Morgunblaðið - 20.02.2002, Side 27

Morgunblaðið - 20.02.2002, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 27 m hafi ekki nu mætti ikilli and- örku í við- enn ættu ag. Menn mhverfið í var þann- fsins lutu m eins og lutningur. u að finna m það var annar at- nveitingar daði með kkjum öll; um vöxt- ki sótt út á lán sem Á seinni ið ofan af m atvinnu- rfitt. Æði ki í gegn- n sem inn- að tengsl knarflokk- erk en alls n enn við milli sömu . m dögum og mér s að vera heim við- fi menn að ollir sjálf- n og einn m! Það er talíf teng- a vonandi ðskiptalífs era gagn- gir hann. ldar ka áhrifa- nn að fjöl- di upp úr stan skuli favaldinn, yrsta for- mið fótum ga með því ulagið ár- erið nefnt. ð og Hall- rystu hjá eir nefnir m var for- öld. Hann rekja til rímur. Þá Jónssyni kil áhrif á ,,Á seinni árum hlýtur maður að nefna Erlend Einarsson, sem tók við af Vilhjálmi Þór sem forstjóri. Hann hafði til að bera gríðarlega yfirsýn og stefnufestu. Kannski illu heilli náði hann ekki fram hugmyndum sínum upp úr 1970 um að Sam- bandið ætti að fara að beina rekstri sínum meira inn í hlutafélög. Þetta var kveðið niður á sínum tíma og í raun má segja að ákveðinn vendi- punktur eigi sér þá stað. Það var of seint farið í það að skipta Samband- inu upp í sjálfstæðar rekstrareining- ar í hlutafélagsformi. Á þessum ár- um fór Sambandið líka að reyna fyrir sér í nýjum atvinnugreinum eins og fiskeldi og fleiru án þess að hafa gert þær skipulagsbreytingar sem til þurfti. Hlutafélög hefðu orðið sprettharðari að bregðast við. Þær einingar sem tóku síðan við hafa dafnað áfram sumar hverjar og lagt t.d. grunninn að Samskipum, SÍF, VÍS og fleiri fyrirtækjum í dag.“ Spurður um fleiri áhrifavalda í sögu Sambandsins nefnir hann Val Arnþórsson, sem var stjórnarfor- maður SÍS og kaupfélagsstjóri KEA til margra ára. Hann minnir einnig á Sigurð Markússon sem hafi verið stjórnarformaður á erfiðleikatímum og það sé honum að þakka öðrum fremur að það tókst að bjarga Sam- bandinu frá gjaldþroti. Allar skuldir hafi verið gerðar upp. Fleiri góða einstaklinga megi nefna en of langt mál sé að telja þá upp. Samvinnufélagsformið hentar á ákveðnum sviðum Tíu ár eru liðin síðan öllum starfs- mönnum, þar á meðal síðasta for- stjóranum, Guðjóni B. Ólafssyni, var sagt upp og Sambandið lagðist í raun niður sem fyrirtæki. Að þetta hafi verið endalok samvinnuhreyf- ingarinnar vill Jóhannes Geir ekki meina svo, enda séu samvinnufélög starfandi víða um land. Þetta hafi hins vegar verið endalok ákveðinnar sögu. ,,Sú uppstokkun var það hastar- leg að lítið hefur þýtt að ræða um samvinnufélagsformið á síðustu ár- um. Þetta er viðskiptaform sem hentar á ákveðnum sviðum, öðrum ekki, og er verið að nota um allan heim. Aðallega á það vel við á þeim sviðum þar sem ekki er þörf á miklu fjármagni heldur fyrst og fremst þátttöku margra aðila. Það er mjög ómaklegt ef menn dæma formið sem slíkt dautt,“ segir Jóhannes Geir og bendir á að á ferðum sínum um Bandaríkin á síðustu árum hafi hann rekist á samvinnufélagsformið á ýmsum sviðum, s.s. afurðafélög bænda, í smásöluverslun og jafnvel á sviði orkumála og rekstri leik- skóla. ,,Ég sé hlutverk Sambands ís- lenskra samvinnufélaga í framtíð- inni fyrst og fremst sem regnhlíf- arsamtök samvinnufélaga í landinu, samtök sem gæta hagsmuna sinna félaga og þá hugsanlega í samvinnu við til dæmis Samtök atvinnulífsins. Eitt af því sem mistókst hjá Sam- bandinu á sínum tíma var að því tókst aldrei að verða regnhlífarsam- tök allra samvinnufélaga. Þannig urðu hin öflugu framleiðendasam- vinnufélög á Suðurlandi aldrei hluti af Sambandinu. Í dag hafa verið stofnuð samvinnufélög eins og Auð- humla meðal mjólkurframleiðenda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem á stóran hlut í Norðurmjólk. Ég er þess fullviss að samvinnufélög eiga eftir að verða til áfram.