Morgunblaðið - 20.02.2002, Qupperneq 24
UMRÆÐAN
24 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UNDANFARIÐ
hefur mikil endur-
skipulagning átt sér
stað á starfsemi Land-
spítala-háskólasjúkra-
húss. Sameiningarferl-
ið hófst fyrir alvöru
með setningu reglu-
gerðar um sameiningu
heilbrigðisstofnanna 2.
mars 2000 undir for-
ystu þáverandi heil-
brigðis- og trygginga-
málaráðherra,
Ingbjargar Pálmadótt-
ur. Er nú svo komið
að öll sjúkrahús höf-
uðborgarsvæðisins, að
St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði undanskildum, hafa
verið sameinuð undir einn hatt.
Verður þetta að teljast merkileg
þróun undir forystu stjórnmála-
flokks sem telur sig vera málssvara
frjálshyggjunnar þar sem frum-
kvæði, dugnaður og nýsköpun ein-
staklingsins fái að njóta sín.
Þrátt fyrir mikinn niðurskurð
stjórnvalda á fjárveitingum til
stofnunarinnar hefur almenningi
verið talin trú um að sameining-
arferlið gangi vel fyrir sig. Þar sé
öllum landsmönnum tryggð full-
komin og mannsæmandi heilbrigð-
isþjónusta eins og lög kveða á um.
Raunveruleikinn sem birtist lækn-
um og heilbrigðisstarfsfólki bráða-
þjónustu sjúkrahússins er annar og
dapurlegri. Þjónusta við sjúka og
aðstaða til aðhlynningar er á álags-
tímum langt fyrir neðan það sem
eðlilegt getur talist á háskóla-
sjúkrahúsi. Enn viðgengst það að
fárveikir einstaklingar verða að
láta sér það lynda að liggja á göng-
um spítalans. Alvarlega veiku fólki
er komið fyrir á yfirfullum deildum
við aðstæður sem ekki eru til þess
fallnar að sinna slíkri meðferð. Við
slíkar aðstæður er ekki hægt að
tryggja öryggi þeirra viðunandi
hátt. Ég kvíði því næstu vikum nú
þegar inflúenza hefur stungið sér
niður á meðal landsmanna en í kjöl-
farið aukast jafnan bráðainnlagnir
aldraðra einstaklinga með tæpt
heilsufar. Núverandi ástand eykur
stórlega hættu á mistökum við
meðferð og eftirlit sjúklinga vegna
skorts á legurými, læknum og
hjúkrunarfólki. Starfsmönnum er
boðið upp á nöturleg vinnuskilyrði
þar sem boðskipti manna á milli
eru að bregðast niður allt skipurit
háskólasjúkrahússins. Hafa læknar
ítrekað bent á að neyðarástand ríki
á stofnuninni en í stað úrbóta er
niðurskurður fjárveitinga til
sjúkrahússins aukinn.
Meðan þessu fer fram hefur gríð-
arlega aukning átt sér stað á vinnu-
álagi starfsmanna. Enn fjölgar ný-
komum á slysa- og bráðamóttökur
(orðnar um 66.000 á ári) og inn-
lagnir hafa aukist um 3,5%. Legu-
tími styttist og alvarleiki veikinda
eykst. Þrátt fyrir þetta tryggja
stjórnvöld spítalanum ekki eðlilegt
rekstraröryggi. Framkvæmda-
stjórn stofnunarinnar er neydd til
aðhaldsaðgerða sem bitna á öryggi
og gæðum þjónustu háskólasjúkra-
húsins. Er raunar með ólíkindum
að yfirmaður heilbrigðismála á Ís-
landi skuli komast upp með að
stefna þannig lífi og heilsu almenn-
ings í hættu. Er ástandið það alvar-
legt að starfsmannaráð LSH hefur
sent frá sér ályktun
þar sem það lýsir
áhyggjum sínum af
áframhaldandi niður-
skurði á fjárveitingum
til stofnunarinnar. Þar
sem því verði aðeins
mætt með samdrætti í
starfsemi og minni á
þjónustu við sjúklinga.
