Morgunblaðið - 13.03.2002, Síða 42

Morgunblaðið - 13.03.2002, Síða 42
MINNINGAR 42 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fréttin um andlát Úlfars vinar míns kom mér sannarlega á óvart. Þetta hljómar ef til vill barnalega þegar haft er í huga að Úlfar var orðinn níræður. En fyrir aðeins tveim vik- um gerði ég stuttan stans á Íslandi og átti þá einn af þessum skemmti- legu dögum með Úlfari og það var hreint ekkert fararsnið á honum. Við svömluðum í laugunum og sát- um svo með góðum vinum og smíð- uðum framtíðarplön. Og nú er þessi kæri vinur minn skyndilega farinn. Fyrir 43 árum, þegar Geir Þor- mar ökukennari smyglaði mér inn um bakdyrnar á augnlæknastofunni í Lækjargötu til að fá bevís upp á það, að strákhvolpurinn ég teldist gjaldgengur til að stjórna bifreið, renndi ég áreiðanlega ekki grun í að ég gæti einhvern tíma talist gjald- gengur til að ávarpa Úlfar sem vin minn. Ekki heldur þegar ég lenti í því að hálsbrotna ári seinna og liggja njörvaður við fótskör nunnanna á Landakoti um tveggja mánaða skeið, en þá fylgdist ég með Úlfari við stofugang og daglegar skyldur á gamla spítalanum. Hann hafði auð- vitað ekki hugmynd um mína til- veru, enda voru hálsbrot ekki hans deild, en hins vegar hafði ég góðan tíma til að fylgjast með honum og það fór ekki á milli mála að þarna fór enginn venjulegur læknir. Ekki heldur neinn venjulegur maður. Umhyggja og velvilji í garð allra fékk mann nánast til að óska þess að maður hefði tapað öðru auganu til að komast í hóp hinna hólpnu. Síðan lágu leiðir okkar saman, frá árinu 1963, þegar ég byrjaði að læra að fljúga og ennfremur eftir að ég hóf flugkennslu nokkru síðar. Þá var Úlfar trúnaðarlæknir flugmála- stjórnar auk þess sem hann átti hlut í flugvél. Þar af leiðandi hittumst við oft á vellinum, utan hinna hefð- bundnu læknisskoðana. Það var eig- inlega þar sem nánari kynni hófust. Hann var alltaf svo hress og hlýleg- ur og með afbrigðum skemmtilegur. Maður hreinlega sogaðist að þess- um manni og fékk það oft á tíðum á tilfinninguna að maður yrði sjálfur skemmtilegri í návist hans. Þrátt fyrir að ég og fjölskylda mín hafi lengst af búið í Lúxemborg var Úlfar vakinn og sofinn yfir vel- ferð minni og míns fólks. Hver ein- asti skitustingur var undir hann borinn og úr honum fékkst leyst á hárnákvæman hátt. Ekkert var of ómerkilegt til að sinna því af hans einstöku elskusemi. Það voru mikil forréttindi að fá Úlfar í heimsókn til Lúxemborgar þegar hann var á leið á ráðstefnur og þing og sömuleiðis að ferðast með honum á óhefðbundnum leiðum Cargo Lux. Sérstaklega áttum við saman ánægjulega ferð til Seattle fyrir þremur árum, þar sem okkur gafst kostur á að skoða flugminja- safn og fleira merkilegt sem tengd- ist sameiginlegum áhugamálum. Ég kveð vin minn með söknuði og þakklæti fyrir ómetanlegar stundir. Við Bjargey og dætur okkar sendum Ellen, Unni, Sveini og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Valbergsson, Lúxemborg. Mig langar fyrir hönd sundfélaga Úlfars úr Laugardalslauginni að kveðja þennan besta félaga okkar. Alltaf á sunnudögum, rétt fyrir morgunmessu, komum við í heita ÚLFAR ÞÓRÐARSON ✝ Úlfar Þórðarsonfæddist á Kleppi 2. ágúst 1911. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi aðfaranótt fimmtu- dagsins 28. