Morgunblaðið - 20.02.2002, Qupperneq 33
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 33
KEPPNI í Meistaradeild í hesta-
íþróttum hefst í annað sinn í dag,
miðvikudaginn 20. febrúar, þegar
keppt verður í fjórgangi í Ölf-
ushöllinni á Ingólfshvoli. Margir
af bestu knöpum landsins munu
mæta til leiks, þar á meðal þeir
átta sem urðu efstir í Meist-
aradeildinni í fyrra. Nú er stefnt
að því að dreifa keppninni á fjóra
staði á landinu.
Meistaradeildin byggist á móta-
röð þar sem sömu knaparnir etja
kappi í ýmsum keppnisgreinum og
safna stigum til meistaratignar á
sjö mótum sem haldin eru hálfs-
mánaðarlega. Fyrsta mótið verður
eins og áður segir í kvöld og verð-
ur keppt í fjórgangi í Ölfushöll-
inni á Ingólfshvoli. Sjálf keppnin
hefst kl. 18.30 en reiknað er með
að úrslit hefjist kl. 21.15. Annað
mótið verður í Reiðhöllinni í Víði-
dal í Reykjavík 5. mars en þá
verður keppt í tölti. Keppt verður
í fimmgangi í Reiðhöllinni Svaða-
stöðum á Sauðárkróki 19. mars,
hraðafimi og hraðaskeiði í Ölf-
ushöllinni 2. apríl, gæðingafimi og
hraðaskeiði í Reiðhöllinni í Víðidal
16. apríl, tölti í Skautahöllinni á
Akureyri 30. apríl og að síðustu í
gæðingaskeiði og 150 m. skeiði á
Ingólfshvoli 14. maí.
Örn Karlsson, talsmaður Meist-
aradeildarinnar, segist ánægður
með hvernig til tókst í fyrra. Hug-
myndin að mótaröðinni kviknaði
þegar farið var að velta fyrir sér
möguleikum á að gera hesta-
íþróttirnar meira spennandi fyrir
áhorfendur. Það hefur valdið
áhyggjum að fáir áhorfendur hafa
mætt á hestaíþróttamót og því
taldi hann og fleiri að nauðsynlegt
væri að brydda upp á nýjungum,
skapa meiri spennu og umbuna
knöpum sem ná árangri.
Meðal þess sem lögð er áhersla
á er að keppnin byggist upp á
mótaröð þar sem keppendur safna
stigum til meistaratignar og sömu
keppendur etja kappi alla móta-
röðina. Mótin verða stutt, þ.e. um
það bil 2 klst og haldin með reglu-
legu millibili í 3 til 4 mánuði.
Einnig njóta keppendur góðs af
áhuga áhorfenda því þeir fá
ákveðið hlutfall af tekjum deild-
arinnar.
Verðlaunafé tvöfaldað
Verðlaunafé tvöfaldast nú frá
því í fyrra og verður nú um 1,2
milljónir króna sem byggist á
stuðningi nokkurra fyrirtækja. Til
mikils er því að vinna fyrir þá 37
knapa sem skráðir eru til leiks.
Þar eru fremstir í flokki þeir átta
sem stóðu efstir í fyrra og
tryggðu sér þar með keppnisrétt á
þessu ári. Deildarmeistari var Sig-
urður Sigurðarson, 2. Sigurbjörn
Bárðarson, 3. Adolf Snæbjörnsson,
4. Brynjar Jón Stefánsson, 5. Sig-
urður Sæmundsson, 6. Hinrik
Bragason, 7. Hallgrímur Birkisson
og 8. Þorvaldur Árni Þorvaldsson.
Ákveðið hefur verið að skera
fjölda keppenda niður í 20 eftir
árangri í þremur fyrstu mótunum.
Keppnisstjórn áskilur sér þó rétt
til að breyta þessari tölu um einn
eða tvo telji hún það styrkja deild-
ina. Átta stigahæstu knaparnir að
loknum öllum mótunum færast
sjálfkrafa upp í Meistaradeild að
ári. Þá öðlast stigahæsti knapi Ís-
landsmótsins í sumar einnig þátt-
tökurétt ásamt besta manni í ís-
lenskri tvíkeppni og
skeiðtvíkeppni. Sérstök úrtaka fer
fram um önnur sæti í deildinni í
upphafi næsta keppnistímabils.