Stjórnvöldum er skylt
að tryggja almenningi
aðgengi að bestu
mögulegu heilbrigðis-
þjónustu sem völ er á
hverju sinni. Fagfólk
getur veitt þessa þjón-
ustu en slík umgjörð
kostar fjármagn,
meira fjármagn en heilbrigðisráðu-
neytið ætlar stofnuninni um þessar
mundir. Ef stjórnvöld geta ekki
staðið betur að málum er 1.gr. laga
um heilbrigðisþjónustu marklaus
og breyta ætti orðalagi hennar.
Þau ánægjulegu tíðindi bárust
nýverið að samþykkt hefur verið að
allri starfsemi sjúkrahússins verði
komið fyrir á einni lóð við Hring-
braut. Hins vegar er það áhyggju-
efni að áratugir kunna að líða áður
en sú stefnumörkun verður að
veruleika. Rekstur sameiginlegs
háskólasjúkrahúss á tveimur að-
skildum stöðum undir einni stjórn
verður ekki áfallalaus. Því verða
stjórnvöld að tryggja fjárframlög
til verkefnisins til að uppbygging
raunverulegs háskólasjúkrahúss
verði lokið á þessum áratug. Er því
mikilvægt að sem flestir tjái sig
óhikað um málefni háskólasjúkra-
húss á opinberum vettvangi. Þann-
ig skapast frjór jarðvegur í opinni
lýðræðislegri umræðu og veitir
stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald
til að tryggja áframhaldandi upp-
byggingu starfseminnar.
Áframhaldandi fólksfjölgun á
höfuðborgarsvæðinu kemur til með
að margfalda þörf fyrir legurými á
hátæknisjúkrahúsi á næstu 10–20
árum, sérstaklega vegna fjölgunar
aldraðra. Úrbóta er þörf. Er það
með öllu ósæmandi að bráðveiku
fólki sé í sífellt auknum mæli vísað
á ganga, skol- og skoðunarherbergi
sjúkrahússins. Mikilvægt er að
íhuga hvað felst í hugtakinu há-
skólasjúkrahús sé á annað borð
vilji til þess að nafngiftin lýsi sam-
bærilegum stofnunum erlendis.
Starfsmenn slíkra stofnana hafa
kennslu- og rannsóknarskyldur
sem virðist lítið rými ætlað í dag.
Ef háskólakennurum, sérfræðing-
um og nemendum verður ekki
tryggt fjármagn og aðstaða til
slíkra starfa er e.t.v. heiðarlegast
að leggja af viðhengið háskólaspít-
ali til að minni gjá verði á milli
væntinga og veruleika en nú er. Til
að ná þessum markmiðum er einnig
nauðsynlegt að vinna áfram mark-
visst að samstarfi við einkaaðila og
sjálfstætt starfandi heilbrigðis- og
lækningafyrirtæki, þar sem sjálf-
stæði vísindamanna til eigin rann-
sókna innan LSH er tryggt. Einok-
un er afar vafasamt stjórntæki og
engum holl, allra síst háskóla-
sjúkrahúsi. Því væri athugandi að
koma upp neti sjálfstæðra háskóla-
sjúkrahúsa á landinu. Myndi slíkt
veita yfirstjórn LSH viðhlítandi
faglega og rekstrarlega samkeppni.
Er það von greinarhöfundar að
stjórnvöld láti af óraunsæjum 4%
niðurskurði til málaflokksins þann-
ig að hægt sé að halda uppi við-
unandi þjónustu, rannsóknum og
kennslu á Landspítala-háskóla-
sjúkrahúsi. Ella tel ég mikla hættu
á að stofnunin nái sér ekki upp úr
þeim öldudal sem hún er nú komin
í. Eða er það vilji fjárveitingar-
valdsins að tefla lífi og heilsu
sjúkra í enn meiri tvísýnu á álags-
tímum?
