Morgunblaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 13
ÚTVARPSRÁÐ átti fund á Akur-
eyri í gær þar sem fulltrúar þess
skoðuðu m.a. nýtt húsnæði sem Rík-
isútvarpið hefur tekið á leigu við
Kaupvangsstræti 1 í miðbæ Akur-
eyrar. Þangað verður öll starfsemi
útvarpsins flutt þegar líður á árið.
Þar verður einnig aðsetur frétta-
manns Sjónvarps. Sett verður upp
hljóðver fyrir útsendingar bæði fyrir
Rás 1 og Rás 2.
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri sagði að einnig hefði á fundi út-
varpsráðs verið fjallað um væntan-
legar skipulagsbreytingar í rekstri
Útvarpsins, en innan skamms verð-
ur auglýst staða nýs dagskrárstjóra
Rásar 2 sem hafa mun aðsetur á Ak-
ureyri. Þá mun einnig verða ráðinn
dagskrárstjóri Rásar 1. Setja þarf
upp flókinn tæknibúað í nýjum húsa-
kynnum og var farið yfir þau mál
með eiganda húsnæðisins. Gert er
ráð fyrir að smiðir munu innan tíðar
hefjast handa um nauðsynlegar
breytingar á húsnæðinu.
„Við stefnum að því að setja upp
hljóðstofu fyrir beinar útsendingar
inn á kerfi Rásar 2 hér á Akureyri,
en einnig munu starfsstöðvarnar á
Egilsstöðum og Ísafirði koma öflugri
inn í dagskrá Rásar 2 en verið hefur.
Á þessum stöðum verður tekið upp
margvíslegt efni bæði fyrir Rás 1 og
Rás 2,“ sagði Markús Örn.
Ríkisútvarpið hefur um 20 ára
skeið átt tæplega 600 fermetra hús-
næði við Fjölnisgötu 3a í Glerár-
hverfi á Akureyri og verður það nú
sett á sölu. Markús Örn sagði það
húsnæði of stórt og dýrt fyrir þá
starfsemi sem þar var.
Markús Örn sagði að menn ættu
að sjá þess merki í vetrardagskrá
næsta vetrar að breytingar hefðu
verið gerðar í þá átt að efla starfemi
landshlutastöðvanna. Hann sagði
óánægjuraddir sem upp komu eftir
að væntanlegar breytingar voru
fyrst kynntar að mestu hafa hljóðn-
að. „Eftir að menn kynntu sér hvað í
þessum breytingum felst og þeirri
hugsun sem að baki þeim er urðu
menn rórri. Með þessum breyting-
um mun rödd fólks um land allt
verða öflugri í útvarpi allra lands-
manna,“ sagði Markús Örn.
Fulltrúar útvarpsráðs skoðuðu ný húsakynni RÚV
Rödd fólks um land allt
verði öflugri í útvarpi
ÞESSA dagana er að rísa versl-
unarhús í Reykjahlíð. Það eru Olíu-
félagið hf., Eignarhaldsfélag KEA
og Skútustaðahreppur sem eiga
bygginguna. Þar verður verslað
með dagvörur heimilanna, bensín
og olíur og loks verður þar upplýs-
ingamiðstöð fyrir ferðamenn.
Byggingin er finnskt stálgrind-
arhús og er reist af Hornfirðingum
nú í þorrablíðunni.
Segja má að þessi bygging eigi
sér langan aðdraganda því full 30
ár eru síðan hafinn var undirbún-
ingur að byggingu þjónustumið-
stöðvar í Reykjahlíð. Síðan hefur
mikið vatn til sjávar runnið og mik-
ilfenglegar hugmyndir um fjölþætta
þjónustumiðstöð, verið kveðnar í
kútinn. Mikil þörf var eigi að síður
fyrir bætt húsnæði, einkanlega fyr-
ir olíuafgreiðslu og kemur sú að-
staða sem nú rís til með að leysa
þann vanda.
Morgunblaðið/BFH
Hornfirðingar reisa verslunarhús í Reykjahlíð í þorrablíðunni.
Verslunarhús
rís í Reykjahlíð
FREYVANGSLEIKHÚSIÐ frum-
sýnir á laugardagskvöld, 23. febr-
úar, nýjan gleðileik með söngvum
eftir Hjörleif Hjartarson frá
Tjörn í Svarfaðardal.
