Morgunblaðið - 20.02.2002, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í TILEFNI aldarafmælisinshittum við Jóhannes Geir Sig-urgeirsson að máli á dögun-um, ekki í höfuðstöðvum SÍS,
því þær eru í raun engar lengur,
heldur á skrifstofum Landsvirkjun-
ar í Reykjavík, þar sem Jóhannes
hefur aðstöðu sem stjórnarformaður
þess fyrirtækis. Í dag er sú litla
starfsemi sem SÍS heldur úti vistuð
á skrifstofum KEA á Akureyri.
Jóhannes Geir hefur verið stjórn-
arformaður Sambands íslenskra
samvinnufélaga í tæpt ár en setið í
stjórn Kaupfélags Eyfirðinga í tutt-
ugu ár, þar af stjórnarformaður síð-
ustu sex árin. Hann er bóndi að Öng-
ulsstöðum III í Eyjafjarðarsveit og
fyrrum þingmaður fyrir Framsókn-
arflokkinn á Norðurlandi eystra og
tengist því samvinnuhreyfingunni
traustum böndum. Hann hefur alla
sína ævi búið á Öngulsstöðum, en
þar á bæ var einmitt haldinn fé-
lagsfundur KEA árið 1906 þegar
ákveðið var að taka upp Rochdale-
skipulagið í rekstri kaupfélagsins,
sem síðar varð fyrirmynd annars
samvinnustarfs hjá Sambandinu og
skipti sköpum um uppgang þess á
fyrstu áratugum 20. aldar.
Mætir fljótt harðri andstöðu
Jóhannes Geir segir að viðskipta-
líf hér á landi hafi vart verið til stað-
ar og þess vegna í mikilli mótun á
þeim tíma þegar Sambandið, sem
hann kýs að kalla svo frekar en SÍS,
var stofnað fyrir 100 árum.
,,Sambandið fer hægt af stað en
mætir fljótlega mjög harðri and-
stöðu annarra viðskiptaafla í land-
inu, einkum kaupmanna á Reykja-
víkursvæðinu, og dregst inn í
pólitíska umræðu. Í rauninni mynd-
ast hér tvö hagkerfi og Sambandið
þróaðist yfir í afl sem var sjálfum sér
nægt um marga hluti. Enn eimir af
því í dag að tví- eða þrískipting er í
rekstri fyrirtækja eins og olíufélaga
og tryggingafélaga.
Á fyrri árum sínum var Sam-
bandið virkt í utanríkisviðskiptum.
Á meðan íslensk utanríkisþjónusta
var mjög veik gegndu söluskrifstof-
ur Sambandsins erlendis hlutverki
sendiráða. Þarna verður til mjög
merk saga í íslensku viðskiptalífi og
ég geri mér vonir um að svo langt sé
liðið að menn geti farið að líta á þetta
fræðilega og hlutlaust,“ segir Jó-
hannes Geir.
Talað var um samvinnuhreyf-
inguna í upphafi sem ,,hugsjón í
vinnufötum“. Aðspurður hvernig
hann skýrir sjálfur hugsjón sam-
vinnuhreyfingarinnar vill Jóhannes
Geir leiðrétta það sem hann telur
grundvallarmisskilning margra, að
samvinnustefnan hafi verið einhver
angi af sósíalisma eða jafnaðar-
stefnu.
