Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 B 17 bílar AUDI A8 er orðinn átta ára gamall bíll og næsta haust verður arftakinn settur á markað. Audi ætlar sér að gera A8 að öruggasta bíl heims í sín- um verð- og stærðarflokki. Nýlega náðust myndir þar sem frumgerðin var prófuð í Norður- Finnlandi. Sjá má af myndum Auto- media að bíllinn er allur nýr að sjá. Þakið er bogadregnara, komnar eru nýjar framlugtir og framendinn er skiptur upp með stuðaranum í tvo hluta. Þá er aftasti gluggapósturinn orðinn minni og meiri sveigja í honum. Þá er rísandi hliðarlína í bílnum sem gefur honum sportlegri svip. En það sem Audi leggur áherslu á og ætlar að nýta sér við markaðs- setningu á bílnum er öryggi. Fjöldinn allur af líknarbelgjum verður í bílnum, bæði fyrir farþega í framsætum og aftursætisfarþega. Skynjarar við hvert sæti mæla stærð þess sem í sætinu situr og öryggispúðarnir blása út í samræmi við stærð farþega ef til áreksturs kemur. Grunngerð bílsins verður með 3,0 lítra, V6 vél sem skilar 210 hest- öflum. Að auki verður bíllinn boðinn með 3,7 og 4,2 lítra V8 vélum, 260 og 310 hestafla. S8, sportútfærslan af A8, verður áfram með 4,2 lítra, V8 vél sem að- eins aflmeiri, eða 360 hestafla. Með þeirri vél nær S8 hröðun í 100 km hraða á 5,5 sekúndum. Hann er því hraðskreiðari í upptakinu en Merce- des-Benz S AMG. En Audi ætlar engu að síður að gera enn betur með RS8 með 4,5 lítra V8 vél. Samkvæmt Automedia skilar sú vél 500 hest- öflum. Tölvugerð mynd af nýjum Audi A8 sem kemur á markað í haust. Nýr Audi A8 Afturendinn er gjörbreyttur eins og sjá má.  FYRIRTÆKIÐ bk BilBoX hefur hafið innflutning á litlum ventli, CB-26P, sem settur er á sogleiðslu að soggrein, á bremsurörið eða skrúfað beint á soggreinina. CB-26P stendur fyrir Clean Burn, (hreinn bruni), 2,6 Petrol (bensín). Fyrir vélar sem eru stærri en 2,6 lítrar þarf tvo ventla. CB-26P pass- ar fyrir flestar bensínvélar með blöndung, rafeindastýrða inn- sprautun og forþjöppuvélar. Vent- illinn er hannaður og framleiddur í Englandi af fyrirtækinu Ecotek. CB-26P er settur á sogleiðslu að soggrein, á bremsusogrörið eða er skrúfað beint á soggreinina. Vent- illinn hleypir litlu loftmagni inn á soggreinina í lausagangi sem bætir útblásturinn án þess að hafa áhrif á mjúkan gang. Á miðlungssnúningshraða sveifl- ast lokinn og myndar loftslátt sem myndar hringiðu í soggreininni og að endingu veldur ventillinn því að það myndast hvirfill í bensínblönd- unni á háum snúningi. Heildaráhrifin af þessu eru betri blöndun á eldsneytiseiningunum sem skapar meiri afköst og hreinni bruna. Samkvæmt rannsóknum sem umboðsaðilinn hér á landi vitnar til veldur þetta minna magni mengandi efna í útblæstri og jafnframt rúm- lega fimmtungi minni eldsneyt- iseyðslu. Ventill á soggrein dregur úr mengun  SUZUKI ætlar að gera al- vöru úr því að setja smábílinn Lapin á markað, sem fyr- irtækið frumsýndi á bílasýning- unni í Tókýó sl. haust. Bíllinn er byggður á Alto sem er á mark- aði í Japan en kassalaga hönn- un bílsins er óvenjuleg og þykir til marks um að með þessari hönnun hafi sparast umtals- verðar upphæðir við fram- leiðslu bílsins en um leið mörk- uð sú stefna að nýta sem mest af innanrýminu. Margir bílar sem hafa verið að koma á markaðinn, eins og Mini og Volkswagen Bjalla, sækja línur sínar til fortíð- arinnar. Það gerir Lapin einnig en hann þykir líkur Mini Clubman sem var á markaði á áttunda áratugnum í Bretlandi. Bíllinn er með stórum gluggum og því bjartur að innan. Búið er að taka úr honum sæt- isbekkina sem hann var frum- sýndur með og setja sæti í staðinn en gírstöngin er sem fyrr í stýrinu. Ljóst er að bíll- inn verður þægilegur í um- gengni vegna mikillar lofthæð- ar. Lapin verður framleiddur bæði framhjóla- og fjór- hjóladrifinn. Grunngerðin verð- ur með 660 rúmsentimetra vél en líklegt er að í Evrópu verði hann helst boðinn með 1,3 lítra vél, þeirri sömu og í Suzuki Wagon R+. Suzuki Lapin kemur á markað í Evrópu. Óvíst er hvort Lapin verði í boði hérlendis. Kassalaga Lapin á markað í Evrópu ...ferskir vindar í umhirðu húðar Loksins kom krem þar sem virknin finnst þegar það er borið á húðina og jafnframt sjáanlegur munur! Ég mæli eindregið með Silhouette fyrir konur á öllum aldri og eftir barnsburð er það alveg nauðsynlegt. Nýja Body scrubið er kærkomin viðbót og tvöfaldar virkni Silhouette kremsins á húðina.“ Dísa í World Class segir: „Loksins sýnilegur árangur!“ Dísa í World Class Heimsferðir bjóða í sumar dvöl á hinum geysivinsæla strandstað Rimini á Ítalíu. Rimini við Adríahafið er einn stærsti og vinsælasti sumarleyfisstaður í Evrópu enda sækja hingað ferðamenn alls staðar að úr heim- inum til að njóta þess sem staðurinn hefur að bjóða. Heimsferðir bjóða þér vinsælustu gististaðina á Rim- ini, frábærlega staðsetta við ströndina og örugga þjón- ustu fararstjóra Heimsferða, sem bjóða þér spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Fyrstu 300 farþegarnir tryggja sér ótrúleg kjör á ferðinni til Rim- ini og stórlækkun á verði ferðar frá því í fyrra. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.805 M.v. hjón með 2 börn, 23. maí, Auriga Apartments, 5 nætur með 8.000 kr. afslætti. Verð kr. 58.950 M.v. 2 í stúdíó, Auriga, 12 nætur, 20. júní, með 8.000 kr. afslætti. Vikulegt flug til Rimini í sumar frá 39.805* fyrstu 300 sætin Beint flug alla fimmtudaga Brottför frá Keflavík kl. 17.30 Flug heim á þriðjudagsmorgnum Heimsferðir stórlækka verðið til Rimini Yfir 20.000 kr. verðlækkun á mann frá því í fyrra Fyrstu 300 sætin á sértilboði Opið í dag frá kl. 13–16 Rimini Perlan við Adríahafið Kynntu þér Ítalíubækling Heimsferða Frábærir gististaðir Heimsferðir bjóða þér topp gististaði í hjarta Rimini, rétt við fallega ströndina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.