Morgunblaðið - 20.02.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
REYKJAVÍKURBORG hefur samið
við hluthafa Áburðarverksmiðjunnar
hf. um stöðvun efnaframleiðslu í
Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og
kaup borgarinnar á fasteignum og
aðstöðu fyrirtækisins. Umsamið
kaupverð er 1.280 milljónir króna og
samkvæmt samningnum ber Áburð-
arverksmiðjunni að fjarlægja mann-
virki sem fylgja efnavinnslu á svæð-
inu fyrir 15. maí nk. en Áburð-
arverksmiðjan leigir aðstöðuna til 1.
september 2003 með forleigurétti til
1. september 2004.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, segir að
síðan sprenging varð í spennuvirki
Áburðarverksmiðjunnar 1. október
sl. hafi staðið yfir viðræður við eig-
endur hennar um framhaldið. Þrír
möguleikar hafi verið í stöðunni. Í
fyrsta lagi hvort eigendurnir ættu að
endurskipuleggja reksturinn á svæð-
inu miðað við fyrirhugaðar breyting-
ar á aðalskipulagi Reykjavíkur þar
sem gert sé ráð fyrir blandaðri
byggð íbúða og atvinnustarfsemi á
svæðinu. Í öðru lagi hvort eigendurn-
ir og borgin ættu í sameiningu að
standa að uppbyggingu á svæðinu
eða hvort borgin ætti að leysa til sín
aðstöðu og mannvirki Áburðarverk-
smiðjunnar með það fyrir augum að
standa sjálf að skipulagningu á svæð-
inu og síðan sölu á byggingarrétti.
Áburðarverksmiðjan hefði um 20
hektara af um 40 hektara svæði og
gert væri ráð fyrir um 50 hektara
uppfyllingu þannig að alls hefði borg-
in um 90 hektara byggingarsvæði
þarna til ráðstöfunar. Rætt hafi verið
um að hluti starfsemi Áburðarverk-
smiðjunnar verði fluttur til Þorláks-
hafnar auk þess sem eigendur henn-
ar hafi rætt við Landsvirkjun vegna
vetnisframleiðslu.
Mættust á miðri leið
Fasteignamat Áburðarverksmiðj-
unnar var um 1.370 milljónir kr. 1.
desember, en um tveir milljarðar í
fyrra mati. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir segir að eigendur verksmiðj-
unnar hafi í byrjun verið með hug-
myndir um að fá um tvo milljarða
fyrir verksmiðjuna en fyrsta tilboð
borgarinnar hafi verið upp á um 980
milljónir. Þar sem óhagstæð lán hvíli
á Áburðarverksmiðjunni hafi verið
tekin sú ákvörðun að staðgreiða
kaupverðið og fjármagna það með
hagstæðari lánum.
Að sögn Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur hefur umræða um stað-
setningu og framtíð Áburðarverk-
smiðjunnar staðið nær látlaust yfir
síðan 1985, bæði vegna þeirrar hættu
sem hafi verið samfara efnavinnsl-
unni og eins vegna þess að verk-
smiðjan væri á mjög fallegu og eft-
irsóttu svæði og stæði í vegi fyrir
eðlilegri þróun byggðarinnar. Hún
segir mikilvægt að hægt sé að fara að
vinna að skipulagningu svæðisins
strax en samningur sem Áburðar-
verksmiðjan hafi haft vegna landsins
hafi verið til ársins 2019.
Stefnt er að því að fjarlægja verk-
smiðjuna og skapa þannig svigrúm
til landfyllinga og uppbyggingar nýs
hverfis með blandaðri byggð íbúða
og atvinnuhúsnæðis. Með tilkomu
Sundabrautar fyrir 2007 geti bygg-
ingarhæfar lóðir orðið þarna fyrir
2006. Gert sé ráð fyrir þéttri borg-
arbyggð, þ.e. fyrst og fremst fjölbýli,
með um 3.200 íbúðum auk um 100
þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði.
Eigendur Áburðarverksmiðjunnar
hefðu látið EON arkitekta vinna
skipulagstillögur af svæðinu og fylgi
þær með í kaupunum en ekki hafi
verið tekin ákvörðun um með hvaða
hætti þær verði nýttar. Í hugmynd-
um EON er m.a. gert ráð fyrir at-
vinnuhúsnæði, háum fjölbýlishúsum,
skólum, hóteli og göngustígum um
svæðið og göngubrú út í Viðey.
Samkomulagið var lagt fram í
borgarráði í gær og því vísað til borg-
arstjórnar til afgreiðslu. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir segir að þarna sé
verið að taka nýtt land í gagnið og
mjög mikill fengur sé að því. Útsýnið
sé mjög mikið, skjólið gott og um eitt
besta byggingarsvæðið við Elliða-
voginn sé að ræða en með Sunda-
brautinni verði stutt í miðbæinn.
Reykjavíkurborg kaupir fasteignir og aðstöðu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi
Blönduð íbúðabyggð
skipulögð á svæðinu
Morgunblaðið/Golli
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur og Þorvaldur S. Þor-
valdsson borgararkitekt kynna samninginn. Til hliðar er loftmynd af svæðinu.
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isÍA telur Ellert ekki
lausan allra mála / B3
Grótta/KR og KA
unnu stórsigra / B2
4 SÍÐUR
Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsinga-
blaðið NORÐUR Í
VETRARÆVINTÝRIÐ.
Blaðinu verður dreift
um allt land.
Sérblöð í dag
RÍKISENDURSKOÐUN gerir athugasemdir
vegna greiðslna fyrir verkefni sem forstöðumenn
Þjóðskjalasafns Íslands og Þjóðmenningarhúss,
þeir Ólafur Ásgeirsson og Guðmundur Magnússon,
unnu fyrir stofnanir sem hvor annar stjórnaði og
greiðslur sem stofnanirnar inntu af hendi vegna
þeirra.
