Morgunblaðið - 20.02.2002, Síða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 35
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
✝ Edda IngveldurVikar fæddist í
Reykjavík 29. des-
ember 1927. Hún
lést á heimili sínu 7.
febrúar síðastliðinn.
Faðir hennar var
Guðmundur Bjarna-
son Vikar klæð-
skerameistari í
Reykjavík, f. 11.4.
1888, d. 24.5. 1941.
Faðir Guðmundar
var Bjarni Magnús-
son steinsmiður í
Reykjavík, f. í Suð-
urkoti í Grímsnes-
hreppi í Árnessýslu 2.10. 1851, d.
31.5. 1928. Foreldrar hans voru
Magnús Vigfússon, bóndi, f. í Fífl-
holtshjáleigu í Vestur-Landeyja-
hreppi í Rangárvallasýslu 26.9.
1823, d. 19.8. 1896, og Vigdís
Bjarnadóttir, f. 1815. Móðir Guð-
mundar var Sólveig Sigurðardótt-
ir, f. í Reykjavík 6.7. 1868, d. 3.9.
1949. Foreldrar hennar voru Sig-
urður Jónsson, bóndi og sjómaður
að Móakoti í Reykjavík, f. 8.1.
1824, d. 2.4. 1890, og Guðrún Jó-
hannesdóttir, f. að Mosfelli í Mos-
fellssveit 10.9. 1836, d. 20.3.1894.
Móðir Eddu var Lilja Finnboga-
dóttir Vikar, húsmóðir í Reykja-
vík, f. 10.4. 1900, d. 12.4. 1988.
Faðir Lilju var Finnbogi Finn-
bogason, stórbóndi á Galtalæk í
Landsveit á Rangárvöllum, f. 24.4.
1870, d. 25.8. 1908. Foreldrar hans
voru Finnbogi Árnason, bóndi á
Galtalæk, f. að Vestri-Tungu á
Rangárvöllum 8.8. 1822, d. 12.5.
1976, maki Jahmel Toppin, f. 22.3.
1976, þau eru búsett í Bandaríkj-
unum. Sambýliskona Guðmundar
Vikar er Guðrún Garðars, deild-
arstjóri, f. 10.12. 1956, sonur
hennar er Guðmundur Þór Vil-
hjálmsson, f. 4.3. 1984. Hinn 9.1.
1954 kvæntist Edda eftirlifandi
eiginmanni sínum Sigurgísla Sig-
urðssyni, húsgagna- og innanhúss-
arkitekt í Reykjavík, f. í Reykjavík
16.5. 1923. Börn þeirra eru: a)
Hjördís arkitekt, f. 15.10. 1956,
maki Dennis Davíð Jóhannesson
arkitekt, f. 29.7. 1946. Sonur
Dennis er Ragnar Jón, f. 9.10.
1982. b) Hilmar rafvirki, f. 16.11.
1957, maki Ásgerður Atladóttir, f.
18.1. 1957. Synir þeirra eru Orri,
f. 22.7. 1980, og Gísli, f. 22.10.
1981. c) Sjöfn, doktor í matvæla-
fræði, f. 2.9. 1963. Maki Stefán
Jökull Sveinsson lyfjafræðingur, f.
2.5. 1963. Börn þeirra eru Tinna, f.
25.8. 1988, og Snorri, f. 12.4. 1993.
Edda ólst upp í Reykjavík en
dvaldi á sumrin fram að fermingu
í Sandgerði að Bæjarskerjum hjá
frænku sinni, Vigdísi, og manni
hennar, Theodóri. Edda lauk
barnaskólaprófi og stundaði nám í
Kvennaskólanum í Reykjavík.
Edda nam og lagði stund á vefnað
og myndvefnað. Hún vann hjá
gullsmíðaverslun Magnúsar
Benjamínssonar 1941-1943, var
ritari hjá Samtryggingu íslenskra
botnvörpunga 1944-1948, Slipp-
félaginu í Reykjavík 1952-1954,
hjá Kópavogsbæ 1972-1981, hjá
sjávarútvegsráðuneytinu 1982 og
hjá Skrifstofu rannsóknastofnana
atvinnuveganna 1983-1994. Edda
og Sigurgísli bjuggu í Kópavogi
frá árinu 1960.
Útför Eddu fer fram frá Digra-
neskirkju í Kópavogi í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
1877, og Guðríður
Eyjólfsdóttir frá
Minnivöllum í Land-
sveit, f. 9.9. 1829, d.
