Morgunblaðið - 13.03.2002, Page 41

Morgunblaðið - 13.03.2002, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 41 Elsku bróðir minn, mágur og frændi. Það er svo sárt að þú sért farinn frá okkur. Við vissum að hann Guðni okkar átti erfitt tíma- bil sem hann tjáði sig lítið um þó að hann vissi að hann gæti alltaf leitað til okkar, sem hann gerði stundum, en ekki í þetta sinn. Við sáumst síðast kvöldið áður en hann kvaddi þenn- an heim og Mána Snæ frænda hans hjá honum og ömmu Dóru. Það var svo yndislegt að sjá þá frændur saman, bæði hvað þeir voru líkir og hversu djúp ást Guðna var til hans og sinna barna. Guðni var mjög barnelskur og var alltaf góður við minni máttar, þó að margir eldri yrðu fyrir barðinu á stríðni hans. Við reyndum að ná til hans þann örlagaríka dag, eins og við fyndum að eitthvað væri að, en það var um seinan. Við erum öll dofin en við tölum saman um öll prakkarastrik- in sem við gerðum saman og minn- isstæð er ferðin okkar til Laug- arvatns. Þegar þú flæmdir burt stripparann með slökkvitækinu og strákgreyið var bara að sýna hvað hann var sólbrenndur! Svona var þetta oft og margir kannski sem skildu ekki okkar háðska húmor en þetta var týpískur Guðni. Þessi ákvörðun þín hefur reynst okkur erfið og sársaukinn að vera skilin svona eftir er stundum óskiljanlegur en allt hefur sinn til- gang og við fengum að deila þess- um stutta tíma með Guðna og er- um þakklát og eigum okkar GUÐNI HEIÐAR RICHTER ✝ Guðni HeiðarRichter fæddist á Akranesi 25. apríl 1977. Hann lést 9. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akranes- kirkju 18. febrúar. minningar um ljúfan dreng sem villtist af leið. Margur á sér hulinn harm, hjartað viknað getur. Enginn sér í annars barm að því hyggjum betur. (Höf. ók.) Guð geymi hann Guðna okkar og megi hann hvíla í friði. Ingibjartur bróðir, Sæunn og börn. Elsku Guðni minn. Það er ekki létt verk að setjast niður til að skrifa minningargrein um þig, bróðir. Ekki hvarlaði að mér að ég ætti eftir að bera þig til grafar ungan manninn en svona er lífið óvænt og óvægið. Ég held að við séum um margt líkir bræðurnir þótt rúmlega tveir áratugir hafi skilið okkur að í aldri. Ég var að fletta gömlum myndum og fann fáeinar ljósmyndir af þér og ykkur bræðrunum í Hraungerði en það er einmitt þaðan sem ég á flestar og bestar minningar um þig og ykkur albræðurna. Þið voruð svo skemmtilega uppátækjasamir bræðurnir að karlinn hann pabbi gat ætíð haldið langar ræður um nýjustu afrek ykkar bræðra í hvert sinn er ég kom í heimsókn. Í Hraungerði var ýmislegt rækt- að, dýr og grænmeti, og gert við bíla og skellinöðrur. Mamma ykkar ræktaði í ykkur trúna á guð en pabbi gamli sá meira um veraldlega þáttinn. Þú varst ekki hár í loftinu þegar þú byrjaðir að hjálpa pabba við bílaviðgerðir og urðu bílaviðgerðir seinna þinn ævistarfi. Það var nú þannig, Guðni minn, að okkar samband var æðislitrótt síðustu árin, en þegar við hittumst bar aldrei skugga á okkar sam- band. Síðasta stundin okkar saman var ekki ónýt, þú komst í heimsókn til að horfa á box á Sýn, Sigrún bauð upp á heitt slátur og ég man að þú vildir frekar borða slátrið við eld- húsborðið en inni í stofu, þér þótti það eiga betur við. Kvöldið var fljótt að líða í góðra vina hópi, við tveir bræðurnir, son- ur minn, Baldur Már, og vinnu- félagi minn frá ÍSAL, margt spjall- að og mikið hlegið. Ekki hefði þýtt að segja mér þá að þetta yrði okkar hinsta sam- verustund í þessu lífi. Jarðarförin og kistulagningin hans pabba eru sterk í minning- unni. Ég mun aldrei gleyma því þegar þú laumaðir litlu gjöfinni þinni í lófa pabba við kistulagn- inguna hans. Það var svo fallega gert og lýsti vel umhyggju þinni og hugulsemi. Um þær mundir er pabbi dó átt- ir þú í miklum erfiðleikum í einka- lífinu og sá tími sem í hönd fór varð þér æ erfiðari. Þunglyndið, sá lífshættulegi og lúmski sjúkdómur, helltist yfir þig og varð þér að lok- um að aldurtila. Engum var þó ljóst í hvað stefndi og kom því dauði þinn sem reiðarslag yfir okk- ur öll. Þegar