Morgunblaðið - 20.02.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
23 ÁRA gamall Reykvíkingur, Þór
Sigurðsson, hefur játað hjá lögreglu
að hafa ráðist á karlmann á Víðimel
aðfaranótt mánudags, með þeim af-
leiðingum að hann lést. Árásarmað-
urinn var handtekinn á heimili sínu á
mánudagskvöld og úrskurðaður í
sex vikna gæsluvarðhald í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær að kröfu
lögreglunnar í Reykjavík.
Rannsókn hefur leitt í ljós að
árásarmaðurinn var á leið heim frá
innbroti í Hjólbarðaviðgerð Vestur-
bæjar við Ægisíðu, þegar fórnar-
lambið varð á vegi hans á Víðimeln-
um fyrir tilviljun. Lögreglan segir
ekki ljóst hvort hinn handtekni hafi
fyrirvaralaust barið manninn niður
með barefli eða hvort einhver orða-
skipti hafi átt sér stað á undan.
Böndin bárust að hinum grunaða
eftir að lögreglan fékk tilkynningu
um innbrotið á hjólbarðaverkstæðið
laust eftir kl. 2 aðfaranótt mánu-
dags. Rannsókn á innbrotsvettvangi
leiddi til þess að grunur féll á fyrr-
verandi starfsmann verkstæðisins.
Þá bentu ýmis ummerki á morðvett-
vangi til þess að sami maður hefði
verið á ferð, bæði þar og á innbrots-
vettvangi. Eftir yfirheyrslur lög-
reglu og húsleit á heimili hins
grunaða í Þingholtunum, þar sem
hann býr einn, játaði hann á sig inn-
brotið og að hafa mætt manni á Víði-
mel. Sagði hann að til átaka hefði
komið á milli þeirra sem enduðu með
því að fórnarlambið lá hreyfingar-
laust eftir. Hinn handtekni sagðist
hafa haft í fórum sínum slaghamar,
sveðju og kjötexi sem hann notaði
við innbrotið. Grunur leikur á að
eitthvert þessara vopna hafi verið
notað við morðið en lögreglan segir
ekki ljóst hvert þeirra.
Vísaði lögreglunni á vopnin
Hinn handtekni vísaði lögreglunni
á vopnin sem hann hafði hent í sorp-
tunnu í Melahverfinu. Þar fundust
líka föt með blóði í, hugsanlega úr
hinum látna, að því er lögreglan tel-
ur.
Lögreglan telur að hinn hand-
tekni hafi verið undir áhrifum fíkni-
efna, örvandi efna, en rannsókn á
eftir að leiða í ljós hvaða efni það
voru eða hvort um einhver efni var
að ræða.
Á blaðamannafundi í gær með lög-
reglu sagði Hörður Jóhannesson yf-
irlögregluþjónn að ekki væri unnt að
greina frá því hvers konar ummerki
á morðvettvangi hefðu leitt lögregl-
una á slóð hins grunaða. Hann sagði
hins vegar að maðurinn hefði gengið
um götur með umrædd vopn í hönd-
unum án þess að geyma þau í tösku
eða fela með öðrum hætti.
Árásarmaðurinn er fæddur 1978
og er ekki þekktur að glæpsamlegu
athæfi hjá lögreglunni. Hann mun
hafa verið til sjós að undanförnu.
Hinn látni var fæddur 1951 og bend-
ir ekkert til þess að hann hafi þekkt
til banamanns síns. Krufning átti að
fara fram í gær.
Rannsókn málsins heldur áfram
hjá lögreglunni í Reykjavík.
Morðinginn var á leið heim úr innbroti þegar fórnarlambið varð á vegi hans fyrir tilviljun
Morgunblaðið/Júlíus
Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn á blaðamannafundi í gær ásamt
Sigurbirni Víði Eggertssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni sem stýrir rann-
sóknar- og tæknideild lögreglunnar í Reykjavík.
Gekk um götur
með sveðju, slag-
hamar og kjötexi
#$
%
$
&#$
' (
$
()
*
'
!
"
+
,&
-
+
"
.
