Morgunblaðið - 03.02.2002, Síða 15

Morgunblaðið - 03.02.2002, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 B 15 bílar FÁTT vakti jafn mikla athygli evr- ópskra fjölmiðla á bílasýningunni í Detroit og kynning á fyrsta al- vörujeppa Volvo, XC90. Volvo framleiðir núna sjö gerðir bíla, þ.e. S40, V40, S60, V70, C70, Cross Country og S80. XC90 verður því áttunda gerðin sem Volvo fram- leiðir. Hann verður framleiddur jafnt fimm sæta og sjö sæta og keppir í flokki bíla sem er nýlega orðinn til í Evrópu, þ.e. lúxus- jeppaflokknum. 6–7 milljóna kr. bílar Það sem einkennir þennan nýja flokk er fjórhjóladrifskerfið og meiri veghæð en venjulegir lang- bakar bjóða upp á. En framleið- endur slíkra bíla leggja megin- áherslu á að akstursþægindin séu svipuð og í langbökum eða fólks- bílum. Annað sem einkennir lúx- usjeppana eru stórar vélar, sem er líka þeirra helsti ókostur þar sem vörugjöld ákvarðast af vélarstærð- um og þar með verður verðið hærra. Helstu keppinautar XC90 verða Audi Allroad, BMW X5, sem kostar frá 6.150.000 kr., og Mercedes-Benz ML, sem kostar frá 5.380.000 kr. Í Bandaríkjunum og Þýskalandi, þar sem bílverð er langtum lægra en hérlendis, er mikill áhugi fyrir lúxusjeppum. Einmitt þessi tvö markaðssvæði eru afar mikilvæg fyrir Volvo. Greinilega má merkja Volvo-svip á nýja XC90 jeppanum. Stórt grillið, framljósin og fram- brettin minna óneitanlega á V70 langbakinn en séður frá hlið minn- ir hann líka talsvert á BMW X5. Spólvörn og stöðugleikastýring X90 er með drif á öllum hjólum og það er tölvustýrður rafeinda- búnaður sem deilir átakinu milli hjólanna á hvorum öxli fyrir sig en átakinu er dreift milli fram- og aft- uröxuls með Haldex-kúplingu. Svo lengi sem framhjólin hafa grip fer næstum allt átakið til framhjól- anna en þessi gerð drifbúnaðar hefur þann kost að eldsneyt- iseyðslan verður minni en ef átakið dreifist einnig stöðugt til aftur- öxuls. Til stuðnings við fjórhjóla- drifið er XC90 með spólvörn sem er hluti af DSTC-kerfi bílsins (Dynamic Stability and Traction Control = stöðugleikastýring og spólvörn). Minnsta hæð undir bíln- um er 21,8 cm og ætti hann því að komast leiðar sinnar þótt utan malbiksins sé. 272 hestöfl í flaggskipinu Bíllinn verður með aflmiklum vélum. Hægt verður að velja um þrjár ólíkar vélar. Sú minnsta er ný 2,4 lítra dísilvél sem skilar 163 hestöflum og 340 Nm togi við 1.750 snúninga á mínútu. Þeir sem frekar kjósa bensín- vélar geta valið á milli tveggja sem báðar hafa forþjöppu. Sú minni er byggð á 2,4 lítra fimm strokka vél Volvo en hefur nú fengið ögn stærri slagrými, 2,5 lítra, og skilar 210 hestöflum. En snúningsvægið er enn eftirtektarverðara, eða 320 Nm strax við 1.500 snúninga á mínútu. Vélin skilar því strax miklu afli við lágan snúning. Flaggskipið verður síðan með 2,9 lítra, sex strokka línuvél. Hann kemur beint frá Volvo S80 T6 og skilar 272 hestöflum. Hámarkstog næst við 1.800 snúninga á mínútu og er 380 Nm. Mikið öryggi Eins og vænta má í Volvo er ör- yggisbúnaðurinn fyrsta flokks og að flestu hugað. Í bílnum eru fimmpunkta öryggisbelti með sjálfvirkum beltastrekkjurum, virkir hnakkapúðar sem draga úr hættu á hálshnykkjum en jafn- framt hefur Volvo gengið skrefi lengra með því að taka tillit til þeirra sem ekki hafa sjálfir ráð á XC90. Það er nefnilega eitt af vandamálunum með jeppana að þeir eru svo háir að lendi þeir í árekstri við venjulega fólksbíla er mikil hætta á ferðum. Hætta er á því að öryggisbúnaður venjulegra fólksbíla, svo sem krumpusvæði aftan við stuðara og stálbitar í hurðum, virki ekki. Volvo hefur hugsað fyrir þessu og komið fyrir þverbita aftan við