Morgunblaðið - 20.02.2002, Side 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 25
www.ef.is
Skoðaðu þessa
frábæru pönnu!
Fást grunnar eða
djúpar og sem
grillpönnur.
24-26-28-30 sm.
Feitislaus steiking.
Hagstætt verð!
3 viðurk
enningar
„Frábær“
hjá
þýskum
neytenda
samtöku
m
Besta steikarpannan
í Evrópu....
samkvæmt dómi þýskra
neytendasamtaka
Í SÍÐASTA mánuði
birtist ítarleg og vönd-
uð úttekt í Morgun-
blaðinu undir fyrir-
sögninni: „Á hverju
munum við lifa?“ Þótt
svör við þessari spurn-
ingu geti verið
skemmtileg og fróðleg
þá hefði, að mínu mati,
verið eðlilegra að
spyrja: Á hverju vilj-
um við lifa? Að öðrum
kosti föllum við í það
far að líta á okkur sem
þolendur sem eru að
spá í hvað muni bíða
okkar en ekki gerend-
ur sem skilgreinum
hvaða þróun er æskileg og hvernig
standa þurfi að verki svo hún gangi
eftir.
Í viðtölum við nokkra talsmenn
atvinnulífsins í umræddum greina-
flokki leggja þeir áherslu á að þekk-
ingarauðurinn sé sú lind sem
treysta verði á í framtíðinni. Hún
muni tryggja okkur lífskjör sam-
bærileg því sem gerist meðal sam-
keppnisþjóða okkar.
Arðvænleg nýting náttúruauð-
linda byggist á bestu tækni og hug-
viti og er því ekki andstæða þekk-
ingariðnaðarins. Þær lindir eru hins
vegar takmarkaðar og því þarf að
halda áfram veginn og skjóta fleiri
stoðum undir aðrar arðvænlegar at-
vinnugreinar. Í því sambandi er
þekkingariðnaðurinn nefndur til
sögunnar enda gefur sú grein jafn-
an meira af sér en aðrar. Það er
hins vegar morgunljóst að við mun-
um aldrei leiða þekkingariðnaðinn
til öndvegis sem þolendur, aðeins
sem gerendur með mótaða framtíð-
arsýn. Þannig fara þær þjóðir að
sem fylgja mótaðri atvinnustefnu og
bjóða þegnum sínum bestu lífskjör.
Í tilvitnuðum greinaflokki er bent
á að Íslendingar standi sig ekki eins
vel og nágrannaþjóðirnar við að
byggja upp þekkingarhagkerfi.
Spurt er hverju það sæti og hvort
við höfum einblínt um of á nátt-
úruauðlindir og vanrækt uppbygg-
ingu mannauðs og þekkingar.
Virtur prófessor svarar þessu af-
dráttarlaust og segir
að við séum ekki mjög
tæknilega þróað þjóð-
félag. Vöxtur þekking-
ariðnaðar hérlendis sé
afar lítill og hægur
miðað við það sem
þekkist í nágranna-
löndunum. Íslendingar
eru því beinlínis að
dragast aftur úr með
augljósum afleiðing-
um.
Þetta eru vissulega
alvarleg tíðindi og
staðfesta að við verð-
um að taka til höndum
og horfa ekki áfram á
þessa óheillaþróun að
hætti þolandans. Þjóðarnauðsyn
krefst þess að hafist sé handa og
þróuninni beint á vænlegri brautir.
Hér er m.ö.o. komið að grundvall-
aratriði í atvinnuuppbyggingu á Ís-
landi.
Ein forsenda þess að okkur takist
að virkja þekkinguna til bættra lífs-
kjara er gott og skilvirkt mennta-
kerfi. Er þá átt við allt nám frá
grunnskóla til framhaldsskóla og
upp á háskólastig. Enda þótt margt
gott megi segja um skólana okkar
þá má þar margt gera enn betur.
Ekki verður fjallað um það mikla
svið í þessum línum en bent á einn
mjög veikan hlekk í þeirri keðju –
verkmenntunina.
