Morgunblaðið - 13.03.2002, Síða 34
UMRÆÐAN
34 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á
vegferðinni gegnum
lífið eignast maður
vini. Suma þessara
vina á maður lengi,
jafnvel allan sinn ald-
ur, aðra skemur. Maður kynnist
fólki sem verður manni samferða
um hríð, en svo breytast aðstæður,
leiðir skilur, eða eitthvað annað
verður þess valdandi að maður
missir af fólki sem þó er manni
kært. Fyrir um tuttugu árum var
ég í námi í Bandaríkjunum, og
eins og gengur og gerist í stóru
háskólasamfélagi kynntist maður
fólki af ýmsu þjóðerni. Maha Abu-
Ayyash og
Renda Abu-
Rayan voru
náfrænkur og
vinkonur á
mínum aldri,
og bjuggu á
sama stað og ég. Þær voru frá
Ramallah í Palestínu. Þetta voru
ósköp venjulegar ungar konur,
fullar af metnaði um nám sitt, voru
báðar að læra verkfræði og hugð-
ust með því verða reiðubúnar að
leggja þjóð sinni lið með kunnáttu
sinni, enda varla vanþörf á verk-
fræðingum í stríðshrjáðu landi.
Maha var stór og sterk, ör í lund
og talaði mikið um ástandið heima
og þær vonir og þrár sem hún batt
við það að einhvern tíma í hennar
tíð kæmist á friður heima. Renda
var ljóðræn og dreymin, og ekki
laust við að hún væri örvænting-
arfyllri en frænkan um að ein-
hvern tíma rættist úr. Móðir henn-
ar bjó enn í Ramallah, en faðir
hennar og tveir bræður voru land-
flótta í Kanada. Hana dreymdi
fyrst og fremst um það að fjöl-
skyldan gæti sameinast, hvar sem
það yrði. En feðgarnir áttu ekki
afturkvæmt heim, og móðirin ótt-
aðist, að ef hún færi burt, fengi
hún ekki að komast heim aftur.
Það var sérstakt fyrir Íslending að
heyra þessar ungu konur tala um
líf sitt í skugga ofbeldis og átaka,
vona og vonleysis. Sennilega hefur
þetta haft meiri áhrif á mig en mig
grunaði þá. Þær áttu skyldmenni í
flóttamannabúðum í Líbanon, og
einnig í Jórdaníu, og nokkrir
venslamenn voru sestir að vest-
anhafs meðan beðið var eftir því
að hægt yrði að snúa heim. Það
var markmið allra. Það er eins og
mig minni að sjaldan hafi verið tal-
að um Palestínu áður en ég kynnt-
ist Möhu og Rendu. Mér finnst
eins og það hafi einungis verið tal-
að um Vesturbakkann og her-
teknu svæðin. Var það tabú þá að
nefna Palestínu á nafn? Ég geri
mér ekki grein fyrir því hvort
þetta hafi verið þannig í raunveru-
leikanum; í það minnsta fannst
mér það nýtt að heyra talað um
Palestínu sem land þegar ég
kynntist þessum vinkonum mín-
um. Við Renda og Maha sátum
löngum stundum ásamt vinum
okkar af ýmsu þjóðerni á kaffi-
húsum og krám og ræddum leið-
irnar til bjargar þessum viðsjála
heimi okkar. Sumir þóttust hafa
lausnir á reiðum höndum – ekki
þær. Þetta var árið 1982. Það var
mikill sorgardagur fyrir Möhu og
Rendu þegar Elie Hobeika, stríðs-
herra öfgasinnaðra kristinna
manna í Líbanon, og menn hans
drápu allt að 1.500 manns í Sabra-
og Shattila-flóttamannabúðum
Palestínumanna í Líbanon. Þar
áttu þær skyldmenni. Hobeika
framdi voðaverkin í skjóli og með
fulltingi þáverandi varn-
armálaráðherra Ísraels. Hann
heitir Ariel Sharon og er nú orðinn
forsætisráðherra þjóðar sinnar.
Blóðbaðið í Sabra og Shattila
stendur mér enn í dag ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum vegna
tengsla við þessar vinkonur mínar.
Tuttugu ár eru liðin, og enn horfir
illa um frið. Höfðað hefur verið
mál í Belgíu gegn Sharon fyrir
drápin í Sabra og Shattila og hann
ásakaður um stríðsglæpi. Fyrir
um mánuði var Elie Hobeika
sprengdur í tætlur í Líbanon. Pal-
estínumenn hafa sakað Ísr-
aelsmenn um morðið; Hobeika
hafi verið drepinn til að koma í veg
fyrir að hann vitnaði gegn Sharon
um morðin í flóttamannabúð-
unum. Hver veit hvað til er í því.
