Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 9
Í sumar bjóða þrír aðilar flug frá Íslandi til Barcelona Í FEBRÚAR og mars bjóða Fosshótelin rúm- lega 40% afslátt af gistingu. Tveggja manna her- bergi í einanótt með morgunmat kostar þá 5.980 krónur í staðinn fyrir 10.500 krónur. Eins manns herbergi með morgunmat kostar nú 4.990 krón- ur í staðinn fyrir 9.100 krónur. Hótelin sem veita afslátt eru Fosshótel Lind í Reykjavík, Foss- hótel Reyðar- fjörður á Reyðar- firði, Fosshótel Húsavík á Húsa- vík og Fosshótel Ingólfur á Sel- fossi. Fosshótel veita 40% afslátt af gistingu  Upplýsingar og pant- anir í síma 562 4000. Fax: 562 4001 Netfangið er: bok- un@fosshotel.is Í FYRRA hóf Bergljót Leifsdóttir Mensuali, sem hefur um árabil verið búsett í Greve í Chianti á Ítalíu, að sjá um útleigu sum- arhúsa í Flórens og Greve fyrir fasteignasöluna GEG Immobi- liare í Flórens. Íslendingar voru meðal gesta í fyrrasumar. „Við erum með íbúðir til leigu í nágrenni Greve í Chianti og í Flórens. Á fyrri staðnum eru all- ar íbúðir með sundlaug en ein íbúðanna í Flórens er með sund- laug.“ Bergljót segir að Greve í Chianti sé í rúmlega 30 km fjar- lægð frá járnbrautarstöðinni í Flórens en þaðan eru rútuferðir til Greve sem taka klukkustund. Hún segir að Greve sé miðja vegu á milli Flórens og Siena ef farið er „vínveginn“ svokallaða. Það tekur síðan um þrjár klukkustundir að aka frá Veróna til Greve. „Þessar íbúðir sem við leigj- um út eru yfirleitt hluti af ein- býlishúsum. Við erum svo með eina lúxusvillu á eyjunni Elbu.“ Sem dæmi um verð nefnir Berg- ljót eignina Casa Anna í Greve. Þetta er sextíu fermetra hús sem hentar vel fyrir fjóra og er í 3 km fjarlægð frá Greve. Húsið tilheyrir einbýlishúsi, það er sundlaug í garðinum, sem leigj- endurnir hafa aðgang að ásamt leigjendum tveggja herbergja, sem eru inni í einbýlishúsinu, og einnig hafa eigendurnir aðgang að sundlauginni. Gengið er inn í húsið frá yf- irbyggðri verönd, sem er borð- stofa, og inn af henni er eldhús- krókur. Frá veröndinni er gengið inn í stofu þar sem er gistirými fyrir tvo og þar fyrir innan er hjóna- herbergi. Einnig er baðherbergi með sturtu. Í stofunni er sjón- varp, sem er tengt gervihnatt- arsjónvarpi. Nóttin kostar 217 evrur eða um 19.000 íslenskar krónur. Innifalið í verðinu er vatn, raf- magn og gas og vikuleg hrein- gerning og rúmfataskipti. Bergljót hefur verið leið- sögumaður fyrir þýsku- og enskumælandi ferðamenn í Flór- ens, Siena og San Gimignano og segist hlakka til að veita Íslend- ingum leiðsögn ef þeir sækjast eftir henni. Leigir út íbúðir á Ítalíu  Þeir sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar geta sent tölvupóst til Bergljótar en hann er: begga@inwind.it. Einnig er hægt að hafa sam- band við Bergljótu í síma: 0039 348 8716986. Faxnúmerið er: 0039 055 8544863. Á AUSTFJÖRÐUM er nú boðið upp á skíðagönguferðir á hefðbundnum sumargönguslóðum. Það er Ferðafélag Fjarðamanna sem býður upp á þessar skíðagöng- ur. Leiðsögumenn eru vanir skíða- menn og vel stað- kunnugir. Meðal