Morgunblaðið - 20.02.2002, Side 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku Rune minn,
ekki hvarflaði að mér
þegar ég hitti þig á
Þjóðhátíðinni sl. sumar
að það væri í síðasta
sinn sem ég sæi þig.
Það var svo notalegt að koma í
tjaldið hjá ykkur Dóru og mikið
varstu stoltur af honum Sigurbergi
syni þínum, já þú taldir nú ekki eftir
þér sporin um Dalinn að fylgjast með
honum.
Við áttum líka gott spjall á mánu-
daginn eftir Þjóðhátíð þegar þú
komst og drakkst kaffi með mér og
sagðir hvað þú værir ánægður að
vera kominn aftur heim til Vest-
mannaeyja, já svo ánægður á sjónum.
Í huganum fer ég aftur í tímann
þegar þú varst hjá mömmu og bræðr-
um mínum á Túngötu 16 í Vest-
RUNE VERNER
SIGURÐSSON
✝ Rune VernerSigurðsson vél-
stjóri fæddist í Vir-
um í Danmörku 27.
apríl 1961. Hann
fórst með Ófeigi VE
hinn 5. desember síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Ás-
kirkju 18. febrúar.
mannaeyjum, þú varst
einn af strákunum
hennar. Henni þótti svo
vænt um þig Rune minn
og vildi allt fyrir þig
gera. Hana munaði ekki
mikið um einn strákinn
í viðbót.
Slysin gera ekki boð
á undan sér, þér er ætl-
að eitthvert æðra starf,
elsku frændi.
Mikið var ég þakklát
þegar það var hringt í
mig og ég látin vita að
þú værir kominn að
landi. Guð hefur bæn-
heyrt okkur öll.
Rune minn, ég bið um góða heim-
komu handa þér og veit að mamma
og þínir nánustu taka á móti þér.
Elsku Dóra, Sigurberg og Tanja,
Guð gefi ykkur styrk.
Elsku Siggi og fjölskylda, Sólveig
og fjölskylda, Guð veri með ykkur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín frænka,
Dóra Haraldsdóttir.
7
+> 3# 3"0
6,'
+A % BC
/$2 ;)-
' (
6 '
( #
++!" ,,.
8
'
3
3
'
(
*!
2 0'
' ( $&&
-!' 7 +! $&& & D=&')
( +! )
+! 3 .- & ) ;-
$ $&&
D=&' 4 & ) $ ;- ) $&&
' & $&&
-;
$ & )
)- - .#
7
+>" 0"0
5;# &) ; &$
/ 22;- :@
5 ;!
*
!" 5#
*
-3-*
/#
$
"' +'7 -'$ $&&
E +!,)
; +!,)
! ; +!, $&&#
7
F> ('&!- GH
5 ;!
' (
9
(
+!" ,,.
/ 3 , )
" ! / $&&
$% ' +',' )
3 , / ) (- (-; $&&
/) .7 / $&& - )
. . )- . . .#
7
+81 7 ()- %22
! & & %,
6 ; %, ()-
("*"
:3
(
+!" 8 #*
-3-*
" -7 +',' )
+ + )
4!' + $&&
+',' ' " -7)
" -7)
)- 5 '#
7
#
00 ' (
(
(
+!" ,,.
/
'
(
*!8 (
-!' +#
)%)
' !
)%)
- #
)%) -7 +' $&&
)- . .#
✝ Jóhanna BlöndalGuðmundsdóttir
fæddist á Bókhlöðu-
stíg 6b í Reykjavík
29. október 1922.
Hún lést á Landspít-
alanum 12. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Guð-
mundur Finnur Guð-
mundsson, bóndi á
Heggsstöðum og
Mýrdal í Kolbeins-
staðahreppi og síðan
verkamaður í
Reykjavík, f. í Leiru-
lækjarseli 8. janúar
1870, d. í Reykjavík 18. september
1932, og kona hans Sigríður Stef-
anía Jónsdóttir, f. á Hvítsstöðum
13. apríl 1881, d. 25. mars 1962.
