hvers vegna það getur í bezta falli verið blendin bless- un, þegar til langs tíma er litið, að treysta um of á náttúruauðlindir,“ segir Þorvaldur í greininni Náttúruauðlindir, útflutningur og Evrópa sem birtist í Fjármálatíðindum 1999. Mannauðurinn vanræktur Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Há- skóla Íslands, bendir í samtali við Morgunblaðið á að ef til vill höfum við Íslendingar vanrækt það sem kallast mannauður. „Það sem lönd eins og Danmörk og Írland hafa ekki eru nátt- úruauðlindir og þau hafa þurft að byggja að miklu leyti á þekkingu fólksins. Hérlendis er þessu öðruvísi farið. Það er til dæmis mjög stutt síðan skólakerfið lagði litla sem enga áherslu á að þjálfa og mennta fólk fyrir sjávarútveginn og það hefur ekki þjónað ferðaþjónustu nema núna á allra síðustu árum,“ segir Ingjaldur. Þetta viðhorf Ingjalds er staðfest í skýrslu Hagfræðistofnunar um ójöfnuð, sem birt var í vikunni. Þar segir að Ísland hafi verið að drag- ast aftur úr hvað varði hlutfall menntaðra af vinnuaflinu. Einnig er hvatt til aukinnar mennt- unar því menntun gefi almennt kost á hærri launum. Skoðum nú lönd sem hafa á litlar eða engar náttúruauðlindir að treysta þegar harðnar á dalnum. Þjóðir sem hafa þurft að treysta á eigið hugvit og tekist að verða meðal ríkustu þjóða heims. Undrið Írland Fyrst ber ef til vill að nefna Írland en síðustu ár í sögu þess hafa verið ævintýri líkust. Landið bjó lengi vel við lágan hagvöxt og viðvarandi at- vinnuleysi. Leið írskra stjórnvalda til að lífga upp á fá- brotið hagkerfi var að laða erlent fjármagn til landsins. Ríkisstjórnin stofnaði alþjóðlega fjár- málaþjónustumiðstöð árið 1987 og bauð upp á hagstætt skattaumhverfi. Erlend fyrirtæki þurftu ekki að greiða 32% tekjuskatt eins og flest írsk fyrirtæki, heldur 10%. Ríkisstjórnin stundaði virkt markaðsstarf og benti á margvíslega kosti þess að reka fyrirtæki á Írlandi eins og hagstætt skattaumhverfi, að- gang að mörkuðum Evrópu vegna aðildar Ír- lands að Evrópusambandinu, hámenntaðan mannafla (50% vinnuaflsins höfðu lokið fram- haldsskólaprófi árið 1999, á sama tíma var það hlutfall 63% á Íslandi) og margvíslegan stuðn- ing við þekkingar- og fjármálafyrirtæki. Markaðsstarf írskra stjórnvalda hefur meðal annars teygt anga sína til Íslands. Kári Stef- ánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist til að mynda ekki hafa tölu á þeim bréfum sem írsk stjórnvöld hafi sent ÍE þess efnis að bjóða fyrirtækinu að flytja til Írlands gegn því að það fái aðstoð við fjármögnun á ýmsum svið- um. Þótt gylliboð Íra hafi ekki borið árangur í til- felli ÍE þá sáu mörg fjármála-, iðn-, tölvu- og tæknifyrirtæki, ekki síst bandarísk stórfyr- irtæki, sér hag í hagstæðu rekstrarumhverfi Ír- lands og fluttu framleiðslu sína í heild eða að hluta þangað. Breytingarnar létu ekki á sér standa. Írska hagkerfið þandist út á nokkrum árum um 80%, atvinnuleysi snarminnkaði og hagvöxturinn jókst. Bandarísk tæknifyrirtæki, sem hófu starf- semi á Írlandi, flytja út nánast allt sem þau framleiða þar. Það gerði að verkum að árið 2000 voru tæp 95% af þjóðartekjum Íra fengin með útflutningi. Nærri þriðjungur bandarískrar fjárfestingar innan evrópska efnahagssvæðisins er á Írlandi og mest í hátæknifyrirtækjum.                                  ! " "!#                 $  % & ' ! ( "  ! ( "      !" #$  %    ) *  +    &'()* #$ + % &,-#+    )   + ,+    Eftir Rögnu Söru Jónsdóttur Á eftir í alþjóðaþróun Teikningar/Andrés  C Konur standa verr að vígi í vísindum en karlar 16 Telja grundvöll miska- og örorku- mats óskýran 10 Mannréttindahreyfingar og nokkrir þingmenn í Bret- landi gagnrýndu í gær stjórn landsins fyrir að senda leyniþjónustumenn til bandarísku herstöðvarinnar í Guantanamo á Kúbu til að yfirheyra þrjá Breta sem eru þar í haldi ásamt um 110 öðrum meintum félögum í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Hermt var að hlut- verk leyniþjónustumannanna væri að yfirheyra bresku fangana um hvort al-Qaeda hefði undirbúið hryðjuverk í Bretlandi og víðar. Mannréttindahreyfingar sögðu slíkar yfirheyrslur brjóta í bága við mannréttindi. Nefnd á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins hefur hafið rannsókn á því hvort Bandaríkjastjórn hafi brotið mannréttindi með því að halda föngunum í herstöðinni, en mannréttindasamtök segja að aðbúnaður þeirra sé ekki mannsæmandi. Nokkrir