Kreppa á Há-
skólasjúkrahúsi
Björn Rúnar
Lúðvíksson
Höfundur er læknir, sérfræðingur í
lyflækningum og klínískri ónæmis-
fræði, LSH við Hringbraut.
Fjárvandi
Eða er það vilji
fjárveitingarvaldsins,
spyr Björn Rúnar
Lúðvíksson, að tefla
lífi og heilsu sjúkra í
enn meiri tvísýnu
á álagstímum?NÝ byggðaáætlun
hefur séð dagsins ljós.
Byggðamálaráðherr-
ann Valgerður Sverris-
dóttir kynnti hana fyr-
ir almenningi fyrir
nokkrum dögum, og ef
ég hef skilið málið rétt
hefur áætlunin hlotið
náð hjá ríkisstjórn. Svo
einkennilega bregður
við að þingmenn verða
mjög tómlátir til augn-
anna þegar um króg-
ann er rætt og stjórn-
armenn Byggða-
stofnunar bregðast við
eins og þeir hafi hvergi
komið nærri gerð
þessa plaggs.
Það vekur spurningar um
Byggðastofnun og stjórn hennar.
Ég hef litið svo á að stofnunin væri
pólitískt tæki til að vinna að tiltekn-
um markmiðum, þ.e. því að treysta
byggð sem víðast í landinu. Um
þetta markmið eitt og sér kunna að
vera deildar meiningar, en tilgang-
urinn hélt ég að væri óumdeildur.
Pólitískt kosin stjórn stofnunarinn-
ar hlýtur síðan að endurspegla þau
viðhorf sem á hverjum tíma ríkja á
Alþingi.
Því þykir mér það takmarkaður
drengskapur sem lýsir sér í yfirlýs-
ingum einstakra þingmanna, m.a.
annars þingmanna ríkisstjórnar-
flokkanna, þegar þeir sverja af sér
alla ábyrgð á áætluninni.
Gagnrýni á þessa áætlun er skilj-
anleg, ekki síst á þá stefnubreytingu
sem hefur orðið, að í stað þess að
leggja áherslu á nokkur vaxtarsvæði
í landinu skuli nú allt lagt á Akur-
eyri. Með tilliti til fyrri umræðu
krefst þetta skýringa, ekki frá
byggðamálaráðherranum einum
heldur þingmönnum almennt og þá
ekki síst þeim sem sitja í stjórn
Byggðastofnunar.
Það að nauðsynlegt sé að mynda
mótvægi við Reykjavík með því að
efla eitt byggðarlag ut-
an suðvesturhornsins
er undarleg pólitík og
byggist á þeirri hug-
myndafræði að lands-
byggðin og Reykjavík
séu ósættanlegar and-
stæður. Að mínum
dómi er þetta rangt og
skiptir afskaplega litlu
fyrir þá sem búa utan
Akureyrar. Það breyt-
ir engu í byggðamálum
hvort eyðibyggðirnar
eru einni fleiri eða
færri. Hvort heldur
sem er er gert ráð fyrir
að meginhluti landsins
fari í eyði.
Að ýmsu leyti kemur byggðaáætl-
unin á mjög heppilegum tíma, í að-
draganda sveitarstjórnarkosninga.
Það er komið að því að almennir
kjósendur geri kröfu til væntan-
legra sveitarstjórnarmanna um að
þeir svari spurningunni hvernig á að
gera byggðirnar lífvænlegar? Mér
duga engan veginn svör á borð við
að ríkið níðist á sveitarfélögunum og
svelti þau um tekjustofna um leið og
verkefnin eru aukin. Þetta kann að
eiga sér einhverja stoð en er ekki
einhlít skýring.