1912. Móðir Lilju var
Margrét Jónsdóttir, f.
að Hárlaugsstöðum í
Rangárvallasýslu
29.10. 1873, d. 19.3.
1974. Foreldrar henn-
ar voru Jón Tómas-
son, bóndi í Sauðholti
og síðar á Hárlaugs-
stöðum, f. 23.11. 1826,
d. 7.7. 1885, og Guð-
rún Jónsdóttir, f. að
Herriðarhóli 1836, d.
1920. Systkini Eddu eru: 1) Finn-
bogi Vikar bóndi, f. 22.4. 1923,
maki Þrúður Guðmundsdóttir
bóndi, f. 23.11. 1924. 2) Margrét
Vikar húsmóðir, f. 22.11. 1927,
maki Ólafur Jónsson lögfræðing-
ur, f. 17.5. 1923, d. 27.5. 1982. 3)
Karl Vikar húsasmiður, f. 25.11.
1927, d. 9.3. 1984. 4) Sólveig B.
Vikar húsmóðir, f. 16.8. 1931.
Hinn 2.10. 1948 giftist Edda Einari
Einarssyni bankamanni, f. 19.4.
1922, d. 21.10. 2001. Þau skildu
16.1. 1951. Sonur þeirra er Guð-
mundur Vikar, þvagfæraskurð-
læknir og dósent við Háskóla Ís-
lands, f. 8.2. 1949. Guðmundur
kvæntist Steinunni Guðmunds-
dóttur, f. 20.10. 1950. Börn þeirra
eru: a) Edda Vikar, M.A. í rétt-
arsálarfræði, f. 28.8. 1970, unnusti
Jón Örn Guðmundsson, f. 20.4.
1968, sonur þeirra Guðmundur
Vikar, f. 19.4. 1999, og b) Þóra
Vikar förðunarfræðingur, f. 30.4.
Lygn og mildur síðsumardagur
við Eyrarvatn síðastliðið ár. Tím-
inn virðist standa kyrr. Sólin er í
feluleik á bak við skýin sem varpa
skuggum á silfurgráan vatnsflötinn
og kjarrið græna í Vatnaskógi. Úr
fjarska heyrist í lómapari sem væl-
ir saman dúett en það veit á rign-
ingu og gott veiðiveður. Við vatns-
borðið stendur tengdamóður mín
Edda, einbeitt, með stöng í hendi.
Skyndilega er kippt snöggt í lín-
una og nú hefst barátta sem lyktar
fljótlega með sigri veiðimannsins.
Á bakkanum liggur gljáandi vænn
silungurinn. Hér nýtur Edda sín í
félagsskap fjölskyldu, umvafin ís-
lenskri náttúru. En samtímis heyr
hún aðra baráttu sem er öllu
lengri og harðari.
Tengdamóður minni kynntist ég
fyrir sjö árum um það leyti sem
við Hjördís hófum að rugla saman
reytum okkar. Ég fann fljótlega á
viðmóti Eddu, að ég var velkominn
í fjölskylduna sem var henni aug-
ljóslega afar kær. Hún var sann-
kölluð fjölskyldumóðir er þreyttist
aldrei á að styðja sína nánustu og
hvetja þá til dáða. Bar hún mikla
virðingu fyrir menntun, sköpun og
hvers konar þekkingarleit. Sjálf
hafði hún farið á mis við lang-
skólanám í umróti styrjaldarár-
anna. Góð hönnun og vandað hand-
verk voru henni sérstaklega
hugleikin. Nútímalegt og stílhreint
heimili hinna samhentu hjóna í
Kópavogi er til vitnis um hagleik
þeirra beggja, þar sem Sigurgísli
hannaði og smíðaði innréttingarn-
ar og húsgögnin en Edda óf vegg-
teppin og áklæðin.
Mér líkaði strax við þessa frísk-
legu og framsæknu konu er virtist
líta á lífsbaráttuna sem röð af
verkefnum er bæri að leysa vel og
vandlega af hendi. Í samskiptum
sínum við umhverfið var tengda-
mamma hreinlynd og kappsöm en
að sama skapi sveigjanleg og um-
burðarlynd. Edda hafði skoðanir á
mönnun og málefnum, en hún virti
jafnframt skoðanir annarra. Ill-
deilur og langrækni voru henni lítt
að skapi. Það var því gott að vera í
návist hennar. Þessir eiginleikar
hafa án efa reynst henni gott vega-
nesti á leiðinni gegnum lífið, ekki
síst í baráttunni við óvæginn sjúk-
dóm. Aldrei fann ég fyrir vonleysi
eða sjálfsvorkunn í þeirri glímu.
