Morgunblaðið - 20.02.2002, Síða 32
UMRÆÐAN
32 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UNDANFARNAR vikur hafa
fjölmiðlar verið uppfullir af árás-
um á Sturlu Böðvarsson sam-
gönguráðherra. Flest-
ir virðast telja sig
hafa efni á að segja
ráðherranum til synd-
anna og lengst gekk
Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður
Vinstri grænna og
fyrrverandi ráðherra,
þegar hann ýjaði að
því að ráðherrann
ætti að segja af sér.
Sumir eru fljótir að
gleyma. Ég man þá
tíð að Steingrímur
sjálfur lenti í vand-
ræðum í sinni ráð-
herratíð vegna máls
sem mikið var gert úr
og hann gagnrýndur
mjög, líkt og Sturla núna. Ekki
minnist ég þess að Steingrímur
teldi að hann ætti að segja af sér
vegna málsins.
Ástæða þess að ég sting niður
penna er sú að mér ofbjóða ýmsar
þær einkunnir sem verið er að
gefa Sturlu í fjölmiðlum. Ég hef í
tæp ellefu ár verið samþingmaður
hans í Vesturlandskjördæmi og
þekki því býsna vel til starfa hans.
Öll mín kynni af Sturlu eru á einn
veg; hann er vandaður
sómamaður sem legg-
ur sig allan fram við
þau verkefni sem
hann tekur að sér.
Þá er Sturla ein-
hver harðduglegasti
og vinnusamasti mað-
ur sem ég hef kynnst,
og það svo mjög að
stundum finnst manni
nóg um.
Við Sturla höfum
átt samleið í þrennum
alþingiskosningum á
Vesturlandi.
Í öll skiptin hefur
fylgi Sjálfstæðis-
flokksins aukist veru-
lega. Það hefði varla
gerst ef sá sem leitt hefur listann
hefði ekki notið trausts Vestlend-
inga.
Verk ráðherra og ráðuneyta eru
oft umdeilanleg og sjálfsagt hefði
eitthvað mátt betur fara í sam-
gönguráðuneytinu, en linnulausar
árásir á Sturlu Böðvarsson að und-
anförnu, þar sem honum hafa ver-
ið valin ýmis hrakyrði, eru afskap-
lega ósanngjarnar.
Ég er ekki í vafa um að þegar
frá líður muni margir þeirra sem
hæst láta vilja að þeir hefðu farið
fram með meiri hófsemd.
Ég efast ekki um að Sturla
Böðvarsson mun standa þetta hret
af sér, enda er það nú svo með þá
sem aldir eru upp undir Jökli að
þeir gefast ekki upp þótt pusi á
bátinn.
Ómakleg
umfjöllun
Guðjón
Guðmundsson
Höfundur er alþingismaður.
Hret
Ekki minnist ég
þess, segir Guðjón
Guðmundsson, að
Steingrímur teldi að
hann ætti að segja
af sér vegna málsins.
Í DAG og á morgun
fara fram mikilvægar
kosningar í Háskóla Ís-
lands. Þar skipa stúd-
entar í framvarðasveit í
hagsmunabaráttu sinni
á vettvangi Stúdenta-
ráðs og háskólaráðs.
Röskva hefur í þessari
kosningabaráttu lagt
höfuðáherslu á að
kynna stúdentum vel
þær framsæknu hug-
myndir sem hún vill
koma í framkvæmd á
næsta starfsári. Stefna
Röskvu er stefna um
jafnrétti allra til náms.
Á síðustu dögum
kosningabaráttunnar hefur glögg-
lega komið í ljós um hvað kosning-
arnar snúast. Um fjölmörg atriði eru
fylkingarnar sammála, t.d. barátt-
una fyrir bættri kennslu og auknum
tengslum Háskóla og atvinnulífs.
Samstaða fylkinganna í þessum mál-
um hefur komið berlega í ljós í vetur.
Röskva leggur mikla áherslu á að svo
verði áfram og að fylkingarnar legg-
ist á eitt um hin sameiginlegu stefnu-
mál. Um þau er hins vegar ekki kos-
ið, kosningarnar snúast að sjálfsögðu
um þau málefni sem greinir að. Það
eru grundvallaratriði sem lúta að því
að tryggja jafnrétti til náms.
Hærri námslán fyrir alla
Kosið er um hækkun grunnfram-
færslu LÍN eða lækkun skerðingar-
hlutfalls. Röskva vill hærri grunn-
framfærslu, enda skilar slík breyting
sér í hækkun námslána hjá öllum.
