Morgunblaðið - 20.02.2002, Page 15
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 15
Bókamarkaður
Félags íslenskra bókaútgefenda
21. febrúar til 3. mars
Opið alla daga 10 til 19.
Einnig um helgar!
Opið alla daga frá kl. 10 til 19 – einnig um
helgar. Öllum fyrirspurnum verður svarað.
Reykjavík: Perlan, sími 562 9701.
Akureyri: Hafnarstræti 91-93, 2. hæð,
símar 461 5050 og 861 1780.
BESTU
BÓKAKAUPIN
Þú hefur aðeins
nokkra daga til að nýta þér
þetta einstaka tækifæri!
KRÖKKUNUM í leikskól-
anum Kærabæ á Fá-
skrúðsfirði þótti gott að
fá að vera í gamla íþrótta-
salnum og slá köttinn úr
tunnunni, en úti var rok
og rigning á öskudaginn.
Ekki vantaði tilþrifin þar
eða búningana frekar en
annars staðar á landinu. Morgunblaðið/Albert Kemp
Krakk-
ar í
Kærabæ
Fáskrúðsfjörður
GUÐBRANDUR Sverrisson á
Bassastöðum í Kaldrananeshreppi
fór við fjórða mann að sækja kindur
inn í svokallaðan Hvannadal sem
gengur innúr Selárdal í Steingríms-
firði.
„Ég fór fram í Selárdal nýlega og
sá þá fjórar kindur en komst ekki
alveg að þeim og sá að ég þyrfti ein-
hverja fótfimari með mér og fékk þá
Ragnar Bragason á Heydalsá, Birki
Stefánsson í Tröllatungu og Harald
Guðmundsson á Stakkanesi sem all-
ir eru með hraustari mönnum.“
Þrjár kindanna sem hafa verið úti
í tuttugu mánuði án þess að koma í
hús voru verst útleiknar og nánast í
svelti.
„Ég sá eina þeirra úr nokkurri
fjarlægð og hélt að þarna væri stór
steinn en þegar nær kom sá ég að
þetta var ein kindanna, svo klaka-
brynjaðar voru þær. Fyrst sá ég
þær á aðfangadag fyrir rúmu ári og
náði þá einu lambi en hinar voru ill-
viðráðanlegar og létu sig hverfa og
sáust ekki í haustsmalamennskum
og voru taldar af.“
Ekki er vafi á því að ærnar hafa
fengið mjög vont veður síðari hluta
vetrar í fyrra og ekki var stingandi
strá þar sem þær voru nú. Þær voru
styggar og erfitt að ná þeim en áttu
ekki margra kosta völ þar sem þær
voru nánast í sjálfheldu, að sögn
Guðbrandar.
Sjö kindanna voru frá Kaldrana-
nesi, tvílemba frá Steinstúni í Ár-
neshreppi, ær og lamb frá Bassa-
stöðum og eitt lamb frá Geir-
mundarstöðum. Farið var á vél-
sleðum og bundu þeir kindurnar á
aftanísleða. „Þetta gekk nú hálf-
brösuglega hjá okkur meðal annars
vegna hliðarhalla og hrjóstrugs
landslags en við náðum fjórum kind-
um og samtals níu nú nýlega .“
Þessa má geta einn þessara ötulu
smalamanna, Guðbrandur á Bassa-
stöðum, gengur ekki heill til skógar
þar sem hann slasaðist illa á fæti
fyrir þremur árum þegar skot hljóp
úr byssu þar sem hann var á refa-
veiðum en hann lét það þó ekki aftra
för sinni.
Þrettán kind-
ur fundust í
Hvannadal
Hólmavík
Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir
Lilja Jóhannsdóttir, bóndi á Bassastöðum, með kindurnar þrjár
sem legið hafa úti í tuttugu mánuði.
KRAKKARNIR á Selfossi létu
ekki rigningu og rok aftra sér að
fara um göturnar og heimsækja
fyrirtæki í bænum með söng og
gamanmálum. Þau fengu að vanda
sætindi að launum. Búningar voru
að venju með ýmsu móti og mátti
sjá skrautlegar verur skjótast inn
og út úr húsum, fyrir húshorn og
yfir gangbrautir. Hattar þeyttust
til og síðpils sviptust í vindinum.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Þau kepptust við að heimsækja fyrirtæki og taka lagið.
Líflegir
öskudags-
krakkar
Selfoss
UNGT fólk á aldrinum 16-25 ára sem
búsett er á Akranesi mun á næstu
vikum geta notfært sér húsnæði
gamla Iðnskólans, sem stendur við
Skólabraut 9, fyrir hugðarefni sín.
Líkt og í mörgum öðrum bæjarfélög-
um hefur undanfarin ár skort að-
stöðu fyrir ungt fólk sem nýtir sér
ekki lengur þá möguleika sem í boði
eru í félagsmiðstöðvum. Í félagsmið-
stöðinni Arnardal á Akranesi er rek-
ið öflugt tómstunda- og æskulýðs-
starf fyrir elstu bekki grunnskól-
anna og verður tómstundahúsið því
hrein viðbót við þá starfsemi sem nú
er í gangi.
Bæjarráð Akranes samþykkti á
dögunum stofnsamning þess efnis að
Rauði Kross Íslands muni annast og
skipuleggja rekstur hússins á yfir-
standandi ári og einnig á því næsta
en í byrjun ársins 2004 mun Akra-
neskaupstaður taka alfarið við starf-
seminni. Ekki er búið að ráða for-
stöðumann í þetta verkefni en það
mun gerast á næstu vikum.
Lögð er áhersla að öll starfsemi í
húsinu verði vímuefnalaus. Stefnt er
að því að unglingarnir geti unnið að
sem flestum hugðarefnum sínum í
húsinu og má nefna að nettengdar
tölvur verða til staðar, auk þess sem
rekið verður kaffihús á svæðinu.
Upplýsingar um flest það sem snýr
að möguleikum ungs fólks verður
hægt að nálgast með einföldum
hætti í húsinu og hvert skal leita með
vandamál af ýmsum toga og gerðum.
Gamli Iðnskólinn
mun hýsa unga fólkið
Akranes
Morgunblaðið/Sigurður Elvar