Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 4
                                  !  "  #   $ % & '  ( )  * +!      % (      !     ( '  & ') ,'               &  $   )     #  )      $-    !)       "  !   "   .    % $ / % #     $      )   ! ) ,'    ,'        " !      !' $ % %  0       $        /  1  (   "  2   0    !)      *    & '  !) *  % 3   $             &    $     %   0 '   ( 0 '    ,'      +  * %/ '  $ % '    / '  '     !' . !  $    '    &,4"5(6"    "   * !) $    (     % 6   !) .  & '       ! '     )           $    *   $    0     ( ,'                2    )  0    $   ! '  7     (      %  %  , %  .   ! '    * %/   *   $   (     8 $ 9   *  )          :    8 $ 9   3 ;       $        ! ) '  /                RÚMLEGA 107 þúsund krónum get- ur munað á skattgreiðslum manns með sex milljóna króna árstekjur eft- ir því hvort hann býr í sveitarfélagi þar sem hámarksútsvar er innheimt eða þar sem lágmarksútsvar er inn- heimt. Munurinn er rúmlega 71 þús- und kr. á skattgreiðslum af 4 milljóna kr. árstekjum og af tveggja milljóna króna árstekjum er greiddur 35 þús- und kr. minni skattur í sveitarfélagi þar sem lágmarksútsvar er innheimt. Hámarksútvar í ár er 13,03% og lágmarksútsvar 11,24% og er mun- urinn á hæstu og lægstu skattpró- sentu því 1,79 prósentustig. Aðeins fjórir sveitahreppar innheimta lág- marksútsvar, þ.e.a.s. Hvalfjarðar- strandarhreppur, Skilmannahreppur og Skorradalshreppur í Borgarfirði og Ásahreppur í Rangárvallasýslu. Rúmur helmingur sveitarfélaga í landinu hins vegar innheimtir há- marksútsvar, eða 67 af 121 sam- kvæmt skrá Sambands íslenskra sveitarfélaga, en mörg af stærstu sveitarfélögum landsins eru með nokkru lægri skattprósentu og liggja þarna á milli einhvers staðar. Þar má nefna Reykjavík og Kópavog, þar sem útsvarið er 12,70% og Garðabæ og Seltjarnarnes þar sem það er 12,46%. Raunar eru það einungis Hafnarfjörður, Bessastaðahreppur, Kjósarhreppur, Vatnsleysustrandar- hrepppur og Akranes sem innheimta hámarksútsvar á suðvesturhorni landsins. Í Mosfellsbæ er útsvarið 12,65% og 12,70% í Reykjanesbæ og Grindavík og Garði og 12,60% í Sand- erði. Akureyri, Snæfellsbær, Borgar- byggð, Húsavík, Ísafjörður Horna- fjörður, Vestmannaeyjar, og Árborg innheimta hámarksútsvar svo dæmi séu tekin af stórum sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Tekjuskattur til ríkisins er 25,75% af tekjum í ár og við bætist úrsvarið sem rennur til sveitarfélaganna. Skattprósentan þar sem hámarks- útsvar er lagt á er þannig 38,78%, en hún er 36,99% í sveitarhreppunum fjórum þar sem hún er lægst. 38,45% er tekjuskatts- og útsvarsprósentan í Reykjavík og Kópavogi og 38,21% í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Þegar nánar er litið á þetta kemur í ljós, svo dæmi séu tekin, að sá sem býr í Garðabæ borgar rúmlega 11 þúsund kr. minna í skatt af tveggja milljóna króna árstekjum en sá sem býr í Hafnarfirði. Munurinn vex í réttu hlutfalli við hækkandi tekjur. Hann er þannig tæp 23 þúsund kr. ef árstekjurnar eru fjórar milljónir króna og ef árstekjurnar eru sex milljónir kr. greiðir Garðbæingur rúmlega 34 þúsund kr. lægri skatt en