,,Að mínu mati er það alrangt. Það
sem í raun gerist er að grunnur sam-
vinnustarfsins á Íslandi eru bjarg-
álna bændur sem sjá fram á það að
með því að vinna saman geti þeir
styrkt sinn persónulega hag. Hug-
sjónin var í raun frekar eigingjörn,
en hún byggðist á samvinnureglun-
um, á þátttöku allra félagsmanna
sem jafnir eru í ákvarðanatöku og
arði útdeilt eftir viðskiptum. Þannig
er grunntónninn í samvinnufélögun-
um. Það er svo annað mál að í gegn-
um tíðina má segja að samvinnu-
félögin á Íslandi hafi verið komin
með verkefni sem pössuðu ekki inn í
formið. Menn áttuðu sig ekki á því í
tæka tíð. Kostir Sambandsins og
styrkurinn í upphafi voru þeir að
starfsemin byggðist á almennri
þátttöku félagsmanna kaupfélag-
anna, sterk félagsleg vitund byggð-
ist upp. Ekki þurfti að leggja fram
fjármagn á fyrstu árunum, enda var
það vart til í þjóðfélaginu, en það
byggðist síðar upp með marghátt-
uðum rekstri.“
Seinir að bregðast
við breytingum
„Veikleikarnir voru kannski hinir
sömu og styrkleikarnir. Þegar kom
að því að félögin stóðu frammi fyrir
róttækum breytingum til að öðlast
nýtt líf þá má segja að félagslega
samstaðan hafi orðið veikleikinn.
Menn urðu seinir að bregðast við
breyttum aðstæðum og það var erf-
itt að fá félagsmenn til að sam-
þykkja nauðsynlegar breytingar,“
segir Jóhannes Geir og nefnir sem
dæmi að hann hafi þurft að ganga í
gegnum svipaða hluti á síðustu miss-
erum sem stjórnarformaður KEA.
Gífurlegt átak þurfi til að koma
breytingum í gegn.
Jóhannes Geir segir það óumdeilt
að Sambandið og kaupfélögin hafi
haft gríðarlega þýðingu fyrir mótun
samfélagsins hér á landi langt fram
eftir síðustu öld.
,,Í gegnum þessi félög var dreif-
býlið í raun byggt upp. Kaupfélögin
voru allt í senn, bæði viðskiptaaðili
hvað varðaði öll aðföng og fram-
leiðslu og fjármögnunaraðili í allri
uppbyggingu. Sömuleiðis má nefna
rekstur Sambandsins á Akureyri,
sem átti stóran þátt í því að gera
bæjarfélagið að því sem það er í dag.
Grunnur var lagður að því fjölmenni
sem síðar var hægt að byggja nýja
starfsemi á.“
Tengsl viðskipta og stjórnmála
Aðspurður um áhrif SÍS á ís-
lenskt viðskiptalíf spyr Jóhannes á
móti hvort hafi komið á undan í
þessum efnum, hænan eða eggið.
Þannig vill hann ekki meina að Sam-
bandið hafi notið einhverrar sér-
stakrar fyrirgreiðslu stjórnvalda,
umfram aðra, en harkan hafi verið
slík að þeir sem gættu ekki hags-
muna sinna á öllum sviðum
átt neina framtíð fyrir sér.
,,Á höfuðborgarsvæðin
starfsemi Sambandsins mi
stöðu sem hleypti mikilli hö
skiptalífið, hörku sem me
erfitt með að skilja í da
verða að átta sig á því að um
kringum miðja síðustu öld v
ig að sterkir þættir þjóðlíf
pólitískri forsjá, svo sem
fjármálastarfsemi og innfl
Þeir sem ætluðu að lifa urðu
sér pólitískt skjól, hvort sem
samvinnuhreyfingin eða a
vinnurekstur. Allar lán
voru pólitískar sem end
þeim ósköpum sem við þek
óðaverðbólgu og neikvæð
um. Nýtt fjármagn var ekk
markað heldur var tekið
ekki var greitt til baka.
hluta síðustu aldar er undi
þessu og þá er það öllum
rekstri í landinu mjög er
mörg fyrirtæki komust ekk
um þá holskeflu, jafnt utan
an Sambandsins.“
Jóhannes Geir telur a
Sambandsins við Framsók
inn hafi vissulega verið ste
ekki til ills. Þetta sé í raun
lýði í dag en ekki endilega m
aðila eða í sömu hlutföllum.
