Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 11
inn undir 10%. Með miska 15% eða hærri séu
því aðeins 19% heildarinnar.
Til samanburðar vísar Vilhjálmur í flokkun
Sambands íslenskra tryggingafélaga á slösuð-
um ökumönnum fyrir árin 1988, 1989 og 1990,
áður en örorkunefnd tók til starfa. Samtals
voru metnir 713 einstaklingar, en af þeim var
örorka [nú miski] 353 einstaklinga metin 15%
eða lægri. „Það eru 49% heildarinnar á móti
81% hjá örorkunefnd og 73, eða 10%, eru með
lægri örorku en 10%, á móti 52% hjá örorku-
nefnd. 51% heildarinnar er því metið með 15%
örorku eða hærri á móti 19% hjá örorkunefnd,“
segir Vilhjálmur í grein sinni. Hann bætir við,
að þessi samanburður sýni ótvírætt að munur á
niðurstöðum lækna örorkunefndar og annarra
lækna sem meta miska sé mjög mikill, svo mik-
ill að ekki geti verið tilviljunum háð. Skoðanir
örorkunefndarmanna komi fram í niðurstöðum
nefndarinnar, tölurnar sýni það.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ítrekar að vinnu-
brögð örorkunefndar hafi lítið breyst frá því að
greinin var skrifuð. Nefndinni hafi gjörsamlega
mistekist að vinna sér það traust sem hún ætti
að hafa og móta reglur sem aðrir matsmenn
gætu litið til. „Þetta hefur leitt til þess að mál
hafa ekki verið send til nefndarinnar heldur
annarra leiða leitað, m.a. notað svokallað
„tveggja lækna mat“. Tryggingafélögin hafa þá
krafist þess að launaður trúnaðarlæknir þeirra
taki þátt í að meta slasað fólk sem félögin eiga
að greiða bætur. Þetta er ekki trúverðugt, enda
eru trúnaðarlæknarnir augljóslega ekki hlut-
lausir sem matsmenn þegar launagreiðandi
þeirra hefur beina fjárhagslega hagsmuni af
niðurstöðu matsins.“
Steingrímur Þormóðsson er því sammála að
nefndinni hafi ekki tekist að móta reglur sem
litið sé til. „Ég fæ ekki séð að miskatöflur ör-
orkunefndar hafi gildi fyrir dómkvadda mats-
menn og fyrir dómstólum landsins,“ segir
Steingrímur. „Það er lenska hjá læknum að vísa
aldrei til neinna viðmiðana á borð við miskatöfl-
ur. Þess vegna er ómögulegt að sjá af hverju
þeir ákvarða miska til dæmis 10% en ekki 20%.“
rsv@mbl.is
Presslink
ska-
ýran
Sýnu verst, að
innan nefnd-
arinnar virðist sú
skoðun ríkjandi,
að ekki beri að
viðurkenna ann-
an skaða en þann
sem sjáanlegur er.
Af einhverjum
ástæðum töldu
þingmenn sig þess
umkomna að setja
nokkuð ítarleg
ákvæði um fast-
eignamat í lög, en
þegar kemur að
mati á líkamstjóni
eru önnur sjón-
armið uppi.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 11
Brynjólfur Mogensen og Magnús
Ólason. Varamenn eru læknarnir
Magnús Páll Albertsson og Ísak
Hallgrímsson og Þórunn Guðmunds-
dóttir lögmaður. Ragnar segir vara-
mennina mjög virka í störfum nefnd-
arinnar.
Aðspurður hvort hann telji að
nefndarsetan ætti að vera aðalstarf
svarar Ragnar því að hann eigi bágt
með að sjá að starfandi læknar séu
tilbúnir til að hætta störfum til að
vinna í örorkunefnd. Það sama eigi
við um hann sjálfan. „Mér þykir líka
trúlegt að læknar stöðnuðu í starfi, ef
þeir hættu daglegum læknastörfum
og að þeir ættu þá erfiðara með mats-
störf.“
Ragnar segir að oftast hafi vinnubrögð örorku-
nefndar verið á þann hátt, að einn læknir boði tjón-
þola til fundar. Eftir breytingu á skaðabótalögunum
1999 sé nú algengara að tveir læknar kalli tjónþola til
viðtals og skoðunar.