'
,
-$
%
((
$
+
&
&
Sagðist hafa lent í
átökum við hinn
látna á Víðimel
klæddir, á merktum og ómerktum
bílum, en það er ljóst að lögreglan
nær ekki komast yfir svæði innan
síns löggæsluvæðis.“
Aðspurður hvort ástæða sé til að
hafa fleiri lögreglubíla á ferð að
næturlagi, segir hann að vissulega
sé gott að hafa næga bíla á ferðinni
en hann bendir á að morðið á Víði-
mel hafi ekki verið framið vegna
þess að lögreglan var illa mönnuð
umrædda nótt. „Svæðið er stórt og
það er ljóst allt getur gerst. Al-
mennt séð eru borgarar nokkuð
öruggir í Reykjavík. Helst hefur
fólk fundið til óöryggis í miðborg-
inni og einkum þeir sem aldrei fara
GEIR Jón Þórisson yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík segir að þrátt fyr-
ir atburðinn á Víðimel á mánudag,
sé ekki ekki unnt að draga þá álykt-
un að borgarar geti ekki lengur
gengið óhultir um götur borgarinn-
ar af ótta við ofbeldisbrot. „Ég vil
meina að almennt getum við nokkuð
frjálst um höfuð strokið í Reykjavík
miðað við borgir í nágrannalöndun-
um,“ segir hann. „Við getum ekki
tekið undir það, að nú sé tilefni til að
hræðast það að vera á ferli, vegna
þess að það er ekki allt í einu núna
sem hafa orðið kaflaskipti í sam-
skiptum hins almenna borgara við
afbrotamenn,“ segir hann og ítrekar
þá afstöðu sína að það sé mjög fjarri
sanni að fólk sé ekki lengur óhult á
götunum.
Guðmundur Arason, fram-
kvæmdastjóri Securitas, segir það
ömurlega stöðu fyrir fólk að lenda í
því að brotist sé inn á heimili þess,
ekki síst ef í ljós kemur að ofbeld-
ismaður hefur gengið um heimilið,
nýbúinn að brjótast inn annars stað-
ar.
Morð geta gerst þrátt
fyrir nálægð lögreglu
Aðspurður hvort ekki sé ástæða
fyrir lögregluna að grípa til ein-
hverra ráða til að tryggja öryggi
borgaranna betur, í ljósi atburðar-
ins á Víðimel, segir Geir Jón: „Það
er ljóst að svona atburður getur
gerst þótt lögreglumaður sé nánast
á hverju götuhorni. Að fylla allt af
lögreglumönnum leysir ekki málið
eitt og sér. Þeir eru á ferðinni, bæði
einkennisklæddir og óeinkennis-
þangað,“ segir hann og vísar til
skoðanakönnunar sem gerð var fyr-
ir lögregluna fyrir nokkru.
Hann segir þó ljóst að nauðsyn-
legt sé fyrir fólk að gera frekari ráð-
stafanir til að auka öryggi sitt á
heimilum. „Við þekkjum til innbrota
á heimili á meðan fólk er sofandi.
Oftar en ekki er farið inn í húsnæði
þar sem enginn er til staðar. Það er
fátítt að farið sé inn í húseign og
ráðist á fólk og það stórskaðað.
Hinn almenni borgari er vel örugg-
ur heima hjá sér ef hann viðhefur al-
mennar varúðarráðstafanir, t.d. að
loka gluggum og læsa dyrum.“ Geir
Jón segir einnig að atburðurinn á
Víðimelnum gefi ekki tilefni til að
fólk „setji sig í sérstakar stellingar“.