Jóhanna Blöndal var yngst tíu
systkina, en þau eru Jón, f. 1900,
d. 1940, Ingimundur, f. 1903, d.
1964, Halldóra, f. 1904, d. 1978,
Sigríður, f. 1906, d. 1952, Mar-
grét, f. 1907, d. 1999, Ásthildur, f.
1910, d. 1989, Pálmi, f. 1913, d.
1993, Stefanía, f. 1916, og Siggeir
Blöndal, f. 1920, d. 1993.
Jóhanna giftist 12. júní 1943
Sæmundi Gíslasyni,
húsgagnasmið og
fulltrúa, f. 13. nóv-
ember 1920. Synir
þeirra eru a) Gísli
arkitekt í Reykjavík,
f. 29. júní 1956,
kvæntur Önnu Díu
Brynjólfsdóttur
hjúkrunarfræðingi,
f. 9. maí 1960, synir
þeirra eru Atli
Magnús, f. 7. júní
1988, og Brynjólfur,
f. 1. des 1993. Dóttir
Gísla af fyrra hjóna-
bandi er Jóhanna,
ferðamálafulltrúi í Danmörku, f.
8. júlí 1977. b) Magnús, skólastjóri
í Gaulverjaskóla, f. 7. september
1965, synir hans Sæmundur
Andri, f. 29. febrúar 1992, Daníel
Arnar, f. 20. júní 1994, og Gísli Ar-
on, f. 1. október 1996.
Jóhanna lærði hárgreiðslu og
starfaði lengst af við þá iðn, rak
m.a. hárgreiðslustofuna Pírólu
um hríð, og starfaði síðari ár hjá
öldruðum í Furugerði.
Útför Jóhönnu fór fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík 19. febrúar.
Elsku amma mín, nú ert þú farin
frá okkur. Það er erfitt að hugsa til
þess að þú sért ekki í Safamýrinni
lengur. Það var svo gott að vera hjá
þér þar, spila við þig eða bara horfa
á sjónvarpið með þér. Alltaf lum-
aðir þú á einhverju góðu handa
okkur strákunum þegar við komum
til þín. Þegar við vorum á Fram-
æfingum eða á sumarnámskeiði,
gátum við labbað beint til þín á eft-
ir. Þú beiðst oft við stofugluggann
og fylgdist með okkur koma upp
Safamýrina. Þú gafst okkur að
drekka þegar við komum inn og
passaðir upp á að við værum ekki
svangir. Hjá þér máttum við gera
svo margt, spila fótbolta á gang-
inum, gera hús úr teppum og
margt fleira.
Elsku amma það verður skrítið
aðhafa þig ekki hjá okkur og í Safa-
mýrinni. Nú ferð þú þangað, þar
sem þér mun líða vel og veikindi
þín hverfa.
Elsku besta amma ég gleymi þér
aldrei en geymi alltaf minninguna
um þig.
Þinn
Atli Magnús.
Amma mín var alltaf svo góð við
mig. Þegar ég var á námskeiði eða
æfingum hjá Fram beið hún alltaf
eftir að ég væri kominn heim til
hennar. Við horfðum saman á
barnatímann og ég var svo glaður,
líka þegar hún borðaði hjá okkur.
Hún amma huggaði mig alltaf þeg-
ar ég meiddi mig. Á jólunum var
svo gaman hjá ömmu í Safamýri,
en glaðastur af öllum var ég og
amma var það líka. Ég á aldrei,
aldrei eftir að gleyma þér elsku
amma mín.
Þinn
Brynjólfur.
Elsku amma mín, Jóhanna föð-
uramma mín, hefur nú kvatt þenn-
an heim. Umhyggja ömmu í minn
garð og fjölskyldunnar verður allt-
af í minnum höfð. Alltaf tók hún
mér opnum örmum þegar ég kom
til Íslands.