Mikilvægi
verkmennta
Í greinaflokknum margumrædda
er mikið fjallað um menntun og
fræðslu en ekki minnst á mikilvægi
verkmennta í því sambandi. Þó er
vitað að öll þau þjóðfélög, sem við
viljum miða okkur við, leggja mjög
mikla áherslu á að halda uppi öfl-
ugri verkmenntun af ýmsum toga
og kosta miklu til. Þau átta sig á því
að þekkingar- og tækniþjóðfélag
verður ekki rekið af nokkru viti ef
menntun iðnaðarmanna tekur ekki
mið af tæknikröfum hvers tíma.
Einu gildir hvað menn gera góða
hluti á háskólastiginu ef ekki er
hægt virkja þá til nýsköpunar með
fagmönnum sem hafa auk þess þá
verklegu færni sem gerir þeim
kleift að smíða og setja saman
framleiðslu sína með þeim gæðum
sem markaðurinn krefst. Hvar
væru t.a.m. fyrirtæki eins og Marel,
Össur, Formax, Póls, Skaginn og
Héðinn stödd ef þau hefðu ekki í
sinni þjónustu iðnaðarmenn sem
standa starfsfélögum sínum í sam-
keppnislöndunum á sporði?
Átaks er þörf
Nú blasir við sú alvarlega stað-
reynd að menntakerfið er ekki í
stakk búið að kenna þeim iðnaðar-
mönnum, sem áðurnefnd fyrirtæki
þurfa á að halda í framtíðinni, í
samræmi við nýsamþykktar nám-
skrár. Nýliðun er því lítil og allt
bendir til að þessi tækni- og þekk-
ingarfyrirtæki séu fyrir þá sök
komin að endimörkum vaxtarins.
Þau verði því að leita annað í fram-
tíðinni vegna skorts á hæfum
starfsmönnum. Þessi hluti atvinnu-
lífsins er í brýnni þörf fyrir fleiri og
betur menntaða iðnaðarmenn. Hins
vegar er ekki ljóst hvernig stjórn-
völd ætla að svara þeirri eftirspurn
enda þótt framhaldsskólalög leggi
þeim skyldur á herðar í þeim efn-
um.
Um menntakerfi samkeppnis-
þjóðanna gildir annað. Þar er staðið
að verkmenntun af miklum mynd-
arskap og nægir þar að nefna þjóðir
eins og Dani, Hollendinga og Þjóð-
verja. Þær líta á verkmenntun sem
mikilvægan grundvöll velmegunar
sinnar og eru síst að efla hana í
gustukaskyni við iðnfyrirtæki sín.
Þar ræður meðvituð stefna för. Þar
er ekki velt vöngum yfir hvað muni
gerast í þessum efnum heldur hvað
þurfi að gera og verkin síðan látin
tala.
Á hverju vilj-
um við lifa?
Ingólfur
Sverrisson
Verkmenntun
Þekkingar- og tækni-
þjóðfélag verður ekki
rekið af nokkru viti,
segir Ingólfur Sverr-
isson, nema menntun
iðnaðarmanna taki
mið af tæknikröfum
hvers tíma.
Höfundur er deildarstjóri hjá Sam-
tökum iðnaðarmanna.
VALDBEITING
verkfalla og verkbanna
virðast vera úrelt tæki í
kjarabaráttu. Þau ná
ekki því markmiði að
bæta lífskjör fólks al-
mennt. Auk þess hafa
sumir þetta vald en
aðrir ekki og mismun-
ar slíkt fyrirkomulag
fólki meira en góðu hófi
gegnir í lýðræðisþjóð-
félagi. Annar hópurinn
getur beitt valdi en
hinn er varnarlaus þol-
andi.
Nýjar og farsælli
leiðir verður því að
finna til að tryggja fólki almennt sem
mest jafnrétti og lífskjör.
Breyttir tímar
Fyrr á tímum voru verkföll virk
baráttutæki gegn lítt takmörkuðu
valdi vinnuveitenda. En þjóðfélagið
hefur tekið miklum breytingum.
