Morgunblaðið - 13.03.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 13.03.2002, Síða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝI salur Borgarleikhússins var ólíkt bet- ur setinn á „15:15“-tónleikum Caputmanna á laugardaginn en viku fyrr. Hvort frumflutn- ingur örballetts Guðna Franzsonar og Láru Stefánsdóttur hafi þar gert útslagið skal ósagt. Hitt er víst, að víða á Norðurlöndum þætti aðsókn upp á ríflega stórt hundrað fréttnæm þegar framsækin listmúsík er í boði. Cho fyrir flautu og tölvuhljóð eftir Þorstein Hauksson var efst á blaði. Það var samið 1992 fyrir Kolbein Bjarnason og rámar mann í að hafa heyrt það snemma á áratugnum í Skálholtskirkju, ef þá ekki í Kristskirkju, þar sem grunnur tölvuhljóðanna var fenginn, byggður á upptökum af flautuleik Kolbeins. Heiti verksins er bergmál af nafni skógardís- arinnar Ekkóar (Echo), sem í grískri goða- sögn varð svo hugfangin af sjálfselska ung- lingnum Narkissosi að hún tærðist öll burt svo röddin ein varð eftir. Flauta Kolbeins var uppmögnuð við rennblautan rafenduróm, enda ekki mikið úr heyrð Nýja sviðs Borg- arleikhússins að hafa, og lék til skiptis hröð stökk, flúr og lengri líðandi tóna við marg- litan hljóðabakgrunn úr vítt dreifðum hátöl- urum. Heildarsvipurinn var heiðríkt töfrandi, og þegar tölvuhljóðin undir lokin renndu sér niður að miðlægum punkti kom „psýkedel- íska“ atriðið í 2001 mynd Kubricks upp í hug- ann. NoaNoa eftir Kaija Saariaho sagði í tón- leikaskrá að merkti ,ylmandi’ [sic?], m.ö.o. rifrildi, átök. Það var jafngamlt Cho, einnig samið fyrir flautu og tölvuhljóð og eftir virt- ustu núlifandi tónskáldkonu Finna. Ólíkt verki Þorsteins, sem miðlaði allskynjanlegri atburðarás að manni fannst, verkaði finnska tónsmíðin frekar eins og kyrrstæður hljóð- skúlptúr. Tónmálið var afar framsækið. Flautuleikarinn blés, hvæsti, frussaði og rumdi og skilaði nánast öllu öðru en hefð- bundnum flautuleik, í milli þess sem hann skipti á miklum og engum rafendurómi ein- leiksflautunnar með fetilrofa. Tölvuhljóðin voru öll af vélrænum toga og óralangt frá heillandi ævintýraheimi fyrsta atriðis, enda saxaðist fljótt á þolinmæði manns í þessu frekar langdregna verki. Jói, ballett Guðna og Láru, kom undirrit- uðum fyrir sjónir sem e.k. lífshlaupslýsing frá vöggu til grafar í stundum höggmynd- arkenndum, stundum akróbatískum, dansi Jóhanns Freys Björgvinssonar. Þótt verkið væri sagt samið fyrir rafgítar og slagverk, hljómaði útfærsla þeirra frekar eins og raf- hljóð. Þeim var sparlega beitt en urðu áhrifa- meiri fyrir vikið, með áberandi rafkyns „víbra-slap“ skrölti í byrjun og enda sem minnt gat á niðurhægt andakall skotveiði- manna. Að öðru leyti skiptust á afströkt en þó púlstengd og danshæf hrynmynztur („patterns“ á hljóðversmáli) sem virtust stjórnuð í rauntíma af höfundi við hlið tölvu- borðs Ríkharðs H. Friðrikssonar. Hljóð og hreyfingar voru markvisst saman tvinnuð frá byrjun til enda og uppskar ballettinn dynj- andi góðar undirtektir tónleikagesta. Cendres