Morgunblaðið - 13.03.2002, Síða 51
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2002 51
H
ön
nu
n
&
u
m
b
ro
t
eh
f.
©
2
00
3
–
IT
M
90
05
Marstilboð
e ð a m e ð a n b i r g ð i r e n d a s t
Hreinlætistæki
WC með vandaðri setu, festingum,
60/40 skolun. Stútur í vegg eða gólf.
Verð kr. 16.850,- stgr.
Baðkör, 160/170 x 70.
Verð frá kr. 12.450,- stgr.
Handlaugar, Margar stærðir og gerðir.
Verð frá kr. 3.990,- stgr.
Blöndunartæki f. handlaugar,
Verð frá kr. 3.950,- stgr.
Blöndunartæki
f. baðkör,
með sturtusetti.
Verð frá kr. 6.340,- stgr.
Hitastýrð
blöndunartæki
f. bað eða sturtu.
Verð frá kr. 10.800,- stgr. OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14
Við Fellsmúla
Sími 588 7332
STEINÞÓR Jónsson, bakari, fer
hamförum í að útúða menntastefnu
Stefáns Jóns Hafstein án rökstuðn-
ings í Morgunblaðinu 15. febrúar
síðastliðinn.
Steinþór vísar til orða Stefáns
Jóns Hafstein á heimasíðu hans:
„Við erum hvorki að eyða miklu í
menntamál né fá mikið út úr því
sem við þó verjum til þeirra. Það er
því órökrétt að heimta bara aukin
framlög, við þurfum að fá betri
skóla, breytta stefnu sem knýr á
um meiri metnað. Að fjárfesta í
menntun þýðir ekki bara meiri pen-
inga, heldur betri nýtingu. Mark-
miðið er að skila Íslandi í fremstu
röð ríkja sem bjóða vinnuafl á
heimsmarkaði, og þar með hámarka
þann arð sem hafa má.“
Í máli Steinþórs kemur fram van-
þóknun á þeirri hugmyndafræði
Stefáns að fjárfesta í menntun
barna okkar til að takast á við sí-
breytileika tækniframfara í heim-
inum. Ef við fylgjum hugmynda-
fræði Steinþórs verður stöðnun í
þjóðfélaginu og komandi kynslóðir
verða undir í hörðum heimi við-
skipta. Íslendingar geta ekki lifað
af því einu saman að draga fisk úr
sjó, fóðra skepnur og baka brauð,
nei við verðum að vinna okkar
heimavinnu á öllum iðnaðar- og
tæknisviðum. Okkur er skylt að
auka menntun til að gera börnum
okkar kleift að vinna hjá hátækni-
fyrirtækjum á borð við DeCode,
Össur, Marel, Landspítalanum,
Delta, Landsvirkjun o.s.fr.v. Við
gleðjumst að sjálfsögðu yfir þeirri
fyrirhyggju að það var fjárfest í
menntun Kára Stefánssonar, for-
stjóra DeCode og annarra mátt-
arstólpa þessa þjóðfélags. Vel
menntaðir sérfræðingar gera t.d.
Orkuveitu Reykjavíkur kleift að
fjárfesta til framtíðar á Nesjavöllum
og við uppbygginu á nýju orkuveri á
Hellisheiði fyrir nokkra tugi millj-
arða kr. Að sjálfsögðu eru þetta
stórar tölur en við skulum gá að því
að 100MW virkjun skilar 300.000 kr.
í „kassann“ á hverri klukkustund sé
miðað við 3 kr/kWh. og á ársgrund-
velli eru tekjur Orkuveitunnar því
2,5 milljarðar króna fyrir 100MW
virkjun sem er í gangi 350 daga á
ári.
Markmið Stefáns eru háleit og
rökrétt fyrir komandi kynslóðir og
lýsi ég hér með yfir stuðningi við
markvissa stefnu Stefáns Jóns Haf-
stein í menntamálum.
J. RÚNAR MAGNÚSSON,
orkuverkfræðingur.
