Morgunblaðið - 13.03.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 13.03.2002, Qupperneq 47
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 47 Bústaðakirkja. Opið hús aldraða í dag kl. 13. Handavinna, spil, föndur og gamanmál. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt- ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr- irbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9–10 ára börn kl. 16. Starf fyrir 11–12 ára börn kl. 17.30. Föstustund kl. 20. Íhuganir um ferð Jesú til Jerúsalem. Sr. Jón Bjarman. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 í hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Yngri deild barnakórsins æfir kl. 16.30. Eldri deild barnakórsins æfir kl. 17.30. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Heilsuhópurinn kemur saman kl. 11–12 í Litla sal. Spjallað yfir kaffibolla. Heilsupistill, létt hreyfing og slökun. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 12–12.30. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests og djákna í síma 520 1300. Kærleiksmáltíð kl. 12.30. Mat- armikil súpa, brauð og álegg á 500 kr.. Samvera eldri borgara kl. 13–16. Kaffi og smákökur. Söngstund með Jóni Stefáns- syni. Tekið í spil, málað á dúka og keramik í stóra sal. Upplestur sr. Tómasar Guð- mundssonar (kl. 13.30–15.15) í Guð- brandsstofu í anddyri kirkjunnar. Boðið er upp á akstur heiman og heim fyrir þá sem komast ekki að öðrum kosti til kirkju. Allir hjartanlega velkomnir. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. Kirkjuprakkarafundur kl. 14.10– 15.30 ætlaður börnum í 1.–4. bekk. Ferm- ingarsveinar mæta kl. 18 til munnlegs prófs í fermingarfræðum. Fermingarstúlkur mæta kl. 19 til munnlegs prófs í ferming- arfræðum. Unglingakvöld Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20. (Sjá síðu 650 í Texta- varpi). Neskirkja. 7 ára starf kl. 14. Öll börn í 2. bekk velkomin. Föstuguðsþjónusta kl. 20. Passíusálmar og litanían sungin og lesið úr píslarsögunni. Kór Neskirkju syngur. Organ- isti Reynir Jónasson. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Að lokinni guðsþjónustu verða veitingar, súkkulaði og rjómavöfflur og myndasýning í safnaðarheimilinu. Óháði söfnuðurinn. Föstumessa kl. 20.30. 33. passíusálmur. Sveinn Guðmarsson, guðfræðinemi. Biblíulestur og kaffi eftir messu. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Árbæjarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgel- spil, söngur, fyrirbænir og heilög kvöldmál- tíð. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir gegn vægu verði. Opið hús fyrir aldraða frá kl. 13–16. Kirkjuprakkarar kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Aðalfundur ÍAK kl. 11 í safnaðarheimilinu. Unglingastarf KFUM&K Digraneskirkju kl. 20. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9–12 ára kl. 16.30–17.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. KFUK Unglingadeild kl. 19.30–21. Æskulýðsfélag Engjaskóla fyrir börn 8.–9. bekk kl. 20–22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Op- ið hús kl. 12. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Litlir lærisveinar í Lindaskóla kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börn- um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börnum (TTT) á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Bessastaðasókn. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Heitt á könnunni. Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notaleg- ar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Erlendur sjá um akstur á undan og eftir. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Helgistund, spil og kaffiveitingar. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága- fellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15– 14.30. Foreldramorgnar í safnaðarheimili frá kl. 10–12. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Umsjón Ásta Sigurðar- dóttir, cand. theol. Æfing kórs Keflavíkur- kirkju frá kl. 19.30–22.30. Stjórnandi Há- kon Leifsson. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík). Foreldra- morgunn í dag kl. 10.30. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrirbænasamvera á morgun, fimmtudag kl. 19. Fyrirbænaefn- um er hægt að koma áleiðis að morgni fimmtudagsins milli kl. 10–12 í síma 421 5013. Sóknarprestur. Spilakvöld aldr- aðra fimmtudag kl. 20. Þeir sem vilja láta sækja sig láti vita í síma 421 5013 milli kl. 10–12. Útskálakirkja. Helgistund á föstu í Útskála- kirkju. Lesið upp úr Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar. Boðið upp á kaffi að stund lokinni. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20 op- ið hús í KFUM&K-húsinu fyrir unglinga í 8.– 10. bekk. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. Fíladelfía. Létt máltíð á vægu verði kl. 18. Kl. 19 er kennsla og þá er skipt niður í deild- ir. Það er krakkaklúbbur fyrir krakka 3–12 ára, unglingafræðsla fyrir 13–15 ára, fræðsla fyrir ungt fólk á aldrinum 16–20 ára. Síðan er kennsla á ensku. Einnig eru til skiptis biblíulestrar, bænastundir og vitn- isburðarstundir. Það eru allir hjartanlega velkomnir. Akureyrarkirkja. Biblíulestur kl. 20.30. TTT-starf kl. 17 í safnaðarheimilinu. Allir 10–12 ára krakkar velkomnir. Hjónanám- skeið kl. 20.30. Skráning stendur yfir í síma 462 7700 f.h. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Org- elleikur, altarissakramenti og fyrirbæn. Léttur hádegisverður á vægu verði. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Mannakorn fyrir 11–12 ára kl. 17.30. Safnaðarstarf HELGI Áss Grétarsson hefur tek- ið forystuna á Reykjavíkurskák- mótinu eftir skemmtilegan sigur gegn Rússanum Oleg Korneev í fimmtu umferð mótsins. Korneev var efstur á mótinu fyrir umferðina með 4 vinninga. Helgi, sem hafði hvítt, tefldi þessa skák af miklum krafti strax frá byrjun. Eftir 17 leiki hafði hann fórn- að tveimur peðum en á móti hafði svartur ekki náð að hróka. Þetta nýtti Helgi sér vel og hafði unnið peðin til baka með góðri stöðu í 26. leik og eftir örfáa leiki til viðbótar var hann orðinn peði yfir og svarta staðan orðin von- lítil. Korneev gafst svo upp í 40. leik. Það er greinilegt að yngri kynslóð- in heldur áfram að sækja í sig veðrið og nú styttist óðfluga í að íslensku al- þjóðameisturunum fjölgi. Þannig sigraði Bragi Þorfinnsson þýska stór- meistarann Eric Lobron (2. 