Morgunblaðið - 20.02.2002, Page 19

Morgunblaðið - 20.02.2002, Page 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 19 FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www. gjtravel.is ELSTA STARFANDI FERÐASKRIFSTOFA LANDSINS – Almenn farseðlaútgáfa, hópferðir, einstaklingsferðir, viðskiptaferðir, ferðaráðgjöf, hótelbókanir. Ofangreind verð miðast við gengi í febrúar 2002 ORÐSPORIÐ SEGIR SÍNA SÖGU Sviss, Berlín, Prag, Búdapest og Vín Ellefu daga ferð, 21. til 31. mars Fimmtudaginn 21. mars verður flogið með Flugleiðum til Amsterdam og og áfram með KLM til Zurich. Þaðan er ekið til Crans-Montana og gist á Grand Hotel du Parc næstu 10 nætur. Grand Hotel du Parc er vel staðsett fjögurra stjörnu hótel í göngufæri við skíðalyfturnar. Þann 31. mars er svo ekið til Genfar og flogið þaðan heim um Amsterdam. Frábær ferð með hálfu fæði alla dagana. VERÐ 142.600 kr. á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli Zurich, Crans-Montana og Genfar, gisting í 10 nætur í tveggjamanna herbergi, morgunverður og kvöld- verður. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi: 16.300 kr. Vikuferðir 8. júní og 10. ágúst Annað árið í röð bjóðum við Berlínarferðir í beinu síðdegisflugi með Flugleiðum. Í ferðinni þann 8. júni verður gist á Hotel Econtel sem er þægilegt hótel og vel staðsett; skammt frá Charlottenburg-höllinni. Í seinni ferðinni 10. ágúst verður gist á Crowne Plaza, sem er fjögurra stjórnu hótel rétt við Minningar- kirkjuna, dýragarðinn og Kurfürstendamm. Boðnar verða ýmsar skoðunarferðir sem greiðast sérstaklega. Verð frá 78.200 kr. á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli flugvallar og hótels, gisting í 2ja manna herbergi með baði, morgunverður, skoðunarferð um Berlín og íslensk fararstjórn. Ferðin 10. ágúst kostar 83.200 á mann Skíðaferðir til Sviss um páskana 26. apríl, 3. og 10. maí Morgunflug með Flugleiðum til Frankfurt, ekið til Prag, höfuð- borgar Tékklands, og gist á Hotel Olympik Tristar í næstu 6 nætur. Á heimleiðinni er komið við í hinni sögufrægu borg Karlovy Vary (Karlsbad) og gist síðustu nóttina í Þýskalandi. Heimflug er frá Frankfurt. Ferðir okkar til Prag hafa hlotið mikið lof fyrir fararstjórn og skipulag, allt frá fyrstu ferðinni árið 1996. Litrík saga borgarinnar setur sterkan svip á menningu og þjóðlíf. Sagan, söfnin, byggingarnar, mannvirkin... Verð 79.900 kr. á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli Frankfurt og Prag, gisting í 2ja manna herbergi, morgunverður, skoðunarferð um Prag og ísl. fararstjórn. Aðrar skoðunarferðir greiðast sérstaklega. Vikuferðir til Prag í apríl, maí og ágúst Vikuferðir í apríl og október Flogið með Flugleiðum til Kaupmannahafnar og áfram með SAS til Búdapest og dvalið þar í 6 nætur á Hotel Novotel í göngufæri við sögustaði og verslanir. Til Vínarborgar er svo ekið á næst síðasta degi og gist þar eina nótt. Flogið heim á leið í gegnum Kaupmannahöfn daginn eftir. Í Búdapest mætir austrið vestrinu í einni elstu borg Evrópu sem geymir einar fegurstu mannlífsminjar í veröldinni. Vínarborg er háborg menningar í Evrópu, þar sem listir og menning tengjast í aldagömlum höllum og skrúðgörðum, kirkjum og söfnum. Verð 89.900 kr. á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli Búdapest og Vínarborgar, gisting í 2ja manna herbergi, morgunverður, skoðunarferðir um báðar borginar, og íslensk. fararstjórn. Aðrar skoðunarferðir greiðast sérstaklega. Búdapest og Vínarborg í einni ferð Beint til Berlínar í júní og ágúst Sex daga ferð, 27. mars til 1. apríl Miðvikudaginn 27. mars verður flogið með Flugleiðum