Markviss stefna í menntamálum
Frá J. Rúnari Magnússyni:
ÉG HÆTTI snemma í vinnunni sl.
mánudag og fór heim í sturtu og
burstaði skóna mína. Ég var í góðum
fíling og hlakkaði mikið til samkom-
unnar sem ég var að fara á. Rétt fyr-
ir fjögur fór ég
svo niður í
Smáralind með
pylsur, blöðrur og
kók. Ég mætti
þangað um fjögur
og var ánægður
með tímasetn-
inguna hjá mér,
ég hafði klukku-
tíma til að undir-
búa mig og æfa
hetjulögin áður
en athöfnin byrjaði. Eitthvað fannst
mér nú fáir mættir en það var svo
sem skiljanlegt þar sem enn var
klukkutími í athöfnina miklu. Svo
leið og ekki fjölgaði gestunum neitt í
Vetrargarðinum, ég sat þar einn með
pylsur, blöðrur og kók. „Hvar er
lúðrasveitin?“ hugsaði ég, „hvar er
Bjössi B. með ávísunina, ætli þetta
eigi að vera úti á flugvelli, er ekki
örugglega mánudagur?“ Svo sló
klukkan fimm og ekki sá ég neitt sem
benti til þess að „við“ værum að fara
að taka á móti stráknum „okkar“. Ég
beið áfram með pylsur, blöðrur og
kók sem stefndi brátt í það að verða
ömmukók. „Líklega eru Flugleiðir
bara seinir eins og venjulega og það
hefur gleymst að láta mig vita,“
hugsaði ég og sötraði á ömmukókinu
og blés í einu blöðruna sem ekki var
sprungin af spenningi.
Um klukkan sex rölti ég yfir á
PizzaHut og spurði eina afgreiðslu-
stúlkuna hvort hún vissi hvenær
hetjan „okkar“ kæmi. „Hvaða
hetja?“ spurði hún til baka og spurði
svo hvort ég ætlaði að panta eitthvað
því ég mætti ekki borða pylsur inni á
staðnum. Klukkan 19.12 sprakk síð-
asta blaðran, pylsurnar mínar voru
búnar og það litla sem eftir var af
kóladrykknum var orðið að algjöru
langömmukóki. Þá hugsaði ég: „Tja,
best bara að drífa sig heim og horfa á
íþróttafréttirnar á Stöð 2, þeir hljóta
að sýna frá móttökuathöfninni hvar
sem hún hefur nú verið, líklega hefur
Smáralindin ekki verið nógu stór
fyrir lúðrasveitina. Kannski hefur
Bjössi B. bara byggt nýju frjáls-
íþróttahöllina í einum snargrænum
og tekið á móti stráknum okkar þar.“
Ekki var nú sýnt frá athöfninni í
íþróttafréttunum á Stöð 2 en þar var
sagt frá því að á morgun yrði alveg
ægilega spennandi þáttur (fyrsti af
3.333 þáttum) um HM. Einnig var
sýnt frá einhverjum tannlausum
áhugamönnum spila knattspyrnu á
Englandi. Eitthvað var minnst á það
að þeir sem skulduðu mest á barnum
á Grand Rokk væru að vinna eitt-
hvað. Svo var sagt frá þeim mikla
heiðri sem íslenska landsliðinu í fót-
bolta hefði hlotnast að vera tólfta
þjóðin í röðinni til að vera boðið til
Brasilíu með bbb-liðið sitt. Engin
hinna þjóðanna nennti þessu rugli.
Síðan voru sýndar myndir frá fær-
eyska kurlhokkíinu á selum og þá
rann upp fyrir mér ljós – það var lík-
lega engin athöfn fyrir þennan frá-
bæra íþróttamann. Ástæðan gæti
verið sú að sumir íþróttafréttamenn
eru búnir að afskrifa hann fyrir
löngu vegna þess að hann varð ekki
heimsmeistari hérna um árið.
Ríkissjónvarpið gerði vel að sýna
frá þessu móti þótt ekki hafi þulirnir
nú öskrað yfir sig af kátínu eins og
þegar landsliðið í handbolta varð í
sama sæti á „sama“ móti fyrir
skömmu. Á Stöð 2 fékk Jón Arnar
hinsvegar undarleg „fagnaðarlæti“
frá íþróttafréttamanni á laugardag-
inn. Sá sagði að „Jón Arnar hefði
orðið að sætta sig við 4. sætið“. Já,
takið eftir, hann varð að sætta sig
við 4. sætið á eftir heimsmethafan-
um, ólympíumeistaranum og Evr-
ópumeistaranum. Maður sem er bú-
inn að eiga í erfiðum meiðslum og
vinnur fulla vinnu varð að sætta sig
við það að verða á eftir þessum
vesalingum, þvílík skömm. Þetta er
nú kannski ástæðan fyrir því að af-
greiðslustúlkan á PizzaHut þekkti
ekki hetjuna okkar því að fjölmiðlar
voru ekki búnir að segja henni að við
ættum hetju, bara einhvern vesaling
sem tapaði fyrir heimsmeistaranum
í einni erfiðustu íþróttagrein í heimi.
