Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 20. JANÚAR 2002 16. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Golli Ólafur, Stefanía, Eggert og Jón Arnór Stefánsbörn eru öll framúrskarandi íþróttamenn, hvert í sinni grein. Skapti Hallgrímsson ræddi við þessi hæfi- leikaríku en jarðbundnu systkini um íþróttirnar og lífið  10 Mjög stolt hvert af öðru Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 20. janúar 2002 B Þung áhersla er lögð á nýsköp- un og þekkingu í nútímanum. Almenn sátt virðist ríkja um að þauséu drifkraftar hagvaxtar og framþróunar þjóðfélaga. Hins vegar má spyrja hvort þjóðir sem búa yfir ríkulegum nátt- úruauðlindum leggi minni áherslu á að nýta mannauð- inn til fulls og byggja á menntun og þekkingu fremur en náttúrunni? Þegar Ísland er borið saman við ná- grannalöndin, kemur í ljós að það stendur þeim langt að baki hvað varðar framleiðslu og út- flutning á þekking- arafurðum. Úr atvinnulífinu heyrast gagnrýnar raddir sem segja umhverfið hér- lendis ekki nógu ákjósanlegt fyrir þekkingarfyrirtæki. Í þessari annarri grein greinaflokksins er NÚTÍMINN skoðaður og þróun atvinnu- greina síðustu ára. Drauma- störf þjóðarinnar eru kynnt og skyggnst er inn í at- vinnuþróun framtíðarinnar. ÍSLENDINGAR hafa með einum eða öðrum hætti lifað á nýtingu nátt- úrunnar frá landnámi fram á síðustu öld. Á síð- ustu tíu árum hefur fjöl- breytni í atvinnulífinu aukist, meiri nýsköpun átt sér stað og fjöldi nýrra fyrirtækja verið stofnaður. Erfiðleikar sem gengið hafa yfir atvinnulífið upp á síðkastið fá okkur hins vegar til þess að horfa aftur til náttúruauðlindanna og velta því fyrir okkur, hvort framtíðin felist fremur í nýtingu þeirra en sveiflukenndum atvinnurekstri nýsköpunarfyr- irtækja. Jafnframt vakna spurningar um það hvort náttúruauðlindir okkar fresti því eða komi í veg fyrir að við tökum að fullu skrefið inn í samfélag sem byggist á mannauði og þekkingu? Að mati Þorvaldar Gylfasonar prófessors við Háskóla Íslands er það svo. Hann hefur bent á að lönd sem eru auðug af náttúruauðlindum búi yfirleitt við minni hagvöxt en lönd sem litlar eða engar slíkar auðlindir eiga. Hann bendir á að lönd eins og Lúxemborg, Danmörk, Sviss og Singapúr eigi það öll sameiginlegt að vera fátæk af náttúruauðlindum en vera samt sem áður í hópi ríkustu landa heims. Mörg af fátækustu löndum heimsins eigi hins vegar miklar nátt- úruauðlindir og því eigi náttúruauðlindir það til að skapa falska öryggiskennd. Lönd sem trúa því að náttúruauðlindir séu verðmætustu auð- lindir í eigu þeirra eigi það til að vanrækja mannauðinn með því að verja ónógri atorku og fé í menntun: „Og þetta kann ennfremur að skýra, hvers vegna það getur í bezta falli verið blendin bless- un, þegar til langs tíma er litið, að treysta um of á náttúruauðlindir,“ segir Þorvaldur í greininni Náttúruauðlindir, útflutningur og Evrópa sem birtist í Fjármálatíðindum 1999. Mannauðurinn vanræktur Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Há- skóla Íslands, bendir í samtali við Morgunblaðið á að ef til vill höfum við Íslendingar vanrækt það sem kallast mannauður. „Það sem lönd eins og Danmörk og Írland hafa ekki eru nátt- úruauðlindir og þau hafa þurft að byggja að miklu leyti á þekkingu fólksins. Hérlendis er þessu öðruvísi farið. Það er til dæmis mjög stutt síðan skólakerfið lagði litla sem enga áherslu á að þjálfa og mennta fólk fyrir sjávarútveginn og það hefur ekki þjónað ferðaþjónustu nema núna á allra síðustu árum,“ segir Ingjaldur. Þetta viðhorf Ingjalds er staðfest í skýrslu Hagfræðistofnunar um ójöfnuð, sem birt var í vikunni. Þar segir að Ísland hafi verið að drag- ast aftur úr hvað varði hlutfall menntaðra af vinnuaflinu. Einnig er hvatt til aukinnar mennt- unar því menntun gefi almennt kost á hærri launum. Skoðum nú lönd