,,Ég var fyrir nokkrum
staddur á Viðskiptaþingi
sýndist á öllu að til þess
gjaldgengur í hinn stærri
skiptanna í Reykjavík þurfi
vera flokksbundnir og ho
stæðismenn. Ég sá þó einn
framsóknarmann innan um
því ekkert nýtt að viðskipt
ist pólitík, þau tengsl verða
alltaf fyrir hendi. Milli við
og stjórnmála verða að ve
kvæm tengsl og traust,“ seg
Einstakir áhrifaval
Aðspurður um einstak
valda í sögu SÍS segir han
margir einstaklingar stand
síðustu hundrað árin. Fyrs
nefna einn mesta áhrif
Hallgrím Kristinsson, fy
stjóra SÍS. Hann hafi kom
undir Kaupfélag Eyfirðing
að taka upp Rochdale-skipu
ið 1906, sem fyrr hefur ve
Eftir þessu hafi verið tekið
grímur því kallaður til for
Sambandinu. Jóhannes Ge
einnig Vilhjálm Þór, sem
stjóri um miðja síðustu ö
hafi átt sínar rætur að
Eyjafjarðar líkt og Hallgr
megi ekki gleyma Jónasi
frá Hriflu sem hafi haft mik
þróun SÍS.
Kanna á möguleika samvinnufélagsform
Samvinnu-
félögin
lifa áfram
Jóhannes Geir Sigurgei
KEA og fyrsta forstjóra
um hangir mynd af H
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnar-
formaður Sambands íslenskra samvinnu-
félaga, segir m.a. í viðtali við Björn Jóhann
Björnsson að kostir samvinnuhreyfing-
arinnar hafi í raun verið hinir sömu og
gallarnir: Öflug félagsleg samstaða sem
nýttist vel til uppbyggingar en gerði á
sama hátt allt starf svifaseint þegar bregð-
ast þurfti við breyttum aðstæðum.
MORÐ Í VESTURBÆNUM
Hrottalegt morð í kyrrlátriíbúðargötu í VesturbæReykjavíkur hefur vakið
óhug um allt land. Athæfið framdi
maður, sem hafði skömmu áður
framið innbrot í dekkjaverkstæði
við Ægissíðu. Fórnarlambið var á
leið heim frá vinnu eftir Víðimel
þar sem hann hefði ekki átt að
eiga sér neins ills von. Það er eðli-
legt að fólki standi ekki á sama
eftir svo tilviljunarkennt ofbeldis-
verk.
Um nokkurt skeið hefur sú til-
finning farið vaxandi að grimmi-
legt ofbeldi væri að færast í vöxt
á Íslandi og hefur það verið tengt
aukinni neyslu harðra eiturlyfja.
Eins og kemur fram í Morgun-
blaðinu í dag hafa 11 morð verið
framin hér á landi frá árinu 1997,
þar af átta í Reykjavík.
Í mörgum tilfellum hafa þau
tengst eiturlyfjum og fíkniefnum.
Fyrir nokkrum vikum var greint
frá hinni auknu hörku, sem nú
væri farið að gæta í heimi eitur-
lyfjanna hér í Morgunblaðinu. Þar
kom meðal annars fram að eitur-
lyfjasalar notuðu sérstaka staði
fyrir utan borgina til að pynta þá,
sem skulduðu þeim peninga fyrir
eiturlyf, og voru gefnar lýsingar á
pyntingaraðferðum, sem virtust
frekar eiga heima í heimi bíó-
mynda en í íslenskum veruleika.
Lögregla telur að morðinginn
hafi verið undir áhrifum eitur-
lyfja, þótt það hafi ekki verið
staðfest.
Sum fíkniefni eru svo sterk að
fólk undir áhrifum þeirra verður
með öllu óútreiknanlegt. Eitt orð,
ein hreyfing getur hleypt af stað
atburðarás með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum. En hættan er ekki
aðeins fyrir hendi þegar víman
nær hámarki. Þrælar fíknarinnar
geta einnig orðið svo örvænting-
arfullir í leitinni að næsta
skammti að þeir grípa til örþrifa-
ráða til að fjármagna hana og eru
jafnvel reiðubúnir til að ryðja
hverri hindrun úr vegi.
