Morgunblaðið - 20.02.2002, Side 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 17
meistar inn. is
GULL ER GJÖFIN
FRYSTISKIPIÐ Snorri Sturluson
VE kom til heimahafnar í Vest-
mannaeyjum í fyrsta sinn fyrir
skömmu en Ísfélag Vestmannaeyja
festi kaup á skipinu í lok síðasta
árs. Skipið var þá að koma úr 30
daga veiðiferð. Aflaverðmætið var
88 miljónir sem er mesta aflaverð-
mæti sem skip frá Vestmannaeyjum
hefur komið með að landi í einni
veiðiferð. Í áhöfn skipsins eru 27
menn og í fyrstu veiðiferðinni voru
fjórir Eyjamenn um borð. Skip-
stjóri á Snorra Sturlusyni er Krist-
inn Gestsson og Magnús Guð-
mundsson skipstjóri á Bergey VE
er stýrimaður en hann mun í fram-
tíðinni verða afleysningarskip-
stjóri. Skipið var til sýnis þegar það
kom til hafnar og fjöldi bæjarbúa
notaði tækifærið og skoðaði skipið.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Snorri Sturluson VE kominn til Eyja
STJÓRNIR Hávöxtunarfélagsins
hf. og Verðbréfasjóðsins hf. hafa
staðfest samruna verðbréfasjóðanna
og hefur verið óskað eftir því að
Verðbréfasjóðurinn hf. verði af-
skráður úr hlutafélagaskrá. Frá
þessu var greint í tilkynningu á
Verðbréfaþingi Íslands í fyrradag.
Sjóðirnir eru dótturfélög Kaup-
þings banka. Verðbréfasjóðurinn hf.
var dótturfélag Frjálsa fjárfesting-
arbankans hf., sem Kaupþing eign-
aðist nær allt hlutafé í á síðasta ári.
Vegna samrunans hafa verið gerð-
ar breytingar á samþykktum Há-
vöxtunarfélagsins. Hlutaféð hefur
verið hækkað og er nú 10,5 milljónir
króna. Ákvæði samþykkta félagsins
um heimild stjórnar til að hækka
hlutafé hefur verið endurnýjað og
hefur stjórnin heimild til að hækka
það um kr. 6,0 milljónir, en heimildin
gildir til 1. nóvember 2006. Nokkrar
sjóðsdeildir félaganna verða samein-
aðar og eru aðrar breytingar á sam-
þykktum um atriði er tengjast því.
Hávöxtunarfélagið
og Verðbréfasjóð-
urinn sameinast
● TAP hlutabréfasjóðsins Hlutabréfa-
markaðurinn hf. (Hmark), sem Ís-
landsbanki sér um daglegan rekstur
á, var 53 milljónir króna fyrir skatta á
árinu 2001. Sjóðurinn greiðir ekki
tekjuskatt vegna yfirfæranlegs taps.
Heildarafkoma félagsins var tap upp
á 11,3 milljónir að teknu tilliti til óinn-
leysts gengishagnaðar af hlutabréf-
um.
Hmark átti hlut í 35 félögum í lok
árs 2001 og voru stærstu eignarhlut-
arnir: Microsoft 20 milljónir króna,
Pfizer 17 milljónir og IBM 17 milljónir.
Hluthafar Hmark voru 1.458 í árslok
2001 en voru 773 í uphafi árs.
Tap Hlutabréfamark-
aðarins hf. 53 millj-
ónir fyrir skatta
● RÍKISKAUP hafa ákveðið að ganga
til samstarfs við Anza um hýsingu og
rekstur á nýju landskerfi bókasafna.
Markmið Landskerfis bókasafna er
að tryggja landsmönnum aðgang að
bókfræðilegum upplýsingum sem
nýtast bæði til náms, í starfi og í leik.
Áætlað er að kerfið þjóni öllum
landsmönnum, hýsi allt að 2 milljónir
bókfræðifærslna, 5 milljónir eintaka
og ráði við allt að 5 milljón útlán á
ári. Allir helstu aðilar á sviði kerfis-
veitu og hýsingar gerðu tilboð í
þessa þjónustu, að því er fram kem-
ur í fréttatilkynningu.
Ríkiskaup semja
við Anza
● HÓPVINNUKERFI ehf. standa í
dag fyrir námskeiði um ISO
15489:2001, sem er nýr alþjóðlegur
staðall um upplýsinga- og heim-
ildagildi skjala og skjalastjórn, í
tengslum við umhverfi íslenskra
stofnana og fyrirtækja. Námskeiðið
hefst kl. 13:30 á Grand Hótel Reykja-
vík og fyrirlesari verður Jóhanna
Gunnlaugsdóttir, lektor við Háskóla
Íslands og ráðgjafi hjá Gangskör sf.
