Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 24
24 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
I.
Árið 1923 reistu foreldrarmínir sumarbústað hjáVatnsenda við Elliða-vatn og nefndu Sveins-staði. Við bræður vor-
um þá ófæddir, en er hér var
komið sögu, sumarið 1933, þá þótti
við hæfi að halda austur að Laug-
arvatni til þess að læra sund, því
ósyndir menn eiga ekki að búa í
námunda við
vötn. Sveinn
bróðir hafði
verið við
sundnám um
tíma sumarið
1932 á Ála-
fossi, en kom
heim með lús
frá dvöl sinni
þar, en slíkir
næturgestir
voru ekki
velkomnir
hjá móður okkar á Sveinsstöðum.
Varð því Laugarvatn fyrir valinu
snemma sumars 1933, en við bræð-
ur, Sveinn Kjartan (f. 1924), Har-
aldur (f. 1925) og greinarhöfundur
(f. 1927), vorum þá níu, átta og sex
ára. Faðir okkar átti þá 3 hesta,
sem voru hafðir í girðingu, er náði
allt frá Sveinsstöðum norður að
stíflunni, þar sem Elliðaárnar
renna úr Elliðavatni. Voru tveir
þeirra, Þokki og Þytur, fluttir
austur að Eyvindartungu, sem er
næsti bær við Laugarvatn, bóndi
þá Teitur Eyjólfsson. Nýtti fjöl-
skyldan sér hesta þessa til útreiða
meðan á sundkennslunni stóð, 2–3
vikur. Við bræður höfðum þó mest-
ar áhyggjur af hornsílabúi okkar
hjá Sveinsstöðum, en það var í
tjörn einni, sem skilur nesið frá
meginlandinu. Hornsílin báru flest
nöfn, og man ég glöggt áhyggjur
mínar af „Bamba“, sem orðinn var
mjög belgmikill, þannig að ég hafði
hálfgert samviskubit af að skilja
hann eftir í þessu ástandi. Í bók
Bjarna Sæmundssonar, „Fiskarn-
ir“, Reykjavík, 1926, er langur
kafli um hornsíli (Gasterosteus
aculeatus). Þau hrygna á vorin,
gera sér hreiður, þar sem faðirinn
(hængurinn) gætir seiðanna. Ekki
getur Bjarni um, að þeim þyki gott
brauð, en við þóttumst hafa sílin í
fæði og færðum þeim gegnvætt,
skorpulaust fransbrauð. Hornsílum
þykir best að eta eigin afkvæmi og
eru ekki ein fiska um það. Minni
áhyggjur höfðum við af máríuerlu-
ungunum, sem við ólum upp um
vorið. Þeir voru orðnir fleygir en
það man ég vel, að þeim þótti best
skánin af mjólkurvelling, sem við
færðum þeim á stundum.
II.
Nú er haldið austur að Laug-
arvatni og gist í Héraðsskólanum,
en hann hafði frændi okkar Guðjón
Samúelsson teiknað árin 1928–9 og
skólinn síðan reistur á næstu ár-
um, lokið við byggingu hans árið
1930. Sundkennari okkar fyrra
sumarið, 1933, var Baldur Krist-
jónsson frá Útey í Laugardal (f.
1909). Reyndist hann okkur
Sveinsstaulunum hinn ágætasti
kennari, þótt ærslafullir værum,
enda Baldur valmenni hið mesta.
Fæði var ákaflega vandað í þessu
sumargistihúsi, kokkurinn svo
sprenglærður að hann skreytti
suma réttina, a.m.k. á sunnudög-
um. Þríréttað var oftast og villtust
sumir gestanna stundum á því,
hvaða gaffla ætti að nota með for-
rétti, aðalrétti og eftirrétti, svo og
um puntið, hvað ætti að gera við
það. Skírðum við bræður því tvo
gestanna „gafflakallinn“ og annan
„puntkallinn“. Í 68 ár hefi ég verið
að reyna að koma því fyrir mig,
hver væri „gafflakallinn“ og hver
„puntkallinn“. Loks hefi ég komist
að niðurstöðu í málinu með hjálp
fróðra manna. „Gafflakallinn“ var
Axel Peder Christian Herskind
lyfjafræðingur (1896–1948) lengst
forstjóri Efnagerðar Reykjavíkur,
en áður starfandi í Laugavegs-
apóteki. „Puntkallinn“ reyndist aft-
ur á móti vera Halldór Guðjónsson
frá Laxnesi, síðar Nóbelsskáldið
Halldór Kiljan Laxness (1902–
1998). „Á líka að eta puntið?“ var
spurning hins víðsiglda skálds.
Líklegast var lítið um skreytingar í
matsalnum í Taormina á Sikiley,
þar sem hann glímdi við Vefarann
mikla frá Kasmír, er út kom árið
1927.
III.
Næsta sumar árið 1934 er enn
haldið til sundnáms að Laugar-
vatni og nú bættist í hópinn móð-
ursystir okkar Bergljót Haralz
(1922–2000), sem síðar tók sér eft-
irnafnið Rafnar, er hún giftist
Bjarna lækni (f. 1922). Ekki skorti
okkur bræður leikfélaga, því þar
voru synir Guðmundar Ólafssonar
kennara frá Fjósatugu (1885–
1958), en hann var einn af kenn-
urum Héraðsskólans. Synir hans,
sem þá dvöldu á Laugarvatni,
voru: Karl (f. 1924), Björn (f. 1928)
og Ingólfur (f. 1930). Þorkell sonur
Bjarna skólastjóra Bjarnasonar
(1889–1970) var nokkru yngri en
Karl og Björn (f. 1929). Ekki fór
hjá því, að okkur væru falin nokk-
ur trúnaðarstörf á staðnum, t.d.
ræddi ég það eitt sinn við Örnólf
Thorlacius fyrrum rektor MH, er
við hittumst í Sundlaug Seltjarn-
arness, hvort hann myndi nokkuð
eftir því, að ég hefði passað hann
sumrin 1933 og 1934, en hann er
fæddur 9.9. 1931. Svaraði hann því
til, að aldur hans þá hefði ekki gef-
ið tilefni til minnis, en hann neitaði
hvorki né játti. Sundkennslan fór
fram þrisvar á dag og nú hafði
Fríða Stefánsdóttir (1915–1998)
íþróttakennari tekið við kennsl-
unni, en hún giftist síðar Friðrik
Eyfjörð (f. 1912). Hún varð síðar
aðalkennari MR í fimleikum. Ekki
mátti á milli sjá, hvort okkur líkaði
betur við Fríðu eða Baldur, úrvals-
kennarar bæði. Gufubað var þá
mjög frumstætt, aðeins tjaldað yfir
lítinn hver, köld sturta engin, en
kælt sig í vatninu á eftir. Um helg-
ar komu fleiri fjölskyldumeðlimir í
heimsókn, afi okkar Sveinn Jóns-
Laugarvatnsbréf
Laugarvatn
Ársæll, föðurbróðir minn,
segir Leifur Sveinsson,
nefndi rauðliða ávallt bolsa.
Úr bókinni „Með reistan makka“
Móðir greinarhöfundar, Soffía E. Haraldsdóttir, á hesti sínum Þokka að Sveins-
stöðum við Elliðavatn.
Leifur Sveinsson
Mynd úr Landið þitt Ísland