“ Samkomulag við Viðskiptaháskólann Afmælisfundur stjórnar Sam- bandsins verður haldinn á Bifröst í dag þar sem undirrita á samkomu- lag við Viðskiptaháskólann. Sam- bandið og skólinn munu sameigin- lega kosta starf fræðimanns í hálft ár sem mun skoða hvernig sam- vinnuformið er notað í viðskiptum á erlendri grund og á hvaða sviðum það gæti hentað á Íslandi á 21. öld- inni. Þá á að semja við skólann um ritun viðskiptasögu SÍS í 100 ár. Jóhannes Geir segir það skyldu stjórnar Sambandsins að sjá til þess að sögunni verði haldið til haga. Nú sé tækifæri til að líta á söguna með hlutlausum hætti. Það er að nokkru við hæfi að sam- komulag sem þetta sé stofnað á Bif- röst, en skólinn þar er afsprengi samvinnuhreyfingarinnar sem kunnugt er. ,,Samvinnuskólinn hefur átt því láni að fagna að dafna jafnt og þétt. Í upphafi var hann stofnaður sem for- ingjaskóli og frá Bifröst hafa margir útskrifast sem komist hafa til hárra metorða í þjóðfélaginu. Skólinn hef- ur náð að halda þessu hlutverki alla tíð, fyrst sem Samvinnuskólinn, síð- an Samvinnuháskólinn og loks Við- skiptaháskólinn á Bifröst. Núver- andi rektor hefur minnt á að skólinn sé ekki aðeins að mennta endur- skoðendur heldur fólk með breiða þekkingu á viðskiptalífinu og rækja um leið sitt gamla hlutverk að ala af sér forystumenn. Íslensk samvinnu- hreyfing getur með stolti litið til Bif- rastar fyrir að hafa lagt grunninn að þeirri þróun sem þar hefur átt sér stað.“ msins á 21. öldinni í tilefni 100 ára afmælis Sambands íslenskra samvinnufélaga Morgunblaðið/Rúnar Þór irsson, stjórnarformaður SÍS, á skrifstofu Hallgríms Kristinssonar, kaupfélagsstjóra a Sambandsins, sem sett hefur verið upp í höfuðstöðvum KEA á Akureyri. Á veggn- Hallgrími sem Jóhannes segir að sé sá áhrifavaldur sem upp úr standi í sögu SÍS. bjb@mbl.is 1882 Fyrsta kaupfélagið innan samvinnuhreyfing- arinnar, Kaupfélag Þingeyinga, stofnað að Þverá í Laxárdal 20. febrúar að frumkvæði Jakobs Hálfdán- arsonar á Grímsstöðum og Benedikts Jónssonar á Auðnum. 1902 Tuttugu ára afmælis Kaupfélags Þingeyinga minnst með stofnun ,,Sambandskaupfélags Þing- eyinga“ að Ystafelli í Köldukinn 20. febrúar, með aðild KÞ, Kaupfélags N-Þingeyinga og Kaupfélags Svalbarðseyrar. Meðal fundarmanna eru Pétur Jónsson á Gautlöndum, Sigurður Jónsson á Ystafelli og Benedikt á Auðnum. Miðað er við þennan fund sem upphaf SÍS. 1907 Þrjú kaupfélög utan Þing- eyjarsýslna ganga til liðs við ,,sambandskaupfélagið“ og nafn- inu breytt í ,,Sambandskaup- félag Íslands“. Meðal þeirra er Kaupfélag Eyfirðinga með Hall- grím Kristinsson kaupfélags- stjóra í broddi fylkingar. Hann hefur þá átt frumkvæði að því ári áður að taka upp svokallað Rochdale-skipulag hér á landi, sem m.a. gekk út á það að skipta út tekjuafgangi um hver áramót til bænda í samræmi við innkaup hvers og eins. 1910 Kaupfélögum fjölgar og nafni félagsskaparins breytt í ,,Samband íslenskra samvinnu- félaga“. Helsta hlutverkið er út- breiðslu- og fræðslustarfsemi á þessum árum. 1915 Fyrsta skrifstofa sam- bandsins opnuð í Kaupmanna- höfn og forstöðumaður hennar er Hallgrímur Kristinsson. Tveimur árum síðar er hann orðinn fyrsti forstjóri sambands- ins, sem nú er komið meira í beina sölustarfsemi fyrir bænd- ur. 1916 SÍS opnar fyrstu skrif- stofuna á Íslandi í höfuðstöðvum KEA á Akureyri. Framsókn- arflokkurinn stofnaður og Hall- grímur og Sigurður á Ystafelli standa fyrir kennslu á Akureyri í samvinnufræðum, vísir kominn að Samvinnuskólanum. 