framstuðara jeppans sem er í svipaðri hæð og stuðari venjulegs fólksbíls. Kostir jeppa eru m.a. mikil veg- hæð og þar með mikil yfirsýn á veginn. En ókosturinn er hár þyngdarpunktur sem gerir jepp- ann óstöðugri en venjulegan fólks- bíl. Volvo hefur tekið á þessu vandamáli með tækninni. Í fyrsta lagi er þyngdarpunkturinn hafður eins neðarlega og hægt er en að auki hefur Volvo þróað kerfi sem kallast RSC (Roll Stability Cont- rol). Í RSC er m.a. hreyfiskynj- arar sem skynja afstöðu bílsins á vegi. Skynji kerfið að bíllinn halli of mikið virkjar það stöðugleika- stýringuna sem dregur úr afli til hjólanna og beitir hemlun á eitt eða fleiri hjól. Þetta er þó engin trygging fyrir því að bíllinn velti ekki og fari svo eru farþegarnir vel varðir því þakið er úr sér- staklega styrktu Boron-stáli, sem er fjórum sinnum sterkara en venjulegt stál. Auk þess eru stærri hliðarloftbelgir (gardínur) í X90 en í öðrum Volvo bílum. Volvo er framleiðandi lúxusbíla og býður því upp á langan lista af aukabúnaði sem gæti freistað margra. Þar má nefna hluti eins og leiðsögukerfi, Dolby Pro Logic II hljómtækjakerfi, 13 hátalara, sérstakt hljóðtækjakerfi fyrir aft- ursætisfarþega, sjónvarpsskjá í loftinu, DVD-spilara og fleira. Night Vision er einnig aukabún- aður en það er innrauð myndavél á stuðara sem varpar upp á skjá mynd af fyrirstöðu á vegi löngu áður en hún sést með berum aug- um. XC90 kemur á markað hérlendis næsta haust en ekki hefur fengist uppgefið hvað bíllinn mun kosta. En ljóst er að helsti keppinaut- urinn er BMW X5. Hann kostar frá 6.150.000 kr. Bíllinn verður framleiddur fimm og sjö sæta. Öryggi, afl og þægindi í XC90 Volvo XC90 kemur á markað næsta haust. Volvo-ættarsvipurinn leynir sér ekki. árið 2002 Málningarstyrkur HÖRPU SJAFNAR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skilafrestur er til 3. apríl nk. Harpa Sjöfn hf. veitir á næstunni styrki í formi málningar til góðra verkefna á vegum líknar- félaga, sjálfboðaliða, þjónustufélaga, menningar- samtaka og annarra sem vilja hafa forystu um að fegra og prýða umhverfi sitt. Síðustu fjögur ár hafa verið veittir samtals 60 til 70 málningarstyrkir, 2500 lítrar af málningu að verðmæti um ein milljón króna á ári. Mikill fjöldi umsókna hefur borist og voru undirtektir svo góðar að ákveðið hefur verið að veita málningar- styrki að nýju vorið 2002, enda hefur óspart verið hvatt til þess. Víða um land starfa margs konar félög og félaga- samtök sem jafnan leita verðugra verkefna til að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið, t.d. með því að mála og fegra mannvirki. Verkefnin geta falist í endurbótum á sögufrægum húsum, kirkjum, byggðasöfnum, sæluhúsum, björgunarskýlum, íþróttamannvirkjum, elliheimilum og barna- heimilum, svo eitthvað sé nefnt. Harpa Sjöfn hf. ver að þessu sinni einni milljón króna til málningarstyrkja sem verða á bilinu 50 til 300 þúsund krónur hver, eftir verkefnum. Þeir sem hyggjast leita eftir styrkjum eru beðnir um að skila umsóknum eigi síðar en 3. apríl nk. til Hörpu Sjafnar hf., Austursíðu 2, 601 Akureyri eða Stórhöfða 44, 110 Reykjavík. Gera þarf grein fyrir verkefnum, senda mynd af því mannvirki sem ætlunin er að mála og gefa upp áætlað magn Hörpu Sjafnar málningar vegna verksins. Dómnefnd velur úr umsóknum. Í dómnefndinni eru: Formaður, Baldur Guðnason, stjórnar- formaður Hörpu Sjafnar hf., Vigfús Gíslason sölustjóri, Kristinn Sigurharðarson sölustjóri og Helgi Magnússon framkvæmdastjóri. Móttakendur styrksins sjá alfarið um kostnað við framkvæmd verkefna. Tilkynnt verður um niðurstöður í maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.