Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 37

Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 37 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ✝ Preben Meul-engracht Søren- sen prófessor fædd- ist á Fjóni árið 1940 og ólst þar upp. Hann andaðist í Ár- ósum 21. desember síðastliðinn. Preben var tví- kvæntur, fyrri kona hans var Elín Stef- ánsdóttir og áttu þau fjögur börn, sem heita Stefán, Kristín, Karín Julie og Hanne Sofie. Síðari kona hans var Birte Daugaard Jørgensen, sem lifir mann sinn. Preben lauk kandídatsprófi í dönsku og íslensku frá Árósahá- skóla 1968 og var danskur lektor á Ís- landi 1966–1970. Hann var lektor og síðar prófessor í nor- rænum málum við Árósaháskóla, en starfaði einnig og kenndi tímabundið við aðra háskóla, 1977–1980 hafði hann rannsóknastöðu í miðaldafræðum við háskólann í Óðins- véum og frá 1993 til 1998 var hann pró- fessor í norrænum fræðum í Ósló. Preben var jarðsettur frá kirkju heilags Lúkasar í Árósum 28. desember. Eftir Íslandsár sín á sjöunda ára- tugnum talaði Preben og skildi ís- lensku mætavel, kom hingað oft og átti hér vini og kunningja. Hann dvaldist nokkra mánuði á Íslandi haustið 1993 og kenndi þá námskeið um Íslendingasögur við heimspeki- deild. Fáum árum seinna réðst að honum illvígur sjúkdómur, sem hann háði harða baráttu við síðan, en að lokum fór dauðinn með sigur af hólmi. Preben Meulengracht Sørensen var mikilvirkur í rannsóknum á fornum íslenskum og norrænum bókmenntum. Rit hans bera vitni mikilli þekkingu á þeim efnum og á íslenskri tungu, og þar eru bók- menntirnar ævinlega kannaðar í samhengi við trúarbrögð, menningu og sögu. Verk hans vöktu jafnan at- hygli fræðimanna og vörpuðu nýju ljósi á viðfangsefnin. Helstu fræðirit hans eru: Saga og samfund, sem kom út árið 1977 og síðar í enskri þýðingu 1993; Norrønt nid kom út 1980 og í enskri þýðingu 1983; árið 1993 kom doktorsritið Fortælling og ære. Studier i islændingesagaerne, sem er grundvallarrit á sínu sviði. Þá var Preben meðhöfundur bóka um norræna trúarbragðasögu og einn af ritstjórum Islandsk-dansk ordbog (1976). Auk þessara bóka birti hann mýmargar ritgerðir um íslenskar fornbókmenntir, samfélag og trúarbrögð og ritstýrði fjölda rita. Árið 2001 kom út ritgerðasafnið At fortælle Historien. Telling Hi- story, sem er úrval fræðigreina hans. Preben var eftirsóttur fyrir- lesari við háskóla og á ráðstefnum og málþingum hvarvetna þar sem ís- lensk og norræn fræði eru stunduð. Áhugi hans og þekking takmarkað- ist þó ekki við fornbókmenntir. Um áratuga skeið skrifaði hann bók- menntagagnrýni í Jyllandsposten og gerði íslenskum bókmenntum jafn- an góð skil þegar tilefni gafst. Þá þýddi hann á dönsku skáldverk eftir Guðberg Bergsson og Svövu Jak- obsdóttur, auk endurminninga Tryggva Emilssonar. Mikilvægi rannsókna Prebens Meulengracht Sørensen á íslenskum fornbókmenntum felst einkum í skýrri heildarsýn á viðfangsefninu og næmum skilningi á hverju verki sem um var fjallað. Hann sótti hug- myndir og viðhorf til mannfræði og trúarbragðasögu án þess að missa nokkurn tíma sjónar á hinu sérstaka bókmenntalega eðli textanna og mállegum sérkennum þeirra. Hann var meðal þeirra fræðimanna sem drýgstan skerf lögðu til nýs skiln- ings á íslenskum fornbókmenntum á síðari hluta tuttugustu aldar. Starf hans að kynningu íslenskra nútíma- bókmennta á Norðurlöndum hafði einnig mikla þýðingu fyrir skilning á gildi þeirra og sérstöðu. Preben var meðalmaður vexti, dökkur yfirlitum. Hann var alvöru- gefinn, íhugull og kappsfullur fræði- maður en kíminn og gamansamur í viðræðu, hlýr í persónulegum sam- skiptum. Allir sem þekktu hann munu minnast hans með söknuði og þakklæti og hugsa með samúð til að- standenda. Haustið 2001 var Preben sæmdur heiðursdoktorsnafnbót frá heim- spekideild Háskóla Íslands og kom þá hingað til lands í hinsta sinn í fylgd konu sinnar. Það gladdi vini hans að sjá að andinn var óbugaður þótt líkaminn væri grátt leikinn af sjúkdómnum. Áhugi hans og ást á Íslandi og íslenskum fræðum voru söm og fyrr, og táknrænt má kalla að hann vildi bæði vitja Þingvalla og fara í bókabúð til að kynna sér það sem nýjast væri í fræðum og bók- menntum. Það var ljóst að hann lifði í samræmi við orð Egils Skalla- grímssonar, málvinar síns: skal eg þó glaður / með góðan vilja / og óhryggur / heljar bíða. Vésteinn Ólason. PREBEN MEULEN- GRACHT SØRENSEN                                               ! " #"     $  %    %     #      & '     "  ('        !"# $   % !"# &#  #' (   )#$ !"# (  #'$ * +# #'$ #' #'$ ,- (  !"# $.                                  ! "#$ % & '! (#' )   !   * + & '! ( ## ,  !       ! '- ' ! $    ! -  ./ 0 ! /  1#    ! (#'  $ '  ! (2    ! %  %2 ' %  %  %2 ! 1#  /  !   3-                                  ! ""## $ %&'%""## %&$ %&'%""##  ( # )* #% %&'%"* #  + ,"## --  * ---                                    !""  #$# # #% &  #     # !""  ' (" &$ !""  )  * + )  * ! &$ , # # !""  -%   &$ . # / !""  &#  &$ !""   # / 001 0001    "  #                                                           "#$  % &'    () *      ! "#    $%   !  &  " '"#    !(    $%"#  ))$   $%"# )!( * "   %"   $%)!( * "  +) , "# )!( * "    ""                              !  "    #$   %&& '      !    !(           EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. Í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. Skilafrestur minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.