Menntamálaráðherra og stjórnarformaður Þjóð-
menningarhúss taka undir athugasemdir Ríkisend-
urskoðunar og beina því til forstöðumannanna að
bregðast við þeim.
Kjör mannanna heyra undir kjaranefnd og skv.
reglum um launakjör embættismanna úrskurðar
hún um hvaða laun skuli greiða fyrir dagvinnu og
hvaða störf teljist til aukastarfa. Kjaranefnd var á
hinn bóginn ekki gert viðvart um fyrrnefnda verk-
samninga. Þá vissu viðeigandi ráðuneyti ekki af
samningunum eða greiðslum vegna þeirra.
Ríkisendurskoðun hefur ekki gefið út eiginlega
skýrslu vegna málsins heldur var athugasemdum
komið á framfæri við menntamálaráðuneyti og for-
sætisráðuneyti.
Þjóðskalasafnið heyrir undir menntamálaráðu-
neytið. Björn Bjarnason menntamálaráðherra
sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ráðu-
neytið hefði ekki vitað um þessar greiðslur fyrr en
bréf barst frá Ríkisendurskoðun um þær í síðustu
viku. Ráðuneytið hefði ekki sérstaklega leitað skýr-
inga þjóðskjalavarðar, enda hafi Ríkisendurskoðun
lokið rannsókn málsins. „Við höfum í bréfi tekið
undir með Ríkisendurskoðun, að þetta sé ámæl-
isvert. Þjóðskjalavörður hefur að sjálfsögðu rétt til
að svara bréfi okkar og skýra mál sitt, en frá bréf-
inu var gengið á mánudag.“
Björn segir aðspurður að menntamálaráðuneytið
líti almennt þannig á, að forstöðumenn stofnana viti
um skyldur sínar samkvæmt lögum og reglum, þar
á meðal ákvörðunum kjaranefndar, og bregðist við,
ef farið er á út fyrir lögboðin mörk.
Salome Þorkelsdóttir, stjórnarformaður Þjóð-
menningarhúss, minnir á að forstöðumaðurinn
heyri undir forsætisráðuneytið sem hafi skipað
hann í stöðuna. Eftir að ráðuneytið hafi afgreitt
málið frá sér hafi stjórnin fjallað um málið og því sé
nú lokið. „Við beinum því til forstöðumanns að fullt
tillit verði tekið til athugsemda Ríkisendurskoðun-
ar, nú og framvegis,“ segir hún. Guðmundur var
skipaður forstöðumaður Þjóðmenningarhúss árið
1996 en sinnti því starfi samhliða störfum fyrir
Þjóðskjalasafnið fyrstu árin. Salome segir að sam-
þykki stjórnar fyrir aukastörfum hafi náð til þess
tíma þar til launakjör hans voru felld undir kjara-
nefnd.
Mistök að láta
kjaranefnd ekki vita
Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að það hefðu verið mistök að
bera aukastörfin ekki undir kjaranefnd, en það
hefði í raun ekki hvarflað að honum að þess þyrfti.
Um hafi verið að ræða fræðistörf sem hann vann í
eigin frítíma og utan vinnuskyldu hans í Þjóðskjala-
safninu. Þá hafi einnig verið mistök að láta stjórn
Þjóðmenningarhúss ekki vita að hann hafi tekið að
sér störf fyrir stofnunina, en Ólafur hefur nýverið
látið af stjórnarsetu í Þjóðmenningarhúsi. Hann
minnir á að hann hafi aldrei tekið við greiðslum fyr-
ir stjórnarstörf, hvorki í Þjóðmenningarhúsi né í
Þjóðskjalasafninu.
Á árunum 2000 og 2001 fékk Ólafur greidda sam-
tals eina milljón króna, einkum fyrir undirbúning
sýninga og textagerð vegna þeirra. Um var að ræða
verktakasamninga, en Ólafur bendir á að Ríkisend-
urskoðun telji í skýrslu sinni að deila megi um hvort
jafna beri aukastarfi, í skilningi laga um kjaradóm
og kjaranefnd, við sérfræðiþjónustu í formi verk-
töku.
Í yfirlýsingu vegna málsins segir Ólafur að Guð-
mundur Magnússon hafi verið ráðinn skjalavörður
til safnsins árið 1996. Hafi hann unnið að rannsókn-
um á innsiglum íslenskra fornbréfa sem eru um
5.000 talsins. Eftir að Guðmundur tók við stjórn
Þjóðmenningarhússins varð að samkomulagi að
hann lyki rannsóknum sínum svo þær skiluðu safn-
inu árangri en Ólafur segir ljóst að sá sem hyggist
vinna að slíkum rannsóknum þurfi að afla sér tals-
verðrar sérfræðikunnáttu. Því hefði verið mikilvægt
að Guðmundur lyki rannsóknum sínum. Ólafur seg-
ir ljóst að um ótengd verkefni hafi verið að ræða
sem hafi átt uppruna sinn á gjörólíkum forsendum.
Aukastörf forstöðumanna
ekki borin undir kjaranefnd
MAÐURINN sem fannst látinn
á Víðimel í Reykjavík á mánu-
dagsmorgun hét Bragi Óskars-
son, til heimilis á Grandavegi 37
í Reykjavík. Hann var fæddur
11. janúar 1951.
Bragi starfaði sem bílstjóri.
Hann var á árum áður blaða-
maður á Morgunblaðinu og vott-
ar Morgunblaðið aðstandendum
hans samúð. Hann var ókvænt-
ur og barnlaus.
Fannst
látinn á
Víðimel