Í fréttatilkynningu kemur fram að
námskeiðið sé ætlað stjórnendum
sem bera ábyrgð á skjala- og upplýs-
ingamálum stofnana og fyrirtækja,
skjalastjórum sem eiga að koma á
skjalastjórn og fylgja eftir einstökum
þáttum skjalastjórnar, kerfisfræð-
ingum sem vinna við þróun rafrænna
skjala- og upplýsingakerfa, tölvu-
kennurum sem kenna á rafræn
skjala- og upplýsingakerfi og starfs-
mönnum sem bera ábyrgð á og varð-
veita heildstæð skjalasöfn um störf
sín.
Námskeið um
staðal í skjalastjórn
TAP Íslenskra verðbréfa hf. á árinu
2001 nam 131 milljón króna eftir
skatta. Árið áður var tap félagsins
51 milljón.
Eignir Íslenskra verðbréfa í árs-
lok 2001 voru 1.127 milljónir króna
en 1.408 milljónir í árslok 2000. Eig-
ið fé félagsins nam 113 milljónum
króna í árslok 2001. Eiginfjárhlut-
fall félagsins í árslok var 25,5% en
hlutfallið má ekki vera lægra en 8%.
Í tilkynningu Íslenskra verðbréfa
á Verðbréfaþingi Íslands í gær segir
að félagið hafi verið að auka umsvif
á sviði eignastýringar verulega.
Markvisst sé unnið að því að
minnka efnahagsreikning félagsins.
Þessar aðgerðir hafi skilað sér í
verulega bættri afkomu félagsins
síðastliðna mánuði og horfurnar fyr-
ir árið 2002 séu góðar að mati
stjórnenda félagsins. Á árinu 2002
er gert ráð fyrir að félagið verði
rekið með hagnaði. Heildarfjárhæð
viðskiptamanna í fjárvörslu nam
tæpum 15 milljörðum króna í árslok
2001.
Meðalfjöldi starfsmanna hjá Ís-
lenskum verðbréfum hf. var 16
manns á árinu 2001.
Tap Íslenskra verð-
bréfa hf. 131 milljón
ÍSLAND er í öðru sæti á lista yfir
75 ríki sem raðað er eftir hæfni
íbúa þeirra til að nýta möguleika
upplýsingatækni
(Networked
Readiness Index
NRI). Bandarík-
in eru í efsta
sæti. Þetta kem-
ur fram í
skýrslu um
stöðu upplýs-
ingatækni í
heiminum, út-
gefinni af Harvard-háskóla í
Bandaríkjunum.
Það er Alþjóðaþróunarmiðstöð
Harvard sem hefur þróað mæli-
kvarðann á hæfni ríkja til að nýta
möguleika upplýsingatækninnar
(NRI) og í einum kafla skýrsl-
unnar fjalla þeir Geoffrey Kirk-
man, Carlos Osorio og Jeffrey
Sachs frá Alþjóðaþróunarmið-
stöðinni um NRI og niðurstöð-
urnar sem birtar eru í umrædd-
um lista.
Norðurlöndin eru á meðal tíu
efstu ríkja. Í þriðja sæti er Finn-
land, Svíþjóð í því fjórða, Nor-
egur í því fimmta og Danmörk í
sjöunda. Holland er í sjötta sæti,
Singapúr í áttunda, Austurríki í
níunda og Bretland í tíunda sæti.
Íslendingar
nýta mögu-
leika upplýs-
ingatækni vel
● Í ERINDI sem einn af forsvars-
mönnum SAS-flugfélagsins, Lars
Lindgren, hélt hér á landi í vikunni
kom m.a. fram að öll hefðbundin
flugfélög þyrftu að mæta væntingum
almennings um lág flugfargjöld. Í til-
raun sinni til að gera þetta hefur SAS
uppskorið háðsglósur frá lágfar-
gjaldaflugfélaginu Ryanair sem í gær
sendi frá sér fréttatilkynningu þar
sem SAS er kallað „háfargjaldaflug-
félag Skandinavíu“. Frá þessu er
greint á fréttavef Dagens Næringsliv.
Ryanair hefur náð hluta af heima-
markaði SAS og býður ódýrt flug á
milli Skandinavíu og Bretlands. Í
næstu viku mun SAS lækka fargjöld
á milli Lundúna annars vegar og
Kaupmannahafnar, Óslóar og Stokk-
hólms hins vegar. Síðar koma tilboð
á milli höfuðborga Norðurlandanna.
Sölustjóri Ryanair á Norðurlönd-
unum segir í Dagens Næringsliv að
lægsta fargjald SAS sé tvöfalt hærra
en hjá Ryanair. „Ef SAS vill í rauninni
keppa við Ryanair er kominn tími til
að bjóða raunverulega lægri fargjöld
eins og Ryanair og hætta að krefja
farþega um svo háar fjárhæðir.“
„Háfargjaldaflugfélag
Skandinavíu“