Morgunblaðið - 20.02.2002, Side 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RÚMLEGA 180 þúsund flöskur
seldust af íslenska vodkanum
Pölstar í Lundúnum á síðasta ári.
Gert er ráð fyrir að salan á þessu
ári verði að minnsta kosti 300 þús-
und flöskur. Pölstar vodki er fram-
leiddur í verksmiðju Ölgerðar Eg-
ils Skallagrímssonar í Borgarnesi
fyrir breska fyrirtækið The Re-
formed Spirits Company (RSC),
sem er eigandi vörumerkisins.
RSC var stofnað á árinu 1999 til
þess að annast markaðssetningu
og sölu á Pölstar vodka. Að fyr-
irtækinu standa David Bromige,
sem átti hugmyndina að Pölstar,
markaðssetningarfyrirtækið Cor-
omin Inc., og áhættufjárfestingar-
sjóðurinn Living Capital. Auk Öl-
gerðar Egils Skallagrímssonar eru
tvö bresk víndreifingarfyrirtæki
samstarfsaðilar RSC, en það eru
fyrirtækin Coe Vintners og Venus
& Co.
Tengist hreinleika
og náttúrufegurð
Í fréttatilkynningu frá Ölgerð
Egils Skallagrímssonar er haft eft-
ir David Lomnitz, framkvæmda-
stjóra RSC, að góðan árangur
Pölstar á hörðum samkeppn-
ismarkaði í Lundúnum megi
annars vegar þakka öflugri
markaðssetningu og hins vegar
því að Pölstar sé íslensk fram-
leiðsla. Viðskiptavinir velji ís-
lenskan Pölstar vodka vegna
þess að þeir tengi hann við
hreinleika, náttúrufegurð og
langa hefð fyrir vodkaneyslu.
David Lomnitz segir að
meirihlutinn af sölu
Pölstar fari fram á rúm-
lega 400 börum og veit-
ingastöðum í Lundúnum.
Pölstar sé seldur sem
fyrsta flokks vodki og sé
þannig í samkeppni við
mörg af þekktustu vodka-
vörumerkjum heims.
Hann segir að til marks
um hvernig Pölstar hafi
saxað á þessi þekktu vöru-
merki hafi salan verið um
50% af sölu Stolychnaya
og 12% af sölu Absolut í
Lundúnum.
Viktor Ólafsson, mark-
aðsstjóri Ölgerðar Egils
Skallagrímssonar, segir að
fimm manns starfi við
framleiðslu fyrirtækisins á
Pölstar vodka í Borgarnesi og
að framleiddar séu 8 tegundir
af Pölstar. Hann segir að á
þessu ári sé ætlunin að koma
Pölstar á markað víðar í Evr-
ópu, eingöngu í stórborgum.
Þar á meðal séu Kaupmanna-
höfn, Stokkhólmur, Madríd,
Malaga og Barcelona. Einnig
sé í bígerð að hefja sölu á
Pölstar í Reykjavík.
Pölstar er einn af
styrktaraðilum bresku
kvikmyndahátíðarinnar
BAFTA, British Aca-
demy Awards, sem hald-
in verður í Lundúnum
sunnudaginn 24. febrúar
næstkomandi. Viktor
segir að í því felist mikil
viðurkenning að Pölstar
skyldi hafa verið valinn
sem drykkur hátíðarinn-
ar. Þrátt fyrir mikinn
kostnað sé stuðningur-
inn við BAFTA talinn
geta skilað mjög góðum
árangri, ekki aðeins á
núverandi markaðs-
svæði.
Íslenskur vodki selst
vel í Lundúnum
GÓÐ veiði var á loðnumiðunum í gær
og voru skipin að fylla sig í fáum
köstum. Frysting á Japansmarkað
er víða hafin, þó að afkoman af fryst-
ingunni þyki með lakasta móti í ár.
Hrognafylling loðnunnar sem nú
veiðist fyrir austan land er nú um
15% sem er það hlutfall sem jap-
anskir kaupendur miða gjarnan við
þegar hefja á frystingu.
Hjá Síldarvinnslunni hf. á Nes-
kaupstað er nú þegar búið að frysta
rúmlega 100 tonn af loðnu á Japans-
markað. Að sögn Jóhannesar Páls-
sonar, framkvæmdastjóra vinnslu,
var þó ekki fryst loðna á Neskaup-
stað í gær, þar sem mikil áta var í
loðnunni sem þá barst á land og hún
óhæf til vinnslu. Jóhannes segir að
hinsvegar hafi komið stór og átulaus
loðna um síðustu helgi og hún að
mestu farið í Japansfrystingu.