Hvort sem rekja má þá þróun,
sem átt hefur sér stað undanfarin
ár, beint til eiturlyfja eða ekki fer
ekki á milli mála að ofbeldisglæp-
um fer fjölgandi. Í Morgun-
blaðinu í dag er vitnað í árs-
skýrslu lögreglustjórans í
Reykjavík fyrir árið 2000. Sam-
kvæmt henni fjölgaði tilkynntum
ofbeldisbrotum úr 681 árið 1997 í
831 árið 2000. Þar af fjölgaði al-
varlegum árásum úr 11 í 20 og
minniháttar árásum úr 74 í 109.
Flest eru brotin hverfi 101 í
Reykjavík. Í þrjú ár hafa nú verið
myndavélar í miðbænum og virð-
ist þróunin vera sú að ofbeldis-
glæpum fækki þar sem myndavél-
arnar eru, en sú er ekki raunin
annars staðar.
Geir Jón Þórisson yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík segir í frétt í
Morgunblaðinu í dag að þrátt fyr-
ir atburðinn á Víðimel á mánudag
sé ekki unnt að draga þá ályktun
að borgarar geti ekki lengur
gengið óhultir um götur borgar-
innar af ótta við ofbeldisbrot. „Ég
vil meina að almennt getum við
nokkuð frjálst um höfuð strokið í
Reykjavík miðað við borgir í ná-
grannalöndunum,“ segir hann.
„Við getum ekki tekið undir það,
að nú sé tilefni til að hræðast það
að vera á ferli, vegna þess, að það
er ekki allt í einu núna sem hafa
orðið kaflaskipti í samskiptum
hins almenna borgara við afbrota-
menn.“
Geir Jón segir þó ljóst að nauð-
synlegt sé fyrir fólk að gera frek-
ari ráðstafanir til að auka öryggi
sitt á heimilum: „Við þekkjum til
innbrota á heimili á meðan fólk er
sofandi. Oftar en ekki er farið inn
í húsnæði þar sem enginn er til
staðar. Það er fátítt að farið sé
inn í húseign og ráðist á fólk og
það stórskaðað. Hinn almenni
borgari er vel öruggur heima hjá
sér ef hann viðhefur almennar
varúðarráðstafanir, t.d. að loka
gluggum og læsa dyrum.“
Ekki er víst, að almennir borg-
arar geti verið sammála ummæl-
um yfirlögregluþjónsins að öllu
leyti. Þetta morð er framið í frið-
sælu og grónu íbúðahverfi en ekki
í fjölförnum miðbæ eða hliðargöt-
um.
Þótt aðstæður hafi breyst hér á
landi á undanförnum árum og of-
beldi færst í vöxt er þó ekki þar
með sagt að hætturnar leynist við
hvert fótmál. Það er hins vegar
alveg ljóst að þessi atburður mun
hafa áhrif á hugarfar borgaranna
og margir munu veigra sér við að
vera úti síðla kvölds og að nóttu
til þegar fáir eru á ferli og göt-
urnar auðar. Krafan um að lög-
reglan láti meira að sér kveða á
eftir að verða sterk.
Hitt er þó víst að vinnubrögð
lögreglunnar í þessu máli hafa
verið til fyrirmyndar og ættu að
stuðla að því að efla öryggiskennd
fólks. Lögreglan hefur ekki gefið
upp með hvaða hætti slóð morð-
ingjans var rakin, en í gær kom
fram að með því að skoða vísbend-
ingar frá staðnum þar sem inn-
brotið var framið og á vettvangi
morðsins sást að þar hefði sami
maður greinilega verið að verki.
Innan við sólarhringur leið frá því
að verknaðurinn hafði verið fram-
inn þar til maðurinn hafði verið
handtekinn.
Vinnubrögð lögreglunnar í
þessu máli bera vitni fagmennsku
og kunnáttu. Lögreglan var kom-
in á vettvang nokkrum mínútum
eftir að tilkynning barst um at-
burðinn á Víðimel, svæðið var lok-
að af og því var góð aðstaða til að
rannsaka vettvang glæpsins. Lög-
reglan á hrós skilið fyrir hversu
hratt og örugglega málið var leitt
til lykta.