Ekki mörg mál til dómkvaddra
Lögmenn halda því fram að dómkvaddir mats-
menn meti miska og örorku nánast alltaf hærra en
örorkunefnd. Þeir telja skýringuna m.a. þá, að
læknar örorkunefndar taki ekki mið af huglægum at-
riðum, eins og sársauka og andlegri vanlíðan. Ragnar
er inntur eftir því hvort þetta geti verið skýringin á
því hversu oft matið er hækkað.
„Ég get ekki svarað þessu. Hins vegar held ég að
miðað við málafjöldann í heild sinni hafi ekki stór
hluti hans farið í hendur dómkvaddra matsmanna.
Hafa ber í huga, þegar dómkvaddir matsmenn skoða
mál, að þá hafa forsendur ef til vill breyst á einhvern
hátt. Það er því ekki víst að þeir séu með alveg sömu
gögn og við, hugsanlega hefur eitthvað bæst við. Ég
legg líka áherslu á að þetta er mat og ekki hægt að
tryggja að menn sjái það sömu augum. Mér dettur
ekki í hug að halda því fram að í örorkunefnd sitji hin-
ir einu, Guðs útvöldu matsmenn.“
Hugsanlegt að endurskoða miskatöflu
Ragnar staðfestir að íslenska miskataflan hafi ekki
verið endurskoðuð. „Það er ekki rétt að íslenska tafl-
an hafi eingöngu verið byggð á
dönsku töflunni, þar lágu ýmis
gögn til grundvallar og taflan er í
ýmsum atriðum frábrugðin þeirri
dönsku. Læknar, hvort sem þeir
eru í Danmörku, á Íslandi eða í
Svíþjóð, hafa þó ábyggilega svip-
uð viðmið þegar þeir setja upp
slíkar töflur.“
Ragnar segir að sjálfsagt
mætti endurskoða íslensku töfl-
una. „Nefndin hefur lagt alla
áherslu á að ljúka meðferð þeirra
mála sem borist hafa, enda mikill
þrýstingur á það. Þetta hefur því
setið dálítið eftir.“
Málafjöldinn, sem örorkunefnd
afgreiðir, hefur sveiflast nokkuð
undanfarin ár. Í fyrra barst 241
nýtt mál, árið 2000 voru þau 146,
árið 1999 80 mál, árið 1998 477
mál og árið 1997 voru málin 793.
Ragnar segir að 1997 og ’98 hafi
myndast mikill flöskuháls hjá
nefndinni og biðtími eftir af-
greiðslu verið langur. Þá hafi ver-
ið leitað leiða til að dreifa álaginu og nýta fleiri úrræði
til að fá afleiðingar slysa metnar. Mörg mál hafi því
verið afgreidd af læknum, sem tóku slíkt mat að sér.
„Á árunum 1997 og 1998 var nefndin með meira en
þúsund mál í gangi á ári. Árið 1997 voru 517 álits-
gerðir afgreiddar og 521 árið eftir. Við lögðum okkur
fram um að vinna upp þennan málahala. 1999 af-
greiddum við 469 mál, árið 2000 voru þau 174 og 223 á
síðasta ári. Þetta er svona heldur að mjakast upp á
við aftur.“
RAGNAR H. Hall lögmaður erformaður örorkunefndar.Hann vísar á bug gagnrýni ástörf nefndarinnar, segir m.a.
að henni sé ætlað samkvæmt reglugerð
að skila stuttum rökstuðningi með álits-
gerðum og geri betur en það. Þá segir
hann að dómkvaddir matsmenn hafi
stundum aðrar forsendur til að meta
mál en nefndin hafði á sínum tíma.
Fyrst og fremst verði menn þó að hafa í
huga að um sé að ræða mat, en ekki ein-
falda samlagningu óbreytanlegra talna.
