Morgunblaðið - 13.03.2002, Side 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þorsteinn RúturBjarnason fædd-
ist á Arnarstapa á
Snæfellsnesi 30.
mars 1911. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 4. mars síð-
astliðinn. Hann var
sonur Bjarna (lista)
smiðs í Reykjavík,
Kjartanssonar
kirkjuorganista,
bróður dr. Jóns Þor-
kelssonar lands-
skjalavarðar, faðir
þeirra, Þorkell Eyj-
ólfsson var prestur á
Staðastað á Snæfellsnesi. Móðir
Þorsteins var Þórunn Júlíana frá
Hrútafelli undir Eyjafjöllum, Þor-
steinsdóttir Eyjólfssonar bónda
þar. Systkini Þorsteins voru fimm,
þrjú þeirra dóu kornung, þau sem
upp komust eru: Kjartan Sigurð-
ur, lögregluvarðstjóri í Reykja-
vík, f. 9. 11. 1906, látinn og Val-
gerður Helga, f. 20.
12. 1917, ekkja J.
Wilfred Gott kaup-
sýslumanns í
Grimsby í Englandi.
Dætur Þorsteins og
Þórdísar Fjólu Guð-
mundsdóttur, f. 7.7.
1908, d. 30.6. 1981,
eru: 1) Jónína Stein-
unn, f. 6.3. 1936, gift-
ist Júlíusi Ragnari
Júlíussyni múrara-
meistara, látinn,
börn þeirra og
barnabörn eru fjór-
tán. 2) Þórunn Rut, f.
2.10 1937, gift Erling Jóhannssyni
trésmið, börn þeirra og barna-
börn eru sex. 3) Guðmunda Krist-
ín, f. 21.11. 1940, giftist Jóni Þór
Kristjánssyni verkstjóra, látinn,
börn þeirra og barnabörn eru níu.
Útför Þorsteins fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku pabbi minn, dagurinn í dag
er helgaður þér.
Tilfinningar eru blendnar. Og þeg-
ar litið er til baka hefðu stundirnar
mátt vera fleiri með þér.
Veikindi þín stjórnuðu að stórum
hluta lífi þínu, en lífið er ekki alltaf
eins og óskað er.
Núna hafa amma og afi tekið á móti
þér og þrautagöngu þinni er lokið.
Ég kveð þig pabbi minn og þrátt
fyrir allt munt þú ætíð lifa í hjarta
mínu.
Ég lifi’ í Jesú nafni,
í Jesú nafni’ eg dey,
þó heilsa’ og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti’ eg segi.
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þín dóttir,
Þórunn Rut.
Í dag er afi Steini kvaddur hinstu
kveðju. Langvarandi heilsubrestur
hafði hrjáð afa og eins voru líkams-
kraftar þrotnir því kom kallið sem
líkn með þraut.
Afi ólst upp við sveitabúskap og
sjósókn í foreldrahúsum á Snæfells-
nesi.
Á þessum árum mynduðust góð
tengsl hans við dýrin sem hann
reyndi af bestu getu að halda eftir að
hann fluttist til Reykjavíkur.
Ofarlega á Laugaveginum fékk afi
aðstöðu fyrir nokkrar kýr og hesta.
Okkur krökkunum fannst það fyndið
af afi skyldi hafa haft baulandi kýr og
hneggjandi hesta í fjósi við Lauga-
veginn í borginni okkar. Á árum
seinni heimsstyrjaldar varð afi fyrir
alvarlegu bílslysi er hann teymdi hest
með hestvagn í eftirdragi. Sá heilsu-
brestur sem afi varð fyrir vegna
slyssins setti mark sitt á hann alla tíð
síðan.
Þegar afi gat farið að vinna aftur
eftir slysið reyndi hann fyrir sér á
vörubílastöð en sjórinn heillaði frekar
og lagði hann sjómennsku fyrir sig
sem varð hans ævistarf. Kom sér vel
fyrir afa af hafa þjálfast í sjómennsku
í heimabyggð sinni á Snæfellsnesi.