frá 1998 eftir Saariaho fyrir hina í fljótu bragði aðlaðandi áhöfn altflautu, sellós og píanós heyrðist nú í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið birtist sem öfgafull etýða um „van“ eða „of“ – ýmist berstrípað tíðindaleysi eða algjört umferðaröngþveiti – við stóröldótta dýnamík, og ekki gott að segja hvort andstæð hugmyndatengsl elds og kulnunar frá franska heitinu (aska) hafi vakið fyrir höf- undi. Hér mátti heyra ýmsar andvana tikt- úrur hefðbundinnar framúrstefnu, enda kom verkið þegar upp var staðið, þrátt fyrir innlif- aðan samleik tríósins, undirrituðum mest á óvart fyrir að ná aðeins 9 mínútna tímalengd. Oktett fyrir flautu, óbó, fagott, horn, harm- ónikku (tónleikaskrárritari gleymdi að geta Tatus Kantomaa meðal hljóðfæraleikara), fiðlu, selló og kontrabassa að nafni Consert- ino eftir Þórð Magnússon var meðal frum- fluttra verka við þetta tækifæri. Litskrúðug áhöfnin í anda síðvínarklassískra kammer- hópa Schuberts og Spohrs bar með sér ógrynni skemmtilegra samstillingarmögu- leika, sem Þórður nýtti sér af þónokkru hug- viti. Auk iðandi „urmulkóra“ (nærri því sine qua non í nýrri tónlist) gætti líka líðandi hvíldarflata, og meðal hlustvænna þátta mætti nefna hressandi ófeimni höfundar við púlsrytmísk innslög og jafnvel vott af gam- aldags kontrapunkti á stangli. Dramatískar alþagnir voru og meðverkandi krydd í súp- una, og herskáir marskaflarnir hefðu getað verið fyrirtaks undirlagningarefni í framtíð- arstríðsmynd. Aðeins blániðurlagið verkaði endasleppt. Allt í einu var „allt bú“ eins og börnin segja. Verkinu var engu að síður tekið með kostum og kynjum. Síðasta atriði var frumflutningur Dilopiu, verk finnska tónskáldsins Jukku Koskinen fyrir 13 hljóðfæri (tréblásarakvintett, strengjakvintett, básúnu, slagverk og píanó). Verkið var sérstaklega samið fyrir CAPUT- hópinn og lék höfundur sjálfur með á píanó. Það hófst og endaði á hægum „inn- og útsón- unum“ stakra hljóðfæra, ekki ólíkt eldra verki Finnans, Ululation, sem heyrzt hefur hér og ku hafa farið sigurför um alla álfu, ef trúa mátti örvandi forkynningu stjórnandans. Verkið var viðamikið í breidd og lengd (rúmt kortér) og stigmagnaðist upp í gríðarlega ringulreið um miðbikið sem hefði sett jafnvel margupptekið fuglabjarg í skammarkrókinn, þar sem hver hljóðfærarödd sat við sinn einkakeip óháð öðrum. Tónefnið og meðferð þess virtust annars almennt skyldari fag- urfræði raf- og tölvuverka en hefðbundinna hljóðfæra, og kom því nokkuð sem skrýtla úr sauðarlegg að heyra stutt trommusláttarinn- skot í þungarokkstíl úr setti Mattíasar Hem- stock í miðjum kliðum. Löturhægt ris og hnig verksins í og úr jötunefldu kaosi hámarks- hlutans í ósérhlífinni túlkun Caput-manna lét þó engan ósnortinn, enda hlaut Dilopia heit- ustu móttökur dagsins. TÓNLIST Borgarleikhúsið Þorsteinn Hauksson: Cho. Kaija Saariaho: NoaNoa; Cendres. Guðni Franzson: Jói (frumfl.). Þórður Magn- ússon: Consertino (frumfl.). Jukka Koskinen: Dipl- opia (frumfl.) Bryndís Halla