Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 2
FÍKNIEFNADEILD lögregl- unnar í Reykjavík hefur orðið vitni að mörgum alvarlegum til- fellum, jafnvel sjálfsvígum, sem rekja má til mikillar neyslu á e- töflum. Ásgeir Karlsson, yfirmaður deildarinnar, sagði við Morgun- blaðið að niðurstöður mats- gerðar íslenskra sérfræðinga fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefðu í raun ekki komið sér á óvart, þ.e. að e-töflur, sem inni- halda eiturefnið MDMA, væru jafnvel skaðlegri fyrir „venju- lega neytendur“ en amfetamín og heróín. Greint var frá mats- gerðinni í blaðinu í gær. Ásgeir sagði að fíkniefnadeildin myndi kynna sér nánar þessar niður- stöður. Gríðarlegt þunglyndi „Eitt af því sem við verðum varir við með e-töflurnar er hið gríðarlega þunglyndi sem leggst á neytendur með jafn- skelfilegum afleiðingum og sjálfsvígi í nokkrum tilvikum. E-töflur hafa verið markaðs- settar hér á landi og víðar eins og um skaðlaust efni sé að ræða. Þessi matsgerð staðfest- ir að rétt er að fara varlega í sakirnar og hvetur okkur einn- ig til þess að halda baráttunni ótrauð áfram,“ sagði Ásgeir. Fíkniefnadeild lögreglunnar Dæmi um sjálfsvíg af völdum e-taflna FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SLÖKKVILIÐS- og lögreglumenn á Vestfjörðum, ásamt Vegagerðinni, stóðu sameiginlega að brunaæfingu í Vestfjarðagöngum í gærmorgun. Lokað var fyrir umferð um göngin á meðan en vegna rafmagnsleysis varð bið á því að reykvélar gætu framkallað reyk á gatnamótum ganganna þannig að reykkafarar gætu æft sig og athafnað. Æfing sem þessi hefur ekki áður verið haldin. Að sögn Þorbjörns Sveinssonar, slökkviliðsstjóra á Ísafirði, gekk æfingin að öðru leyti vel. Blásarar í göngunum náðu að ræsta reykinn að mestu, sem myndaðist. Alls tóku um 45 manns þátt í æfingunni, þar af 35 slökkviliðsmenn frá Ísafirði, Flateyri og Suðureyri. Þingeyr- ingar komust ekki á æfinguna þar sem þeir urðu frá að hverfa á Gemlufallsheiði vegna veðurs og ófærðar. Það sem aðallega fór úrskeiðis á æfingunni, að sögn Þorbjörns, voru fjarskiptin. Hvorki talstöðvar né farsímar virkuðu inni í göngunum, nokkuð sem var þó vitað fyrir að mestu leyti en Þorbjörn sagði þessa annmarka hafa komið vel fram. Úr- bóta væri þörf á því sviði. Eina sam- bandið sem náðist inn í göngin var í gegnum neyðarsíma jarðganganna. Vestfirðingar án rafmagns í klukkustund Rafmagn fór af Vestfjörðum um hálfníuleytið í gærmorgun en komst á aftur á næstu klukkustund. Bilun varð á Vestfjarðalínunni norðan Bjarkarlundar og voru starfsmenn RARIK í Búðardal kall- aðir til viðgerða. Á meðan var raf- magni komið á frá Mjólkárvirkjun og tiltækum díselstöðvum. Slæmt veður var til fjalla fyrir vestan í gær og ófærð á fjallvegum. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Vestfirskir slökkviliðsmenn óðu reyk í jarðgöngunum í gærmorgun. Æfingin gekk vel að öðru leyti en því að fjarskipti í göngunum eru mjög slæm. Tafir á brunaæfingu í Vestfjarðagöngum vegna rafmagnsleysis Ekkert fjar- skiptasamband í göngunum ÍSLAND er ekki mjög tæknilega þróað þjóð- félag þrátt fyrir gott aðgengi að tölvum og Net- inu, víðtæka farsímaeign og mikinn uppgang í þekkingariðnaði. Framleiðsla og útflutningur á hátæknivörum og þjónustu er mun minni hér en í nágrannalöndunum. Þrátt fyrir mikla aukningu í veltu og fjölda starfa í þekkingariðnaði hérlendis hin síðustu ár hefur vöxtur hans verið mun minni og hægari en í nágrannalöndunum. Hátækniútflutningur á Íslandi hefur aukist úr 1% af vöruútflutningi árið 1990 í ríflega 2% árið 1999, samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum. Á sama tímabili jókst hlutfallið hins