Afi var eftirsóttur sjómaður vegna
dugnaðar og handlagni og hann dró
aldrei af sér til að gera sitt besta í
hverri veiðiferð. Enda fór svo að þeg-
ar afi var um fimmtugt setttist hann á
skólabekk í Sjómannaskólanum og
tók þar stýrimannapróf á minni fiski-
skip.
Afi gat ekki slitið sig frá tilfinning-
unni sem hann bar til dýra á uppvaxt-
arárum sínum í sveitinni fyrir vestan.
Til að hafa eitthvert dýr hjá sér fékk
hann sér hund. Til að þurfa ekki að
skilja við hundinn í sjóferðum sínum
tók hann hundinn með á sjóinn.
Á efri árum afa var einkar kært
með honum og hundinum Bangsa
sem eitt okkar barnanna átti. Það var
gleðistund hjá Bangsa þegar afi fór í
úlpu og tók stafinn sinn og hélt í
gönguferð með Bangsa sem hoppaði
og skoppaði af kæti, Bangsi réð sér
ekki fyrir kæti að ganga um með afa.
Að leiðarlokum trúum við að al-
mættið taki vel á móti afa Steina og
að þar geti hann notið sín innan um og
með ástvinum sínum sem fóru á und-
an honum. Eins vonum við að Bangsi
og öll önnur dýr sem voru afa kær,
geti nú hoppað og skoppað af kæti við
að fá kæran og góðan vin sinn aftur að
sjá og farið í gönguferðir með á ný.
Barnabörnin.
Þorsteinn fæddist á Arnarstapa og
ólst upp á bænum Hnausum. Hann
átti eftir nokkra daga í nítugasta og
fyrsta árið. Bróðir Þorsteins hét
Kjartan Bjarnason og var röskur lög-
reglumaður í Reykjavík. Ég man það
alltaf þegar ég hitti Kjartan stóra
fyrst. „Mikið rosalega ert þú alltaf
glæsileg stúlka“ sagði hann við mið-
aldra móður mína um leið og hann
reis rösklega upp, hallaði sér fram og
tók í hönd hennar og brosti. Þau voru
sex systkinin en þrjú af þeim dóu ung.
Eitt af þeim sem dó var tvíburi eina
eftirlifandi systkinis Þorsteins, henn-
ar Valgerðar Helgu Gott. Valgerður,
eða Lúlla eins og hún er kölluð, fædd-
ist á Litlu-Hnausum í Breiðuvík
vestra. Hún var gift John Gott sem
var í æskuminningu minni mikill mis-
skilningur þar sem John kom ávallt
færandi hendi með poka af gotteríi og
hét John Gott. Móðir mín sagði jafn-
an stolt en kímin á svip, „Þetta er
John Gott“ og kreisti hönd mína.
Þetta var í líkingu við minninguna um
hann afa Steina sem kom ávallt í
heimsókn til okkar í Hátúnið þar sem
ég ólst upp fyrstu árin. Afi átti það til
að bregða á leik og taka út úr sér
tennurnar mér til mikillar undrunar
og sprella með þær að hætti kátra
karla. Ég man að það var alltaf fjöl-
notaður brúnn uppábrettur bréfpoki
með nammi í sem við krakkarnir
fengum hjá honum þegar hann kíkti
inn. Þetta hefur verið þegar hann
kom í land af sjónum og þá átti hann
til að fá sér neðan í því. Það gerðist
eitt sinn í óþökk föður míns en sjó-
mönnum er vorkunn að lifa lífi sem
helgast af óreglubundnum frídögum
og mikilli vinnu, sjálfsagt sex tíma
vöktum eins og tíðkuðust í þá daga.
