Morgunblaðið - 20.02.2002, Síða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 43
ókhalds-
námskeið
Nokkur sæti laus á 120 stunda morgun- eða
kvöldnámskeið sem hefjast 23. febrúar og
1. mars hjá NTV í Kópavogi.
B
K
la
p
p
a
ð
&
k
lá
rt
/
ij
Verslunarreikningur (24 stundir)
Tvíhliða bókhald (36 stundir)
Tölvubókhald (42 stundir)
Launabókhald (12 stundir)
Vsk. uppgjör og undirbúningur
ársreiknings (6 stundir)
Helstu námsgreinar
n
t
v
.
is
nt
v.
is
n
tv
.i
s
Upplýsingar og innritun í
síma 544 4500 og á ntv.is
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980
Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500
Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937
Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen),
sími 553 0100.
Opið virka daga kl. 10–18, laugardaga kl. 10–16.
Verðhrun!
Síðustu dagar útsölunnar
fyrir nám í forritun
og kerfisfræði
Fornám
K
la
p
p
a
ð
&
k
lá
rt
/
ij
Í haust byrjar NTV með nám í forritun og kerfis-
fræði sem líkur með tveim alþjóðlegum prófgráðum:
Inntökuskilyrði fyrir þetta nám er stúdentspróf
eða hliðstæð menntun eða hafa lokið fornámi.
Kenndar verða eftirtaldar námsgreinar:
Næstu námskeið hefjast 7. mars.
Sun Certified Java Programmer
Certified Delphi Programmer
Upplýsingar og innritun í símum
555 4980, og á www.ntv.is 544 4500
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980
Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500
Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937
Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is
n
t
v
.
is
nt
v.
is
n
t
v
.i
s Stærðfræði
Stýrikerfi
HTML forritun
Pascal forritun
ÉG VAR að lesa grein Dagbartar
L. Kjartansdóttir í Morgunblaðinu
14. febrúar sem bar fyrirsögnina
„Allir þurfa þak yfir höfuðið“.
Það er gott að fá innlegg frá fé-
lagsráðgjafa um stöðu fátækra hér
á landi. Hún segir „að það séu ekki
bara útigangsmenn sem eru hús-
næðislausir“.
Það er nefnilega fjöldi fólks á
götunni og veit varla hvar það get-
ur sofið næstu nótt. Það, að þurfa
að vera upp á náð ættingja og vina
kominn, er ákaflega niðurlægjandi.
Sú manneskja sem á hvergi
heima og hrekst um eins og lauf-
blað í vindi getur átt á hættu að
brotna niður, það hræðilegasta við
þetta allt er að börn lenda í þessu
líka.
Móðir fimm ára drengs sem var
húsnæðislaus sagði að hann væri
kominn með svefntruflanir.
Pétur Sigurðsson skrifar grein í
Velvakanda 15. febrúar sem ber yf-
irskriftina „Þrælaskattur“, hann
talar um í grein sinni að launamenn
hafi lítið meira en þrælar fyrrum,
húsaskjól klæði og mat.
Þetta eru orð að sönnu því þeir
sem eru á lægstu laununum hafa
varla meira en öryrkjar úr að spila
eftir skatta.
Fólk dregur það að fara til lækn-
is ef það veikist og getur jafnvel
ekki leyst út bráðnauðsynleg lyf.
Margir öryrkjar tala um að þeir
hafi ekki lengur efni á að borga af-
notagjald af sjónvarpi eða kaupa
dagblöð.
Fólk hefur ekki efni á að tala í
síma heldur.
Þetta fólk einangrast oft bæði
menningarlega og félagslega.
Fólki ofbýður aðgerðarleysi
stjórnvalda í þessum málum.
Nú þegar kosningabaráttan er að
komast í hámark bíður þetta fólk
spennt að vita hvað frambjóðendur
flokkanna hafa til þessara mála að
leggja og einnig þeir sem með
þessu fólki standa.
Ég vil þakka því fólki sem lagt
hefur þessu málefni lið í greina-
skrifum sínum.