vegar úr 7% í 20% í Finnlandi, 12% í 18% í Svíþjóð og 25% í 29% í Bandaríkjunum. Hvað upplýsingatækniiðnað varðar sýna nið- urstöður skýrslu, sem gerð var á vegum hag- stofa allra Norðurlandanna og kom út í desem- ber sl., glöggt hve mikill munur er á vexti upplýsingatækni (UT) á Íslandi og annars stað- ar á Norðurlöndunum. Hlutfall UT-iðnaðar í heildarveltu iðnaðarframleiðslu árið 1999 var langlægst á Íslandi, ekki nema 0,4%, en 20% í Finnlandi þar sem það var hæst. Í Svíþjóð var það 15% en 5% í Danmörku og Noregi. Hlutfall UT-þjónustu í heildarveltu þjónustu var 12–14% á öllum Norðurlöndunum, nema á Íslandi þar sem það var 8%. 498.000 manns störfuðu við upplýsingatækni á Norðurlöndunum árið 1999. Þar af störfuðu rúm 352.000 við UT-þjónustu en tæp 146.000 við UT-framleiðslu. Rúmlega 10% allra sem störfuðu í einkageira Svíþjóðar árið 1999 störfuðu á sviði upplýs- ingatækni. Sama hlutfall var tæp 9% í Finnlandi og Danmörku, 6,4% í Noregi og 5,6% á Íslandi. Nýjar tölur um stöðu upplýsingatækni á Norðurlöndunum Ísland með langminnsta framleiðslu og útflutning  Á eftir í alþjóðaþróun/C1–4 ALLAR vaktir flugumferðar- stjóra í Reykjavík, Keflavík, Vestmannaeyjum og á Akur- eyri voru fullmannaðar í gær þrátt fyrir gildandi yfirvinnu- bann. Tafir urðu á millilanda- og innanlandsflugi í fyrrakvöld vegna forfalla í flugturninum í Keflavík og hliðra þurfti til fyr- ir einni vél Flugleiða frá Bandaríkjunum klukkan sex í gærmorgun. Klukkustund síð- ar hófst fullmönnuð dagvakt. Flugumferðar- stjórar Allar vakt- ir full- mannaðarALMANNAVÖRNUM ríkisinsbarst á fimmtudagskvöld beiðni um aðstoð íslenskrar neyðarsveitar við hjálparstarf vegna eldgossins í Kongó. Beiðnin kom frá UNDAC, stofnun á vegum Sameinuðu þjóð- anna sem hefur það hlutverk að samræma neyðaraðgerðir alþjóð- legra hjálparsveita á vettvangi náttúruhamfara. Hálf milljón manns er heimilislaus í bænum Goma, sem er við rætur eldfjallsins Nyiragongo. Þrír Íslendingar eru í þessari al- þjóðlegu neyðarsveit UNDAC, sem samanstendur af 160 manns, en að sögn eins þeirra, Þorsteins Þorkels- sonar hjá Landsbjörgu, áttu þeir ekki heimangengt að þessu sinni. Auk hans eru í sveitinni Árni Birg- isson og Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna. Fimm voru sendir til Kongó á föstudag á vegum UNDAC og koma þeir frá Hollandi, Bretlandi, Ítalíu, Danmörku og Sviss. Önnur beiðni gæti borist Þorsteinn sagði við Morgunblaðið að sá hópur yrði þrjár vikur á vett- vangi í Kongó og að þeim tíma loknum gæti beiðni borist að nýju til Íslands um aðstoð. „Þetta fer auðvitað eftir því hvernig mál þróast. Ástandið í Kongó virðist vera hrikalegt og lík- lega þarf að framlengja dvöl þessa hóps,“ sagði Þorsteinn. Þessi íslenska neyðarsveit hefur m.a. farið á jarðskjálftasvæði í Tyrklandi árið 1999, Þorsteinn fór til Indónesíu árið 2000 vegna jarð- skjálfta þar og Sólveig til Indlands af sömu ástæðu í upphafi árs 2001. Eldgosið í Nyiragongo í Kongó Óskað eftir að- stoð íslenskrar neyðarsveitar ÍSLENSKA fjölskyldumyndin Regína hefur verið valin til keppni á barnamyndadagskrá Berlínarhátíðarinnar, sem er ein helsta kvikmyndahátíð heims og fer nú fram 6. til 17. febrúar nk. Þetta er annað árið í röð sem íslenskri kvikmynd er boðið til þátttöku í barna- myndakeppninni. Að sögn Hrannar Kristins- dóttur hjá Íslensku kvik- myndasamsteypunni sækjast hundruð mynda eftir að komast í keppnina á ári hverju og er því ekki sjálfgefið að myndir séu valdar til þátttöku. Þátttakan getur síðan haft mikla þýðingu fyrir dreifingu myndanna. Regína valin á Berlín- arhátíðina  Hefur mikla/B16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.