Lækkun skerðingarhlutfallsins skil-
ar sér hins vegar fyrst og fremst í
hækkunum hjá þeim tekjuhæstu. Ef
borin er saman 5.000 króna hækkun
grunnframfærslu og 10% lækkun
skerðingarhlutfalls kemur í ljós að
80% stúdenta hagnast meira af
hækkun grunnframfærslunnar. Mál-
ið snýst um forgangsröðun. Við vit-
um að námslánin eru of lág. Eigum
við þá að hækka námslánin mest hjá
þeim 20% stúdenta sem tekjuhæstir
eru, en skilja þá tekjulægstu algjör-
lega eftir? Því hafnar Röskva, hún
vill hærri námslán fyrir alla.
Það þarf ábyrgan málflutning í
lánasjóðsmálum. Talnaleikfimi af
þeim toga sem við höfum orðið vitni
að í kosningabaráttunni er einungis
til þess fallin að slá vopnin úr hönd-
um okkar stúdenta. Það er til lítils að
tala um aukið samstarf í Stúdenta-
ráði þegar kosningabaráttan er
byggð upp á augljósum rangfærslum
um þann árangur sem Stúdentaráð
hefur náð undir forystu Röskvu. Töl-
ur frá 1990, sem haldið hefur verið á
lofti, segja ekkert um árangur
Röskvu. Röskva tók við forystu í
lánasjóðsbaráttunni 1992 og síðan þá
hafa lánin hækkað um 11,7% umfram
verðlag. Það er áþreifanlegur árang-
ur.
Skólagjaldalaus Háskóli
Sú stefna menntamálaráðherra að
veita framlög til allra háskóla á sömu
forsendum, án tillits til þess hvort
þeir innheimta skólagjöld eða ekki,
er ögrun við hugmyndir um jafnrétti
til náms. Samkeppnisstaða Háskóla
Íslands er afar erfið þegar einka-
skólar fá sömu fjárframlög frá ríkinu
og innheimta síðan skólagjöld ofan á
það. Þessi stefna stjórnvalda felur í
fyrsta lagi í sér þá hættu að nám við
Háskóla Íslands verði smám saman
annars flokks, þannig að góð mennt-
un verði að forréttindum hinna efna-
meiri. Í öðru lagi felur hún í sér þá
hættu að Háskóli Íslands neyðist til
að taka upp skólagjöld.
Þessi séríslenska stefna er helsti
hvatinn að því að skólagjöld komist á
við Háskóla Íslands. Gegn því berst
Röskva. Um málið er grundvallar-
ágreiningur í Stúdentaráði. Það er
ekki nóg að segjast vera á móti
skólagjöldum, en neita að berjast
gegn helstu ástæðu þess að Háskóla
Íslands er ögrað með skólagjöldum.
Það þarf að ráðast að rót vandans.
Það gerir Röskva.
Þú hefur áhrif
Við stúdentar höfum áhrif. Með
markvissum málflutningi náum við
okkar fram. Það sýndum við glögg-
lega í vetur þegar við snerum bökum
saman og knúðum ráðamenn til að
draga hluta af fyrirhuguðum hækk-
unum innritunargjalda til baka.
Áhrifum fylgir ábyrgð, það skiptir
máli hverjir stjórna Stúdentaráði.
Það hefur aldrei verið brýnna en nú
að halda kröfunni um jafnrétti til
náms hátt á lofti. Fyrir það stendur
Röskva. Snúum bökum saman og
sækjum fram. Háskólanám á að vera
fyrir alla.
Snúum bök-
um saman
Lillý Valgerður
Höskuldsdóttir
Stúdentar
Stúdentar hafa skýran
valkost, segja Ingvi
Snær Einarsson og
Lillý Valgerður
Pétursdóttir. Stefna
Röskvu er stefna um
jafnrétti til náms.
Ingvi Snær skipar fyrsta sæti á lista
Röskvu til Stúdentaráðs og Lillý það
fimmta.
Ingvi Snær
Einarsson
Í DAG er fyrri kjördagur í kosn-
ingum til Stúdentaráðs og háskóla-
ráðs í Háskóla Íslands. Á und-
anförnum vikum hefur Vaka kynnt
stefnumál sín með ýmiss konar út-
gáfu, stofukynningum og á heima-
síðu sinni, vaka.hi.is. Í kosninga-
baráttunni hefur Vaka lagt mikla
áherslu á nauðsyn þess að þær
þrætur sem einkennt hafa stúd-
entapólitíkina hafi haft vond áhrif
á málstað stúdenta, og þar með
Háskóla Íslands. Vaka lítur svo á
að Stúdentaráð sé hagsmunafélag
stúdenta og sem slíkt þurfi það að
einbeita sér í auknum mæli að því
að knýja á um umbætur innan
veggja skólans og um leið styðja
við bakið á Háskólanum í þeirri
samkeppni sem hann á.
