Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 19

Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 19 garða; fyrir almennar flugvélar og svo herflugvélar. Eru hinir síðarnefndu af slíkri stærðargráðu að maður kemst ekki hjá því að leiða hugann að þeim peningum sem fara í hergagnafram- leiðslu. Ekki það að maður skilji upp- hæðirnar. Ég mæli með því að menn geri sér leið á slíka staði bara til að upplifa þá. Kirkjugarður er kannski ekki rétt- nefni því ekki eru allar flugvélar rifn- ar niður heldur eru sumar flugvélar einungis geymdar þarna í einhvern tíma en sóttar síðar er verkefni skap- ast fyrir þær. Slík er staðan í dag. Eftir að mikil kreppa skapaðist í flug- heiminum sl. haust hefur framboð á flugvélum verið miklu meira en eft- irspurnin eftir þeim. Hafa flugfélög því gripið til þess ráðs að setja flug- vélar í geymslu. Ekki ósvipað öðrum atvinnugreinum virðist kreppa skella á flugrekstri með u.þ.b. 10 ára milli- bili. Þannig má merkja slíkt ástand þegar meira er að gera á stöðum eins og Pinal Airpark. Reyndar segja eldri og vitrari menn mér lægð þessa sem við erum nú í, krappari og dýpri en þær sem á undan hafa gengið eins og ég taldi mig geta skynjað í aðflugi okkar inn á litlu flugbrautina úti í eyðimörkinni. Seinasti spottinn er floginn með gamla laginu, engar sjálfstýringar, heldur allt í höndunum. Niðri á jörð- inni sé ég þotur innan um kaktusana. Sennilega í hundraðatali. Einhvern veginn verður hugtakið „flugkreppa“ raunverulegra við að sjá svona marg- ar heillegar þotur standa eirðarlausar í sandinum. Aðflugið er skemmtilegt, krækt er fyrir risavaxinn klett sem rís upp úr sandinum og hitauppstreymi nuddar vélina léttilega. Flugstjórinn tyllir vélinni niður á stutta flugbraut- ina, bremsar kröftuglega og áður en ég veit af er síðasta lending TF-ABT að baki. Hugsa sér, eftir öll þessi ár, eftir að hafa flutt tugi þúsunda manna, lent á flugvöllum um allan heim í alls konar veðurskilyrðum, er þetta síðasta lendingin. Við ökum í hlað þar sem flugvirkjar skýla sér fyrir sólinni inní pallbíl. Þeirra hlutverk er að ganga frá vél- inni fyrir geymslu, s.s. að setja hlífar yfir hjólabúnað og hreyfla til varnar sandinum, ganga frá rafgeymum o.s.frv. Stuttu síðar, eftir að pappírar hafa verið útfylltir samkvæmt kúnstarinn- ar reglum, standa Jóhann, Nasir og Max fyrir utan vélina. Svartur ein- kennisbúningur þeirra drekkur í sig hita frá eyðimerkursólinni. Íslending- ur er fljótur að byrja að svitna hér. Svalandi bjórkolla bíður þeirra nú í Tucson. Og hér skilja leiðir okkar. Héðan fer einn til Íslands gegnum Baltimore, annar gegnum Minneapol- is og sá þriðji flýgur til London frá Los Angeles. Ég ætla hins vegar að eyða meiri tíma og ljósmyndafilmu í að skoða staðinn betur. Það kom á óvart að manneskjan sem opnaði dyrnar á vélinni eftir lendingu, Scott flugvirki, átti föður sem fæddist á Íslandi. „Komdu hind- að amma,“ segir hann stoltur. Reynd- ar misskilur hann eitthvað meiningu þessara orða en frammistaða hans er nógu tilkomumikil til að afla honum harðfisksverðlaunanna sívinsælu. Hvaða aðdráttarafl hefur flugvéla- kirkjugarður annað en að svala flug- dellu manns? Hvað er þetta annað en risavaxinn öskuhaugur? Hvernig sem við skilgreinum það er ekki hægt að líta hjá því að staðurinn hefur að- dráttarafl. Sjónarpilið er ríkulegt. Andstæðurnar eru svo miklar. Þarna standa ónýtar og líka stráheilar breið- þotur í litskrúðugum röðum úti á miðjum sandinum. Vélar sem kosta meiri peninga en venjulegur launþegi vinnur sér inn á allri starfsævi sinni, þótt þær væru tvær. Vélar sem mörg þúsund vinnustunda hafa farið í að smíða og halda gangandi. Vélar sem voru eitt sinn fullar af fólki og standa nú eins og steinrunnir risar út í miðri náttúrunni. Sannarlega einstakur staður þar sem sagan stendur í stað og ber á sinn óvenjulega máta vitni um sögu tækniþróunar, um ris og föll flugfélaga en síðast en ekki síst bera þessir staðir vitni um ys og þys fyrri tíma og framkvæmdagleði mann- anna. Höfundur er flugmaður. Leikskóli 5-6 ára Enskunámskeið 7-12 ára Unglinganámskeið 13-14 ára Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk Opið hús 26. janúar kl. 10 til 14 Hringdu í síma 588 0303 Faxafeni 8 ENSKA FYRIR BÖRN Námskeiðin hefjast 2. febrúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.