Keppni
í Meist-
aradeild-
inni hefst
á ný
GUSTUR hélt mót í góðu veðri á
laugardag í Glaðheimum þar sem
keppt var í mörgum flokkum sem
skiptust eftir aldri og kyni. Þátt-
taka var að sögn afar góð og þá sér-
staklega í yngri flokkum. Dómarar
þar voru hjónin Anna Björk Ólafs-
dóttir og Snorri Dal.
Fáksmenn færðu sitt mót sem
haldið var á Víðivöllum af laugar-
degi þegar veðrið var eins og best
verður á kosið yfir á sunnudag þeg-
ar gekk á með éljum. Alls voru þátt-
takendur 74 og sýnu best þátttaka í
kvennaflokkum sem voru tveir. Það
var sá kunni kappi Þórður Þor-
geirsson sem dæmdi á mótinu.
Ekkert varð af kappreiðum á
Rauðavatni að þessu sinni eins og
fyrirhugað var.
Hafði loks sigur á systur sinni
Faxi í Borgarfirði hélt fyrsta
mótið í þriggja móta röð á Vatns-
hamravatni á sunnudag og var þátt-
taka þokkaleg en þó bar svo við að
enginn skráði sig til leiks í ung-
lingaflokki sem vissulega vekur upp
spurningar. Þátttakendur voru að-
eins tveir í ungmennaflokki. Hesta-
kostur þótti mjög góður og fóru þar
fremst í flokki Sigursteinn Sigur-
steinsson á Dagrúnu frá Skjól-
brekku sem var í feiknastuði á ísn-
um. Einnig vakti sigurvegarinn í
barnaflokki Heiðar A. Baldursson
athygli en hann keppti á fyrstu
verðlauna stóðhestinum Hágangi
frá Sveinatungu og þótti fara vel
hjá þeim stutta. Náði hann með
sigrinum langþráðu markmiði sem
var að sigra systur sína sem nú
hafnaði í þriðja sæti að þessu sinni.
Það má því segja að líf sé í tusk-
unum í Múlakoti þaðan sem systk-
inin eru en eldri systir þeirra Sóley
hafði betur í einvígi við Vilborgu
Bjarnadóttur í ungmennaflokki.
Í Ölfushöllinni að Ingólfshvoli
hélt Sleipnir á Selfossi og nágrenni
íþróttamót sem tókst ágætlega.
Upphaflega átti að halda mótið á ís
við Stokkseyri en mönnum þótti ís-
inn ekki nógu traustur eftir vætutíð
í vikunni. Völlur félagsins á Selfossi
þótti ekki í því ástandi að boðlegt
væri að halda mótið þar og því var
brugðið á það ráð að flytja mótið í
Ölfushöllina. Keppt var í tölti með
hinu hefðbundna vetrarmótssniði
þar sem Erlingur Erlingsson frá
Feti og Bergur Jónsson frá Ketils-
stöðum sáu um dómstörfin.
Afrekin í ruslið
Þá héldu Sörlamenn í Hafnarfirði
sitt árlega grímutölt í reiðhöll fé-
lagsins að Sörlastöðum og þótti tak-
ast vel til að þessu sinni. Aðsókn
betri en oft áður að sögn Sigurðar
Ævarssonar en ekki tókst eins vel
til með úrslitablöðin því talið var að
þau hefðu lent í ruslakörfunni og
því ekki hægt að birta þau og reynir
nú á minni þeirra Sörlamanna.