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 8. mars. pottinn nr. 3 í Laug- ardalslauginni til að ræða landsmálin og heimsmálin. Oft urðu umræður fjörugar og heitar og stundum lá við heitingum. Þarna voru Valsmenn, KR- ingar, Vestmanneying- ar, Skagamenn, skóar- ar, iðnaðarmenn, fjár- málamenn og reyndar fulltrúar allra stétta, háir og lágir, ríkir og fátækir. Þegar Úlfar kom voru misklíðarefnin borin undir hann. Hann skar úr af sanngirni, réttsýni, manngæsku og mannviti, þannig að allir urðu ánægðir, sannkallaðan Salómons- dóm, sem allir gátu sætt sig við og öll dýrin í skóginum urðu vinir. Hvernig fór hann að þessu? Hann skipti aldrei skapi, svipur hans var alltaf ljúfur og hreinn. Hann beitti aldrei yfirburðaþekkingu sinni til að níðast á skoðunum viðmælenda sinna. Hann sýndi þeim stóru smæð sína og þeim smáu stærð sína. Allar skoðanir voru réttháar og allir menn jafnir. Þarna myndaðist sam- félag hins stéttlausa réttlætis. Úlfar var snillingur í frásagnar- list og sagði okkur af læknisferðum, námsferðum og svaðilförum í Fær- eyjum, Noregi, Þýskalandi og til Galapagos-eyja, þar sem Darwin uppgötvaði þróun lífsins og uppruna tegundanna. Hann var í Berlín á Ol- ympíuleikunum 1936 sem keppandi fyrir hönd Íslands og varð vitni að því þegar frægasti íþróttamaður Þýskalands setti heimsmet í lang- stökki, 7,96 metra og allur mann- fjöldinn með Hitler í fararbroddi stóð upp og hyllti þjóðhetjuna. Að- eins einn keppandi var eftir. Jesse Owens átti eftir eitt stökk. Hann tók lengsta tilhlaup sögunnar og varð að hlaupa í beygju fyrstu metrana. Jesse Owens stökk 8,13 metra, setti heimsmet og sigraði, en Hitler datt niður í sæti sínu. Kannski hans fyrsti ósigur. Að vera samferðarmaður Úlfars og kynnast lífsskoðunum hans og mannkostum var á við Háskólanám hins óbreytta manns. Þarna sáum við hvernig hægt var að leggja rétt mat á öll mál, ef beitt er réttsýni, yfirvegun og drengskap. Nú eru daufir sunnudagsmorgnar framundan. Enginn Úlfar og dagar lífs okkar pottverja hafa lit sínum glatað. Góður drengur er genginn. Við sendum öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Ólafur H. Hannesson. Fyrir um hálfu ári las ég á síðum Morgunblaðsins að Úlfar Þórðarson fagnaði níræðisafmæli sínu með ættingjum sínum og fjölda vina. Mér varð ósjálfrátt hugsað til þess að maður eins og hann Úlfar hlyti að vera eilífur. En svo kom að því að hann hyrfi héðan af jörðu. Al- mættið kallaði hann til sín fyrirvar- alítið og auðvitað varð að hlýða því kalli, annað er ekki hægt. En Úlfar hafði með mig að gera allt frá því að ég var kornabarn. Foreldrar mínir leituðu til hans þegar kom í ljós að við tvíburabróðir minn vorum veru- lega sjónskertir við fæðingu. Úlfar reyndist okkur eins og best verður á kosið. Hann ráðlagði foreldrum mínum að fara með okkur til Bandaríkjanna til þess að athuga hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir okkur. Ský var á augum og eitthvað tókst að hjálpa mér, en vegna óvæntra aðstæðna tókst að- gerðin á bróður mínum ekki sem skyldi. Ég kom stöku sinnum á stofuna til Úlfars á Lækjargötunni í Reykjavík og það var alltaf jafn sér- stakt. Hann hafði þrjú herbergi til umráða. Fyrsta herbergið var yf- irleitt troðfullt af fólki. Úlfar kom fram, gekk alltaf til mín og sagði: „Sæll frændi,“ enda vorum við skyldir í föðurætt. Svo gekk hann að öðrum og vísaði svo fólki inn í miðstofuna og sumir fóru inn í það allra helgasta, þar sem hann var með augnlækningatæki sín. Ég þurfti alltaf að bíða mjög lengi, stundum vel á þriðja tíma. Ég man einhvern tímann eftir því að einn fagran sumardag kom ég til Úlfars og beið nokkuð lengi. Þegar ég kom inn í miðherbergið bað hann mig að setjast við skrifborðið hjá sér, leit í augað á mér og sagðist skrifa upp á augndropa. Sem hann grípur penn- ann hringir síminn og Úlfar tekur upp tólið, krotar eitthvað á blað, kveður, réttir mér miðann og kveð- ur með sínu einstaklega hlýja hand- taki. Þegar ég býð honum borgun var alltaf sama svarið: „Nei frændi, ég hef oft valdið þér svo miklum óþægindum.