sem hafa á litlar eða engar náttúruauðlindir að treysta þegar harðnar á dalnum. Þjóðir sem hafa þurft að treysta á eigið hugvit og tekist að verða meðal ríkustu þjóða heims. Undrið Írland Fyrst ber ef til vill að nefna Írland en síðustu ár í sögu þess hafa verið ævintýri líkust. Landið bjó lengi vel við lágan hagvöxt og viðvarandi at- vinnuleysi. Leið írskra stjórnvalda til að lífga upp á fá- brotið hagkerfi var að laða erlent fjármagn til landsins. Ríkisstjórnin stofnaði alþjóðlega fjár- málaþjónustumiðstöð árið 1987 og bauð upp á hagstætt skattaumhverfi. Erlend fyrirtæki þurftu ekki að greiða 32% tekjuskatt eins og flest írsk fyrirtæki, heldur 10%. Ríkisstjórnin stundaði virkt markaðsstarf og benti á margvíslega kosti þess að reka fyrirtæki á Írlandi eins og hagstætt skattaumhverfi, að- gang að mörkuðum Evrópu vegna aðildar Ír- lands að Evrópusambandinu, hámenntaðan mannafla (50% vinnuaflsins höfðu lokið fram- haldsskólaprófi árið 1999, á sama tíma var það hlutfall 63% á Íslandi) og margvíslegan stuðn- ing við þekkingar- og fjármálafyrirtæki. Markaðsstarf írskra stjórnvalda hefur meðal annars teygt anga sína til Íslands. Kári Stef- ánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist til að mynda ekki hafa tölu á þeim bréfum sem írsk stjórnvöld hafi sent ÍE þess efnis að bjóða fyrirtækinu að flytja til Írlands gegn því að það fái aðstoð við fjármögnun á ýmsum svið- um. Þótt gylliboð Íra hafi ekki borið árangur í til- felli ÍE þá sáu mörg fjármála-, iðn-, tölvu- og tæknifyrirtæki, ekki síst bandarísk stórfyr- irtæki, sér hag í hagstæðu rekstrarumhverfi Ír- lands og fluttu framleiðslu sína í heild eða að hluta þangað. Breytingarnar létu ekki á sér standa. Írska hagkerfið þandist út á nokkrum árum um 80%, atvinnuleysi snarminnkaði og hagvöxturinn jókst. Bandarísk tæknifyrirtæki, sem hófu starf- semi á Írlandi, flytja út nánast allt sem þau framleiða þar. Það gerði að verkum að árið 2000 voru tæp 95% af þjóðartekjum Íra fengin með útflutningi. Nærri þriðjungur bandarískrar fjárfestingar innan evrópska efnahagssvæðisins er á Írlandi og mest í hátæknifyrirtækjum.                                  ! " "!#                 $  % & ' ! ( "  ! ( "      !" #$  %    ) *  +    &'()* #$ + % &,-#+    )   + ,+    Eftir Rögnu Söru Jónsdóttur Á eftir í alþjóðaþróun Teikningar/Andrés  C Konur standa verr að vígi í vísindum en karlar 16 Telja grundvöll miska- og örorku- mats óskýran 10 Mannréttindahreyfingar og nokkrir þingmenn í Bret- landi gagnrýndu í gær stjórn landsins fyrir að senda leyniþjónustumenn til bandarísku herstöðvarinnar í Guantanamo á Kúbu til að yfirheyra þrjá Breta sem eru þar í haldi ásamt um 110 öðrum meintum félögum í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Hermt var að hlut- verk leyniþjónustumannanna væri að yfirheyra bresku fangana um hvort al-Qaeda hefði undirbúið hryðjuverk í Bretlandi og víðar. Mannréttindahreyfingar sögðu slíkar yfirheyrslur brjóta í bága við mannréttindi. Nefnd á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins hefur hafið rannsókn á því hvort Bandaríkjastjórn hafi brotið mannréttindi með því að halda föngunum í herstöðinni, en mannréttindasamtök segja að aðbúnaður þeirra sé ekki mannsæmandi. Nokkrir fangana sjást hér á mynd sem bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur birt. AP Deilt um fangana í Guantanamo STJÓRNVÖLD í Rúanda óskuðu í gær eftir alþjóðlegri aðstoð vegna flóttamannastraums frá grann- ríkinu Kongó þar sem hundruð þús- unda manna hafa misst heimili sín vegna eldgoss í fjallinu Nyiragongo. Um það bil 350.000 Kongómenn hafa flúið til Rúanda og um 100.000 til viðbótar eru á flótta í Kongó. Ekki var vitað í gær hvort eld- gosið olli manntjóni. Kólnandi hraun sést hér á götu í borginni Goma eftir að mikill hraunstraumur rann yfir