Árin líða, og langt síðan ég týndi
vinkonum mínum út í heiminn.
Það líður þó varla sá dagur að mér
verði ekki hugsað um það hvað
þær Maha Abu-Ayyash og Renda
Abu-Rayyan hafast að núna. Ég
hef ítrekað reynt að hafa uppi á
þeim, en án árangurs. Ég heyri af
voðaverkum Palestínumanna í
Ísrael og voðaverkum Ísr-
aelsmanna í Palestínu og hugsa
stöðugt um það hvert þeirra hlut-
skipti sé í þessum hörmungum.
Í sjónvarpinu sé ég hús sem bú-
ið er að jafna við jörðu og konu
sem fórnar höndum í rústunum og
kallar á heiminn sér til bjargar. Er
þetta Maha? Er hún orðin svona
núna? Ég les um konu sem gekk
með sprengju innanklæða og tor-
tímdi sjálfri sér og öðru blásak-
lausu fólki í þessari vonlausu bar-
áttu. Var þetta Renda? Myndi hún
geta gripið til slíkra voðaverka?
Ég heyri af konu í barnsnauð sem
situr undir kúlnahríð í bíl sínum
meðan maður hennar er drepinn
og tengdafaðir særður til ólífis.
Var þetta kannski Maha? … eða
Renda?
Dag frá degi vaxa áhyggjur
mínar af mínum gömlu skólasystr-
um sem ég svo ólánlega missti
samband við. Það er kannski ekki
að undra eins og ástandið er. Ég
spyr mig hvort mér væri sama um
þetta ástand ef ég þekkti ekki fólk
af holdi og blóði sem hrærist í því.
Varla; en sennilega tek ég það nær
mér en ella væri fyrir þessa gömlu
vináttu. En nú finnst mér komið
nóg. Palestínumenn kalla nánast
daglega á alþjóðasamfélagið og
sárbæna það um aðstoð við að
koma á friði. Ekkert gerist. Enn
einn sendiboðinn frá Bush er
sendur á svæðið, og Sharon lýsir
yfir vilja til að ræða frið. Krafan
um að Arafat aðhafist eitthvað
hljómar ótrúlega ótrúverðug á
meðan honum er haldið föngnum á
afmörkuðum skika í Ramallah,
sem í dag er að verða að rústum
einum. Og enn sit ég hér og spyr,
hvar eru Maha og Renda?
Hvar eru
Maha og
Renda?
Í sjónvarpinu sé ég hús sem búið er að
jafna við jörðu og konu sem fórnar
höndum í rústunum og kallar á heim-
inn sér til bjargar. Er þetta Maha? Er
hún orðin svona núna?
VIÐHORF
Eftir Bergþóru
Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÞAÐ líður að kosn-
ingum í Reykjavík.
Listar beggja fram-
boða hafa verið birtir.
Herforingjar Reykja-
víkurlistans halda því
fram að valið standi
milli lista fólksins
annars vegar og
flokksins hins vegar.
Fólk gegn flokki.
Þetta er gamalkunn-
ug tugga og satt best
að segja brosleg enda
ráðendur ráðhússins
húmoristar. Annað
verður ekki sagt því
staðreyndir málsins
segja okkur allt annað.
Efsti maður á lista Reykjavík-
urlistans er í skjóli innan við
hundrað atkvæða. Tillaga um opið
val var felld. Annar maður á lista
Reykjavíkurlistans er í skjóli lið-
lega hundrað atkvæða. Varaborg-
arfulltrúi sagði sig frá
listanum vegna
óánægju með vinnu-
brögð. Þriðji maður á
lista Reykjavíkurlist-
ans er í skjóli liðlega
þúsund atkvæða og
sjöundi maðurinn er
sóttur út í bæ.
Í skjóli innan við
hundrað atkvæða í
fyrsta sæti, liðlega
hundrað atkvæða í
annað sætið, rúmlega
þúsund atkvæða í
þriðja sæti og 7
manns sem valdir eru
bak við luktar dyr er
staðhæft að fram sé kominn listi
fólksins gegn flokknum.
Í Sjálfstæðisflokknum eru 33
þúsund félagar; í Reykjavík liðlega
15 þúsund sem mynda langöflug-
ustu pólitísku breiðfylkingu lands-
ins.
