Morgunblaðið - 13.03.2002, Qupperneq 6
SJÖTTA umferð Reykjavík-
urskákmótsins var tefld í Ráðhús-
inu í gær og eru Helgi Áss Grét-
arsson og Jaan Ehlvest frá
Eistlandi í efsta sæti með fimm
vinninga.
Helgi Áss tefldi í gær við Stef-
án Kristjánsson og sömdu þeir
um jafntefli. Ehlvest vann Valeriy
Neverov frá Úkraínu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skákmeistararnir Helgi Áss Grétarsson og Stefán Kristjánsson sömdu
um jafntefli í skák sinni á Reykjavíkurskákmótinu í gær.
Helgi Áss og
Ehlvest í efsta sæti
Helgi Áss/47
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LÍÐAN karlmanns sem ligg-
ur á gjörgæsludeild Landspít-
alans í Fossvogi, alvarlega
slasaður eftir hnífstunguárás
á Grettisgötu 6. mars, er
óbreytt frá því á mánudag.
Hann er tengdur við önd-
unarvél og er líðan hans eftir
atvikum. Hann var á góðum
batavegi eftir aðgerð sem
hann gekkst undir við komuna
á spítalann en hrakaði tals-
vert í kjölfarið svo fresta
þurfti útskrift af deildinni.
Að sögn vakthafandi læknis
er fyrirséð að hann verði
áfram á gjörgæsludeildinni
um tíma.
Tæplega fertug kona situr í
gæsluvarðhaldi til 21. mars
vegna árásarinnar.
Óbreytt
líðan eftir
hnífstungu-
árás
ÞRJÁR ungar breskar konur voru í
gær dæmdar í 45 daga skilorðsbund-
ið fangelsi til þriggja ára fyrir búð-
arhnupl í Reykjavík í fyrradag. Lög-
reglan í Reykjavík handtók þær
skammt frá versluninni en árvökult
afgreiðslufólk hafði gert viðvart um
hnuplið.
Ómar Smári Ármannsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn í Reykjavík,
segir að konurnar hafi stungið inn á
sig skartgripum og fleiri hlutum í
versluninni, samtals að verðmæti um
200.000 krónur. Rannsókn auðgun-
arbrotadeildar var flýtt eftir mætti
og lauk um kvöldmatarleytið á
mánudag. Ákæra var gefin út stuttu
síðar og féll dómur síðdegis í gær.
Konurnur komu hingað um
helgina og munu hafa leitað sér
lækninga hér á landi. Þær eiga
pantað far til London á morgun.
Ekkert bendir til annars en um
einangrað tilvik hafi verið að
ræða.
Pétur Guðgeirsson héraðsdóm-
ari kvað upp dóminn.
Þrjár konur dæmdar fyrir búðarhnupl
ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa
hækkaði nokkuð á markaði í gær
og sömuleiðis jukust afföllin sem
eigendur bréfanna taka á sig við
sölu þeirra. Ávöxtun nýjasta
flokks húsbréfa, sem eru til 40 ára,
hækkaði mest eða úr 5,73% á
mánudag í 5,82% í gær, miðað við
lokaverð hvors dags. Afföll hús-
bréfa í sama flokki jukust á sama
tíma um eitt prósentustig, eða úr
11,8 í 12,8%. Það þýðir að afföll af
einnar milljónar króna bréfi eru
rúmar 100 þúsund krónur.
Að sögn sérfræðinga í húsbréfa-
viðskiptum er jafn mikil aukning
sjaldgæf á svo skömmum tíma og
er ástæðan einkum rakin til birt-
ingar neysluverðsvísitölunnar í
gærmorgun, sem sýndi aukna
verðbólgu. Hækkun á ávöxtunar-
kröfu og afföllum varð í flestum
flokkum húsbréfa á markaði í gær.
Mikið framboð
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu-
maður rannsókna og greiningar
hjá Búnaðarbankanum, segir að
afföll húsbréfa hafi verið að aukast
verulega að undanförnu. Ástæðan
sé einkum minni líkur á vaxta-
lækkun af hálfu Seðlabankans.