Með bónda sinn sér við hlið tókst
hún á við það sem að höndum bar,
af hugrekki og æðruleysi, þar til
yfir lauk. Undir það síðasta var
hún enn að brýna fyrir okkur hjón-
um að þroska hæfileikana og njóta
lífsins sem var henni svo dýrmætt.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst Eddu og hennar mannkost-
um. Við hjónin munun sakna hvetj-
andi nærveru hennar og glaðlyndi
að ógleymdum veiði- og gönguferð-
um með Eddu og Sigurgísla. Megi
minningin um góða konu styrkja
eftirlifandi aðstandendur hennar.
Dennis Davíð Jóhannesson.
Stelpa í sveit á sléttum Sand-
gerðis hlaupandi létt í hreyfingum,
stökkvandi á steinum, umkringd
hafi og hinum fjölmörgu bláu litum
himinsins.
Það eru svona staðir sem móta
mann og herða, hafa áhrif á mann
alla tíð.
Ég tók strax eftir því af kynnum
mínum við Eddu tengdamóður
mína hve ákveðin hún var, sterk
eins og hafið en umfram allt hlý
eins og himinninn í öllum sínum
fjölbreytileika, sáttfús, þolinmóð,
alltaf til staðar fyrir sitt fólk sem
hún gaf kjark og áræði til að halda
áfram, – alltaf.
Geymdu ekki til morguns það
sem hægt er að gera í dag var
hennar lífsstíll, sem skilaði sér til
barna hennar sem eru sjálfstæðir,
sterkir og umfram allt frábærir
einstaklingar.
Í lífi manns verða atburðir sem
aldrei gleymast heldur varðveitast
og ylja manni þegar maður hugsar
til baka. Í hugann koma atvik þeg-
ar Edda með sitt glögga auga og
ótrúlega fimu fingur töfraði fram
tískuflíkur sem litu út nákvæmlega
eins og út úr búð. Alveg ótrúlegt –
og þó ekki – því Edda var klæð-
skeradóttir, gædd listrænum hæfi-
leikum, lærði vefnað og síðar
myndvefnað sér til gleði og fékk
útrás fyrir sköpunarþrá sína.
Alltaf var amma tilbúin að hafa
ofan af fyrir litlu ömmubörnunum
sínum sem uxu svo hratt og þurftu
mikla hreyfingu, alltaf með í leik,
hlaupandi í fótbolta, í marki í
handbolta, í badminton, útilegum
og veiði. Allir nutu sín alsælir og
glaðir.
Í veiðiferðum var Edda í essinu
sínu, las ána rétt og tældi hvern
laxinn af öðrum á land. Það var
unun að sjá hana að verki. Og frið-
urinn og fegurðin gagntóku hug
hennar.
Öll hreyfing var Eddu eðlileg.
Hún átti unaðsstundir í skíða-
brekkum, þar sem hún sveif niður
í mjúkum salsatakti.
Líf Eddu og Sigurgísla var eins
og litríkur vefur í vefstól, þéttofið
tryggðaband umhyggju og ástar.
Edda mín. Ég mun ævinlega
sakna þín. Takk fyrir allt og allt.
Ásgerður Atladóttir.
Tengdamóðir mín, Edda Ingv-
eldur Vikar, er látin eftir erfið
veikindi. Það er til marks um mik-
inn viljastyrk og þrek, hversu ein-
beitt hún var í baráttu sinni við
krabbameinið síðustu mánuðina og
lét sjúkdóminn ekki trufla sig frá
því njóta samvista með eiginmanni,
börnum sínum og fjölskyldum
þeirra að heimili sínu í Gullsmár-
anum þar til hún lést 7. febrúar
síðast liðinn. Heimahlynning
Krabbameinsfélagsins átti mjög
stóran þátt í því að þetta var
mögulegt og er hér með komið á
framfæri bestu þökkum til þeirra
fyrir örugga og fagmannlega þjón-
ustu.