Krafan um jafnrétti og almenn mann-
réttindi hefur náð fram að ganga. Það
hefur breytt mjög gangi mála. Fram-
farir, nýjar starfsgreinar og aukin
verkaskipting hefur orðið til þess að
fámennir starfshópar mynduðu sjálf-
stæð stéttarfélög. Var það oft betur
launað fólk í lykilstörfum. Staða þess
hefur verið mjög sterk til að ná betri
kjörum bæði gagnvart vinnuveitend-
um og ekki síður í hlutfalli við fjöl-
mennu starfshópana.
Aukin þjónusta veldur
því að vinnustöðvanir
geta verið örlagaríkar,
þótt fámennir hópar
valdi.
Tjón getur verið mikið
í hlutfalli við þann ávinn-
ing sem leitað er eftir.
Þolendur eru margir og
flestir utan þeirra sem í
átökum standa hverju
sinni. Það fylgir yfirleitt
deilum þar sem valdi er
beitt að þeir verða harð-
ast úti sem minnst mega
sín. Hinir sterku ná
meginhluta þjóðarkök-
unnar. Aldraðir, öryrkj-
ar, sjúkir, börn og fleiri sem höllum
fæti standa verða að láta sér nægja
molana af nægtaborðinu.
Launadómstóll
Valdbeiting í launasamningum er
úrelt og ekki sæmandi þróuðu lýð-
ræðisríki. Verkbönn og verkföll ættu
því að heyra sögunni til.
Lýðræðið byggist á því að ágrein-
ingur sé leystur með málamiðlun. Ná-
ist hún ekki þarf úrskurðarvald að
vera til.
Til þess þarf að setja á stofn fjöl-
skipaðan launadómstól þar sem
tryggt er að öll sjónarmið komi fram.
Vel gæti farið á því að dómstóllinn
væri tvískiptur. Dómstóll sem skipar
hinum ýmsu störfum í launaflokka,
þ.e. starfsmat, og dómstóll sem
ákvarðar laun, aldurshækkanir og
önnur kjör.
Launaþing
Árlega skal halda þing launþega-
samtaka, atvinnugreina og fulltrúa
ríkisvaldsins til að móta þann ramma
sem rúmar heildarbreytingar vænt-
anlegra kjarabóta. Í því sambandi
þarf að taka tillit til efnahagsstærða í
þjóðarbúskapnum og þá ekki síst
hvað félagsmálin þurfa á að halda.
Þá mundi verða meiri stöðugleiki í
þjóðfélaginu og auðveldara yrði að
koma í veg fyrir sveiflur. Kaupmáttur
yrði jafnari og arðsemi meiri. Þetta
mundi auka jöfnuð og draga úr mis-
rétti milli kvenna og karla Jafnrétti
og mannréttindi verða ekki tryggð
nema með lögum og frá þeim má
hvorki veita undantekningar né mis-
muna í framkvæmd þeirra.
Með lögum skal land byggja.
Afnám verkfalla
Páll V. Daníelsson
Kjör
Valdbeiting í launa-
samningum, segir
Páll V. Daníelsson, er
úrelt og ekki sæmandi
þróuðu lýðræðisríki.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
EINS og heims-
byggðinni er í fersku
minni gerðu hryðju-
verkamenn harkalega
árás á Bandaríki
Norður-Ameríku hinn
11. september sl. Öll
finnum við til samúð-
ar með Bandaríkja-
mönnum vegna þess
missis sem þeir urðu
fyrir í þessum árás-
um. Á undanförnum
árum hafa hryðju-
verkamenn líka gert
árásir á bandarísk
sendiráð. Íslendingar
eru einhuga í að for-
dæma þær árásir.
Við Laufásveg 21-23 í Reykjavík
stendur bandarískt sendiráð.