slíkra gönguferða er þriggja daga skíðagönguferð frá Neskaupstað með tveim gistinóttum í Viðfirði og siglt er til baka. Einnig býður Ferðafélagið upp á léttari gönguferðir á skíðum ásamt hinni hefðbundnu morgun- göngu í Páskahelli og fuglaskoðun á Leirunni á Reyðarfirði, sem orðin er árviss. Þá mun einnig verða boðið upp á skíðagönguferð yfir hin feiki- háu Smjörfjöll milli Héraðs og Vopnafjarðar. Gönguferðir á Austurlandi verða æ vinsælli og að sögn Jó- hönnu Gísladótt- ur hjá markaðs- stofu Austurlands er enda hvergi jafn mikið af stiku- merktum og kortlögðum gönguleiðum og þar. Hún segir að nú sé verið að opna skíðasvæði Austfirðinga í Odds- skarði og Stafdal, enda gleðjast margir yfir langþráðum snjónum sem loksins þekur skíðabrekkurnar. Ljósmynd/ Þór Vilmundarson Skíðasvæðið í Oddsskarði. Skipulagðar stuttar og langar skíðagönguferðir á vegum Ferðafélags Fjarðamanna á Austfjörðum Á skíðum um fjöll og firnindi  Frekari upplýsingar um gönguleiðir og aðra afþreyingu á Austurlandi eru veittar hjá Markaðsstofu Austurlands í síma 472-1750 og hjá Upplýs- ingamiðstöð Austurlands í síma 471-2320. Netfangið er east@east.is. Skrá yfir gönguferðirnar og aðra við- burði á Austurlandi má einnig finna á vefslóðinni www.east.is. NÝLEGA var aðalefni ferðablaðs þýska dagblaðsins Die Zeit um Ísland og fjallaði greinin að megninu til um íslenskt næturlíf. Páll Óskar og vinkona hans Berglind Ágústsdóttir sýndu blaðamönnum dag- blaðsins hvað Reykjavík hefur upp á að bjóða þegar skyggja tekur. Reyndar hefst greinin á því að upplýsa lesendur um að náttúra landsins og hús séu hulin myrkri 20 klukkstundir á sólarhring yfir vetrartímann og þá leiki lausum hala tröll og álfar sem Ís- lendingar trúi á eins og Guð almáttugan. Helstu kaffihús og skemmtistaðir eru síð- an þræddir og ekki þótti blaðamönnunum nú verra að rekast á Björk á Kaffibarnum eftir að hafa verið fyrr um kvöldið á tón- leikum með henni í Laugardalshöllinni. Íslenskt næturlíf í þýsku dagblaði  FLUGFÉLAGIÐ Lufthansa kynnti nýlega aðstöðu á flugvellinum í Frankfurt sem er eingöngu ætluð börnum sem eru að ferðast ein, þ.e.a.s. án fullorðinna. Aðstaðan skiptist í tvennt, fyrir smábörn og eldri börn. Þarna er boðið upp á alla mögulega þjónustu fyrir börn- in, leiktæki, leikföng og veitingar, Reuters Lufthansa með að- stöðu fyrir börn  Í VIKUNNI sem leið var opnað nýtt lúxushótel á Manhattan í New York , hót- el Ritz-Carlton. Hótelið er með 298 her- bergi og þar er marmari á baðherbergisgólfum, kodd- arnir eru með gæsadúni og gestir fá að gæða sér á frelsisstyttunni úr súkkulaði. Mörg herbergjanna eru með útsýni yfir höfnina og í þeim tilfellum er sjónauki á herbergjunum og síðan eru á öllum herbergjum DVD spilarar og stór sjónvarps- tæki. Hótelið er á fyrstu 14 hæðum 39 hæða byggingar neðarlega á Manhattan. Gistinóttin kostar frá um það bil 45.000 íslenskum krónum og kaffibollinn er seldur á 600 krónur. Morgunblaðið/Ásdís Nýtt lúxushót- el á Manhattan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.