SIGRÚN ÁRMANNS
REYNISDÓTTIR,
formaður samtaka gegn fátækt.
Þaklaus
Frá Sigrúnu Ármanns
Reynisdóttur:
FYRIR um 20 árum beindi Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin þeim til-
mælum til íslenskra stjórnvalda, að
stefnt yrði að minnkun áfengis-
neyslu hér á landi um fjórðung fyr-
ir aldamótin. Var í orði tekið já-
kvætt í þær óskir, en í verki varð
framkvæmdin gersamlega andstæð
gefnum fyrirheitum. Í stað þess að
stuðla að samdrætti í áfengisneyslu
var hér hafin markviss viðleitni til
að auka áfengisdrykkju sem mest,
svo sem með stórfelldri fjölgun út-
sölustaða ÁTVR sölu áfengs öls og
með því að koma á fót sem víðast
drykkjukrám, rýmka reglur um
meðferð áfengis og viðhafa dulinn
áróður fyrir víndrykkju.
Þessi óheillaþróun hefur borið
þann árangur m.a., að sífellt yngri
byrja að neyta áfengis og stórfelld
aukning hefur orðið á áfengissölu.
Þannig var árleg áfengissala árið
1980 4,33 lítrar á hvern íbúa 15 ára
og eldri, en 6,14 lítrar árið 2000.
Og á nýliðnu ári jókst drykkjan
verulega, en síðustu sex árin hefur
áfengissala aukist um 48%.
Nú er fyrir löngu vitað, að um-
fang hins margvíslega tjóns og böls
af völdum áfengis er í beinu hlut-
falli við heildarneysluna á hverjum
tíma. Það er því vægast sagt dap-
urlegt, að sjálfstæðismenn á al-
þingi skuli nú berjast ákaft fyrir
því, að opnaðar verði frekari flóð-
gáttir fyrir áfengi með því að fá
það til sölu í matvöruverslunum og
um leið sem greiðastan aðgang að
því fíkniefni, sem mestum skaða
veldur.
Þetta gera flutningsmenn frum-
varpsins um sölu áfengis í mat-
vöruverslunum, sem allir fimm eru
úr Sjálfstæðisflokknum, vitandi, að
með slíkum sölumáta mundi
„neysla áfengis eitthvað aukast“,
eins og þeir komast að orði í grein-
argerð með frumvarpinu. Þeir virð-
ast láta sér í léttu rúmi liggja af-
leiðingarnar af enn aukinni
drykkju. Sjónarmið og hagsmunir
gróðaaflanna eru sett á oddinn,
þótt það kosti aukið tjón og meira
böl af völdum áfengis.
Ekki verður annað sagt en að
sjálfstæðismenn á alþingi hafi hér
tekið að sér ömurlegt hlutverk í
þágu Bakkusar. En þótt enginn úr
þingliði Sjálfstæðisflokksins hafi
andmælt þessu frumvarpi við 1.
umræðu um málið 4. og 5. feb. sl.,
verður því vart trúað, að Sjálfstæð-
isflokkurinn standi óskiptur að
baki þessu óþurftarmáli.
Ungt fólk og áfengi
Fyrir um ári hélt Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin alþjóðlega ráð-
stefnu í Stokkhólmi um „Ungt fólk
og áfengi“, undir forustu fram-
kvæmdastjórans, Gro Harlem
Brundtland. Þar kom m.a. fram, að
dauðsföll allt að 32% ungmenna í
Evrópu megi rekja til áfengis og
hæst er hlutfallið í þeim löndum,
þar sem aðgangur að áfengi er
hvað greiðastur. Lagði Gro Harlem
Brundtland áherslu á að minnka
áhrif áfengisframleiðenda á lífsstíl
ungs fólks og berjast gegn öllum
tilraunum til að gera það háð
áfengi. Þessi ábending hinnar
merku konu er þörf þeim hér á
landi, sem óbeint hvetja til áfeng-
isdrykkju m.a. með vínkynningum,
slæmum fordæmum og þeim blekk-
ingum, að hollusta fylgi áfengis-
neyslu. Allir ættu þó að vita, að
áfengi er hinn mesti hamingju- og
heilsuspillir, eins og rökstutt hefur
verið í fyrri skrifum undirritaðs í
Morgunblaðinu.
