Morgunblaðið - 13.03.2002, Page 4

Morgunblaðið - 13.03.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLANDSMEISTARARNIR í brids komust ekki í úrslitakeppnina í ár og segir Örn Arnþórsson, einn meistaranna, að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist, en und- ankeppnin fór fram í Borgarnesi um helgina. Örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson hafa spilað saman í sveit síðan 1972 og er þetta í ann- að sinn sem þeir spila ekki í úr- slitakeppninni, en hún hefur farið fram um páska. Örn segir að þeg- ar þeir voru í sveit með Hjalta Elíassyni, sem hafi gjarnan haft mikla yfirburði, hafi þeir einu sinni fallið út í undankeppninni eins og nú. Þetta hafi verið í kringum 1980 og þá hafi aðeins efsta sveit hvers riðils komist áfram en ekki tvær eins og nú. Örn segir að fyrirkomulagið sé nokkuð viðkvæmt og því verði menn að vera upp á sitt besta til að komast áfram. Hættan á að falla úr keppni sé alltaf fyrir hendi og það komi fyrir alla, þótt Íslandsmeistarar hafi ekki lent í því fyrr. Hann bætir við að engin ein skýring sé á óförunum og get- ur þess að sveitin standi vel. Hún sé efst hjá Bridsfélagi Reykjavík- ur og hafi farið í gegnum Bridshátíð og annað með góðum árangri. „Þetta er bara spurning um dagsformið,“ segir hann, „og menn bíta í skjaldarrendur.“ Auk tvímenninganna hafa bræðurnir Anton og Sigurbjörn Haraldssynir verið í sveitinni í þrjú ár en þetta er fyrsta ár Helga Jónssonar og Helga Sig- urðssonar í hópnum. Bræðurnir eru landsliðspar og fara á ólymp- íumót í sumar en hinir gefa ekki lengur kost á sér í landslið og næsta verkefni sveitarinnar er því bikarmót í sumar. Tvímenningarnir hafa lengi verið í hópi bestu bridsspilara landsins og urðu m.a. heimsmeist- arar 1991, en í kjölfarið komu þeir ásamt félögum sínum með Bermúdaskálina frægu til lands- ins. Páskarnir hafa verið frátekn- ir fyrir úrslitakeppni Íslandsmóts- ins í þrjátíu ár en sem stendur blasir aðgerðarleysi við. „Nú þarf að finna sér eitthvert annað áhugamál,“ segir Örn. Hann segir að skíði eða golf komi fyrst upp í hugann en þar sem sumir hafi verið að koma af skíðum virðist valið auðveldara. „Ætli við verð- um ekki að finna okkur golfferð. Við skoðum að minnsta kosti hvað er í boði.“ Íslandsmeistararnir í brids komust ekki í úrslit Spá í golf í staðinn Morgunblaðið/Arnór Örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson með Íslandsmeistaraverð- launin í fyrra. Þeir verða fjarri góðu gamni um komandi páska. ANNA Margrét Sigurðardóttir lést í umferðarslysinu í Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi á laugardag. Hún var 11 ára, fædd hinn 25. október 1990, til heimilis í Rauðaskógi í Bisk- upstungum. Ranglega var farið með fæðingar- dag hennar í Morgunblaðinu í gær og er beðist velvirðingar á því. Tveir aðrir slösuðust en þeir eru ekki taldir í lífshættu. Lést í bílslysi Anna Margrét Sigurðardóttir FRAMKVÆMDIR við endurnýjun neðri hluta Skólavörðustígs og hluta Bankastrætis hófust á mánudag. Fyrsti hluti fram- kvæmdanna er frá Skólavörðustíg að Ingólfsstræti. Breytingarnar felast í því að endurnýja yfirborð Skólavörðustígsins frá Týsgötu/ Klapparstíg og niður Bankastræti að Ingólfsstræti. Framkvæmdir hófust í Bankastræti, rétt ofan við Ingólfsstræti. Þá taka við framkvæmdir að Laugavegi og loks upp Skólavörðustíginn að