Við Sjöfn bjuggum á neðri hæð-
inni hjá þeim Eddu og Sigurgísla í
Hlégerðinu með fyrsta barn okkar
áður en við héldum til framhalds-
náms 1988 og var sá tími mjög
ánægjulegur og hlýlegt heimili
þeirra var nýfæddri dóttur okkar
gott skjól. Edda og Sigurgísli
heimsóttu okkur alla leið til Kan-
ada þar sem við vorum við nám og
áttum við saman mjög góðar
stundir. Þessi heimsókn til okkar
til Kanada er í raun mjög lýsandi
fyrir áhuga hennar að fylgjast
grannt með börnum og barnabörn-
um sínum í leik og starfi. Útvist og
hreyfing var stór þáttur í lífi Eddu
þar sem öll tækifæri voru nýtt. Má
þar telja lax- og silungsveiði í ám
og vötnum, gönguferðir bæði
lengri og skemmri, gönguskíðaiðk-
un, svigskíðaiðkun hér heima og
heiman og „pútt“ æfingar á síðari
árum. Allt tvinnaðist þetta saman í
lífi hennar þar sem alltaf var pláss
fyrir börnin og barnabörnin. Þær
voru ófáar veiðiferðirnar upp að
Elliðavatni þar sem hún tók Tinnu
og Snorra með sér, en þó að oft
væri lítil veiði og veðrið kannski
ekki það besta, náði Edda alltaf að
bjarga málunum með heitu kakói
og ostabrauði þannig að minningar
barnanna eru ljúfar frá þessum
stundum. Einnig voru þær margar
veiðiferðirnar sem hún fór með
okkur fjölskyldunni og var óþreyt-
andi við að kenna barnabörnum
sínum undirstöðuatriði veiði-
mennskunnar og varla var hægt að
fá betri kennara. Oft fór þó svo að
Edda veiddi stærsta fiskinn og
ekki skipti máli hvort við vorum að
veiða í Veiðivötnum á Landmanna-
afrétti eða á stórlaxaslóð í Selá í
Vopnafirði.
Minningarnar eru margar með
barnabörnunum. Þegar þau kom-
ust á skóla- og leikskólaaldur voru
Edda og Sigurgísli tíðir gestir á
heimili okkar eftir að skóladegi
barnanna lauk. Oftar en ekki voru
tekin fram spil og langa vitleysa
spiluð tímunum saman. Hún taldi
það ekki eftir sér að taka til skó og
annað smávægilegt sem krakkarn-
ir „gleymdu“ að ganga frá eftir sig
sem og að gefa þeim og félögum
þeirra að drekka uns foreldrarnir
komu heim frá vinnu á hinum
ýmsu tímum.
Edda lagði mikið upp úr því að
hafa snyrtilegt í kringum sig og
bar húsið og garðurinn í Hlégerð-
inu þess góð merki. Stór garðurinn
með fallegum gróðri var henni
vettvangur endalausra verkefna og
barnabörnunum sömuleiðis kjörinn
staður til býflugnaveiða og ann-
arra ævintýra.
Blessuð sé minning Eddu
tengdamóðir minnar
Stefán J. Sveinsson
Í dag vil ég eyða nokkrum orð-
um til að minnast elsku ömmu
minnar Eddu Ingveldar Vikar.
Þær eru margar hlýjar og góðar
minningar sem ég á um hana
ömmu mína Eddu. Kraftur, þekk-
ingarleit og lífsgleði eru þau orð
sem lýsa best þessari hæfileika-
ríku konu. Hún fræddi mig um
listina og trúna, kynnti mig fyrir
íslenskri náttúru og hafði einstakt
lag á að beina athygli minni að
þeim styrkleikum sem ég bý yfir.
Listhneigðin tengdi okkur
ömmu saman á mikilvægan hátt,
því þó svo að starfsval okkar
beggja hafi þróast í aðrar áttir
hefur áhugi okkar að miklu leyti
beinst að sviðum myndlistar og
ýmiss konar hönnunar. Næmni
hennar fyrir litum og formum fann
ég oft endurspeglast í sjálfri mér
og var það oft eins og að bíta í
sætan konfektmola þegar komið
var inn á heimili ömmu og afa
vegna þeirrar litadýrðar og fallegu
formfestu sem í kringum þau voru.
Við amma áttum mörg samtöl
um væntingar mínar til lífsins og
framtíðarplön. Fékk ég ávallt mik-
ið hrós frá henni og áhugi hennar
leyndi sér ekki. Síðastliðin ár átti
hún það til að hringja í mig á
kvöldin þegar ég var búin að koma
litla drengnum mínum niður fyrir
svefninn. Þeirra samtala verður
sárt saknað því þau gáfu mér hlýju
og kraft sem ég því miður náði
aldrei að tjá henni. Með sannri
væntumþykju náði hún að snerta
líf allra fjölskyldumeðlima á mik-
ilvægan hátt og skilja eftir sig
visku sem mun fylgja hverjum og
einum.