518) með svörtu í fimmtu umferð og er með fjóra vinninga. Haldi hann áfram að tefla af sama styrkleika nær hann AM-áfanga. Það sama má segja um Stefán Kristjánsson sem sigraði danska stórmeistarann Henrik Dani- elssen (2. 520) og er einnig með fjóra vinninga. Arnar Gunnarsson er einn- ig á góðri siglingu, en hann gerði jafn- tefli með svörtu við sænska stór- meistarann Tiger Hillarp-Persson (2. 456). Þá vann Jón Viktor Gunnarsson hinn sterka ungverska alþjóðlega meistara Ferenc Berkes (2. 533) og Þorsteinn Þorsteinsson gerði jafntefli við finnska stórmeistarann Heikki Westerinen (2. 412). Það er ekki ólík- legt að hinum erlendu gestum verði um og ó þegar þeir líta yfir vígvöllinn eftir þessa umferð og sjá hvern meist- arann á fætur öðrum liggja í valnum eftir óblíða meðferð hinna stigalágu Íslendinga. Úrslit á efstu borðum: Helgi Áss – Oleg Korneev 1-0 Jan Votava – Jaan Ehlvest ½-½ Hannes Hlífar – Helgi Ólafsson 1-0 Valeriy Neverov – Þröstur Þórhallss. 1-0 Jonathan Rowson – Michail Brodsky ½-½ Henrik Danielsen – Stefán Kristjánss. 0-1 Eric Lobron – Bragi Thorfinnsson 0-1 Röð efstu manna eftir fimm um- ferðir: 1. Helgi Áss Grétarsson 4½ v. 2. –9. Jaan Ehlvest, Oleg Korneev, Emanuel Berg, Valeriy Neverov, Stefán Kristjánsson, Jan Votava, Hannes Hlífar Stefánsson og Bragi Þorfinnsson 4 v. 10. –14. Michael Brodsky, Jonath- an Rowson, Ferenc Berkes, Pal Kiss og Aleks Holmsten 3½ v. og í 15. –30. sæti eru m. a. Þröstur Þórhallsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Helgi Ólafs- son, Snorri Guðjón Bergsson, Arnar E. Gunnarsson, Róbert Harðarson, Sigurbjörn J. Björnsson allir með 3 v. Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Oleg Korneev Katalónsk byrjun 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. g3 dxc4 5. Bg2 a6 6. 0–0 Rc6 7. Rc3 Hb8 8. e4 b5 9. d5!? -- Skarpasta framhaldið. Önnur leið er 9. De2 Rxd4 10. Rxd4 Dxd4 11. Be3 Dd8 12. Hfd1 Rd7, t. d. 13. a4 e5 14. axb5 axb5 15. f4 Bb4 16. Bh3 Bxc3 17. bxc3 0–0 18. Ha7 De8 19. Bxd7 Bxd7 20. Bc5 Dc8 21. Bxf8 Bg4 22. Dd2 Bxd1 23. Bxg7 Kxg7 24. Dxd1 exf4 25. Dd4+ Kg8 26. De5 Dg4 27. Dxc7 Dd1+ 28. Kg2 De2+ 29. Kh3 Dh5+ 30. Kg2 f3+ 31. Kf2 Dxh2+ 32. Kxf3 Dh5+ 33. g4 Dh3+ 34. Kf2 Dh4+ 35. Kf3 Df6+ 36. Ke2 He8 37. Db7 Df4 38. Ha8 Dxg4+ 39. Kd2 Df4+ 40. Kc2 Df2+ 41. Kb1 De1+ og hvítur gafst upp (Hübner-Milov, Sviss 1999). Eða 9. e5 Rd5, t. d. 10. Re4 Be7 11. Rfg5 0–0 12. Rh3 Rcb4 13. b3 f5 14. exf6 Rxf6 15. bxc4 bxc4 16. Hb1 Hb6 17. Be3 Rfd5 18. De2 Rd3 19. Dc2 a5 20. Hxb6 cxb6 21. Dxc4 R3b4 22. Db3 Rxe3 23. fxe3 Hxf1+ 24. Kxf1 Ba6+ 25. Kg1 Dc8 26. Bf1 Bxf1 27. Kxf1 Dc6 28. Rhf2 Rd5 29. a4 Bb4, með jafntefli mörgum leikjum síðar (Ryskin-Mochalov, Ajka 1992). 9. Rb4 Eða 9. exd5!? 10. exd5 Rb4 11. He1+ Be7, t. d. 12. Re5 Bd7 13. De2 0–0 14. a3 a5 15. axb4 axb4 16. Re4 Rxd5 17. Hd1 c6 18. Ha7 Be8 19. Be3 Ha8 20. Hxa8 Dxa8 21. Bc5 Bxc5 22. Rxc5 Da7 23. Re4 De7 24. f4 f6 25. Rxc4 bxc4 26. Dxc4 Bf7 og svartur vann (Tkachiev-van Wely, Neum 2000). 10. b3! cxb3 11. Dxb3 c5 12. dxc6 ep - Það gengur varla fyrir hvít að leika 12. d6!?, t.d. 12. e5 13. Rxe5 (13. Rg5 Hb7) 13. Be6 14. Db2 (14. Rd5 Bxd6 15. Bb2 c4 16. Dd1 Hc8) 14. Bxd6, betra fyrir svart) 13. Dc2 c4 14. e5 Rg4 15. Bf4 f6 16. h3 Rgxe5 17. Rxe5 fxe5 18. Be3 Bb7 19. Bxb7 Hxb7 og svartur stendur betur. 