“ Og ég kvaddi og fór með lyfseðilinn í apótek. Ég var eitthvað á 18. ári, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeg- ar ég hef afhent seðilinn og beðið dálitla stund heyri ég allsherjar hlátur baka til og ein afgreiðslu- stúlka kemur til mín og getur vart haldið niðri í sér hlátrinum og spyr hvort ég hafi verið að koma frá hon- um Úlfari. Ég játti því og hún sagð- ist ekki skilja alveg reseftið, það stæði eitthvað um að það þyrfti að slá Valsvöllinn þá um kvöldið. Og hún hringdi í Úlfar og fékk réttan lyfseðil í gegnum símann. Það var mjög algengt að Úlfar tæki aldrei borgun frá sjúklingum sínum. Sumir lögðu þetta út á þann veg að Úlfar væri fljótfær og þess vegna tæki hann ekki við greiðslu. En því var nú á annan veg farið. Þótt hann ætti það til að vera fljót- fær var hann mjög athugull og virt- ist leggja sig allan fram. Í rauninni á ég það honum að þakka að ég gat gert mér vonir um betri sjón en ég hafði. Það hefur verið líklega árið 1970 að ég kom til Úlfars og biðstofan var troðfull. Ég sagði honum að ég væri illa haldinn af augnverk og yrði að fá nákvæma skoðun. Úlfar horfði upp í augað, kom með augnd- ropa og sagði: Jæja frændi, bíddu smástund. Og ég beið í tæpan tvo og hálfan tíma eða þangað til allir voru farnir. Og þá fór ég inn í það allra helgasta og Úlfar skoðaði mig, skrifaði lyfseðil, horfði lengi á mig og segir: „Frændi minn, það þarf að stækka á þér ljósopið. En það er verst að það kann þetta enginn í heiminum, okkur vantar tæki til þess.“ Með þetta fór ég og leiddi hugann að þessu stundum og svo gleymdi ég þessu. Einum fimmtán árum síðar kom ég til Úlfars og hafði ekki hitt hann lengi. Hann gengur að mér, heilsar og segir: „Ég er búinn að finna mann til að gera þetta.“ Ég spurði hvað og hann sagði: „Það eru komin tæki til að gera aðgerð á þér.“ Og Úlfar kom mér í samband við Ingi- mund Gíslason augnlækni, sem gerði svo aðgerð á vinstra auganu í maí 1986 og aðgerðin tókst svo vel að ég gat farið að nota gleraugu mér til gagns. Ég gleymi aldrei þeg- ar bindið var tekið frá auganu. Ég hrópaði upp og bað um að ekki yrði beint svona sterku ljósi að mér. Ingimundur sagði að þetta væri dagsbirtan. Svo fór ég að þjálfa augað og starfsfólkið á augndeild- inni útskýrði af hverju eggin á brauðinu litu svona út. Svo rekst ég á Úlfar á göngunum og hann fagnar því hversu vel hafi gengið. En ég tjáði honum að mér þætti verst hversu allt væri blátt, m.a. Landa- kotskirkja og hún Herdís mín. Úlfar sagði: „Þetta lagast frændi, þú get- ur meira að segja farið að sjá rautt bráðum.“ Það fer ekki hjá því að manni finnist veröldin fátækari eftir að maður eins og Úlfar Þórðarson hef- ur kvatt þetta líf. Úlfar var drengur góður og vann læknisstörf og allt sem hann gerði af heilindum og hugsjón. Ég og margir vinir mínir minnumst hans með hlýju og virð- ingu. Fyrir hönd Blindrafélagsins sendi ég ættingjum hans innilegar samúðarkveðjur. Ævinlega veri blessuð minningin um hann Úlfar Þórðarson. Gísli Helgason, formaður Blindrafélagsins. &  %         6? ??5 ( )$@ <! /$    75/2        )+6+        !!"" 3  -  $ %   / / !!""  %< - ! #!  3%/ !"" )  )+$)  )  )+' *   A1  0#. 3" " $ 3" %    2 2   &.            -      !   1## ?! ,   9 '  8                 # ,5, ;1  13- $"3B>    9     $ 0"!"" 0"' -$  - < -!"" , % % &' -$!"" ,  0',    )+$- $  )+' :  6     6    (   2   (  .     2        /  /  /   ,  # -   6   -    *) )        , )      +       (  0$- , - !""   -(2 % -% #!!""    $% 5$!-!""   , -, - ' 8     , ; ?5 <5 ?5    &/    4&2 6   7! /2       2     )+6+     &    6       (    .     (  .       *+   , %- $ "$ !""' $ %           (7, ; ,, ;# ??5  "! + " C2* *+--   -2 2 -                 '    .    -         !   1##   <" 02*!-!"" 0" $ )$ 6- 02*!- ! % -"!""  $% 02*!-!"" #!&--+$/ -   )  )+$- $+ )+'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.