til Parísar og ekið þaðan til Crans-Montana. Gisting á Hotel Central næstu 4 nætur. Seinni hluta páskadags, 31. mars, er ekið áleiðis til Frankfurt og gist í Frakklandi síðustu nóttina. Annan páskadag verður flogið heim frá Frankfurt. Hotel Central er þægilegt og vel staðsett, þriggja stjörnu hótel í miðbæ Crans-Montana. Verð 69.950 kr. á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli Parísar, Crans-Montana og Frankfurt, gisting í tveggjamanna herbergi í 4 nætur á Hotel Central og eina nótt í Frakklandi og morgunverður. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 5.200 kr. Sjöunda árið í röð bjóðum við vikuferð til Prag í beinu leiguflugi með flugvél Flugleiða 2. – 10. ágúst, 2002. Einstakt tækifæri á hagstæðu verði. UPPLÝSINGA- OG BÓKUNARSÍMI 511 1515 ÞESSI stúlka lék sér innan um lilj- urnar í Nottingham-skíri á Eng- landi í gær en í Bretlandi hefur ver- ið óvenju hlýtt í veðri að undan- förnu. Meðalhitinn frá 13. janúar til 12. febrúar hefur verið á bilinu 8 til 10 gráður en er í venjulegu árferði 4 til 6 gráður. Hefur vorið aldrei verið fyrr á ferðinni frá því mæl- ingar hófust hvernig svo sem því reiðir af á næstu vikum og mán- uðum. Reuters Vorið komið í Bretlandi? MAÐUR, sem varð þremur mönnum að bana í Bæjaralandi í Þýskalandi í gærmorgun, framdi sjálfsmorð síðar um daginn með því að sprengja handsprengju inni í skóla þar sem hann faldi sig fyrir lögreglu. Maðurinn, sem var 22 ára, skaut tvo menn til bana í fyrirtæki í bæn- um Eching skammt fyrir utan München í gærmorgun en þar hafði honum nýlega verið sagt upp störf- um. Hann fór síðan með járnbraut- arlest að menntaskóla í grenndinni í bænum Freising þar sem hann myrti skólastjóra og særði kennara. Morð- inginn klæddist hermannajakka og bar sjálfvirkt vopn. Um 100 manna lið lögreglu hóf leit að manninum og stóð hún yfir í nokkrar klukkustund- ir. Lík mannsins fannst síðan í kjall- ara skólans en þar hafði hann stund- að nám á yngri árum. Byssumaður myrðir þrjá í Þýskalandi ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska á Spáni, var í gær gerð ábyrg fyrir sprengjutilræði í Baskalandi. Tveir menn særðust í sprengingunni, ann- ar þeirra alvarlega en hann er félagi í ungliðahreyfingu Sósíalistaflokks Spánar, PSOE. Eduardo Madina Munoz, sem er 26 ára, særðist alvarlega þegar sprengja sprakk í bifreið sem hann ók. Þurfti að taka annan fótinn af Madina Munoz á sjúkrahúsi nærri sprengjustaðnum. Annar maður, sem ekki var nafn- greindur, særðist í tilræðinu en hann mun ekki vera alvarlega slasaður. Talsmaður basknesku lögreglunn- ar, sem nefnist Ertzaintza á máli Baska, sagði að sprengju hefði verið komið fyrir undir bifreið Madina Munoz, nærri sæti ökumannsins. Talsmaðurinn sagði allt benda til þess að hér hefðu verið að verki hryðjuverkamenn aðskilnaðarhreyf- ingar Baska, ETA. Rúmlega 800 manns hafa fallið í aðgerðum sam- takanna frá árinu 1968. Evrópusam- bandið, ESB, og Bandaríkin flokka ETA sem hryðjuverkasamtök. Sprengjan sprakk kl. 8.20 að stað- artíma (7.20 að ísl. tíma) en tveimur klukkustundum síðar átti að hefjast í Madríd fundur fulltrúa Sósíalista- flokksins og Þjóðarflokksins, sem er í stjórn á Spáni, um hvernig gera megi útlæg frá pólitísku starfi sam- tök, sem styðja baráttu ETA. Tveir særast í ETA-tilræði ,-. /0-11- 2  2  3   4  *525 &6 +     &    55       ),%7      4  78 353 5 $,( - . /# #!  0 1 0!/( " "##!2" 0" 4  * '25 9 ,2 2332 %45647892 2:2 2  "   1 : * *   4 3 .   $ 4   * )     8    &;  2   8  *3   8 2 " Sestao í Baskalandi. Associated Press.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.