Trúnaðarmál ekki til birtingar
Ragnar segir einfalt mál að skýra
hvers vegna úrskurðir nefndarinnar
hafi ekki verið birtir. Hann vísar í
skaðabótalögin, þar sem fram kemur að dóms-
málaráðherra setji reglugerð um starfsháttu örorku-
nefndar, þar sem ákveðið sé hvernig staðið skuli að
birtingu helstu álitsgerða hennar. Þess skal geta að í
reglugerðinni eru engin ákvæði um birtingu álits-
gerðanna opinberlega, heldur kveðið á um að nefndin
skuli árlega skila ráðuneytinu stuttri skýrslu um
starfsemina. „Nefndin lítur svo á að öll þau atriði sem
hún fjallar um og varða heilsufarshagi einstaklinga
séu trúnaðarmál og hún mun því ekki standa að út-
gáfu á neinu efni úr úrskurðum nefndarinnar,“ segir
Ragnar.
Ragnar segir þetta alltaf hafa verið vinnureglu
nefndarinnar. „Þessi afstaða okkar byggist meðal
annars á læknalögum og lögum um persónuvernd.
Við höfum fengið ýmsar fyrirspurnir, bæði frá Per-
sónuvernd, áður tölvunefnd, og frá Umboðsmanni Al-
þingis. Þótt þær varði ekki beinlínis útgáfu á úrskurð-
unum þá er alveg ljóst að þessir aðilar líta svo á, að
því er ég tel, að þarna sé um viðkvæmar persónu-
upplýsingar að ræða sem ekki eigi erindi í birtingu.
Það er heilmikið verk að fara í birtingu og samantekt
á efni úrskurðanna. Ég fullyrði ekki að það sé ekki
hægt, en nefndin hefur hvorki fjármuni né mannskap
til að standa í slíku. Það er augljóst að vinna þyrfti
efnið þannig að persónulegar upplýsingar kæmu ekki
fram.“
Gerir betur en reglugerð krefst
Ragnar hafnar því að rök-
stuðning skorti með úrskurðum
nefndarinnar. „Stystu álits-
gerðir okkar eru um fjórar
prentaðar síður og allt upp í á
annan tug blaðsíðna. Í þeim
kemur fram bæði það sem
nefndin telur að geti skipt máli
um heilsufar tjónþolans áður en
hann lendir í slysi, sem verið er
að meta. Svo er ítarleg lýsing á
slysinu, hvaða læknismeðferð
hann hefur fengið og rakið hvaða
gögn liggja fyrir nefndinni til
þess að meta afleiðingarnar.
Þetta er svo dregið saman í nið-
urstöðunum. Það má vel vera að
mönnum finnist þetta eiga að
vera miklu ítarlegra, en í reglu-
gerð um starfsháttu örorku-
nefndar segir að hún skuli láta í
té skriflegar álitsgerðir með
stuttum rökstuðningi. Ég tel
nefndina hafa gert betur en
það.“
Málahalinn unninn upp
Ragnar segir að bið eftir álitsgerðum nefndarinnar
hafi styst mjög og sé nú 3–4 mánuðir, en það væri
misjafnt eftir málum og hvaða nefndarmenn ynnu
verkið. Enginn nefndarmanna hefði nefndarsetuna að
aðalstarfi. „Við höfum gripið til þess ráðs, sem lögin
leyfa, að fjölga í nefndinni tímabundið, til að vinna
upp mál. Ekki hefur verið ástæða til þess á síðustu ár-
um.“
Örorkunefnd skipa nú, auk Ragnars, læknarnir
Ragnar H. Hall, formaður örorkunefndar
Ragnar H. Hall
Heilsufars-
hagir einstak-
linga eru
trúnaðarmál
Það má vel vera að
mönnum finnist
þetta eiga að vera
miklu ítarlegra, en í
reglugerð um starfs-
háttu örorkunefndar
segir að hún skuli
láta í té skriflegar
álitsgerðir með stutt-
um rökstuðningi. Ég
tel nefndina hafa gert
betur en það.