Það er móðgun við dómgreind
fólks að halda því fram að R-list-
inn sé listi fólksins gegn flokknum
enda flest á röngunni. Stjórnmála-
menn sem grípa til slíkra öfug-
mæla ala á fordómum þegar betur
er að gáð. Miklu er nær að fram sé
kominn R-listi markaðsmanna og
ýmsir segðu að þeim hafi heppnast
verkið.
Pólitík á röngunni
Hallur Hallsson
Höfundur er fv. fréttamaður.
Stjórnmál
Það er móðgun við dóm-
greind fólks, segir Hall-
ur Hallsson, að halda
því fram að R-listinn sé
listi fólksins.
Á SÍÐASTA aðild-
arþingi Sáttmálans um
varnir gegn loftslags-
breytingum var m.a.
ákveðið að þjóðir
heims megi nota kol-
efnisbindingu með
landgræðslu, skóg-
rækt, beitarstjórnun
o.fl. sem leiðir til að
mæta skuldbindingum
vegna Kyoto-bókunar-
innar, samhliða því að
draga úr mengun af
völdum þeirra gasteg-
unda sem valda gróð-
urhúsaáhrifum. Koltví-
sýringur, CO2, er
þeirra veigamest.
Hvað er kolefnisbinding?
Kolefni (C) er merkilegt frum-
efni. Of mikið magn í formi koltví-
sýrings (CO2), einkum frá bruna
jarðefnaeldsneytis og landhnignun,
er ein meginástæða hugsanlegra
loftslagsbreytinga af manna völdum
með um 2⁄3 af gróðurhúsaáhrifunum.
Við ljóstillífun breytist koltvísýr-
ingur í lífræn efni, undirstöðu lífs á
jörðu. Það má því líta á aukið magn
CO2 í andrúmslofti sem auðlind á
villigötum, sem hægt er að skila til
baka með skógrækt og landgræðslu.
Samdráttur CO2-mengunar og kol-
efnisbinding eru því tvær mismun-
andi leiðir að sama markmiði, þ.e.
að koma í veg fyrir breytingar á
loftslagi jarðar.
Hvers vegna kolefnisbinding?
CO2 í andrúmslofti er nú þegar
komið langt upp fyrir hættumörk
vegna brennslu lífrænna efna og
landhnignunar síðustu 150 árin – og
eykst stöðugt. Það er hvorki tækni-
lega né efnahagslega gerlegt að
stöðva aukningu CO2 eins hratt og
þarf til að koma í veg fyrir loftslags-
breytingar. Umbreyting koltvísýr-
ings í lífræn efni er því óhjákvæmi-
leg samhliða því sem dregið er úr
losun gróðurhúsalofttegunda. Með
því er mannkyni veittur nauðsyn-
legur frestur til úrbóta jafnframt
því sem CO2 er skilað aftur til jarð-
ar, sem hefur fjölþætt gildi fyrir
framtíð mannkyns. Frjósemi lands
er lykill að fæðuöflun og velferð
jarðarbúa og þar með friði á jörð.
Markmið um kolefnisbindingu geta
víða ráðið úrslitum um hvort unnt
sé að fjármagna framkvæmdir við
landbætur og varnir gegn land-
hnignun.
Hve mikið kolefni
er unnt að binda?
Frá landnámi hefur gífurlegt
magn gróðurs og jarðvegs glatast
vegna landhnignunar hér á landi. Í
grein í Ársriti Skógræktarfélags Ís-
lands 1996 kemur fram að lífrænt
efni að ígildi um 1600
milljóna tonna af CO2
hafi glatast. Þessi tala
samsvarar því að með
kolefnisbindingu sé
unnt að mæta allri los-
un gróðurhúsaloftteg-
unda frá Íslandi í 9500
ár!
Brýnt er að skila
kolefninu aftur til
landsins, og bæta með
því landkosti fyrir nú-
verandi og komandi
kynslóðir. Landið
hrópar á kolefni! Á
þeim stutta tíma sem
mannkynið hefur til að
koma í veg fyrir loftslagsbreytingar
hafa Íslendingar nær ótakmarkaða
möguleika til kolefnisbindingar með
margvíslegum landbótaverkefnum.
Hvers konar binding?