12. Rxc6 13. Bf4 -- Önnur leið er 13. Hd1 Db6 14. Bf4 Hb7 15. e5 Rd7 16. Re4 Rc5 17. De3 Rxe4 18. Dxe4 Hc7 19. Hac1 Bb7 20. Be3 Da5 21. Rd4 Rd8 22. Dd3 Hxc1 23. Bxc1 Bd5 24. Bg5 h6 25. Rxe6 fxe6 26. Dg6+ Rf7 27. Bxd5 og hvítur vann (Tukmakov-Hulak, Pula 1999). 13. Hb7 14. e5!? Nýr leikur í stöðunni. Þekkt er að leika 14. Hac1 Ra5 15. Dc2 Ba3 16. Hcd1 Rd7 17. Bg5 Dc7 18. Bf4 Dd8 19. Bg5 f6 20. Rd4 Hb6 21. Bh3 fxg5 22. Rxe6 Hxe6 23. Bxe6 Dc7 24. e5 Rb6 25. Hd6 Bxd6 26. exd6 Dxd6 27. Bxc8 Rxc8 28. Rxb5 Dc6 29. Rc7+ Kd8 30. Re6+ Dxe6 31. Dd2+ Kc7 32. Dxa5+ Kb7 33. Dxg5 De7 34. Dd5+ Ka7 35. a4 Hd8 36. Dc6 Dd6 og svart- ur vann (Bator-S. Ivanov, Stokkhólmi 2000). 14. . Ra5?! Það er órökrétt að leika riddaran- um af miðborðinu út á jaðarinn, þar sem hann gerir lítið gagn. Eðlilegra hefði verið að leika strax 14. Rd5 15. Rxd5 exd5 o. s. frv. 15. Dc2 Rd5 16. Rxd5 exd5 Hér komi stöðumynd 1. 17. e6! -- Það hefði getað orðið erfitt fyrir Helga að brjótast í gegnum varnir andstæðingsins, án þess að fórna þessu peði líka. 17. -- Bxe6 Líklega hefði svartur átt að drepa með peði á e6. 18. Rd4 Be7 Eftir þennan leik fær svartur mjög erfiða stöðu. Hann gat reynt 18. Rc4 19. Hfe1 Hb6, sem hefði einnig gefið honum mörg vandamál að glíma við, t. d. 20. a4 Bb4 21. a5!? Bxe1 22. Hxe1 Hb7 23. Rxe6 fxe6 24. Hxe6+ He7 25. Hxe7+ Dxe7 26. Bxd5 De1+ 27. Kg2 g6 28. Bxc4 bxc4 29. Dxc4 Hf8 30. Be3 Hf6 31. Dg8+ Kd7 32. Dxh7+ o. s. frv. 19. Hfe1 0–0 20. Rxe6 fxe6 21. Hxe6 Hf6 Eða 21. . . Hd7 22. Hxa6 Bf6 23. Hd1 Rc4 (23. . . d4 24. Ha8 Db6 25. Hxf8+ Kxf8 26. Dxh7) 24. Bh3 og hvítur stendur mjög vel. 22. Hd1?! -- Betra virðist að leika 22. De2 Ha7 23. He1 Hf7 24. Bd6 Rc6 25. Bxd5 Rd4 26. De3 Rxe6 27. Dxa7 Dxd6 28. Bxe6 o. s. frv. 22. Hxe6 23. Bxd5 Dd7 24. Df5 Kh8 25. Dxe6 Dxe6 26. Bxe6 Rc4 27. h4 -- Eftir 27. Bc8 Ha7 28. He1 Kg8 29. Bb8 Ha8 30. Hxe7 Hxb8 31. Bxa6 á hvítur peði meira og góðar vinnings- horfur. 27. h5? Slæmur afleikur, sem tapar, án mikillar mótspyrnu. Eftir 27. h6 28. h5 Hb6 29. Bf5 Hf6 30. Bg6 Bd6 31. He1 Bb4 32. He8+ Hf8 33. He6 a5 á hvítur mun betra tafl, en langt er í land, áður en vinningur næst. 28. Bf7 Bf6 29. Bxh5 Kh7 30. Bf3 He7 31. h5 b4 32. Hd5 Bc3 33. Bd1 Re5 34. Bc2+ Kg8 35. Hd8+ Kf7 36. Kg2 -- Helgi á lítinn tíma eftir til að ná 40 leikja markinu og leikur þess vegna örugga leiki. Eftir 36. Bb3+ Kf6 37. Hd6+ (37. Hf8+ Rf7 38. g4 g5 39. Be3 Kg7 40. Hxf7+ Hxf7 41. Bxf7 Kxf7 42. Bxg5) 37. Kf5 38. Kg2 er svarti kóngurinn í mátneti. 36. Kf6 37. Bb3 g5? Eftir 37. Rf7 38. Ha8 hefði hvítur einnig unnið létt. 38. Hd6+ Kf5 39. Bc2+ Kg4 40. Bd1+ Kf5 Tímamörkunum er náð og Korn- ejev gafst upp, áður en Helgi náði að máta hann:41. Bc2+ Kg4 42. Bxe5 Bxe5 43. f3+ Kxh5 44. g4+ Kh4 45. Hh6+ mát. Teflt er daglega í Ráðhúsi Reykja- víkur og hefst taflið klukkan 17. Helgi Áss efstur á Reykjavíkurskákmótinu SKÁK Ráðhús Reykjavíkur 7. –15. mars 2002 XX REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Sveit Önnu Ívarsdóttur vann Íslandsmót kvenna Íslandsmót kvenna í sveitakeppni var spilað helgina 2.