Ég á góða minningu um hann afa því
fróður var hann og íhugull. Ég man
að hann fræddi mig um allar tegundir
skýja sem voru á himninum slæðu-,
bólstra-, grisjuð netju-, blika og grá-
blika, þokuskýjaruðningur og góð-
viðrisbólstrar.
Hann gat lesið í skýin eins og sagt
er og það eru orð að sönnu. „Sjáðu
þessar slæður yfir Snæfellsnesi? Á
næstu dögum máttu búast við sól-
björtum degi.“ Og það voru orð að
sönnu, það var heiðskírt og stafalogn í
viku frá þeim degi. Þá varð mér hugs-
að til þess samfélags sem við byggj-
um með áherslu á unga fólkið en litla
áherslu á visku þeirra eldri og reynd-
ari. En framlag dætra hans til slíkra
ÞORSTEINN
BJARNASON
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Vald. Briem.)
Elsku Hrannar minn.
Með sárum söknuði og sorg í hjarta
kveð ég þig og bið algóðan Guð að
leiða þig inn í eilífðina. Takk fyrir allt,
þín elskandi systir.
Gréta Björk.
Þegar ég hugsa til baka, til æsku
okkar Hrannars, eru ótal minningar
sem koma til hugar. Hrannar var
mikill grallari á yngri árum og þegar
HRANNAR ÞÓR
JÓNSSON
✝ Hrannar ÞórJónsson fæddist í
Reykjavík 30. mars
1976. Hann lést á
heimili sínu í Dan-
mörku 2. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Kristín M.
Haraldsdóttir og Jón
Sigurðsson. Systir
Hrannars er Gréta
Björk Valdimars-
dóttir. Eftirlifandi
eiginkona hans er
Marguerite West-
hausen. Sonur
Hrannars er Pétur
Leó, f. 18. des. 1997.
Útför Hrannars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
við komum saman tók-
um við upp á öllu mögu-
legu og fengum oftar en
ekki skammir fyrir ein-
hvern óskunda.
Einn minnisstæður
atburður átti sér stað
þegar við fórum í berja-
mó suður fyrir Jökul
með foreldrum mínum
og ömmu og afa.
Amma okkar var vön
að búa til bláberjasultu
á hverju ári sem dugði
fyrir fjölskylduna allt
árið. Það þurfti því að
tína mikið af berjum og
við Hrannar vorum fengnir til að
hjálpa. Við vorum í splunkunýjum
peysum sem amma hafði gefið okkur
og áður en við lögðum af stað í berja-
tínsluna brýndi hún það fyrir okkur
að passa uppá þær. Við frændurnir
vorum með sitthvora fötuna og vorum
duglegir að tína, þótt lítið hafi í raun
farið ofan í föturnar. Saddir af berja-
áti fórum við að líta í kringum okkur
til að finna eitthvað annað að gera. Ég
man ekki hvor okkar fékk hugmynd-
ina að koma af stað skriðu en við klifr-
uðum upp hlíð sem var þar skammt
frá og byrjuðum að kasta niður grjóti.
Þetta gekk þó ekki vel hjá okkur og
við komumst að því að þetta voru ekki
nægilega stórir hnullungar sem við
köstuðum. Hrannar fékk því snilld-
arhugmynd hvernig hægt væri að
bæta úr því. Hann fór úr peysunni og
við fylltum hana af grjóti og hraun-
hnullungum, bundum svo fyrir og
fleygðum henni niður. Ekkert varð úr
skriðufallinu þrátt fyrir margar til-
raunir, en peysan var öll orðin götótt
og slitin eftir flugferðirnar. Þegar við
áttuðum okkur á því hvað við höfðum
gert ætluðum við ekki að þora til baka
og þurfa að útskýra hvað hefði komið
fyrir peysuna. Við bjuggum til full-
komna sögu að okkur fannst til að út-
skýra ónýtu peysuna og bitum í okkur
kjark. Við komum til baka berjabláir í
framan og skömmustulegir með botn-
fylli af berjum í fötunni og Hrannar í
gjörslitinni peysu. Við vorum þó ekki
við teknir trúanlegir, að peysan hefði
rifnað þegar Hrannar datt ofan í
gjótu og var bílferðin heim ekki
skemmtileg.