Sterk staða
Háskóla Íslands
Vaka hefur gagnrýnt ofur-
áherslu Stúdentaráðs, undir for-
ystu núverandi meirihluta, á
meinta erfiðleika skólans í inn-
lendri samkeppni. Vaka telur
þvert á móti að Háskóli Íslands sé
merkisberi annarra íslenskra
menntastofnana og að hann njóti
góðs af þeim aukna fjölbreytileika
sem nú býðst í æðri menntun hér-
lendis. Við teljum að Háskóli Ís-
lands eigi að skipa sér á bekk með
alþjóðlega viðurkenndum rann-
sóknarháskólum og eigi að líta svo
á að hann sé í samkeppni við þá.
Við viljum að stúdentar gæti að
því að stærsta hagsmunamál stúd-
enta er gæði menntunarinnar sem
þeim stendur til boða. Við stönd-
um öll betur að vígi þegar Háskól-
inn styrkir sig í sessi.
Endurnýjun
nauðsynleg
Ítarleg stefnuskrá Vöku fyrir
þessar kosningar ber þess merki
að Vaka hefur fjölda hugmynda
sem hún hyggst hrinda í fram-
kvæmd fái hún meirihluta í kosn-
ingunum. Við trúum því að með
framtakssemi og verkgleði geti
stúdentar, og forysta þeirra í
Stúdentaráði, áorkað miklum mun
meira en hingað til. Við teljum að
breyttar áherslur og ný vinnu-
brögð séu forsenda þess að raddir
stúdenta skili sér í bættri stöðu
Háskólans í framtíðinni. Núver-
andi meirihluti hefur setið síðan
1991 og tími er kominn til þess að
ferskir vindar leiki um þetta
mikilvæga hagsmunafélag stúd-
enta við Háskóla Íslands. Endur-
nýjun hugmynda er nauðsynlegur
þáttur í þróun háskólasamfé-
lagsins og við stúdentar eigum að
vera aflvaki slíkrar þróunar. Til að
svo megi verða er nauðsynlegt að
Vaka fái brautargengi í þessum
kosningum.
Samstaða um
hagsmunamálin
Vaka leggur áherslu á að flest
hagsmunamál stúdenta eru okkur
öllum sameiginleg. Öll viljum við
bæta kennslu, auka veg rann-
sókna, bæta kjör þeirra sem eru á
námslánum, bæta aðstöðu til náms
og tryggja að allir hafi jafnan að-
gang að æðri menntun. Þess vegna
lítur Vaka svo á að stúdentapólitík
geti ekki snúist um völd heldur
hljóti hún að snúast um árangur.
Árangur núverandi meirihluta hef-
ur farið dvínandi á síðustu árum
og er nærtækasta skýringin sú að
baráttan um að halda völdum hafi
byrgt meirihlutanum sýn. Þetta
endurspeglast m.a. í því að Stúd-
entaráðsliðar Vöku hafa litla að-
komu fengið að starfi og ákvarð-
anatöku í nefndum og ráðum
Stúdentaráðs. Þessu mun Vaka
breyta. Við leggjum áherslu á að
allir þeir sem starfa í ráðinu fái
viðnám krafta sinna og tækifæri til
þess að koma hugmyndum á fram-
færi og í framkvæmd.
Kjósið Vöku
Stúdentar við Háskóla Íslands
hafa ekki efni á því að einstreng-
ingslegur sandkassaleikur fylking-
anna lami samtakamátt stúdenta.
Til að breyting verði á þurfa nýir
straumar að leika um Stúdentaráð.
Við hvetjum stúdenta til þess að
gefa breytingum tækifæri. Við
hvetjum þá til þess að kjósa sam-
stöðu fremur en sundrung. Við
skorum á ykkur að leggja Vöku lið
í kosningunum og setja X við A í
dag og á morgun.
Kjósum
samstöðu
Davíð
Gunnarsson
Stúdentar
Gefið breytingum
tækifæri. Sigþór
Jónsson, Steinunn
Vala Sigfúsdóttir og
Davíð Gunnarsson
hvetja stúdenta
til að velja samstöðu
og kjósa Vöku.
Sigþór skipar 1. sæti og Steinunn
Vala Sigfúsdóttir 5. sætið á lista
Vöku til Stúdentaráðs. Davíð skipar
1. sæti á lista Vöku til háskólaráðs.
Steinunn Vala
Sigfúsdóttir
Sigþór
Jónsson
Sterkar kalk + D-vítamín
Styrkir bein og tennur
400 mg af kalki töflur til að gleypa.
Nýtt frá Biomega
Fæst í apótekum
Taska
aðeins 750 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is