Ég tel að ekki hafi verið gripið til
þeirra varna sem eru nærtækastar
og eðlilegastar, en það er að efla
samstöðu almennings í hinum
dreifðu byggðum.
Ég bý í litlu sveitarfélagi þar sem
sveitarstjórnin hefur af miklum
metnaði reynt að byggja upp góða
þjónustu við almenning, með þeim
afleiðingum að fjárhagslegri stöðu
er teflt í tvísýnu. Þetta er það sama
og sveitarfélögin í kring eru að gera
af sama góða viljanum en án þess að
fjárhagsleg geta sé fyrir hendi.
Það er skoðun mín að með skyn-
samlegri skipan sveitarstjórnar-
mála sé hægt að leggja niður stofn-
un á borð við Byggðastofnun. Það
væri trúlega eitt farsælasta skrefið
sem hægt væri að stíga í byggða-
málum.
Á síðasta hausti voru kynntar til-
lögur sem sveitarstjórnarmenn á
norðanverðum Austfjörðum höfðu
unnið að um sameiningu sveitarfé-
laganna frá Seyðisfirði til Bakka-
fjarðar, að undanskildum Borgar-
firði eystra, sem einu sveitarfélagi?
Markmiðið er metnaðarfullt og
tillögurnar voru vel unnar, niður-
staðan sýndi svo ekki varð um villst
að það var ekki aðeins skynsamlegt,
heldur óafsakanlegt að gera þetta
ekki.
Af einhverri ástæðu hefur ekkert
verið rætt um þetta nauðsynjamál.
Ég tel að sveitarstjórnarkosning-
arnar á vori komanda eigi hér á
norðanverðu Austurlandi að snúast
um þessar tillögur. Þarna eru lausn-
ir sem við ráðum yfir sjálf. Við þurf-
um ekki að leita eftir opinberum
lausnum. Í þessu máli sannast að
vilji er allt sem þarf. Höfnum for-
sjárhyggjunni sem er innbyggð í
stofnun á borð við Byggðastofnun,
leysum málin heima í héraði og tök-
um sjálf ábyrgð á tilveru okkar. Það
er hvort eð er löngu ljóst að fyrir
þeim sem þessum málum ráða erum
við íbúar landsbyggðarinnar aðeins
tölur í hagspám og reiknilíkönum.
Er vilji allt sem þarf?
Hrafnkell A.
Jónsson
Byggðaáætlun
Höfnum forsjárhyggj-
unni, sem er innbyggð
í stofnun á borð við
Byggðastofnun, segir
Hrafnkell A. Jónsson,
leysum málin heima
í héraði.
Höfundur er héraðsskjalavörður
í Fellabæ.
JÖFNUN lífeyris-
réttinda er mál sem
íslensk stjórnvöld hafa
vísvitandi dregið á
langinn og er þeim
það ekki til sóma. Á
liðnum áratugum hafa
allar ríkisstjórnir,
bæði hægri stjórnir og
svokallaðar vinstri
stjórnir, sýnt þessu
máli tómlæti og jafn-
vel lagt sig fram við
að sporna gegn smá-
leiðréttingum á rétti
þeirra sem minnsta
lífeyrisréttinn hafa.
Það er alveg ótrúlegt
að sjálft íslenska ríkið
skuli hafa mismunað þegnum sín-
um á þennan hátt og voga sér að
halda því áfram enn þann dag í
dag, þrátt fyrir betri vitund.
Já, það er ótrúlegt að þingmenn
og ráðherrar skuli standa fyrir því
að fólki sem vinnur hjá ríkinu sé
mismunað eftir félagsaðild á þann
siðlausa hátt, að þeir sem eru í fé-
lögum innan Alþýðusambands Ís-
lands fá verulega lægra mótfram-
lag í sinn lífeyrisjóð en það fólk
sem er í félögum opinberra starfs-
manna.