Gylfadóttir, selló; Hilmar Jensson, rafgítar; Kolbeinn Bjarnason, flautur; Matt- hías Hemstock, slagverk; Valgerður Andrésdóttir, pí- anó. CAPUT-sinfóníettan (Áshildur Haraldsdóttir, flauta; Eydís Franzdóttir, óbó; Rúnar Óskarsson, klarínett; Brjánn Ingason, fagott; Emil Friðfinnsson, horn; Sigurður Þórbergsson, básúna; Jukka Kosk- inen, píanó; Tatu Kantomaa, harmónikka; Greta Guðnadóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla; Guð- mundur Kristmundsson, víóla; Hrafnkell Orri Eg- ilsson, selló; Hávarður Tryggvason, kontrabassi). Dansskáld: Lára Stefánsdóttir. Dansari: Jóhann Freyr Björgvinsson. Stjórnandi: Guðni Franzson. For- ritun og hljóðstjórn: Ríkharður H. Friðriksson. Ljós: Kári Gíslason. Laugardaginn 9. marz kl. 15.15. KAMMERTÓNLEIKAR Frá vöggu til grafar Ríkarður Ö. Pálsson Í ANDDYRI Myndlistaskólans í Reykjavík stendur nú yfir sýning á verkum nemenda í barna- og ung- lingadeild Myndlistaskóla Jurate Stauskaite í Vilnius. Í tengslum við sýninguna flytur Arune Tornau myndlistarmaður fyrirlestur kl. 18 í dag þar sem hún kynnir verkefni sem hún vann með sígaunabörnum í Litháen, nálgun sína við þau og þau verk sem unnin voru. Verkefnið var unnið með börnum sem búið hafa utan við almennt samfélag í Litháen, án skólagöngu eða þátttöku í samfélaginu. Fyrir- lesturinn verður fluttur á ensku og sýndar skyggnur. Myndlistaskóli Jurate Stauskaite er einkarekinn skóli og eru kenn- ararnir allir starfandi myndlistar- menn. Skólinn var stofnaður fyrir 11 árum í kjölfar sjálfstæðisyfirlýs- ingar Litháens. Í myndlistar- kennslunni er lögð áhersla á að ýta undir skapandi hugsun og vinnu- gleði nemenda. Sýningin er í boði Myndlistaskól- ans í Reykjavík en fulltrúar skólans fóru til Vilnius vorið 2001 og settu upp sýningu þar á verkum nemenda í barna- og unglingadeild skólans og kynntu sér starfsemi skólans. Sýningarnar eru hugsaðar sem upphaf samskipta á milli skólanna í formi skiptisýninga og fleira. Sýningin stendur fram yfir páska. Eitt verkanna á sýningu nem- enda í Myndlistaskóla Jurate Stauskaite í Vilnius. Myndlist- arsýning frá Litháen XAVIER Beauvois er ungur franskur leikstjóri sem vakti mikla athygli fyrir kvikmyndina Hefnd Matthieusar fyrir tveimur árum, þar sem veruleika verkafólks er lýst á áhrifaríkan en um leið hvers- dagslegan hátt. Myndin var m.a. valin til þess að keppa um Gull- ljónið í Feneyjum árið 2000 og laut þar í lægra haldi fyrir verðugum keppinaut, þ.e. írönsku kvikmynd- inni Dayereh (Hringurinn) eftir Jafar Panahi. Í Hefnd Matthieusar er tekið á mikilvægum hliðum í veruleika samtímans, þ.e. þeirri vanmáttar- stöðu sem hinn óbreytti verkamað- ur í landi á borð við Frakkland finnur sig í á tímum alþjóðavæð- ingar. Fyrirtæki flytjast í auknum mæli til vanþróaðri landa, þar sem atvinnuréttindi eru nær engin og laun lág. Hinn vestræni verkamað- ur verður því sífellt óþarfari, og þarf að sætta sig við gróft rétt- indaleysi. Í myndinni kynnumst við lífi og tilveru verkamannafjölskyldu, for- eldrum