Vetrarmót Fáks á Víðivöllum
Pollar
1. Edda H. Hinriksdóttir á Sölku frá Litlu-
Sandvík
2. Ragnar Tómasson á Óðni frá Gufunesi
3. Edda R. Guðmundsdóttir á Gullfaxa frá
Svignaskarði
4. Eva M. Þorvarðardóttir á Gulbrá frá
Berjanesi
5. María B. Ríkharðsdóttir á Ljóma
Börn
1. Sara Sigurbjörnsdóttir á Húna frá
Torfunesi
2. Vigdís Matthíasdóttir á Gyðju
frá Fjalli
3. Valdimar Bergstað á Sóloni frá
Sauðárkróki
4. Lilja Ó. Alexandersdóttir á Krapa frá
Miðhjáleigu
5. Teitur Árnason á Hrafni frá Ríp
Unglingar
1. Ásdís B. Guðmundsdóttir á Straumi frá
Hofsstaðaseli
2. Eyvindur H. Gunnarsson á Frama frá
Auðsholtshjáleigu
3. Anna Francesca á Natan frá Hnausum 2
4. Árný Antonsdóttir á Pegasusi frá
Mykjunesi
5. Björn Ástmarsson á Fjölni frá Brekkum
Ungmenni
1. Þórdís E. Gunnarsdóttir á Iðunni frá
Þúfu
2. Signý Á. Guðmundsdóttir á Skruggu frá
Sólbakka
3. Unnur B. Vilhjálmsdóttir á Svertu
Konur 2. flokkur
1. Hilda K. Garðarsdóttir á Ófeigi frá Þing-
eyrum
2. Elisabet Pauser á Kólfi Grár frá
Stangarholti
3. Ingibjörg Svavarsd. á Dropa frá Selfossi
4. Maria Bodenhaf á Njörvari frá Vestra-
Fíflholti
5. Chris Mainka Rauðhetta Rauðskjótt 7
Hrafnkelsstöðum
Konur 1. flokkur
1. Lena Zielinski á Hyllingu frá
Vakurstöðum
2. Edda R. Ragnarsdóttir á Hreggi frá
Sauðafelli
3. Sara Ástþórsdóttir á Þyrnirós frá
Álfhólum
4. Rósa Valdimarsdóttir á Zorró frá
Álfhólum
5. Ólöf Guðmundsdóttir á Fagra-Blakki frá
Kanastöðum
Karlar 2. flokkur
1. Árni Guðmundsson á Roða
2. Sigurþór Jóhannesson á Hrafnhildi frá
Hömluholtum
3 Grétar J. Sigvaldason á Fiðlu frá
Sælukoti
4. Rúnar Bragason á Hrefnu frá Ölfusholti
5. Úlfar Guðmundsson Kjarkur
Brúnstjörnóttur 10 Hornafirði
Karlar 1. flokkur
1. Róbert Petersen á Hrappi frá Súluholti
2. Auðunn Kristjánsson á Kviku
3. Tómas Snorrason á Skörungi frá
Brattholti
4. Tómas Ragnarsson á Dreka frá
Syðra-Skörðugili
5. Magnús Arngrímsson á Gaia frá
Keldnakoti
Vetrarleikar Gusts
í Glaðheimum
Pollaflokkur
1. Helena R. Leifsdóttir á Þrym frá
Skáney.
2. Sigrún G. Sveinsdóttir á Pjakki frá
Efsta-Dal.
3. Karen Ívarsdóttir á Björt frá
Landeyjum.
Börn
1. Sigrún Ý. Sigurðardóttir á Sörla frá
Kálfhóli
2. Bára B. Kristjánsdóttir á Laska frá
Kirkjubæ
3. Guðný B. Guðmundsdóttir á Litla-Rauð
frá Svignaskarði
4. Emelía Gunnarsdóttir á Dropa frá
Svínafelli
5. Guðlaug R. Þórsdóttir á Krossfara frá
Syðra-Skörðugili
Unglingar
1. Hrafn Norðdal á Þór frá Stóra Dal
2. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson á Væng frá
Köldukinn
3. Tryggvi Þ. Tryggvason á Skrekk frá
Sandfelli
4. Vala D. Birgisdóttir á Lýsingi frá
Hellnatúni
5. Reynir A. Þórsson á Baldri frá Miðey
Ungmenni
1. Sigvaldi L. Guðmundsson á Brynju frá
Skógskoti.
2. Arndís Sveinbjörnsdóttir á Sóma frá
Breið.
3. Berglind R. Guðmundsdóttir á Gerplu
frá Svignaskarði.
Konur
1. Oddný M. Jónsdóttir á Fjöður frá
Svignaskarði
2. Helga Júlíusdóttir á Hrannari frá
Skeiðháholti.
3. Birgitta D. Kristinsdóttir á Lauki frá
Feti.
4. Maríanna S. Bjarnleifsdóttir á Ljúfi frá
Hafnarfirði.
5. Sunna Reynisdóttir á Goða
Heldri menn (50 ára og eldri)
1. Ásgeir Guðmundsson á Herkúlesi frá
Glóru
2. Kristján M. Hjartarson á Brá frá
Köldukinn
3. Pétur Siguroddsson á Krumma frá
Vatnsleysu
4. Leifur Eiríksson á Kveik frá Miðsitju
5. Svanur Halldórsson á Gúnda frá
Kópavogi.