„Verðið fyrir Japansloðnuna er
þannig að við frystum ekki á Japan
nema loðnan sé stór og alveg átu-
laus,“ sagði Jóhannes.
Vegna þessa hafa nokkur fyrir-
tæki ákveðið að frysta ekki loðnu á
Japan á þessari vertíð. Verð á
loðnunni þykir of lágt, auk þess sem
sala hefur gengið erfiðlega, einkum á
smærri loðnu. Þannig verður engin
loðna fryst hjá Hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar. Að sögn Benedikts Jóhanns-
sonar, framleiðslustjóra á Eskifirði,
þykir afkoman af frystingunni í ár
ekki nógu spennandi og því hafi ver-
ið ákveðið að hefja ekki loðnufryst-
ingu.
Gengur hratt á kvótann
Það gengur hratt á loðnukvótann
þessa dagana, veðurguðirnir hafa
verið hliðhollir sjómönnum síðustu
daga og loðnan veiðist nú aðeins um
5 sjómílur undan Stokksnesi og því
stutt til löndunarhafna á Austfjörð-
um. Mikið magn berst nú af loðnu á
hafnir austanlands og þurfa því
mörg skipanna að sigla langt með
aflann til löndunar. Veður var farið
að versna á miðunum í gær og flestin
skipin því farin í land. Loðnuaflinn er
kominn í 335 þúsund tonn á vetrar-
vertíðinni, samkvæmt upplýsingum
frá Samtökum fiskvinnslustöðva.
Frá því á mánudag hefur verið til-
kynnt um tæpra 20 þúsund tonna
loðnuafla. Mestu hefur verið landað
á Eskifirði, rúmlega 49 þúsund tonn-
um, rúmlega 42 þúsund tonnum á
Seyðisfirði og 41 þúsund tonnum á
Neskaupstað. Heildarkvótinn á ver-
tíðinni er 968 þúsund tonn og á því
eftir að veiða um 485 þúsund tonn af
kvótanum.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Loðnu landað úr Hólmaborg SU í heimahöfn á Eskifirði á mánudag, rúmum sólarhring eftir síðustu löndun.
Léleg afkoma í
loðnufrystingunni
HEILDARAFLI fullvinnsluskipa
og annarra skipa sem vinna afla
um borð varð á fiskveiðiárinu
2000–2001 alls 157.819 tonn. Talið
er að þar af hafi um 63.302 tonn
ekki nýst til vinnslu í skipunum
og verið hent fyrir borð, sam-
kvæmt svari sjávarútvegsráð-
herra á Alþingi við fyrirspurn
Kristjáns Pálssonar.
Í svarinu kemur fram að heild-
arafli svokallaðra fullvinnsluskipa
var á síðasta fiskveiðiári 131.709
tonn en þessi afli er bakreiknaður
frá meginafurðum skipanna sam-
kvæmt reglugerðum um vigtun
sjávarafla og mælingar á vinnsl-
unýtingu um borð í skipum sem
vinna aflann um borð. Þar af var
þorskafli vinnsluskipanna 40.713
tonn og úthafskarfaaflinn 28.907
tonn.
Þá kemur einnig fram að unn-
inn afli annarra skipa sem vinna
aflann um borð, s.s. rækjufrysti-
skipa og uppsjávarvinnsluskipa,
var 26.110 tonn á sama tímabili.
Þar af var rækjuaflinn 10.526
tonn og síldaraflinn 8.271 tonn.
Samtals var því heildarafli full-
vinnsluskipa og annarra skipa
sem vinna aflann um borð 157.819
tonn á síðasta fiskveiðiári. Sam-
kvæmt svari ráðherra lönduðu
umrædd skip um 92.424 tonnum
af afurðum á tímabilinu sem er
um 58,6% nýting. Þar af er nýting
á þorski um 44%. Til samanburð-
ar yrði meðalnýting þorskafla
skipa sem slægja aflann um borð í
landað magn því 84%. Mismunur
þess sem skipin veiða og þess sem
þau landa er því ríflega 63.300
tonn sem gera má ráð fyrir að
hent sé fyrir borð. Í svari ráð-
herra segir að líklega sé hægt að
nýta það sem fleygt er af vinnslu-
skipum til mjölvinnslu. Hins veg-
ar hafi útgerðir þessara skipa í
vaxandi mæli landað hinum svo-
kallaði úrgangi og nýtt í verð-
mætari afurðir sem ekki hafi jafn
mikinn kostnað í för með sér og
bræðsla um borð.