Allt frá upphafi landgræðslu-
starfsins 1907 hefur landgræðsla
verið veigamesta starfið sem unnið
hefur verið að verndun og endur-
reisn líffræðilegs fjölbreytileika hér
á landi. Komið hefur verið í veg fyr-
ir stórfellda hnignun vistkerfa með
því að stöðva eyðingu gróðurs og
jarðvegs. Einnig hefur verið unnið
að því að græða upp örfoka land og
örva gróðurframvindu raskaðra
vistkerfa. Nauðsynlegt er að velja
bindiverkefni á grundvelli fjöl-
þættra markmiða, hagrænna, vist-
fræðilegra o.m.fl., en ekki kolefnis-
bindingarinnar sem slíkrar. Hún er
sjálfgefin í öllum landbótaverkefn-
um, þótt mismunandi sé eftir verk-
efnavali.
Er unnt að mæla?
Alþjóðlega er gerð krafa um gott
„bókhald“ vegna kolefnisbindingar,
og því verðum við að fylgja. Kyoto-
bókunin veitir leiðsögn og nefnd
sérfræðinga á vegum loftslagssátt-
málans – IPCC – setur leikreglur.
Við getum jafnframt mikið lært af
þeim fjölmörgu þjóðum sem eru að
feta sig inn á veg kolefnisbindingar.
Gagnagrunnar um landgræðslu
og skógrækt eru í þróun. Þeir eru
óhjákvæmilegir til að halda utan um
upplýsingar um m.a. framkvæmdir,
stærðir og árangur starfsins og
henta um leið vel til að halda utan
um kolefnisbindinguna. Rannsóknir
eru komnar vel á veg, en þær þarf
að auka til að Íslendingar geti gert
grein fyrir kolefnisbindingunni í
samræmi við alþjóðlegar kröfur.
Hvað kostar bindingin?
Kolefnisbinding með landgræðslu
er miklu meiri hér á landi en víðast
annars staðar. Það stafar m.a. af
eiginleikum eldfjallajarðvegs, sem
getur bundið í sér mikið af kolefni.
Einnig er unnið á örfoka landi þar
sem úrkoma er næg og uppgræðslu-
skilyrði góð, sem á sér fáar hlið-
stæður í heiminum. Niðurbrot líf-
rænna efna er auk þess hægt.
Árlegur kostnaður á hvert tonn
CO2 sem bundið er með land-
græðslu gæti numið á bilinu 300–
800 kr., sem er sambærilegt við það
sem best gerist erlendis. Til sam-
anburðar er talið að kostnaður fyr-
irtækja við að kaupa eða leigja til
sín „CO2-kvóta“ til að uppfylla
skuldbindingar gæti hugsanlega
numið um 1.000 kr. á hvert tonn
koltvísýrings á ári.
Ávinningurinn er bæði mikill og
margþættur, jafnt fyrir núlifandi
sem komandi kynslóðir. Það þarf að
meta ágóðann af því að græða land-
ið, skipta kostnaði á milli þeirra sem
menga, þeirra sem njóta landbót-
anna og þjóðarinnar allrar.
Markmið
Kolefnisbinding fylgir sjálfkrafa
allri aukningu gróðurs hér á landi. Í
ljósi þess hve brýnt er að bæta
landkosti á Íslandi með landgræðslu
og skógrækt væri æskilegt að setja
há bindimarkmið. Jafnframt værum
við í fararbroddi þjóða við að taka á
loftslagsvandanum. Þannig mætti
hugsa sér að:
– Árið 2020 sé binding jöfn losun
án stóriðju og helmingurinn af því
markmiði hafi náðst 2010.
– Árið 2030 sé engin nettólosun
gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi.
Binding sé þá jöfn losun.
Slíkt markmið er raunhæft þar eð
eldsneytisnýting fer batnandi.
Bindigetan ræðst af fjármagni til
landgræðslu og skógræktar, og þar
bíða mörg brýn verkefni. Ísland
hrópar á kolefni. Hér eru jafnframt
óvenju góð „bókhaldsskilyrði“, sem
m.a. stafar af því að landgræðslu-
svæði hafa lágt kolefnisinnihald í
upphafi, þ.e. verið er að breyta
ófrjóu landi í frjótt.
Samdráttur í losun gróðurhúsa-
lofttegunda og kolefnisbinding eru
tvær leiðir að sama markmiði. Báð-
ar þarf að fara ef takast á að koma í
veg fyrir afdrifaríkar loftslagsbreyt-
ingar á jörðinni af manna völdum.
Landgræðsla og
verndun loftslags
Andrés Arnalds
Loftslagsbreytingar
Samdráttur í losun
gróðurhúsalofttegunda
og kolefnisbinding, seg-
ir Andrés Arnalds, eru
tvær leiðir að sama
markmiði.
Höfundur er fagmálastjóri
Landgræðslu ríkisins.