–3.mars. 12 sveitir tóku þátt í mótinu, sem var mjög jafnt og spennandi alveg fram í síðasta spil. Sigurvegari varð sveit Önnu Ívars- dóttur, en auk hennar spiluðu Guð- rún Óskarsdóttir, Hjördís Sigurjóns- dóttir, Ragnheiður Nielsen og Halldóra Magnúsdóttir. Lokastaðan: Anna Ívarsdóttir 201 Ljósbrá Baldursdóttir 194 Erla Sigurjónsdóttir 191 Smárinn/Unnur Sveinsdóttir 179 Norðan 4/Inga Jóna Stefánsd. 172 Sæfold/Harpa Fold Ingólfsd. 171 Tvær sveitir í Íslandsmóti yngri spilara Íslandsmót yngri spilara sveita- keppni var spilað sömu helgi. Aðeins 2 sveitir kepptu um titilinn að þessu sinni og voru spilaðar sex 16 spila lot- ur. Liðin skiptust á um forystuna og endaði viðureignin með sigri sv. Birk- is Jónssonar sem skoraði 250 impa, fimm impum meira en sveit Sigur- björns Haraldssonar. Í sigursveitinni spiluðu auk fyrirliðans: Bjarni Ein- arsson, Halldór Sigfússon, Ingvar Jónsson og Ásbjörn Björnsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 5. apríl mættu 24 pör til keppni í Michell-tvímenninginn og urðu úrslit þessi í N/S: Eysteinn Einarss.- Kristján Ólafsson 267 Lárus Hermannss. - Sigurður Karlss. 258 Guð. Magnúss. - Magnús Guðmundss. 247 Hæsta skor í A/V: Anna Jónsd. - Sigurrós Sigurðard. 279 Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 258 Einar Markússon - Steindór Árnason 240 Á föstudaginn var mættu svo 22 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Ingibj. Halldórsd. - Magnús Oddsson 266 Einar Markússon - Sverrir Gunnarss. 247 Ólafur Ingvarss. - Jón Pálmason 245 Hæsta skor í A/V: Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 258 Ásta Erlingsd. - Sigurður Pálsson 245 Helga Helgad. - Sigrún Pálsd. 238 Meðalskor báða dagana var 216. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 7. mars var spilað sjötta og næst síðasta kvöldið í að- alsveitakeppni félagsins. Nú þegar tveir leikir eru eftir er allt komið í járn meðal efstu sveita og verður spennandi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari. Staða efstu sveita er þannig. Sv. Birgis A. Steingríms 207 Sv. Vina 201 Sv. Ragnars Jónssonar 198 Sv. Hrafnhildar Skúladóttur 187 Sv. Vilhjálms Sigurðss. jr. 187 Keppninni líkur fimmtudaginn 14. mars. Spilað er í Þinghól í Hamra- borginni og hefst spilamennska kl. 19.30. Gullsmárabrids Fimmtudag 7. mars var spilað á 10 borðum. Spilaðar voru átta umferðir og var meðalskor 168. Bestu skor N-S: Karl Gunnarss. – Kristinn Guðmundss. 205 Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 200 Haukur Hanness. – Bjarni Guðmundss. 195 A-V: Auðunn Bergsv. – Sigurður Björnss. 203 Haukur Guðmundss. – Páll Guðmundss. 196 Magnús Gíslason – Jóhanna Jónsdóttir 187 Mánudaginn 11. mars var spilað á 9 borðum alls 9 umferðir. Hæsta skor N-S: Guðjón Ottósson – Dóra Friðleifsdóttir 279 Sigurpáll Árnason – Jóhann Ólafsson 253 Karl Gunnarsson – Ernst Backman 247 A-V: Guðmundur Pálsson – Kristinn Guðm. 266 Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 256 Eggert Kristinss. – Kristjana Halldórsd. 227 Filip Höskuldss. – Haukur Guðmundss. 227 Meðalskor 216

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.