Samband okkar Hrannars fór held-
ur minnkandi með árunum og leiðir
okkar skildi þótt vináttan hafi alltaf
haldist. Það er með sorg og trega sem
ég kveð hann en er þakklátur fyrir all-
ar minningarnar sem eftir lifa.
Haraldur Pétursson
Við systurnar þekktum Hrannar
ekki mikið, þó nógu mikið til að þykja
vænt um hann.
Þegar fjölskyldan var hjá Grétu
Björk og Doni á Ítalíu kynntumst við
Hrannari mun betur. Eitt kvöldið
vöktum við þrjú langt fram eftir
nóttu, við sátum og spiluðum og töl-
uðum mjög mikið saman. Þetta kvöld
skiptir okkur miklu máli og við mun-
um ekki gleyma því í bráð.
Þetta var í síðasta skiptið sem við
hittum Hrannar. Við hefðum viljað
hitta hann aftur og kynnast honum
betur.
Nú kveðjum við þig, elsku Hrannar
frændi, og vonum að þú hafir fundið
þinn frið.
Þínar frænkur,
Guðný og Sigrún.
Ég kynntist Hrannari fyrst á ung-
lingameðferðarheimilinu Tindum árið
1993 en þá var ég 16 ára og hann að
verða 17 ára, ég mun aldrei gleyma
stundunum sem við vörðum saman,
við vorum þá báðir svolítið villtir og
alveg æðislegir töffarar að eigin mati
a.m.k. Eftir þessi fyrstu kynni okkar
vorum við saman öllum stundum
meira og minna næsta árið. Það mun
aldrei hverfa úr minni mínu hve svalir
við vorum á Skódanum hennar Grétu
með litla útvarpið alveg í botni á fullu
að heilla stelpurnar út um allan bæ.
Ef við vorum ekki á ferðinni sátum
við saman ég, Hrannar og Kristín
móðir hans og skeggræddum um mál-
efni heimsins og í kjölfar vináttu okk-
ar Hrannars tengdumst við Kristín
alveg einstökum vináttuböndum sem
hafa haldist á ótrúlegan hátt í gegn-
um allt ruglið á okkur Hrannari en
báðir börðumst við við sjúkdóminn
alkóhólisma sem oft var nærri búinn
að leggja okkur að velli en einhverra
hluta vegna komumst við lifandi í
gegnum þessi tímabil þegar himnarn-
ir gjörsamlega virtust ætla að hrynja
yfir okkur.
Þegar við Hrannar fórum að leiðast
út í neyslu sterkari vímuefna skildi
leiðir okkar og við héldum hvor í sína
áttina en hittumst þó alltaf með reglu-
legu millibili bæði í meðferðum og
fangelsum landsins, en Hrannar hitti
ég seinast nú um jólin er hann kom í
heimsókn til landsins og fékk ég á til-
finninguna að þetta væri með sein-
ustu skiptunum sem ég mundi hitta
Hrannar. Skömmu síðar lenti hann á
sjúkrahúsi hér á Íslandi og lá hann
þar milli heims og helju en braggaðist
svo og hélt aftur heim til Danmerkur
til unnustu sinnar sem hann svo gift-
ist rétt um viku fyrir andlát sitt. Þeg-
ar mamma hringdi í mig laugardag-
inn 2. mars og tjáði mér að Hrannar
hefði látist þá um nóttina var mér
vissulega brugðið þó ég hafi einnig þá
samstundis fengið á tilfinninguna að
nú væri Hrannar kominn til Guðs og í
þá ró og þann endalausa kærleik sem
þar er til staðar fyrir alla skilyrðis-
laust. Alltaf er ég hugsa til Hrannars,
sé ég hann fyrir mér brosandi út að
eyrum með þetta fallega bros sem
hann hafði. Hrannar hafði alveg ein-
stök karaktereinkenni sem fólk man
vel og lengi eftir, hann var einfaldlega
þessi týpa sem fólk hrífst með og líður
vel með í kringum, hann var alltaf
fullur af lífsgleði sem skein úr andliti
hans og fasi. Hrannar var alveg ynd-
islegur vinur og er ég ævinlega þakk-
látur fyrir að hafa fengið að kynnast
honum.