Mig langar að þakka þér, amma
mín, fyrir öll þau góðu ár sem við
höfum átt saman. Þakka þér fyrir
allt það sem þú hefur gefið mér
sem amma og frábær vinur. Ég gat
alltaf leitað til þín ef eitthvað bját-
aði á og fengið úrlausn mála. Oft
sátum við í eldhúsinu og ræddum
um allt milli himins og jarðar. Þú
áttir svo auðvelt með að tala mál
unga fólksins. Vinir mínir danskir
sem íslenskir voru alltaf velkomnir
í Safamýrina hvenær sem var og
nutu gleði þinnar og hlýju.
Það var skrítið að sjá þig á
sjúkrahúsinu, þar sem þú lást í
rúminu mikið veik, en ávallt jafn
falleg. Það verður ekki auðvelt að
vera án þín elsku amma, en hugs-
unin um að þér líði vel í nýjum
heimi veitir mér innri ró, þú veist
að ég mun alltaf vera hjá þér, Við
sjáumst.
Þín
Jóhanna.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
– lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Amma í Safamýrinni var svo góð
við okkur, hún var best í heimi.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til hennar.
Hún átti alltaf til popp, kex og ís
og svo knúsaði hún okkur og kyssti.
Við biðjum Guð og englana að
gæta hennar vel.
Sæmundur Andri, Daníel
Arnar og Gísli Aron.
Í dag er Hanna frænka kvödd í
hinsta sinn. Hún var mér og systk-
inum mínum miklu meira en venju-
leg frænka. Ekki aðeins að mamma
og hún væru systur, heldur voru
eiginmenn þeirra bræður. Við
heyrðum því fleygt að Sæmi hefði
komið oft í heimsókn, er hann vissi
að Hanna væri að gæta okkar
bræðranna. Hanna og Sæmi voru
lengi barnlaus og tóku miklu ást-
fóstri við okkur systkinin og við
hændumst að þeim og var sem ann-
að heimili fyrir okkur hjá þeim.
Oft tók Hanna okkur bræðurna
með á völlinn, að fylgjast með
Sæma spila knattspyrnu með
Fram, og enn er ég mikill Framari,
þótt ég hafi búið í KR-hverfi næst-
um alla ævi. Hanna veiktist ung af
berklum og lá lengi rúmföst á spít-
ala. Þá var til siðs að keyra sjúkra-
rúmin út á Landspítalatún á góð-
viðrisdögum. Það eru mínar fyrstu
bernskuminningar, að við bræðurn-
ir snigluðumst í kringum rúmið og
oft með miklum ærslum er ekki var
vel liðið. Er ég var orðinn 15 ára
fæddist Gísli, eldri sonur Hönnu og
Sæma. Var ég þá fastráðinn barn-
fóstra þau kvöld sem þurfti. Þá var
mikið lesið, enda mikið bókasafn á
því heimili, Þúsund og ein nótt,
Sögur herlæknisins og stundum
var stolist í gullmolana en allar
bækur Laxness voru þar til í frum-
útgáfu.
Eins og oft vill verða minnkuðu
samskiptin þegar ég stofnaði mitt
eigið heimili. En í nokkur ár var
vinnustaður minn í næsta nágrenni
við Safamýrina, kom ég þá oft í
heimsókn í hádeginu og er gott að
minnast þeirra dýrmætu stunda.
Síðustu árin voru Hönnu erfið
vegna sjúkdóma er hrjáðu hana og
Sæmi veiktist af hrörnunarsjúk-
dómi er svipti hann minninu. Ég
kveð Hönnu með miklum söknuði
og þakklæti fyrir allar gleðistund-
irnar í bernsku og síðar. Gísli og
Magnús hafa misst góða móður og
votta ég þeim samúð mína.
Jörundur Svavar
Guðmundsson og
fjölskylda.
JÓHANNA BLÖNDAL
GUÐMUNDSDÓTTIR