og uppkomnum sonum þeirra, Matthieu og Eric. Faðirinn og synirnir vinna allir hjá sömu há- tækniverksmiðjunni. Eric og kona hans vonast til þess að geta flutt í eigið hús fyrr en síðar, en öll fjöl- skyldan býr í föðurhúsunum. Hin hversdagslega tilvera er skyndi- lega rofin þegar faðirinn missir vinnuna fyrir það að brjóta reyk- ingabann og lendir skömmu síðar fyrir bíl. Matthieu sættir sig ekki við það valda- og réttindaleysi sem fjölskylda hans hefur mátt þola og reynir að hefna sín. Hin dapurlega saga kvikmyndar- innar er sögð á máta, sem færir áhofandann nálægt veruleika per- sónanna. Þetta er einkar vel smíð- uð kvikmynd, þar sem látleysi hins daglega lífs er stefnt gegn tilfinn- ingaþrungnum atburðum, sem fá enn meiri vigt fyrir vikið. Hefnt af veikum mætti KVIKMYNDIR Regnboginn, frönsk kvikmyndahátíð Leikstjóri: Xavier Beauvois. Handrit: Cédric Anger, Xavier Beauvois og Cath- erine Breillat. Kvikmyndataka: Caroline Champetier. Aðalhlutverk: Benoit Magimel, Nathalie Baye, Antoine Chapp- ey og Fred Ulysse. Sýningartími: 105 mín. Frakkland, 2000. HEFND MATTHIEUSAR (SELON MATTHIEU) Heiða Jóhannsdóttir FÉLAG íslenskra hljómlistarmanna fagnaði 70 ára afmæli sínu á dög- unum. Af tilefninu voru veittar heiðursviðurkenningar og þrír hlutu heiðursgullmerki félagsins: Snorri Örn Snorrason, Rósa Hrund Guðmundsdóttir og Kristinn Svav- arsson. Heiðursviðurkenningar fengu Kammersveit Reykjavíkur, Blás- arakvintett Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur og hljómsveitin Stuð- menn. Þá hlaut Hafnarfjarðarbær viðurkenningu fyrir byggingu tón- listarskóla, Gunnar Þjóðólfsson fyr- ir starf sem sviðsstjóri Sinfón- íuhljómsveitar Íslands og Ágúst Ágústsson sem sviðsstjóri ýmissa af helstu hljómsveitum landsins. Þá veitti FÍH 25 styrki til hljóm- leikahalds á afmælisárinu, að upp- hæð 100.000 hver. Formaður FÍH frá árinu 1987 er Björn Th. Árnason. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Snorri Örn Snorrason, Rósa H. Guðmundsdóttir, Kristinn Svavarsson og Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Þrír hlutu heiðurs- gullmerki FÍH Í TILEFNI af sýningunni Breiðholt: frá hugmynd að veruleika verður málþing í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag kl. 19 sem listasafn- ið stendur fyrir ásamt Arkitekta- félagi Íslands. Framsögumenn eru arkitektarnir Örn Baldursson, Geirharður Þor- steinsson, Guðrún Jónsdóttir og landslagsarkitektinn ReynirVil- hjálmsson, Ágústa Kristófersdóttir, sýningarstjóri sýningarinnar um Breiðholtið, Birna Bjarnleifsdóttir kennari og Sigurður Kári Kristjáns- son lögfræðingur Málþingið er stefnumót skipulags- höfundanna, íbúa hverfisins og ann- arra sem áhuga hafa á að kynna sér hvaða áhrif skipulag hefur á mann- lífið. Umræðum stjórnar Hafliði Helga- son blaðamaður. Pallborðsumræður og fyrirspurnir úr sal verða að fram- sögum loknum. Málþing um Breiðholtið Ljósmynd á sýningunni Breiðholt: frá hugmynd að veruleika.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.