Um leið og þeim Karli V. Matt-
híassyni og Steingrími J. Sigfús-
syni er sérstaklega þakkað fyrir
ábyrgan og skeleggan málflutning
gegn áfengisfrumvarpi sjálfstæðis-
manna við 1. umræðu málsins á al-
þingi, verður að vona, að ábyrgum
þingmönnum, sem vilja þjóð sinni
vel, takist að koma í veg fyrir
framgang þessa óheillafrumvarps.
ÁRNI GUNNLAUGSSON,
lögmaður í Hafnarfirði.
Ömurlegt hlutverk
sjálfstæðismanna
Frá Árna Gunnlaugssyni:
VARÐANDI forystugrein Jónasar
Kristjánssonar sem birtist í
Fréttablaðinu 11. febrúar s.l. vil
ég gera athugasemdir, þar sem ég
fékk hugboð um að nokkuð vantaði
á skilning hans á efninu.
T.d. segir Jónas: „allir nýbúar í
landinu hafi á hreinu, að lög og
reglur nýja landsins gildi, en ekki
landsins sem flúið var“. Í fyrsta
lagi, heldur Jónas í alvöru að við
innflytjendur vitum ekki svona at-
riði og að við þurfum að fá leið-
beiningar um að hlýða lögum og
bera virðingu fyrir þeim? Það hlýt-
ur að vera að erlent fólk brjóti
stundum lög, en sama gildir um
Íslendinga. Jónas gefur í skyn að
„allir“ innflytjendur hafi enga hug-
mynd um „lög“ og háttvíst borg-
arlíf. Í öðru lagi, hvað meinar Jón-
as með orðinu „flýja“. Flestir
okkar innflytjenda „flytjast“ til Ís-
lands, en ekki „flýja“. Því miður
eru það margir sem urðu að flýja
heimaland sitt líka, en hann getur
ekki sett alla „nýbúa“ í kassa
þröngstaðalmyndar sinnar. Hér
gefur hann í skyn neikvæða ímynd
um innflytjendur.
Einnig segir hann: „Þannig
gengur ekki hér á landi að líta á
kvenfólk sem hluta af dýraríkinu,
þótt það sé gert í ýmsum illa
stýrðum löndum...“ Hér langar
mig til að spyrja aftur, hvað mein-
ar Jónas með orðinu „dýraríkinu“?
Mér finnst að hann sé nú kominn í
alvarlega fordómafullt viðhorf til
annarra landa. Þegar Jónas talar
um kvenréttindi „nýbúa“ sýnist
mér að hann hafi sorgleg afdrif
kúrdísku stelpunnar í Svíþjóð í
huga. En hann má ekki alhæfa út
frá einu tilfelli.
Síðan bendir Jónas á tungumál
„nýbúa“ í samanburði við sögu ís-
lenskra „nýbúa“ í Kanada. „Þeir
létu sér ekki detta í hug, að rík-
isvaldið mundi útvega þeim
kennslu á íslenzku og töldu það
enga skerðingu mannréttinda“.
Hvað með það? Þó að Íslendingar
hafi verið svona fyrir 100 árum í
Kanada, megum við, sem lifum á
21.öld, ekki reyna að bæta lífskjör
innflytjenda og þróa hugtak um
mannréttindi sem betur passar við
þessa öld?
Ég vil ekki halda áfram núna, en
sem ritstjóri Fréttablaðsins verður
Jónas að kanna málið og hugsa
betur áður en að hann byrjar að
skrifa. Þessi forystugrein er full af
neikvæðum fordómum og ofurein-
földun á málefnum okkar innflytj-
enda, og hún særir alla í þjóðfélag-
inu sem starfa að því að njóta
fjölmenningarsamfélags.
TOSHIKI TOMA,
prestur innflytjenda.
Athugasemd um forystu-
grein Fréttablaðsins
Frá Toshiki Toma:
FÓLK Í FRÉTTUM