1917 Heildverslun hefst og skrifstofur eru opnaðar við Amt- mannsstíg í Reykjavík og New York. Samkeppni við kaupmenn í landinu harðnar. 1918 Sambandið festir kaup á lóð við Sölvhólsgötu og reisir þar sitt fyrsta skrifstofuhús. Samvinnuskólinn er stofnaður og rekinn fyrstu áratugina við Sölvhólsgötu. Fyrsti skólastjóri er Jónas frá Hriflu. 1921 Kaupfélögin orðin 39 að tölu og hefur fjölgað þrátt fyrir erfiðan rekstur. Vendipunktur er setning svonefndra Sam- vinnulaga á Alþingi sem treystir grundvöll félagsverslunar í land- inu. 1923 Hallgrímur fellur frá, að- eins 46 ára að aldri, og bróðir hans, Sigurður, tekur við af honum sem forstjóri SÍS. Af Sigurði sem kaupfélagsstjóra KEA tekur Vilhjálmur Þór, síðar forstjóri SÍS, þá aðeins 23 ára að aldri. Að frumkvæði Vilhjálms hefst iðnfram- leiðsla á vegum KEA á Akureyri í gærurotun. 1930 KEA reisir aðalskrifstofu- og verslunarbygg- ingu við Hafnarstræti á Akureyri og kaupir ull- arverksmiðjuna Gefjun, síðar kaffibætisgerðina Freyju, sápugerðina Sjöfn og verksmiðju Iðunnar. Sambandið tekur þátt í þessum rekstri með KEA þrátt fyrir mikla skuldasöfnun í kreppunni. 1934 Afurðasölulögin sett á Alþingi sem ætlað er að tryggja bændum sama verð fyrir sínar afurðir án tillits til búsetu í landinu. Höfðatölureglan svokall- aða er komin á sem gerir kaupfélögunum kleift að flytja inn í hlutfalli við fjölda félagsmanna og heim- ilismanna þeirra. Innflutnings- og gjaldeyrisnefnd úthlutar leyfum til innflutnings. Reglan er við lýði til ársins 1943 og kaupfélögum fjölgar stöðugt á þeim tíma. 1937 Inneignir aðildarfélaga SÍS orðnar meiri en skuldirnar og afkoman aldrei verið betri. Til ársins 1938 fjölgaði félagsmönnum um 67% og munar þar mestu um inngöngu KRON í Sambandið. 1946 Vilhjálmur Þór tekur við forstjórastarfi SÍS af Sigurði Kristinssyni. Talið að áherslur hafi breyst mikið með tilkomu Vilhjálms. Véladeildin er stofnuð sem og Samvinnutryggingar og SÍS tekur þátt í stofnun Olíufélagsins hf. Kaupskipaútgerð er hafin og sérstök skipadeild verður til sex árum síð- ar. Ýmis önnur fyrirtæki keypt. 1949 Iðnaðardeildin er stofnuð og SÍS gerist aðili að Norræna samvinnusambandinu. Dráttarvélar hf. taka til starfa. 1951 SÍS stofnar fisksölufyrirtæki í Bandaríkj- unum, Iceland Product, sem er í fyrstu hluti af út- flutningsdeild SÍS í New York. Upp frá því eykst þátttaka SÍS í rekstri frystihúsa víða um land. Vinnumálasambandið er stofnað. 1952 Fimmtugsafmælis SÍS minnst m.a. með mið- stjórnarfundi Alþjóðasamvinnusambandsins í Reykjavík. Samvinnuhreyfingin er sú fjölmennasta á landinu með 31 þúsund félagsmenn, eða 21% þjóðarinnar, í 56 aðildarfélögum. 1954 Íslenskir aðalverktakar stofnaðir með fjórð- ungshlut SÍS í gegnum verktakafyrirtækið Regin, sem síðar varð eignarhaldsfélag. 1955 Vilhjálmur Þór hættir forstjórastarfi í upp- hafi árs og verður bankastjóri Landsbankans. Við af honum tekur forstöðumaður Samvinnutrygginga, Erlendur Einarsson, þá 33 ára. Starfsmenn SÍS eru í kringum 800. Starfsemi Samvinnuskólans flyst að Bifröst í Borgarfirði. 1956 SÍS og Olíufélagið sameinast um kaup á olíu- skipinu Hamrafelli til landsins, sem er stærsta skip í eigu Íslendinga til þessa. 1957 Sjávarafurðadeild Sambandsins opnar fyrstu fiskverksmiðju Iceland Seafood í Bandaríkjunum. 1959 Osta- og smjörsalan stofnuð í Reykjavík að frumkvæði SÍS. Viðreisnarstjórnin tekur við völd- um í landinu og efnahagsaðgerðir hennar hafa slæm áhrif á SÍS. 1963 Samvinnubankinn stofnaður þar sem SÍS er stór eigandi. Verður fljótt stærsti einkabankinn í landinu. 