63.300 tonnum
fleygt af
vinnsluskipum
EINS og greint hefur verið frá lauk
nýverið þriggja ára samningi OZ og
Ericsson um þróun iPulse sam-
skiptalausnarinnar, nánar tiltekið í
janúar sl. Á samningstímabilinu hef-
ur OZ einbeitt sér að þróun iPulse og
fengið greiðslur fyrir það frá Erics-
son en sala á búnaðinum er nú hafin.
Fyrri samningur OZ og Ericsson
kvað á um að OZ fengi 15% hlutdeild
í sölutekjum Ericsson af iPulse þeg-
ar þróun væri lokið. Samningur sem
fyrirtækin hafa nú gert með sér
kveður á um að OZ verður ekki leng-
ur háð árangri Ericsson, en mun
standa sjálfstætt að markaðssetn-
ingu á iPulse undir nafninu OZ ICS.
OZ kynnir búnaðinn m.a. um þess-
ar mundir á sýningu í Cannes í
Frakklandi. Einnig standa yfir við-
ræður við fjarskiptafyrirtæki um
hugsanleg kaup á OZ ICS.
Salan á
iPulse eða
ICS að
hefjast
GENGI krónunnar styrktist
um 0,26% í tæplega tveggja
milljarða króna viðskiptum á
millibankamarkaði í gær,
samkvæmt upplýsingum frá
gjaldeyrisborði Landsbank-
ans. Lokagildi gengisvísitöl-
unnar í gær var 136,80 stig,
en var 137,15 stig við opnun í
gærmorgun. Gengi krónunnar
hefur ekki verið sterkara frá
því 20. ágúst á síðasta ári.
Gengi Bandaríkjadals var
skráð 100,17 krónur í lok
gærdagsins en var 100,95
krónur í byrjun dags. Gengi
evrunnar var skráð 87,72
krónur.
Gengi krón-
unnar ekki
sterkara í
sex mánuði
DAUÐUR nílarkarfi flýtur nú í
stórum stíl á yfirborði Viktoríu-
vatns í Afríku. Talið er súrefn-
isskortur valdi fiskdauðanum.
Fiskimenn í vatninu segja að allt
upp í 10% aflans á dag sé dauður
fiskur. Svo virðist sem súrefnis-
skorturinn hafi ekki áhrif á aðrar
tegundir í vatninu, s.s. beitarfisk
(tilapiu). Fiskifræðingar segja að
nílarkarfi þurfi mikið súrefni.
Hann haldi sig einkum í dýpri
svæðum vatnsins en þar hafi orðið
vart við súrefnisskort að undan-
förnu. Þeir segja að súrefnissnauð
lög vatnsins stigi sífellt hærra frá
botninum og þar af leiðandi
minnki nægilega súrefnisrík svæði
fyrir nílarkarfann. Vísindamenn
halda því fram að óheft brennsla á
gróðri á vatnasvæðinu og stjórn-
laus notkun skordýraeiturs valdi
því að magn fosfats og köfnunar-
efnis í vatninu auki frjósemi þess
til muna. Mikill gróður sé nú í
vatninu sem þær fiskitegundir,
sem lifa á gróðri, ráði ekki við að
éta í nægilega miklu magni.
Nílarkarfi er ein helsta útflutn-
ingsvara landanna sem liggja að
vatninu en hann er aðallega seldur
ferskur til landa Evrópusambands-
ins.
Nílarkarfi
drepst í
Viktoríuvatni
STJÓRNVÖLD í Namibíu munu
ekki gefa út ný veiðileyfi næstu 6
árin, nema til veiða á hrossamakríl.
Sjávarútvegsráðherra Namibíu,
Abraham Iyambo, segir að fiski-
stofnarnir séu dýrmæt en ekki
ótakmörkuð auðlind. Víða um heim
séu of margir fiskimenn að eltast
við of fáa fiska og það megi ekki
verða raunin við Namibíu. Í Nam-
ibíu er veiðileyfum úthlutað til fyr-
irtækja og munu upprunalegu leyf-
ishafarnir halda réttindum sínum.
Þeir sem hinsvegar ætluðu að
hagnast á skömmum tíma með því
að selja aðgang að kvóta munu
væntanlega hverfa úr greininni
með þessum aðgerðum stjórnvalda.
Alls hafa 152 fyrirtæki veiðileyfi í
Namibíu og eru gefin út leyfi til
veiða á einstökum tegundum. Leyf-
um til veiða á hrossamakríl verður
þó væntanlega fjölgað. Þrátt fyrir
að stofninn sé í góðu ástandi hefur
aldrei tekist að veiða heildarkvóta
ársins.
Engin ný
veiðileyfi
♦ ♦ ♦