Ég á fallega minningu frá síð-
asta degi sem ég eyddi með ömmu
minni. Þrátt fyrir mikil veikindi
ræddum við eins og svo oft áður
um listina, fjölskylduna og fram-
tíðina. Aftur tókst henni að telja
mér trú um að ég væri einstaklega
hæfileikarík manneskja og þegar
ég kvaddi hana var ég í anda höfð-
inu hærri en fyrir heimsóknina. Ég
kveð þig, amma mín, með miklum
söknuði en einnig trú um að kær-
leikur þinn muni lifa á öðrum stig-
um tilverunnar og vaka yfir okkur.
Elsku afi, pabbi, Sjöfn, Hjördís
og Hilmar, megi Guð styrkja ykk-
ur í gegnum þessi tímamót.
Edda.
Þetta er ekki það sem ég sá fyr-
ir mér, ég var viss um að amma
mín myndi alltaf vera hjá mér, en
nú er hún dáin. Ég sakna hennar
mikið, því það var svo gott að vera
með henni. Amma var alltaf kát og
lífsglöð kona og hvatti aðra til
dáða. Við spilaborðið áttum við
margar góðar stundir. Og allar
sögurnar sem hún sagði okkur
bræðrum. Gönguferðir með afa og
ömmu í Heiðmörk, á Búrfell,
Helgafell og mörg önnur ónefnd
fjöll, veiðiferðir í Veiðivötn og El-
liðavatn sem eru mér ógleyman-
legar. Í Hlégerði, heima hjá ömmu
og afa, var fallegur garður sem
amma hafði dálæti á. Þar var gott
leiksvæði og amma var alltaf með
okkur bræðrum í leik, kunni lagið
á að sætta og halda athyglinni vak-
andi. Þetta var minn ævintýra-
heimur.
Amma mín, ég vil þakka þér fyr-
ir að vekja athygli mína á fjöl-
breytileika lífsins. Afi minn, Guð
styðji þig og styrki, því missir þinn
er mikill.
Orri Hilmarsson.
Elsku amma. Við erum þakklát
fyrir allar samverustundirnar sem
við áttum saman. Það var alltaf
jafn gaman þegar þið afi fóruð
með okkur að veiða í Elliðavatni
eða pútta. Okkur fannst alltaf
gaman að koma til ykkar, til að
spila eða horfa á teiknimyndir,
borða pönnukökur og snúða, og
hlaupa niður alla stigana í blokk-
inni. Við viljum kveðja þig með fal-
legum sálmi:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Tinna og Snorri.
Það eru margar góðar minning-
ar sem koma upp í hugann þegar
við kveðjum móðursystur okkar
Eddu Vikar. Í uppvexti okkar leið
vart sá dagur að móðir okkar og
Edda töluðu ekki saman. Skoðanir
Eddu og umhyggja hennar fyrir
fjölskyldu sinni og ættmennum
voru því hluti af umhverfi okkar.
Öll verk Eddu og athafnir, heim-
ili hennar og útivist báru alltaf
vott um mikinn dugnað og þær
kröfur sem hún gerði til sjálfrar
sín og annarra. Örlögin höfðu hag-
að því þannig að hún þurfti að
hætta í skóla á unglingsaldri til að
vinna fyrir sér. Þessar aðstæður
höfðu mikil áhrif á Eddu. Hún
hafði óþreytandi áhuga á að bæta
við sig þekkingu og lagði jafnframt
stund á vefnað og saum sem fórst
henni vel úr hendi. Edda lagði
mikinn metnað í að skapa börnum
sínum góðar aðstæður til náms og
hvatti þau til dáða jafnt í skóla-
starfi sem á sviði íþrótta.
Síðustu þrjú ár ævi sinnar
glímdi Edda við krabbameinssjúk-
dóm. Fundir okkar urðu færri hin
seinni ár, en þegar við hittum hana
eftir að veikindin herjuðu á hana
bar hún sig alltaf vel og með reisn,
umvafin ást og hlýju eiginmanns
síns og barna. Hún var ánægð með
ævistarf sitt. Hún var óhrædd og
hafði fundið frið.
Kæra fjölskylda, við vottum
ykkur innilega samúð.
Lilja, Jón Yngvi og
Guðmundur Birgir.
EDDA INGVELDUR
VIKAR