Úrelt viðhorf
Stjórnvöld hanga þarna í göml-
um gildum og viðhorfum sem tíðk-
uðust á fyrri hluta síðustu aldar
þegar vel launaðir embættismenn
ríkis og bæja fengu greidd svoköll-
uð eftirlaun að starfi sínu loknu en
sauðsvartur almúginn mátti lepja
dauðann úr skel.
Í stað þess að gera ráðstafanir
sem stuðla að því að
gera öllum lands-
mönnum jafn hátt
undir höfði í öflun líf-
eyrisréttinda hefur
hver ríkisstjórnin á
fætur annarri, allt frá
því að lýðveldi var
stofnað á Íslandi, ein-
ungis hugsað um
sjálfa sig og takmark-
aðan fjölda opinberra
starfsmanna, hvað
þetta snertir. Þessu
óréttlæti verður að
linna. Stjórnvöld verða
að gera sér grein fyrir
að þau eru að misnota
skattpeninga lands-
manna, sem fólk innan Alþýðusam-
bands Íslands greiðir engu síður en
opinberir starfsmenn.
Spor í rétta átt
Inn í kjarasamningana, sem
verkalýðsfélög innan Starfsgreina-
sambands Íslands gerðu við Launa-
nefnd sveitarfélaga veturinn 2001,
komu ný ákvæði um innvinnslu líf-
eyrisréttinda til jafns við opinbera
starfsmenn. Inn í sömu samninga
komu einnig ný ákvæði um réttindi
í veikinda- og slysatilfellum. Í báð-
um þessum tilfellum er um að ræða
umtalsverða aukningu á fyrr-
greindum réttindum, sem nú eru
sambærileg við réttindi opinberra
starfsmanna er vinna hjá sveitar-
félögum vítt og breitt um landið.
Þetta tvennt eru merkir áfangar á
lengri leið til að ná fullu jafnrétti
fyrir allt verkafólk á almennum
markaði til jafns við ýmsa hópa op-
inberra starfsmanna. En það er
erfið brekka eftir. Við eigum eftir
að semja við stjórnvöld sem hafa
sýnt það í gegnum árin að þau víla
ekki fyrir sér að mismuna lands-
mönnum og skara jafnframt eld að
sinni eigin köku í leiðinni.
Ríkið situr eftir
Ef einhver áhugi er til staðar hjá
stjórnvöldum þá er einmitt nú á
þessum vetri kjörið tækifæri fyrir
stjórnvöld að leiðrétta þennan mun
og sýna því fólki sem skar upp her-
ör gegn verðbólgu að það á skilið
að njóta sömu lífeyriskjara og op-
inberir starfsmenn. Það var jú fólk
innan Alþýðusambands Íslands
sem frestaði því að segja upp
launaliðum kjarasamninga sinna til
þess að stöðva verðbólguna, sem
farin var úr böndunum, og ná henni
niður aftur. Þakklæti stjórnvalda
til þessa fólks má síst af öllu felast
í áframhaldandi misrétti á inn-
vinnslu lífeyrisréttinda heldur ætti
ríkisstjórnin að ganga til samninga
við fyrrgreind verkalýðsfélög um
aukin rétt félagsmanna þeirra til
innvinnslu lífeyrisréttinda. Þetta
fólk á allt annað skilið af hálfu
stjórnvalda en að þau haldi áfram
að mismuna því í lífeyrismálum. Al-
þingi og ríkisstjórn verður að gera
sér grein fyrir því að engum sátt-
um verður náð við launafólk á al-
mennum markaði á meðan stjórn-
völd hlunnfara það á þennan hátt.
Jöfnun líf-
eyrisréttinda
Sigurður T.
Sigurðsson
Lífeyrir
Það er ótrúlegt, segir
Sigurður T.
Sigurðsson, að íslenska
ríkið skuli hafa
mismunað þegnum
sínum á þennan hátt.
Höfundur er formaður Vmf. Hlífar.