sá sem býr í Hafnarfirði.Munurinn er enn meiri ef dæmi eru tekin af Akra- nesi þar sem hámarksútsvar er inn- heimt og sveitahreppunum í ná- grenninu, Hvalfjarðarstrandarhreppi, Skil- mannahreppi og Skorradalshreppi, þar sem leyfilegt lágmarksútsvar er innheimt. Munurinn e rúmar 35 þús- und kr, þegar árstekjurnar eru tvær milljónir, rúmar 71 þúsund kr. þegar tekjur eru 4 milljónir kr. og fer upp í rúmar 107 þúsund kr. þegar árstekj- urnar eru 6 milljónir kr. Innheimta hámarks- og lágmarksútsvars í sveitarfélögum af 6 milljóna króna tekjum 107 þús. kr. munur á skatti FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEGAGERÐIN kynnir í nýjasta hefti Framkvæmdafrétta fyrirhuguð jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar, sem hafa farið í gegn- um umhverfismat og hlotið sam- þykki Skipulagsstofnunar. Úrskurður skipulagsstjóra var ekki kærður til umhverfisráðherra. Verk- tími ganganna er áætlaður eitt og hálft ár og kostnaður talinn nema 3,4 milljörðum króna, miðað við verðlag nýliðins árs. Göngin koma til með að stytta leiðina milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar um 34 kílómetra en hún er í dag um 52 kílómetrar. Framkvæmdafréttir byggja frá- sögn sína á umhverfismatsskýrslu Hönnunar hf. á Reyðarfirði en sam- kvæmt henni munu göngin liggja í gegnum fjallgarðinn milli Hrúteyrar í Reyðarfirði og bæjarins Dala í Fá- skrúðsfirði, alls 5,9 kílómetra löng að vegskálum meðtöldum. Tengivegir verða alls á 8 km kafla, 1,2 km Reyð- arfjarðarmegin og 5,8 km Fáskrúðs- fjarðarmegin. Göngin verða tvíbreið og Reyðarfjarðarmegin verður vegs- kálinn 50 metra langur og ganga- munninn í 65 metra hæð yfir sjó. Vegskálinn Fáskrúðsfjarðarmegin verður um 200 metra langur og í 100 metra hæð yfir sjó. Áætlað er að um 350 þúsund rúmmetrar af sprengdu bergi muni falla til við jarðganga- gerðina og verður það notað í fyll- ingar við vegagerðina. Arðsemin háð atvinnuuppbyggingu Niðurstöður arðsemisútreikninga eru 2,2 til 4,3% afkastavextir miðað við 30 ára afskriftartíma og umferð- arspá til þriggja áratuga eftir opnun ganganna. Segir Vegagerðin niður- stöðuna því háða þeirri atvinnuupp- byggingu og byggðaþróun sem verði á Austfjörðum. Um Suðurfjarðarveg milli Reyð- arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar fara nú daglega um 200 bílar að meðaltali og samkvæmt matsskýrslu Hönnunar er gert ráð fyrir allt að 1 þúsund bíl- um á dag um göngin, allt eftir því hvort af stóriðjuframkvæmdum verður eða ekki. Reiknað er með að umferðin tvöfaldist á fyrstu árum eftir opnun ganganna, miðað við reynslu frá Vestfjarða- og Hvalfjarð- argöngum. Þá er talið að göngin muni lækka slysatíðni um þriðjung. Áætlað að jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar muni kosta 3,4 milljarða Jarðgöngin stytta leiðina um 34 kílómetra Tölvumynd/Teikn á lofti Myndin sýnir gangamunnann við Hrúteyri Reyðarfjarðarmegin. Yfirlitsmynd úr lofti sem Vegagerðin hefur unnið vegna fyrirhugaðra jarðganga. Líklegt er að nýi vegurinn Fáskrúðsfjarðarmegin tengist núverandi þjóðvegi á öðrum stað en myndin sýnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.