Elsku Marguerite, Kristín, Leó,
Gréta og Pétur Leó, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð og óska ykkur
alls góðs í ykkar lífi og ég veit að Guð
mun hugga ykkur í sorg ykkar ef þið
leitið þess í bæn eins og þeirri sem við
Hrannar þekktum svo vel til.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við
það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að
breyta því sem ég get breytt og vit til þess
að greina þar á milli. Amen.
Elsku Hrannar minn, nú ert þú
kominn í ljósið til Guðs aftur og ég
veit það fyrir víst að nú muntu finna
þann frið sem þú leitaðir svo ákaft
meðan á jarðvist þinni stóð. Þangað
til við sjáumst aftur, bestu kveðjur,
þinn vinur
Guðjón Egill Guðjónsson.
Það var dapurleg upphringing sem
ég fékk laugardaginn 2. mars.
Í símanum var Dísa hennar Lenu
að láta mig vita að Hrannar hefði dáið
þá um nóttina. Mér var mjög brugðið,
ég var búin að þekkja Hrannar frá
fæðingu og hefur alltaf verið mikið
samband á milli heimilanna.
Það voru ekki nema nokkrir dagar
síðan Stína mamma hans sagði mér
að hann hefði verið að gifta sig úti í
Danmörku og allt gengi nú mjög vel
hjá honum.
Ég hringdi strax í dóttur mína sem
býr í Bandaríkjunum og sagði henni
þessar sorgarfréttir og var hún mjög
slegin. Þau eru gamlir vinir og leik-
félagar og þó svo að þau hafi ekki hist
mikið hin seinni ár spurði hún oft um
hann og fékk fréttir í gegnum mig.
Hrannar hefur oft átt mjög erfitt
og rataði ekki alltaf réttu leiðina í líf-
inu. En fyrir fjórum árum kom lítill
sólargeisli inn í líf hans þegar sonur
hans Pétur Leó fæddist. Við Guðrún
Dagný fórum að heimsækja hann að
sjá litla prinsinn og var Hrannar mjög
stoltur faðir.
Síðastliðin ár hefur Hrannar búið í
Danmörku og þar kynntist hann eig-
inkonu sinni og virtist lífið brosa við
þeim.
Elsku Hrannar, vertu sæll að sinni,
okkur langar að kveðja þig með þess-
ari fallegu bæn sem ég veit að þú
þekktir svo vel.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við
það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að
breyta því, sem ég get ekki breytt, og vit til
að greina þar á milli.
Við vottum Pétri Leó, Marguerite,
Stínu, Leó, Grétu Björk, Dony og
Halla og Grétu okkar dýpstu samúð
og biðjum Guð að styrkja þau í þess-
ari miklu sorg.
Guð blessi minningu Hrannars
Þórs.
Kær kveðja,
Nína, Guðrún Dagný og
Hildur Ýr.
Kæri vinur. Það var laugardaginn
2. mars sem ég fékk þær hræðilegu
fréttir að þú værir látinn, ég get ekki
lýst áfallinu sem ég fékk. Einn af mín-
um bestu vinum var farinn og aðeins
25 ára gamall. Það fyrsta sem mér
fannst að ég yrði að gera var að
hringja í Sigga Braga sem var einn af
þínum bestu vinum. Það var óneitan-
lega eitt það erfiðasta sem ég hef gert
að þurfa að tilkynna honum þessar
leiðinlegu fréttir. Það er alveg óhætt