Morgunblaðið - 20.01.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.01.2002, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 19 garða; fyrir almennar flugvélar og svo herflugvélar. Eru hinir síðarnefndu af slíkri stærðargráðu að maður kemst ekki hjá því að leiða hugann að þeim peningum sem fara í hergagnafram- leiðslu. Ekki það að maður skilji upp- hæðirnar. Ég mæli með því að menn geri sér leið á slíka staði bara til að upplifa þá. Kirkjugarður er kannski ekki rétt- nefni því ekki eru allar flugvélar rifn- ar niður heldur eru sumar flugvélar einungis geymdar þarna í einhvern tíma en sóttar síðar er verkefni skap- ast fyrir þær. Slík er staðan í dag. Eftir að mikil kreppa skapaðist í flug- heiminum sl. haust hefur framboð á flugvélum verið miklu meira en eft- irspurnin eftir þeim. Hafa flugfélög því gripið til þess ráðs að setja flug- vélar í geymslu. Ekki ósvipað öðrum atvinnugreinum virðist kreppa skella á flugrekstri með u.þ.b. 10 ára milli- bili. Þannig má merkja slíkt ástand þegar meira er að gera á stöðum eins og Pinal Airpark. Reyndar segja eldri og vitrari menn mér lægð þessa sem við erum nú í, krappari og dýpri en þær sem á undan hafa gengið eins og ég taldi mig geta skynjað í aðflugi okkar inn á litlu flugbrautina úti í eyðimörkinni. Seinasti spottinn er floginn með gamla laginu, engar sjálfstýringar, heldur allt í höndunum. Niðri á jörð- inni sé ég þotur innan um kaktusana. Sennilega í hundraðatali. Einhvern veginn verður hugtakið „flugkreppa“ raunverulegra við að sjá svona marg- ar heillegar þotur standa eirðarlausar í sandinum. Aðflugið er skemmtilegt, krækt er fyrir risavaxinn klett sem rís upp úr sandinum og hitauppstreymi nuddar vélina léttilega. Flugstjórinn tyllir vélinni niður á stutta flugbraut- ina, bremsar kröftuglega og áður en ég veit af er síðasta lending TF-ABT að baki. Hugsa sér, eftir öll þessi ár, eftir að hafa flutt tugi þúsunda manna, lent á flugvöllum um allan heim í alls konar veðurskilyrðum, er þetta síðasta lendingin. Við ökum í hlað þar sem flugvirkjar skýla sér fyrir sólinni inní pallbíl. Þeirra hlutverk er að ganga frá vél- inni fyrir geymslu, s.s. að setja hlífar yfir hjólabúnað og hreyfla til varnar sandinum, ganga frá rafgeymum o.s.frv. Stuttu síðar, eftir að pappírar hafa verið útfylltir samkvæmt kúnstarinn- ar reglum, standa Jóhann, Nasir og Max fyrir utan vélina. Svartur ein- kennisbúningur þeirra drekkur í sig hita frá eyðimerkursólinni. Íslending- ur er fljótur að byrja að svitna hér. Svalandi bjórkolla bíður þeirra nú í Tucson. Og hér skilja leiðir okkar. Héðan fer einn til Íslands gegnum Baltimore, annar gegnum Minneapol- is og sá þriðji flýgur til London frá Los Angeles. Ég ætla hins vegar að eyða meiri tíma og ljósmyndafilmu í að skoða staðinn betur. Það kom á óvart að manneskjan sem opnaði dyrnar á vélinni eftir lendingu, Scott flugvirki, átti föður sem fæddist á Íslandi. „Komdu hind- að amma,“ segir hann stoltur. Reynd- ar misskilur hann eitthvað meiningu þessara orða en frammistaða hans er nógu tilkomumikil til að afla honum harðfisksverðlaunanna sívinsælu. Hvaða aðdráttarafl hefur flugvéla- kirkjugarður annað en að svala flug- dellu manns? Hvað er þetta annað en risavaxinn öskuhaugur? Hvernig sem við skilgreinum það er ekki hægt að líta hjá því að staðurinn hefur að- dráttarafl. Sjónarpilið er ríkulegt. Andstæðurnar eru svo miklar. Þarna standa ónýtar og líka stráheilar breið- þotur í litskrúðugum röðum úti á miðjum sandinum. Vélar sem kosta meiri peninga en venjulegur launþegi vinnur sér inn á allri starfsævi sinni, þótt þær væru tvær. Vélar sem mörg þúsund vinnustunda hafa farið í að smíða og halda gangandi. Vélar sem voru eitt sinn fullar af fólki og standa nú eins og steinrunnir risar út í miðri náttúrunni. Sannarlega einstakur staður þar sem sagan stendur í stað og ber á sinn óvenjulega máta vitni um sögu tækniþróunar, um ris og föll flugfélaga en síðast en ekki síst bera þessir staðir vitni um ys og þys fyrri tíma og framkvæmdagleði mann- anna. Höfundur er flugmaður. Leikskóli 5-6 ára Enskunámskeið 7-12 ára Unglinganámskeið 13-14 ára Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk Opið hús 26. janúar kl. 10 til 14 Hringdu í síma 588 0303 Faxafeni 8 ENSKA FYRIR BÖRN Námskeiðin hefjast 2. febrúar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.