Karlar
1. Steingrímur Sigurðsson á Álu frá
Blesastöðum.
2. Ríkarður F. Jensen á Mózart frá
Selfossi.
3. Hlynur Þórisson á Krumma frá
Vindheimum.
4. Þorvaldur Gíslason á Klið frá
Hrafnagili.
5. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, jr. á Óra
frá Fjalli.
Stigamót Faxa á Vatns-
hamravatni við Hvanneyri
Börn
1. Heiðar A. Baldursson á Hágangi frá
Sveintaungu
2. Helga Jónsdóttir á Korgi frá
Kópareykjum
3. Anna H. Baldursdóttir Skáley frá
Múlakoti
Ungmenni
1. Sóley B. Baldursdóttir á Snerpu frá
Múlakoti
2. Vilborg Bjarnadóttir á Mími frá Skáney
Konur
1.vHeiða D. Fjeldsteð á Háfeta frá
Múlakoti
2. Elísabet Jansen á Feng frá
Sauðárkróki
3. Monika Kempfler á Sleipni frá
Hrafnkelsstöðum
4. Björg M. Þórsdóttir á Reyk frá Hesti
5. Katrín Ólafsdóttir á Rosa.is frá
Skjólbrekku
Karlar
1. Sigursteinn Sigursteinsson á Dagrúnu
frá Skjólbrekku
2. Hrafn Þ. Hákonarson á Gyrði frá
Akranesi
3. Viggó Sigursteinsson á Þulu frá
Skjólbrekku
4. Þorkell Þórðarson á Forki Djúpfara frá
Hvanneyri
5. Jakob Sigurðsson á Þorra frá Eyri
Íþróttamót Sleipnis
í Ölfushöllinni
Börn
1. Guðjón S. Sigurðsson á Skjanna frá
Kolsholti
2. Ástgeir Sigmarsson á Goða frá
Sandhólaferju
3. Sandra D. Garðarsdóttir á Þór
4. Guðlaugur Þórðarsson á Sjóði frá
Hreiðurborg
5. Sigurður O. Karlsson á Brandi
Unglingar
1. Freyja A. Gísladóttir á Muggi frá Stang-
arholti
2. Sandra Hróbjartsdóttir á Verðanda frá
Grund
3. Sigrún A. Brynjarsdóttir á
Orku frá Selfossi
4. Emil Þ. Guðjónsson á Gunndísi frá
Strönd
5. Ármann Sverrisson á Tígli frá Selfossi.
Ungmenni
1. Kristinn E. Loftsson á Jarli frá
Efri-Gegnishólum
2. Daníel I. Larsen á Sokka frá
Herríðarhóli
3. Suvi á Reyk frá Minni-Borg
Áhugamenn
1. Bjarne Fossan á Tindi frá Vallanesi
2. Haraldur Arngrímsson á Víði frá
Þjóðólfshaga
3. Ólafur Jósepsson á Kviku frá
Syðri-Gegnishólum
4. Davíð Sigmarsson á Þokkadís
5. Þórður Stefánsson á Þrótti frá
Voðmúlastöðum
Atvinnumannaflokkur/
Opinn fl.
1. Leifur Helgason á Geisla frá
Ljónstöðum
2. Sævar Ö. Sigurvinsson á Rökkva frá
Skarði
3. Hermann Karlsson á Prins frá
Ytri-Bægisá
4. Hugrún Jóhannsdóttir á Mósart frá
Sigluvík
5. Sigríður Pjétursdóttir á Gormi frá
Brennigerði.
Edda Rún Ragnarsdóttir veitti Lenu harða keppni
á öðru ungu hrossi, Hregg frá Sauðafelli, sem þykir
afar efnilegur.
Morgunblaðið/Valdimar
Lena Zielenski hafði sigur í flokki atvinnukvenna á
ungri hryssu, Hyllingu frá Vakurstöðum, en hún er
aðeins fimm vetra gömul.
Vetrarmót á
ís, í höllum og
úti á völlum
Í hinum harða kjarna atvinnu-
manna sigraði Róbert Petersen á
Hrappi frá Súluholti.
Fimm mót voru haldin um helgina víða
um land. Greina má mikinn keppnishug í
hestamönnum strax í upphafi keppnis-
tímabilsins og víst að mikið verður lagt
undir til að komast á landsmót í sumar.
Valdimar Kristinsson tók saman úrslit
mótanna og myndaði nokkra af
verðlaunahöfum helgarinnar.