fangana sjást hér á mynd sem bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur birt. AP Deilt um fangana í Guantanamo STJÓRNVÖLD í Rúanda óskuðu í gær eftir alþjóðlegri aðstoð vegna flóttamannastraums frá grann- ríkinu Kongó þar sem hundruð þús- unda manna hafa misst heimili sín vegna eldgoss í fjallinu Nyiragongo. Um það bil 350.000 Kongómenn hafa flúið til Rúanda og um 100.000 til viðbótar eru á flótta í Kongó. Ekki var vitað í gær hvort eld- gosið olli manntjóni. Kólnandi hraun sést hér á götu í borginni Goma eftir að mikill hraunstraumur rann yfir hana. Reuters Óskað eftir aðstoð vegna eldgoss ÍSRAELAR hertu í gær baráttuna gegn Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, og sprengdu byggingu palestínskrar útvarpsstöðvar í bæn- um Ramallah á Vesturbakkanum í loft upp. Um 20 skriðdrekar voru sendir að útvarpshúsinu í fyrrinótt og ísraelskir hermenn réðust inn í það. Þeir komu síðan fyrir sprengjum í byggingunni eftir að hafa skipað starfsmönnum út- varpsins að fara út úr henni. Eldar kviknuðu í húsinu, sem var sjö hæða, þegar sprengjurnar sprungu skömmu fyrir dögun. Ísra- elsher kvaðst hafa gert nokkur tæki útvarpsstöðvarinnar upptæk fyrir sprengingarnar. Ísraelskir ráðamenn hafa sakað Arafat um að hafa notað palestínska fjölmiðla til þess að kynda undir hatri í garð Ísraela. Hvatt til refsiaðgerða gegn Ísraelum Ráðgjafi Arafats, Nabil Abu Rud- eineh, fordæmdi árásina á útvarps- húsið og hvatti til alþjóðlegra refsiað- gerða gegn Ísraelum „vegna glæpa þeirra gegn palestínsku þjóðinni“. Ísraelar segja Arafat eiga sök á því að átökin hafa stigmagnast að undan- förnu þar sem hann hafi hunsað kröfu þeirra um að uppræta hópa íslamskra öfgamanna sem grunaðir eru um að hafa gert árásir á Ísraela. Palestínu- menn segja aftur á móti að Ísraelar vilji knésetja palestínsku heima- stjórnina með hernaðaraðgerðum sem geti leitt til mikilla blóðsúthell- inga. Ísraelskir hermenn og skriðdrekar hafa umkringt höfuðstöðvar Arafats í Ramallah þar sem hann hefur verið í herkví frá því í byrjun desember. Palestínskt útvarps- hús sprengt í loft upp Ramallah. AFP, AP. KÍNVERSKIR leyniþjónustumenn hafa fundið 27 hlerunartæki í þotu sem var smíðuð í Bandaríkjunum og keypt handa Jiang Zemin, forseta Kína, að sögn dagblaðanna Financial Times og Washington Post í gær. Blöðin segja að búnaðurinn sé háþróaður og notaður til hlerunar í gegnum gervihnött. Þotan er af gerðinni Boeing 767 og Washington Post segir að kínversk yfirvöld telji að bandarískir leyniþjónustumenn hafi sett hlerunartækin í þotuna þeg- ar verið var að setja í hana húsgögn og innréttingar í Bandaríkjunum. Tækin fundust m.a. á salerni og höfuðgafli á rúmi forsetans. Washington Post segir að kín- verski forsetinn sé æfur vegna máls- ins og ætli að vekja máls á því á fundi sínum með George W. Bush Banda- ríkjaforseta í Peking 21. febrúar. 22 embættismenn handteknir Þotan var smíðuð í Washington- ríki en nokkur fyrirtæki í Texas sáu um að innrétta hana undir ströngu eftirliti kínverskra embættismanna. Kínversk yfirvöld hafa hafið rann- sókn á því hvort embættismenn sem sáu um kaupin hafa gerst sekir um vanrækslu og hermt er að 22 menn hafi verið handteknir í Kína vegna málsins. Paul Harris, stjórnmálafræðipró- fessor í Hong Kong og fyrrverandi njósnari bandaríska hersins, sagði „mjög ólíklegt ef ekki ómögulegt“ að bandarísk stjórnvöld eða Boeing væru viðriðin málið. Hann leiddi get- um að því að embættismenn kín- versku stjórnarinnar hefðu látið setja hlerunartækin í þotuna til þess að njósna um forsetann. Hlerunartækin munu hafa fundist í október, skömmu áður en þotan var tekin í notkun. Fundu hlerunar- tæki í for- setaþotu Peking. AFP, AP. BELGÍSKA lögreglan handtók í gær fimmtugan mann sem grunaður er um að hafa myrt fimm börn sín og sambýlismann fyrrverandi eigin- konu sinnar í Brussel. Maðurinn, sem er af tyrknesku bergi brotinn, var handtekinn á krá í borginni eftir að hafa afhent eiganda hennar byssu og beðið hann að hringja í lögregluna. Fyrrverandi eiginkona hans lifði af árásina en var flutt á sjúkrahús vegna taugaáfalls. Börnin voru á aldrinum 4–17 ára. Sum þeirra voru skotin til bana, önn- ur kyrkt. Þrjú barnanna fundust látin í bíl en hin börnin tvö og sambýlismaður móður þeirra voru myrt á heimili sínu. Fimm börn myrt í Brussel Brussel. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.