Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.03.2002, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. AÐALHEIÐUR Inga Þorsteins- dóttir og Birgir Baldursson geysast fram á ritvöll Morgunblaðsins og lýsa því yfir að kristindómurinn sé hindurvitni. En hver eru þessi trúarbrögð sem þetta fólk telur verðskulda þessa nafngift? Kristnir menn trúa því að með Jesú hafi guð op- inberað mönnun- um sannleika og lífsspeki sem fell- ur aldrei úr gildi. Hann sagði læri- sveinum sínum að hann gæfi þeim nýtt boðorð, að þeir elskuðu hver annan eins og hann hefði elskað þá. Að sá sem vildi vera fremstur, yrði síðastur allra og þjónn allra. Kristur varaði við græðgi og efnishyggju með því að segja að það stoðaði manninn lítt að eignast allan heim- inn og glata sálu sinni. Hann benti mönnum á að forðast áhyggjur og að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Hann brýndi fyrir mönn- um miskunnsemi, að fyrirgefa náunganum og forðast dómhörku. Hann boðaði að í samskiptum manna skyldi gilda sú regla að „allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Þetta er í stórum dráttum sá grundvöllur sem kristnir menn vilja byggja líf sitt á. Hann hefur mótað gildismat íslensku þjóðarinnar meira en margur kærir sig um að viðurkenna. Kristnir menn trúa að sá sem hlítir leiðsögn Krists byggi líf sitt á bjargi sem aldrei bifast hvað sem á dynur. Sá vegur sem hann vísar sé í samræmi við vaxt- arlögmál lífsins. Með því að feta hann geti menn sigrast á niðurbrjót- andi öflum í sjálfum sér og í sam- skiptum við náungann. Réttmæti þeirrar afstöðu að lífið sé sterkara en dauðinn getur aðeins byggst á trú og engu öðru. Kristin trú er trú á sigur lífsins yfir dauðanum. Hún er fullvissa þess að sá sigur hafi fengið sína endanlegu staðfestingu í vitnisburðinum um Jesú Krist. En þá ryðst allt í einu fram á rit- völlinn fólk sem telur að þessi grundvöllur sé hindurvitni. Sigri hrósandi reiðir það hátt til höggs og lýsir því yfir að guð sé dauður. Við þessa einstaklinga vil ég segja þetta: Fyrst þið teljið ykkur vera búin að drepa guð skuluð þið sjálf reynast hans verðug. Fyrst þið telj- ið ykkur vita að kristindómurinn sé hindurvitni hljótið þið að búa yfir sannleika sem er ekki hindurvitni. Fyrst þið teljið ykkur vita betur en meistarinn frá Nasaret skuldið þið okkur sem álítum okkur kristin grundvöll sem við getum byggt líf okkar á og er ekki hindurvitni. Ég skora á ykkur að ganga fram fyrir skjöldu og opinbera þennan sann- leika. Ég vona bara að hann sé hvorki efnis- og vísindahyggja Sov- étríkjanna sálugu né ofurmennis- hugmynd nasista. STEFÁN KARLSSON, stjórnmálafræðingur, guðfræðingur og kennari. Að drepa guð Frá Stefáni Karlssyni: Stefán Karlsson ÞEGAR forstjóri Landhelgisgæsl- unnar kom fram í sjónvarpi á dög- unum var hann spurður um tækni- leg atriði en kom sér hjá að svara vegna þess að hann væri ekki tæknimaður. Þá lá fyrir vönduð út- tekt Morgunblaðsins þar sem tímasetningar vegna hörmulegs slyss voru raktar og dagskrár- gerðarmönnum vorkunn að ganga ekki harðar fram í spurningum sínum. Nú hefur Morgunblaðið lagt fram staðreyndir málsins og því þarf að fá svarað nokkrum lyk- ilspurningum vegna Bjarma-slyss- ins meðal annars frá Landhelg- isgæslunni. Fram kemur hjá skipstjóra Týs í Morgunblaðinu að þegar ratsjár- tölva varðskipsins hafi verið skoð- uð kl. 12.46 hafi komið í ljós depill, sem að öllum líkindum hafi verið Bjarmi, en Bjarmi hverfur svo af ratsjá varðskipsins kl. 11.06 sam- kvæmt upplýsingum sem fram koma í Morgunblaðinu 26. febrúar sl., eða 9 mínútum eftir að varð- skipið heyrir veikt neyðarkall. Hér hlýtur maður að spyrja: Var ekki settur maður við radarinn strax og neyðarkallið heyrðist? Það þarf einnig að svara því á hvað radarinn var stilltur. Það þarf einnig að svara því af hverju varðskipið sigldi í austur þegar það hafði heyrt neyðarkall og séð depil sem hvarf í vestri. Alveg á sama hátt og það þarf að upplýsa um allt sem gerðist hjá tilkynn- ingaskyldunni. Það má líka spyrja af hverju varðskipsmenn kíktu ekki fyrr á ratsjártölvuna sem gaf til kynna að endurvarp skips (Bjarmi) hvarf. Þessum spurningum þarf að svara til þess að hugsanleg mistök endurtaki sig ekki og til þess að menn læri af reynslu sinni. Það má líka velta því fyrir sér þegar svona hörmulegt slys veður hvort það var til bóta fyrir öryggismál sjó- manna að flytja rannsóknanefnd sjóslysa í Stykkishólm. Það má líka velta því fyrir sér hvort laga- breyting, þar sem ákvæði um for- takslaus sjópróf voru afnumin, hafi verið til bóta. Það má líka velta fyrir sér hvort rannsóknanefnd sjóslysa ætti ekki að sjá sóma sinn í að halda áfram útgáfu skýrslu sjóslysanefndar sem kom síðast út 1997, eða ráðherrann að tryggja útgáfu ritsins. Viðbrögð margra sem sinna ör- yggis- og björgunarhlutverki á sjó hafa að mínum dómi einkennst af því sem fram kemur í frasanum hans Bubba – ekki benda á mig. Viðbrögðin sjálf ættu að verða samgönguráðherranum næg ástæða til að skipa sérstaka óháða rannsóknanefnd sem skilaði opin- berri skýrslu um málið, en í henni þyrftu að vera fagmenn. JÓHANN PÁLL SÍMONARSON, Stakkhömrum 4, Reykjavík. Ekki benda á mig Frá Jóhanni Páli Símonarsyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.