Ingibjartur bróðir hringdi í mig og sagði mér sorgartíðindin trúði ég honum ekki og hann þurfti að margendurtaka fréttina áður en ég gat móttekið þessi hörmulegu tíðindi. Ég get því aðeins ímyndað mér þá sálarkvöl og sorg sem ástvinir þínir sem næst þér stóðu í lífinu ganga nú í gegnum. Það eina sem ég get sagt þeim er að trúin á guð og tíminn, sá mikli læknir, vinna nú saman og lina að lokum þessa sáru sorg. Þú, Guðni minn, gerðir þitt besta í þessu jarðlífi og ég mun aldrei gleyma litla guttanum sem hló við mér í Hraungerði forðum. Ég kveð þig með söknuði. Þinn bróðir, Reinhold Richter. Hann afi minn er dáinn. Ósjálfrátt rifj- ast upp myndir í hug- anum, myndir af afa við hin ýmsu tæki- færi. Til dæmis afi að leggja kapal á borðstofuborðinu, afi að spila „Stendur, trekkir“ við barnabörn- in, afi á bryggjunni. Ein mynd stendur skýrari en aðrar, afi að líta út úr brúnni á gamla Baldri. Mikið fannst mér gaman að fá að fara í siglingu með afa. Fá að sjá káetuna hans, sem var eins og æv- intýraheimur fyrir mér sem barni. Ein sigling stendur þó upp úr öll- um öðrum. Þá sigldi afi milli Breiðarfjarðareyjanna í eins konar útsýnissiglingu. Mér, sex ára gam- alli, fannst hann afi vera almátt- ugur á þessu skipi, hvernig hann gat rennt Baldri gamla um þröng sund og tekið krappar beygjur eins og ekkert væri. Satt best að segja var ég logandi hrædd um að stranda en afi gerði þetta eins og hann hefði aldrei gert annað alla sína ævi. Afi var sjómaður af lífi og sál. Hann tók meira að segja ekki bílpróf fyrr en á fullorðins- aldri. Eftirminnilegasti bíltúr sem ég hef farið í var þegar afi fór með okkur Jóhann Örn frænda í sunnu- dagsbíltúr á rauða, fína Saabinum. Afi lallaði þetta í rólegheitum og JÓN DALBÚ ÁGÚSTSSON ✝ Jón DalbúÁgústsson fædd- ist í Stykkishólmi 16. september 1922. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 7. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stykkis- hólmskirkju 16. febr- úar. var komin drjúglangt inn í Helgafellssveit þegar honum varð lit- ið á bensínmælinn. Hann var að verða bensínlaus. Afi snar- sneri við á punktinum, spændi aftur í bæinn á hraða sem átti ekk- ert skylt við sunnu- dagslallið. Ég væri örugglega búin að gleyma þessum bíltúr ef ekki væri fyrir bensínskortinn og skemmtileg viðbrögð afa. Þegar ég fór í framhaldsskóla kynntist ég jafnaldra úr Hólminum og eins og Íslendinga er siður var farið að ræða um hverra manna maður væri. Þegar ég sagði að Jón Dalbú væri afi minn var sem við- mælandi minn fylltist lotningu og mér fannst eins og ég hefði skyndilega breyst í konungborna persónu. Þá vissi ég að afi minn var mikill maður fyrir fleirum en mér. Það er ekki langt síðan ég hitti afa síðast. Mér brá svolítið því hann leit öðruvísi út en hann var vanur. Þegar ég var búin að sitja í herberginu hjá honum stutta stund fann ég að afi hafði ekkert breyst. Alltaf jafnstutt í brosið og glað- værðina. Ég á kannski ekki jafn- margar minningar og margir aðrir en ég á samt góðar minningar sem ég mun geyma um aldur og ævi. Ég vona að þegar sól gengur til viðar á mínum hinsta degi munum við sjást á ný, afi minn, og þá muntu faðma mig og segja: „Elsku kellingin hans afa.“ Takk fyrir mig, afi. Alma Ágústsdóttir. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.                                  !   "##    !"" #!  $ % &"' (%)*+$ !"" , %)*+$!"" #!'   $- !"" .-/0*  0 $ 1   -  - 02*3-!"" 4, % ' $ %              5,(6 ,'& ,71 2/  % -/ %"*!-+$$- , % "$8 , % )9   &  &         '   (  ) *+   #!  5$  % !"" $ %  $3 / : +%  $3 , %34 !"" &! $3 1 $",  !"" $3 $3 " / %!"" )  )+$)  )  )+' ,    %      5,(6  (5;5< $  ;5 1, 6    -. / -&    / )    0  .)     !   1## +%!"" #!  #! !"" (%''$3 <" +%!"" 9)*+-/ $3 - %!"" $3-/ $3  3-/ $3!""  =!1 $3 $*+-2- ' *               5, ; 2/'3"$%  %  2 $+" >  2    2     -    3   '    4 +     "   55#        .   6    6    .     /  2   - $ % !   ! /!  % 1 $3!""  !!"" 0*+<"* ( 2!!"" 1< - :--!  :" !"" )  )+ - $  )+ $- $ - $  ) '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.