Klapparstíg/Týsgötu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í lok ágúst en þær eru sagðar kosta um 200 milljónir króna Morgunblaðið/Júlíus Endurnýjun gatna í miðbænum hafin OLÍUFÉLAGIÐ hf., Essó, hefur ákveðið að afturkalla beiðni sína um úrskurð vegna þess að hald var lagt á tölvugögn við rannsókn Samkeppn- isstofnunar á meintum brotum olíu- félaganna á samkeppnislögum. Sam- keppnisstofnun lagði fram greinargerð sína vegna málsins fyrir Héraðsdómi í gær. Ákveðið var að taka mál Skeljungs út úr og flytja það og fer málflutningur fram 19. mars næstkomandi og ræðst niður- staða í máli OLÍS af niðurstöðunni í máli Skeljungs þar sem um sam- bærileg mál er að ræða. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Olíufélagsins hf., sagði að félagið teldi þetta rökrétta ákvörðun. Það færi illa saman að standa í stríði við aðila sem þeir væru að óska eftir samstarfi við. Þá teldi félagið sig hafa fengið tryggingu fyrir því að ekki yrði farið í tölvugögn starfs- manna félagsins án samþykkis þeirra nema þá að undangengnum dómsúrskurði og þess vegna teldu þeir að persónuvernd þeirra væri tryggð. Kristinn sagði að með þessu væru þeir að minnsta kosti tíma- bundið að afsala sér möguleikanum á að fá álit Hérðasdóms á framkvæmd leitarinnar og því að leggja hald á tölvugögnin, en teldu sig vera að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Niðurstaða Héraðsdóms í málinu myndi fyrst og fremst segja til um hvernig staðið yrði að framkvæmd svona aðgerða í framtíðinni, en myndi væntanlega hafa lítil áhrif á framkvæmdina í þessari rannsókn. Samstarfið komið í gang Kristinn bætti því við aðspurður hvort eitthvað hefði skýrst varðandi það að leggja fram viðbótargögn frá Olíufélaginu vegna rannsóknar Sam- keppnisstofnunar og hvernig að því yrði staðið að þeir hefðu átt fund með stofnuninni í þessari viku og samstarfið væri komið í gang. Essó dregur til baka mál gegn Samkeppnisstofnun Málflutningur fer fram í næstu viku í máli Skeljungs TÆPLEGA fertugur karl- maður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjaness í gær fyrir að aka jeppabifreið í Garða- bæ í október en hann hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Hafði hann margrí- trekað gerst sekur um ölv- unarakstur og önnur umferð- arlagabrot og sætt fangelsi af þeim sökum. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið bifreiðinni en hélt uppi vörnum í málinu og krafðist þess aðallega að hann yrði sýknaður þar sem hann væri með gilt banda- rískt ökuskírteini undir hönd- um og hefði ekið athuga- semdalaust um nokkurt skeið í Noregi. Hélt hann því fram að sér hefði verið tjáð af þar- lendum yfirvöldum að öku- skírteini þetta veitti honum rétt til aksturs í landinu. Taldi sig vera í góðri trú Taldi hann sig því í góðri trú um að skírteinið veitti honum rétt til að aka bifreið á Íslandi einnig. Á það féllst dómari ekki og sagði einungis íslensk yfirvöld geta veitt leyfi til að stjórna ökutækjum hér á landi. Maðurinn var dæmdur til að borga allan sakarkostnað, þar með talin 30.000 króna málsvarnarlaun skipaðs verj- anda síns, Magnúsar Inga Erlingssonar hdl. Arnþrúður Þórarinsdóttir fór með málið f.h. lögreglustjórans í Hafn- arfirði. Ólöf Pétursdóttir dómstjóri kvað upp dóminn. Dæmdur í þriggja mánaða fangelsi Erlenda ökuskír- teinið dugði ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.