Verkið fjallar á gamansaman
eða öllu heldur kaldhæðinn hátt
um útihátíðina Halló Akureyri.
Um það hvernig bæjarbúar ætla
sér að verða ríkir á einni helgi,
hvernig gestirnir ætla að sameina
fjölskyldur, finna ástina og
skemmta sér sem aldrei fyrr og
þá er miskunnarlaust skopast að
fjölmiðlum, stórpoppurum,
grúppíum og tískumógúlum
landsins eins og það er orðað í
frétt um leikritið.
Hjörleifur samdi mest alla tón-
list í verkinu en hljómveit sýning-
arinnar, Helgi og hljóðfæraleik-
ararnir, útsettu tónlistina og
flytja ásamt leikhúskórnum. Hátt
í 30 manns koma fram og er ann-
ar eins fjöldi að tjaldabaki við
ýmis verkefni. Oddur Bjarni Þor-
kelsson er leikstjóri og er þetta í
annað sinn sem hann leikstýrir í
Freyvangi. Hann hefur lokið
námi í leikstjórn í Bretlandi.
Oddur Bjarni Þorkelsson leik-
stjóri og Hjörleifur Hjartarson,
höfundur gleðileiksins.
Halló
Akureyri
Freyvangsleikhúsið
frumsýnir gleðileik
SIGURÐUR J. Sigurðsson stýrði
síðasta fundi sínum sem forseti
bæjarstjórar Akureyrar í gær. Sig-
urður tekur nú
við nýju starfi
deildarstjóra
fjármálasviðs
Norðurorku.
Sigurður var
fyrst kjörinn í
bæjarstjórn Ak-
ureyrar árið
1974, þá 28 ára
gamall og hefur
hann setið í bæj-
arstjórn óslitið
síðan eða í 28 ár, fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn. Aðeins Jón G. Sólnes,
fyrrverandi alþingismaður, hefur
setið lengur en sjö kjörtímabil í
bæjarstjórn Akureyrar, en hann
var í bæjarstjórn frá 1942 til 1970
og aftur 1982 til 1986. Jakob Frí-
mannsson fyrrverandi kaupfélags-
stjóri átti einnig sæti í bæjarstjórn
Akureyrar í sjö kjörtímabil, frá
1942 til 1970.
Sigurður hefur starfað með sex
bæjarstjórum þessi kjörtímabil,
þeim Bjarna Einarssyni, Helga
Bergs, Sigfúsi Jónssyni, Halldóri
Jónssyni, Jakobi Björnssyni og
Kristjáni Þór Júlíussyni.
Sigurður J.
hættir í
bæjarstjórn
eftir 28 ár
Sigurður J.
Sigurðsson
ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða út
ófyrirséð viðhald og minni háttar
viðhald, sem ekki verður boðið út í
sérstökum útboðum á vegum Fast-
eigna Akureyrarbæjar.
Byggingum Fasteigna Akureyr-
arbæjar er skipt upp í sex tilboðs-
liði og er það gert með það í huga
að gefa sem flestum verktökum
færi á að bjóða í verkin. Tilgangur
útboðsins er að ná fram hag-
kvæmni og auka um leið möguleika
fyrirtækja eða einstaklinga á að
vinna að verkum hjá Akureyrarbæ.
Fasteignir Akureyrar hafa á sinni
könnu rekstur og umsýslu með öll-
um fasteignum í eigu bæjarins.
Markmiðið með stofnun félagsins
var að færa umsjón með fasteign-
um bæjarins á eina hendi og koma
á samræmdu skipulagi á viðhaldi
eignanna.
Viðhald
boðið út
Fasteignir
Akureyrarbæjar
SKRÍN ehf. hefur tekið við net-
þjónustu Anza á Akureyri, þ.e.
innhringiaðgang einstaklinga,
lén, netföng tengd nett.is, aey.is
og nest.is en breytingarnar taka
gildi 1. mars næstkomandi. Við-
skiptahópur Skríns mun við
þessar breytingar stækka og
reksturinn styrkjast í kjölfarið.
Skrín verður í kjölfar breyting-
anna stærsta netþjónustufyrir-
tæki utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Fyrirtækið tók til starfa
sumarið 2000 og hefur öflugur
tölvusalur verið byggður við
Glerárgötu á Akureyri.
Skrín tekur
við netþjón-
ustu Anza
♦ ♦ ♦