Kannski var hann ekki hetjan „okk-
ar“ vegna þess að honum tókst ekki
að setja íþróttafélagið sitt á hausinn
eins og alvöru hetjunum „okkar“.
Með þessu er ég ekki að dæma
alla íþróttafréttamenn enda eru þeir
margir góðir (líka á Stöð 2) og ég er
ekki heldur að gera lítið úr frábær-
um árangri handboltalandsliðsins.
Það má samt segja að handboltaliðið
hafið orðið að „sætta sig“ við 4. sæti,
enda var það búið að tryggja sér
þetta sæti snemma í keppninni, en
tapaði svo restinni og varð því að
„sætta sig“ við 4. sæti. Jón Arnar
„náði“ hinsvegar 4. sæti enda stefndi
allt í það að hann kæmist ekki á mót-
ið sökum þess að árangur hans fyrir
það var ekki fullnægjandi.
Kannski var það gott að lítið var
gert úr árangri Jóns því það léttir
„pressunni“ af honum sem virðist oft
fylgja íslenskum íþróttamönnum.
Oft má segja að þegar pressan er
mest þá standa þeir sig verst og svo
öfugt. Það er umhugsunarefni fyrir
íþróttamennina og fjölmiðlana líka.
Fyrir hönd íþróttaáhugamanna
óska ég Jóni Arnari til hamingju
með frábæran árangur.
HÁKON HRAFN
SIGURÐSSON,
doktorsnemi í lyfjafræði og
íþróttaáhugamaður.
„Hvar voruð þið?“
Frá Hákoni Hrafni Sigurðssyni:
Hákon Hrafn
Sigurðsson
SÚ VAR tíð að Davíð Oddsson var
borgarstjóri í Reykjavík. Þá gerðist
ræstingarkona á borgarstjórnar-
skrifstofunum svo kræf að nota
einkasíma borgarstjórans til eigin
nota þegar hún var að skúra skrif-
stofuna hans.
Borgarstjórinn rak skúringar-
konuna snimmendis þegar upp
komst um misnotkun hennar. Tölu-
verður hvellur varð út af málinu og
þótti ýmsum sem þarna færi borg-
arstjórinn fram með fullmiklum lát-
um; áminning hefði átt að duga. En
Davíð varð ekki haggað; konan hafði
brugðist trúnaði og réttlætiskennd
borgarstjórans var stórlega misboð-
ið, enda mun símtalið hafa kostað
einar 900 krónur.
Nú er komið upp um stórfellt mis-
ferli hjá forstöðumanni Þjóðmenn-
ingarhúss; hann hefur látið greiða
sér a.m.k. eina utanlandsferð sem
ekki var farin, hann hefur skilað
ökubókum sem eru augljóslega fals-
aðar og látið greiða sér fyrir svo mik-
inn akstur að erfitt er að sjá að hann
hafi haft tíma til að vera á skrifstofu
sinni vegna bílferða. Og fleira mætti
upp telja.
Nú er borgarstjórinn fyrrverandi
orðinn forsætisráðherra og Þjóð-
menningarhúsið heyrir beint undir
hann. Og skyldi ekki gamla réttlæt-
iskenndin frá borgarstjóraárunum
hafa tekið sig upp? Skyldi nú ekki
hinn brotlegi embættismaður hafa
fengið „gúmoren“ og brottrekstur
fyrir misferli í starfi, rétt eins og
skúringarkonan forðum? Enda um
nokkrar milljónir að ræða. Eða verð-
ur látið nægja að slá á puttana á
gömlum vini og skjólstæðingi flokks-
ins; dusta þetta óþægilega rykkorn af
hvítflibbanum svo lítið beri á? Það
skyldi þó aldrei vera. Landsmenn
ættu að fylgjast vel með gangi mála.
HAUKUR MÁR HARALDSSON,
framhaldsskólakennari.
Ræstingarkonan og
forstöðumaðurinn
Frá Hauki Má Haraldssyni:
einn
lítri
Málið er
7-up
í nýjum
umbúðum
1L
skiptir máli
Rétta stærðin
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
LG
1
70
81
03
/2
00
2
MEISTARINN.IS
Frá
Miðjarðarhafinu
í apótekið þitt
„Pharmaceutical - Grade“
ólífuolía í gelhylkjum með
vítamínum, jurtum og/eða
steinefnum.
Heilsuleikur
Þú gætir unnið ferð til
Spánar!
Aðeins í Plúsapótekunum
www.plusapotek.is