hana. Reuters Óskað eftir aðstoð vegna eldgoss ÍSRAELAR hertu í gær baráttuna gegn Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, og sprengdu byggingu palestínskrar útvarpsstöðvar í bæn- um Ramallah á Vesturbakkanum í loft upp. Um 20 skriðdrekar voru sendir að útvarpshúsinu í fyrrinótt og ísraelskir hermenn réðust inn í það. Þeir komu síðan fyrir sprengjum í byggingunni eftir að hafa skipað starfsmönnum út- varpsins að fara út úr henni. Eldar kviknuðu í húsinu, sem var sjö hæða, þegar sprengjurnar sprungu skömmu fyrir dögun. Ísra- elsher kvaðst hafa gert nokkur tæki útvarpsstöðvarinnar upptæk fyrir sprengingarnar. Ísraelskir ráðamenn hafa sakað Arafat um að hafa notað palestínska fjölmiðla til þess að kynda undir hatri í garð Ísraela. Hvatt til refsiaðgerða gegn Ísraelum Ráðgjafi Arafats, Nabil Abu Rud- eineh, fordæmdi árásina á útvarps- húsið og hvatti til alþjóðlegra refsiað- gerða gegn Ísraelum „vegna glæpa þeirra gegn palestínsku þjóðinni“. Ísraelar segja Arafat eiga sök á því að átökin hafa stigmagnast að undan- förnu þar sem hann hafi hunsað kröfu þeirra um að uppræta hópa íslamskra öfgamanna sem grunaðir eru um að hafa gert árásir á Ísraela. Palestínu- menn segja aftur á móti að Ísraelar vilji knésetja palestínsku heima- stjórnina með hernaðaraðgerðum sem geti leitt til mikilla blóðsúthell- inga. Ísraelskir hermenn og skriðdrekar hafa umkringt höfuðstöðvar Arafats í Ramallah þar sem hann hefur verið í herkví frá því í byrjun desember. Palestínskt útvarps- hús sprengt í loft upp Ramallah. AFP, AP. KÍNVERSKIR leyniþjónustumenn hafa fundið 27 hlerunartæki í þotu sem var smíðuð í Bandaríkjunum og keypt handa Jiang Zemin, forseta Kína, að sögn dagblaðanna Financial Times og Washington Post í gær. Blöðin segja að búnaðurinn sé háþróaður og notaður til hlerunar í gegnum gervihnött. Þotan er af gerðinni Boeing 767 og Washington Post segir að kínversk yfirvöld telji að bandarískir leyniþjónustumenn hafi sett hlerunartækin í þotuna þeg- ar verið var að setja í hana húsgögn og innréttingar í Bandaríkjunum. Tækin fundust m.a. á salerni og höfuðgafli á rúmi forsetans. Washington Post segir að kín- verski forsetinn sé æfur vegna máls- ins og ætli að vekja máls á því á fundi sínum með George W. Bush Banda- ríkjaforseta í Peking 21. febrúar. 22 embættismenn handteknir Þotan var smíðuð í Washington- ríki en nokkur fyrirtæki í Texas sáu um að innrétta hana undir ströngu eftirliti kínverskra embættismanna. Kínversk yfirvöld hafa hafið rann- sókn á því hvort embættismenn sem sáu um kaupin hafa gerst sekir um vanrækslu og hermt er að 22 menn hafi verið handteknir í Kína vegna málsins. Paul Harris, stjórnmálafræðipró- fessor í Hong Kong og fyrrverandi njósnari bandaríska hersins, sagði „mjög ólíklegt ef ekki ómögulegt“ að bandarísk stjórnvöld eða Boeing væru viðriðin málið. Hann leiddi get- um að því að embættismenn kín- versku stjórnarinnar hefðu látið setja hlerunartækin í þotuna til þess að njósna um forsetann. Hlerunartækin munu hafa fundist í október, skömmu áður en þotan var tekin í notkun. Fundu hlerunar- tæki í for- setaþotu Peking. AFP, AP. BELGÍSKA lögreglan handtók í gær fimmtugan mann sem grunaður er um að hafa myrt fimm börn sín og sambýlismann fyrrverandi eigin- konu sinnar í Brussel. Maðurinn, sem er af tyrknesku bergi brotinn, var handtekinn á krá í borginni eftir að hafa afhent eiganda hennar byssu og beðið hann að hringja í lögregluna. Fyrrverandi eiginkona hans lifði af árásina en var flutt á sjúkrahús vegna taugaáfalls. Börnin voru á aldrinum 4–17 ára. Sum þeirra voru skotin til bana, önn- ur kyrkt. Þrjú barnanna fundust látin í bíl en hin börnin tvö og sambýlismaður móður þeirra voru myrt á heimili sínu. Fimm börn myrt í Brussel Brussel. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.