Innbrot inn á heimili eru hlutfalls-
lega fátíð miðað aðra flokka inn-
brota, s.s. bílainnbrot og innbrot í
fyrirtæki og verslanir. Engu að síð-
ur komu tvö þúsund heimiliseigend-
ur til Securitas í fyrra til að leita
ráða gegn innbrotsþjófum og segir
Guðmundur Arason það vera tvöfalt
á við þann fjölda sem ráðfærði sig
við fyrirtækið á árinu 2000. „Vitund
fólks um þessi mál hefur aukist mik-
ið og uppákomur eins og sú sem
varð í gærmorgun [mánudagsmorg-
un, morðið á Víðimel] eru ömurleg-
ar. Sem heimiliseiganda er mér ekki
sama, enda leið mér betur þegar ég
gat sett öryggiskerfið á vörð.“
Hann segir innbrot inn á heimili
hafa breyst á allra síðustu árum. Nú
sé tilviljanakenndum innbrotum
sem framin eru í fíkniefnavímu að
fækka, en skipulögðum innbrotum
fjölgar. „Það er frekar að innbrots-
þjófar skipuleggi sig og kanni allar
aðstæður á staðnum áður en þeir
láta til skarar skríða. Þetta er sú
þróun sem við höfum séð á undan-
förnum tveimur til þremur árum.
Við vitum af mönnum sem hafa haft
heilu göturnar kortlagðar og á þeim
hafa fundist gögn um ýmis persónu-
leg málefni íbúa, s.s. hvenær þeir
fara í og úr vinnu, hversu margir
eru í heimili, bílnúmer og fleira.
Þetta segir okkur að skipulögð inn-
brot eru að færast í aukana.“
Hann segir heimiliseigendur geta
gert ýmislegt með sáralitlum til-
kostnaði og fyrirhöfn til að verjast
innbrotum, t.d. með því að ganga vel
frá lýsingu á heimilum og fleira.
„Eins þarf að ganga vel frá storm-
og gluggajárnum svo ekki sé hægt
að spenna glugga alveg upp. Það er
líka nauðsynlegt að hugsa vel um
læsingar á hurðum og annað slíkt
enda orðið tímabært fyrir okkur hér
á landi að huga betur að þessum
málum en við höfum gert hingað til.
Til viðbótar þessum almennu ráð-
stöfunum koma öryggiskerfi til sög-
unnar. Tæplega fjögur þúsund
heimili í landinu eru komin með ör-
yggiskerfi og fólk velur þessa leið
vegna uppákomu eins og varð að-
faranótt mánudags. Þarna er maður
að koma úr innbroti í mjög annar-
legu ástandi. Fólk hefur hvorki
áhuga á því að lenda í klónum á slík-
um manni við innbrot, né að vita af
því að viðkomandi hafi brotist inn
hjá því. Fólki líður afskaplega illa
þegar það kemst að því að einhver
úr flokki morðingja hefur verið inni
á heimili þess.“
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn telur öryggi borgara gott í Reykjavík
Telur ekki tilefni til að
hræðast ofbeldi á götum úti
Tæknivinna lögreglunnar í
Reykjavík skipti sköpum við
rannsókn morðsins á Víðimel.
Morgunblaðið/Júlíus
MANNDRÁPIÐ sem framið var á
Víðimel aðfaranótt mánudags, er
fyrsta manndrápið sem framið er hér-
lendis á þessu ári og jafnframt hið ell-
efta síðastliðin 5 ár. Frá 1997–2001
hafa að meðaltali verið framin tvö
manndráp á ári, en töluverðar sveifl-
ur eru á milli ára. Þannig voru fimm
manndráp árið 2000 en ekkert árið
1998. Tvö voru framin 1997 og 1999.
Af ellefu manndrápum áttu lang-
flest sér stað á höfuðborgarsvæðinu
eða átta. Þau átta sem um ræðir áttu
sér stað í Heiðmörk í október 1997,
við Leifsgötu í júlí 1999 og við Espi-
gerði í desember sama ár. Þrjú af
fimm manndrápum áttu sér stað á
höfuðborgarsvæðinu, þar af eitt við
Engihjalla í Kópavogi í marsmánuði,
annað á Leifsgötu í júlí og hið þriðja í
Öskjuhlíð í nóvember. Í nóvember í
fyrra var manni ráðinn bani við
Bakkasel í Breiðholti og nú, þremur
mánuðum seinna, lætur karlmaður
lífið á Víðimel vegna árásar.
Af ellefu fórnarlömbum í umrædd-
um manndrápsmálum frá 1997 eru
átta karlar og þrjár konur.
Morðið á Víðimel
Ellefta mann-
drápsmálið
frá 1997