Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 55 Opið 17. – 18. janúar kl. 14:00–20:00 19. – 20. janúar kl. 10:00–20:00 Velkomin á vörusýninguna Kínverskir dagar í Laugardals- höll. Tólf kínversk fyrirtæki kynna hágæða iðnaðarvöru. Forsvarsmenn fyrirtækjanna eru til viðtals á staðnum. Sýningin er opin almenningi. Heimilistæki Ferðaþjónusta Kínverskur bjór Iðnaðarvörur Listiðnaður Fatnaður Gjafavörur Verkfæri Kínverskir listmunir Smíði fiskiskipa Viðhald fiskiskipa Veiðarfæri Aðgangur 500 krónur fyrir 12 ára og eldri. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Aðalvinningur er ferð fyrir tvo til Kína. Skipulagt af China Council for the Promotion of International Trade og China Chamber of International Commerce. Samstarfsaðilar: Íslensk – kínverska viðskiptaráðið, Kínversk – íslenska menningarfélagið, Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráð Íslands. Kínverskir dagar í Laugardalshöll 17. – 20. janúar F í t o n / S Í A F I 0 0 3 8 6 0 JACK the Ripper, eða maðurinn sem hlaut það viðurnefni, var raun- veruleg manneskja í veraldarsög- unni. Það vill brenna við að óhæfu- verk þessa fræga fjöldamorðingja hafi hlotið goðsögulegan blæ, jafnvel svo að margir telja hann skáldsagna- persónu. Þessu getur einnig verið öf- ugt farið eins og í tilfelli Sherlocks Holmes en sumir halda að þessi ofur- spæjari Doyles hafi verið uppi í raun og veru. Staðreyndir vilja skolast til í tímans rás. Um báðar þessar persón- ur hefur verið fjallað í ótölulegum bókum og kvikmyndum og í meðför- um misflinkra höfunda hefur goð- sagan fengið byr undir báða vængi og persónurnar, skáldaðar eða raun- verulegar, hverfa á bak við túlkanir og getgátur. Í bók sinni From Hell, sem nú hef- ur verið færð í kvikmyndabúning sem einmitt er á boðstólum í kvik- myndahúsum þessa dagana, fjallar Alan Moore um Jack the Ripper. Auk þess að taka upp margrakinn þráðinn frá öllum þeim höfundum sem fjallað hafa um Jack frá því að hann framdi morð sín í Whitechapel- hverfinu í London árið 1888 leggur hann áherslu á þá bjögun á sögunni sem öll þessi umfjöllun hefur haft í för með sér. Jack the Ripper myrti fimm vændiskonur en það var ekki fjöldinn sem gerði hann jafnvíðfræg- an og raun ber vitni heldur aðferð- irnar sem hann notaði við verknað- inn. Konurnar voru skornar af mikilli nákvæmni þannig að verks- ummerkin bentu til þess að um ein- hverskonar trúarathöfn hefði verið að ræða. Einnig hirti morðinginn líf- færi úr fjórum kvennanna og síðasta fórnarlambið var svo illa útleikið að ekki var hægt að bera nákvæm kennsl á hana. Eins og alltaf þá kom- ust sögusagnir á kreik um hver morðinginn væri; gyðingur, slátrari, frímúrari, læknir og þar fram eftir götunum. Hvert mannsbarn í Lund- únum þess tíma átti sinn uppáhalds- blóraböggul eins og um væri að ræða knattspyrnulið í enska boltanum. Sökudólgurinn náðist hins vegar aldrei og því hefur goðsögnin um Kobba kviðristi fengið að grassera óháð raunverulegum atburðum. Moore leggur upp með tiltekna kenningu um hver morðinginn hafi verið og spinnur söguna frá þeirri frumforsendu. Hann notar sér allar tiltækar heimildir, allt niður í óskýr- ar, 100 ára gamlar ljósmyndir af lík- um kvennanna. Hann sýnir ótrúlega nákvæmni í notkun sinni á heimild- unum og notar einhverskonar sam- antektartækni í sögulegri krufningu sinni á morðunum. Hann nemur til- tekin stef í öðrum virtum ritum um atburðina og tengir þau saman þann- ig að niðurstaðan um hver gerandinn hafi verið liggur nokkuð ljós fyrir. Í gríðarlegu magni neðanmálsgreina gerir hann nákvæma grein fyrir þankagangi sínum og hvernig hann fetar sig eftir heimildum í átt að nið- urstöðu. Nánast hver einasta blað- síða bókarinnar er útskýrð með þessum hætti. Þrátt fyrir alla þessa vinnu (þetta er lengsta myndasaga sem komið hefur út í einu bindi að mínu viti) þá gefur Moore ekki mikið fyrir sann- leiksgildi niðurstaðna sinna. Hann sér sjálfan sig einungis sem enn einn blóðhundinn sem reynir að fylgja löngu eyddri og úttraðkaðri slóð. Til þess að leggja áherslu á þessa hlið sögunnar hefur hann skrifað eftir- mála þar sem hann sýnir hversu margar og fáránlegar kenningarnar eru í málinu og hversu illilega þær stangast á hver við aðra og þar á meðal sína eigin. Þar sem morðinginn náðist aldrei er erfitt að segja til um hvaða hvatir eða ásetningur lá að baki morðunum. Moore notar til þess velþekkt stef úr „Ripperfræðunum“ sem vísar alla leið í hásæti bresku krúnunnar. Hvatirnar liggja þó víða og raun- verulegar ástæður morðingjans fól- ust í sálfræði hans og hugrenning- um. Þegar komið er að þessum skáldaða hluta verksins er Moore í essinu sínu og skapar samsæri sem nær langt út fyrir okkar mannlegu reynslu. Til dæmis fer heill kafli í það að lýsa staðháttum í London á þess- um tíma og hvernig borgin sjálf og myrkur arkitektúr hennar skipar veigamikinn sess í sögunni. Annar kafli fjallar um síðasta morðið af hryllilegri nákvæmni þar sem morð- inginn loksins missir alla raunteng- ingu og hugur hans flæðir óheftur um fortíð og framtíð. Það væri of auðvelt að stimpla hann sem geð- sjúkan og víkur Moore sér fimlega undan þeirri ódýru niðurstöðu en skýrir í þess stað verk hans í sam- hengi við aðra glæpi sem framdir voru seinna. Morðin eru að einhverju leyti vöggugjöf til tuttugustu aldar- innar sem fæddist í blóði vændis- kvennanna. Það er þessi hlið á From Hell sem gerir bókina að því snilld- arverki sem hún er. Bókin er ótrú- lega stór og flókin og hægt að lesa hana út frá fjölda sjónarhorna. From Hell var einróma valin besta myndasaga ársins 2000 í þeim vin- sældakönnunum sem ég hef séð og ég tel ólíklegt að annað eins verk muni birtast aftur í bráð. MYNDASAGA VIKUNNAR Myndasaga vikunnar er From Hell. Alan Moore skrifar og Eddie Campbell teiknar. Útgefið af Eddie Campbell Comics, 2000. Bókin fæst í Nexus og Máli og menningu. heimirs@mbl.is Fórnir fyrir nýja öld Kobbi kviðristir við störf sín. Heimir Snorrason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.