Bandarísk sendiráð um allan heim
eru skilgreind sem hugsanleg
skotmörk alþjóðlegra hryðjuverka-
samtaka, sendiráðið við Laufásveg
er þar ekki undanskilið. Þetta
skotmark alþjóðlegra hryðjuverka-
samtaka stendur örfáa metra frá
íbúðarhúsum Reykvíkinga í einni
þéttustu byggð á Íslandi, rétt fyrir
ofan Tjörnina í miðri Reykjavík.
Við sendiráðið er viðhöfð eins
mikil öryggisgæsla og staðsetning
þess leyfir. Öryggisvarslan dugði
þó skammt sl. vor, þegar drukknir
einstaklingar hentu flösku með
bensíni að sendiráðinu. Hvað hefði
gerst ef raunverulegir hryðju-
verkamenn hefðu verið að verki?
Þessi spurning kom upp í hugann
og hún varð enn áleitnari í kjölfar
árásanna hinn 11. september.
Nú er það svo að nágrannar
sendiráðsins, sem hafa nokkur
óþægindi af hinni miklu öryggis-
gæslu, skilja að sjálfsögðu ástæð-
una fyrir gæslunni. Hún er hins
vegar hvimleið bæði fyrir okkur og
það fólk sem kemur að heimsækja
okkur. Við getum lifað við að ör-
yggismyndavélum sé beint að hús-
um okkar og gluggum. Við getum
lifað við að okkur sé hótað af lög-
reglu ef við stöðvum bílana okkar
aðeins of nálægt sendiráðinu. Við
getum lifað við að starfsmenn
sendiráðsins fylli öll bílastæði í ná-
grenninu. Við getum lifað við að
lögreglan sé eins og grár köttur í
kringum húsin okkar. Við skiljum
hins vegar ekki, að borgaryfirvöld
og yfirvöld þessa lands vilji hafa
skotmark í miðborg Reykjavíkur,
örfáa metra frá heimilum okkar.
Við, sem búum í nálægð við
sendiráðið, beinum
eftirfarandi spurning-
um til borgaryfir-
valda: Er sendiráðið
skilgreint sem hugs-
anlegt skotmark
hryðjuverkamanna?
Miðað við lögreglueft-
irlit undanfarinna
mánaða virðist svo
vera. Þá kemur önnur
spurning: Hvers
vegna í ósköpunum
leyfið þið að slíkt
skotmark sé staðsett
örfáa metra frá heim-
ilum íbúa borgarinnar
í aðstæðum þar sem
afar erfitt er að koma
við fullnægjandi öryggisráðstöfun-
um?
Sé sendiráðið ekki skilgreint
sem skotmark vaknar spurning um
hvers vegna talin er þörf á svo
miklum öryggisráðstöfunum að
daglegt líf íbúanna í götunni verði
fyrir eilífum truflunum?
Nágrannar sendiráðsins telja að
yfirvöldum beri að búa bandaríska
sendiráðinu hæfilegan samastað.
Bandarískt sendiráð þarf að vera
staðsett á opnu svæði þar sem vel
sést til allra átta svo hægt sé að
gæta fullnægjandi öryggis. Eins
og fyrr segir hafa bandarísk sendi-
ráð orðið fyrir mjög alvarlegum
árásum víða um heim og því er
eðlilegt að öryggisvarsla sé mikil.
Slíkt er ógjörningur við Laufásveg
21-23. Ef bandaríska sendiráðið er
skotmark þá eru íbúar í næstu
húsum það líka. Við teljum það
óviðunandi og leggjum til að sendi-
ráðinu verði komið fyrir annars
staðar, þar sem hægt verður að
gæta eðlilegs öryggis og íbúar
Reykvíkur verði ekki í hættu ef til
árásar kemur.
Skotmark í
miðborg
Reykjavíkur?
Guðrún
Sigurjónsdóttir
Höfundur er sjúkraþjálfari.
Laufásvegur
Ef bandaríska
sendiráðið er skotmark,
segir Guðrún
Sigurjónsdóttir,
þá eru íbúar í næstu
húsum það líka.
KVEN-
SÍÐBUXUR
3 SKÁLMALENGDIR
Bláu húsin við Fákafen.
Sími 553 0100.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga 10-16.