Framboð húsbréfa sé einnig tölu-
vert þar sem ekki sé útlit fyrir
minni útgáfu þeirra. „Þegar erf-
iðara er að losna við húsbréfin
krefjast menn meiri ávöxtunar á
markaði. Við reynum alltaf að fá
fólk til að selja ekki á meðan af-
föllin eru þetta mikil en sumir
komast bara ekki hjá því. Þeir
þurfa að losa um fjármagn,“ segir
Edda Rós en þótt afföll húsbréfa
hafi verið að aukast að undanförnu
hafa þau ekki náð þeim 17% sem
þau fóru í á tímabili síðastliðið
sumar.
Í Hálffimm-fréttum Búnaðar-
bankans í gær segir að eftir birt-
ingu verðbólgutalna í gær, sem
hafi valdið „talsverðum vonbrigð-
um“, hafi fjárfestar fært sig úr
óverðtryggðum skuldabréfum yfir
í stutt verðtryggð bréf, en þar
lækkaði ávöxtunarkrafan nokkuð í
gær.
Húsbréf
Afföll juk-
ust um eitt
prósentu-
stig í gær
ARI Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, og Grétar
Þorsteinsson, forseti ASÍ, gagnrýna
auglýsingar sem sjónvarpsstöðin Sýn
birti í dagblöðum í gær. Í þeim er vís-
að til nokkurra útsendingardaga í
marsmánuði þar sem sýna á frá
íþróttaviðburðum og lesendur eru
jafnframt spurðir hvort þeir séu búnir
með veikindadagana sína í mánuðin-
um.
,,Ertu búin með veikindadagana í
mars?“ ,,Tveir veikindadagar í mán-
uði! Veldu vel!“ segir í texta auglýs-
inganna og er vakin athygli á útsend-
ingardögum knattspyrnuleikja og
hnefaleika í mánuðinum.
,,Algjört virðingarleysi
við mikilvæg réttindi“
,,Okkur finnst þetta algjört virðing-
arleysi við ákaflega mikilvæg réttindi
sem verkalýðshreyfingin hefur
tryggt sínu fólki. Þú ákveður ekki
hvort þú ert veikur þegar það er út-
sending á einhverjum knattspyrnu-
leik eða öðru. Þú bara verður stund-
um veikur. Okkur finnst þetta algjör
óvirðing við þetta mikilvæga trygg-
ingarákvæði sem verkalýðshreyfing-
in hefur náð fram fyrir sitt fólk og
gjörsamlega óverjandi,“ segir Grétar.
,,Það er alls ekki svo að menn eigi
rétt á veikindadögum óháð heilsufari.
Mér finnst afskaplega ósmekklegt að
ýja að eða spauga með misnotkun á
þessum mikilvægu réttindum,“ segir
Ari Edwald.
Auglýsing
Sýnar
gagnrýnd
Fólk spurt hvort
það sé búið með
veikindadagana
KRISTJÁN Þórhalls-
son frá Björk í Mý-
vatnssveit, fyrrverandi
bílstjóri og lagerstjóri,
andaðist á heimili sínu
í fyrrinótt, á 87. aldurs-
ári. Kristján var um
áratugaskeið fréttarit-
ari Morgunblaðsins í
Mývatnssveit.
Hann fæddist 20. júlí
árið 1915 í Vogum í
Mývatnssveit, sonur
Þórhalls Hallgrímsson-
ar bónda og Þuríðar
Einarsdóttur hús-
freyju. Kristján ólst
upp í Vogum og bjó alla ævi í Voga-
hverfi ef undan eru skilin tvö ár er
hann starfaði í Reykjavík hjá bif-
reiðaumboðinu Ræsi. Árið 1959
stofnaði hann nýbýlið Björk í landi
Voga ásamt eiginkonu sinni, Önnu
Elinórsdóttur, en bræður hans,
Hallgrímur og Einar Gunnar,
skiptu jörðinni þá upp er þeir tóku
við búskap af föður sínum.
Kristján starfaði lengstum sem
vörubílstjóri víða um land, ásamt
því að aðstoða bræður sína við bú-
skap í Vogum. Í upphafi áttunda
áratugar hóf hann svo
störf hjá Kísiliðjunni í
Mývatnssveit og var
þar lagerstjóri til árs-
ins 1988, er hann fór á
eftirlaun. Eftir það
sinnti Kristján ýmsum
áhugamálum og hélt
áfram störfum sínum
sem fréttaritari Morg-
unblaðsins í Mývatns-
sveit. Frá árinu 1960
og fram á síðustu ár
flutti hann reglulega
fréttir af mannlífinu í
sveitinni.