1969 Stórbruni kemur upp í verksmiðjum SÍS á Akureyri í ársbyrjun. Nærri 500 manns missa at- vinnu sína vegna brunans og fjárhagslegt tjón mik- ið. 1973 Bygging stórhýsis við Holtagarða hefst í Reykjavík. Húsið er tekið í notkun 1977 og þar er stórmarkaðurinn Mikligarður m.a. til húsa. 1975 Iceland Seafood í Bandaríkjunum lendir í miklum rekstrarerfiðleikum og er nær gjaldþrota. Guðjón B. Ólafsson, þáverandi framkvæmdastjóri sjávarútvegsdeildar SÍS, fer vestur og tekur stjórn fyrirtækisins að sér. 1982 Aldarafmælis Kaupfélags Þingeyinga minnst og 80 ára afmælis SÍS með hátíðarsamkomu á Laugum í júní. Kaupfélögin eru nú 44 og fé- lagsmenn um 42 þúsund. 1986 Guðjón B. Ólafsson tekur í ársbyrjun við af Erlendi sem forstjóri. Valur Arnþórsson, kaup- félagsstjóri KEA og stjórnarformaður SÍS, er orð- aður við starfið en gefur að lokum ekki kost á sér. Guðjón innleiðir nýjan stjórnunarstíl sem sagður er frá tíð hans sem yfirmaður Iceland Seafood. Velta Sambandsins er nú orðin meiri en hjá ríkissjóði. 1987 Sambandið gerir tilboð í Útvegsbankann með það fyrir augum að sameina hann Samvinnubank- anum. Tilboðinu er ekki tekið en um málið verða deilur á pólitískum vettvangi. 1988 Samvinnuskólinn á Bifröst gerður að sjálfseignarstofnun og honum gefið nafnið Sam- vinnuháskólinn. 1989 Sambandið flytur úr Sölvhólsgötu í end- urbætta byggingu við Kirkjusand, nú höfuðstöðvar Íslandsbanka. Á aðalfundi kemur í ljós 1.200 millj- óna halli árið áður og viðlíka halli hjá kaupfélög- unum. Í september kaupir Landsbankinn 52% hlut í Samvinnubankanum og ári síðar hafa bankarnir sameinast að fullu undir nafni þess fyrrnefnda. Hugmyndir koma fram um breytt skipulag á rekstrinum en það mætir andstöðu sumra deilda og hætt er við áformin. 1990 Hart deilt á aðalfundi Sambandsins í júní þar sem forstjórinn segir m.a. að ræðumenn hafi flestir engan skilning á vanda sambandsins. Ummælin falla í grýttan jarðveg fundarmanna. Ákveðið er að skipta Sambandinu upp í sjálfstæðar deildir og stofna hlutafélög um þær. Þetta eru sjáv- arafurðadeildin, skipadeildin, verslunardeildin, bif- reiða- og véladeildin Jötunn, búvörudeildin og fjár- máladeildin. Mikligarður og KRON sameinast í eitt félag. Versnandi skuldastaða fer að koma betur í ljós. 1991 Mikligarður opnar nokkrar verslanir undir heitinu 11–11 og rekur fleiri matvöruverslanir auk stórmarkaðarins við Holtagarða. 1992 Rannsóknarnefnd sett á laggirnar á vegum Landsbankans til að kanna eignastöðu Sambands- ins. Hrikaleg skuldastaða kemur í ljós, þ.á m. 1.300 milljóna skuldir í útlöndum, og ákveðið er að bank- inn yfirtaki eignir SÍS með stofnun eignarhalds- félagsins Hamla. Bankinn afskrifar 750 milljónir króna af skuldum SÍS. Öllum starfsmönnum er sagt upp, eða fimmtán talsins, og þeirra á meðal Guðjóni B. Ólafssyni, og Sambandið hættir rekstri sem sjálfsætt fyrirtæki og verður fyrst og fremst eignarhaldsfélag. 1993 Mikligarður er lýstur gjaldþrota og nema samþykktar kröfur um 1.200 milljónum króna. Ís- lenskur skinnaiðnaður á Akureyri fer um líkt leyti í gjaldþrot. 1998 Skrifstofa Sambandsins við Holtagarða í Reykjavík er lögð niður og aðstaðan flyst norður í höfuðstöðvar KEA á Akureyri. 2002 Samband íslenskra samvinnufélaga 100 ára hinn 20. febrúar. Stjórn þess undirritar sam- komulag við Viðskiptaháskólann í Bifröst um að kanna á hvaða sviðum samvinnufélagsformið hentar á Íslandi á nýrri öld og einnig er samið um sögurit- un sambandsins. Nokkur tímamót í 100 ára sögu Hallgrímur Kristinsson Sigurður Kristinsson Vilhjálmur Þór Erlendur Einarsson Guðjón B. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.