Kristján starfaði í
Kiwanishreyfingunni í mörg ár,
ásamt því að fylgjast af miklum
áhuga með þjóðmálum. Um skeið
átti hann sæti í skólanefnd í Mý-
vatnssveit og var fulltrúi á lands-
fundum Sjálfstæðisflokksins til
fjölda ára.
Anna lifir mann sinn en þau eign-
uðust fjögur börn; Hermann, Elínu
Sesselju, Þórhall og Jóhann Friðrik.
Á kveðjustund þakkar Morgun-
blaðið Kristjáni fyrir vel unnin störf
og sendir aðstandendum hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Andlát
KRISTJÁN
ÞÓRHALLSSON
DÁNARBÚ hjóna sem létust á
fyrri hluta síðustu aldar hefur
aftur verið tekið til opinberra
skipta þar sem nýlega kom í ljós
að þau áttu landspildu í Flóanum
sem hafði ekki verið ráðstafað við
dánarbússkiptin árið 1930.
Um er að ræða um 40 hektara
lands sem var í eigu þeirra Björns
Bjarnarsonar (1853–1918), sýslu-
manns og eiginkonu hans Guð-
nýjar Jónsdóttur (1865–1930).
Sjötíu og tveimur árum eftir and-
lát Guðnýjar og fyrri skipti dán-
arbúsins er lýst eftir fólki sem tel-
ur sig eiga kröfur á hendur
dánarbúinu, muni í vörslu þess
eða eiga rétt á arfi eftir hina
látnu. Viðkomandi skal hafa sam-
band við skiptastjórann innan
tveggja mánaða.
Landspildan sem um ræðir er
hluti af svonefndu Flóagaflshverfi
við austurbakka Ölfusár, norðan
Eyrarbakka. Landið er alls um 6–
700 hektarar að stærð og er að
langstærstum hluta í eigu sveitar-
félagsins Árborgar. Faðir Björns,
Stefán Bjarnarson, var í sinni tíð
sýslumaður Árnesinga og bjó þá í
Gerðiskoti í Flóagafli. Eignarhluti
þeirra Björns og Guð-
nýjar kom í ljós eftir
að Árborg óskaði eft-
ir landaskiptum en
nokkrar deilur hafa
staðið um landamerki
á þessum slóðum.
Grétar Zóphanías-
son, landbún-
aðarfulltrúi Árborg-
ar, segir að landið sé
að mestu framræstar
mýrar og hefur það
m.a. verið leigt til
hrossabeitar. Til
stendur að fylla upp í
skurði í landinu og
endurheimta votlendi
og gera landið að fuglafriðlandi.
Fuglalíf er mikið á þessum slóð-
um og er svæðið vinsælt til fugla-
skoðunar.
Fasteignamat á sambærilegu
landi er um 55.000 krónur á hekt-
arann þannig að gera má ráð fyr-
ir að landið sé metið á rúmlega
tvær milljónir króna.
Gera má ráð fyrir að ættingjar
hjónanna séu allmargir en sex af
átta börnum Björns og Guðnýjar
komust til fullorðinsára. Björn
fetaði í fótspor föður
síns en hann var
sýslumaður Dalasýslu
frá 1891–1914 og um
tíma þingmaður sýsl-
unnar. Hann lauk
lögfræðiprófi frá
Hafnarskóla 1883 og
dvaldi eftir það í
nokkur ár í Kaup-
mannahöfn við rit-
störf og var auk þess
aðstoðarmaður hjá
fógeta Danakonungs.
Ásamt öðrum stofn-
aði hann blaðið Vort
hjem sem síðar var
nefnt Hjemmet. Eftir
að Björn flutti aftur til Íslands
var hann lengst af sýslumaður í
Dalasýslu en því embætti gegndi
hann frá 1891–1914 og var í átta
ár þingmaður Dalasýslu. Hann
gegndi ýmsum félagsstörfum og
hlaut m.a. heiðurslaun úr sjóði
Kristjáns IX.
Skriflegar kröfur í dánarbúið
skulu sendar á skrifstofu, Jóhanns
H. Níelssonar hrl. skiptastjóra í
Lágmúla 5, IV. hæð, 108 Reykja-
vík.
Opinber skipti á dánar-
búi 72 árum eftir andlát
Eign á spildu í Flóanum kom ekki í ljós við skipti árið 1930
Björn Bjarnarson