Vísir - 19.04.1980, Síða 5
5
VlSIR
Laugardagur 19. april 1980
■
ti lætur litid á sjá og er vinsælli en nokkru sinni fyrr
X
Vivienne Leigh
óspart i Cukor og frumtextann,
missti Viktor algjörlega þolin-
mæöina og hreytti út úr sér, áöur
en hann yfirgaf svæöiö: „Fröken
Leigh, þú mátt stinga handritinu
upp i hiö konunglega breska rass-
gat á þér.” Ekki tókst Vivien að
nýta sér þetta heilræöi i leik sin-
um, svo þriöji leikstjórinn var
fenginn á staðinn, Sam Wood,
sem starfað haföi með Marx-
bræðrum, og hann lauk svo viö
myndina undir handleiöslu Selzn-
icks.
Ariö 1938 völdu 20 millj. Banda
rikjamenn sér konungshjón sem
rikja skyldu i drauma-verk-
smiðjunni Hollywood. Titilinn
hremmdu Myrna Loy og Clark
Gable. Þegar umræðurnar um
þaö hver skyldi léika Rhett Butler
i kvikmyndinni góöu, varö kóng-
urinn sjálfur að taka aö sér erfið-
ið, þó honum væri þaö þvert um
geö.
Leslie Howard, sem lék Ashley
Whites hataði hlutverk sitt og
fannst kvikmyndin leiðinleg og lét
þessar skoöanir sinar óspart i
ljósi. Selznick var sjúkur fjár-
hættuspilari, sem vakti jafnan
þrjá sólarhringa i einu og hélt sér
gangandi á Bensedrine. Clark
Gable hafði alla tiö miklar á-
hyggjur af fölsku tönnunum sin-
um, neitaði t.d. alltaf aö kyssa i
kvikmyndum nema hann fengi að
snúa baki i vélina, og Vivien
Leigh fór ekki varhluta af and-
remmunni sem starfaöi af gervi
tönnunum hans Clarks, svo hún
þoldi vart við vegna fnyksins og
þannig mætti legni telja öll þau ó-
teljandi vandamál sem svona
metnaöarfull vinna elur af sér.
Það var sem sé ekkert sældarlif
að vinna við gerð þessarar vin-
sælustu kvikmyndar sem gerö
hefur verið. En á siðasta ári hafði
þessi sögufræga mynd gefiö af sér
77 millj. dali i leigutekjur. Ariö
1967 var filmunni breytt úr 35 mm
yfir i 70 mm og sett á hana sex
rása stereo hljómband. Þessi
breikkun gerði það að verkum að
höfuð og lappir ýmissa leikara
voru skorin nokkuö við nögl, en
það virðist ekki hafa haft nein á-
hrif á vinsældir myndarinnar, og
Vivienne sem Cleopatra 1951,
ásamt Flora Robson
viö fáum nú að sjá hana enn um
sinn i Gamla biói.
Clark Gable
Clark Gable fæddist 1. feb. 1901.
Móðir hans dó þegar hann var 10
mán gamall. 16 ára hætti hann I
skóla og fór að vinna fyrir sér
hörðum höndum. Þegar hann til-
kynnti föður sinum að hann ætlaði
að reyna fyrir sér á leiklistarsvið-
inu, varð karlinn æfur enda taldi
hann leiklist ekki vera vinnu,
heldur úrkynjunarbæli fyrir aum-
ingja og teprur. Og næstu 10 árin
þurftu feðgarnir ekki að skiptast
frekar á skoðunum. Clark reyndi
að komast áfram sem sviösleik-
ari, en gekk litið fyrr en hann
komst i kvikmyndirnar. 1 kvik-
myndum leið honum miklu betur
en á sviði, þvi ef hann vissi ekki
hvað hann átti að gera við
hendurnar á sér, sem hann kall-
aði banana-kippurnar sinar, var
alltaf hægt að taka brjóstmynd
eða nærmynd, svo hendurnar sá-
ust ekki i myndinni.
Gable giftist fimm sinnum, en
elskaði aðeins konu nr. 3: Leik-
konuna Carol Lombard (sbr.
kvikmyndina „Gable og Lom
bard”), sem dó i flugslysi árið
1942. Fjórar af eiginkonum hans
eignuðust samtals 16 eiginmenn.
Fyrstu konurnar tvær voru eldri
en hann og hann notfærði sér þær
fyrst og fremst til að komast á-
fram i heiminum. önnur kenndi
honum að leika, hin kenndi hon-
um á heimsborgara-menninguna,
og veitti rausnarlega úr peninga-
sjóöum sinum.
Besta timabil hans i kvikmynd-
unum var frá 1934, en þá fékk
hann Óskarsverðlaunin fyrir leik
sinn i „Það gerðist nótt eina”, og
fram aðheimsstyrjöldinni. Þá lék
hann með úrvalsleikurunum
Spencer Tracy og Charles
Laughton og árið 1939 var Rhett
Butlersvokominn áhvita tjaldið.
Gable var aðeins stoitur af
tveim kvikmyndum sem hann lék
I, tittnefndri stórmynd og svo
siðustu myndinni sem hann lék i
1960, en hann dó fáeinum vikum
eftir þá erfiöisvinnu, þar sem
hann lék nútima kúreka. Þessi
mynd „The Misfits” var skrifuð
af Arthur Miller og lék eiginkona
hans Marlyn Monroe aðal kven-
hlutverkið, en þetta reyndist
einnig verða hennar siðasta
mynd. Þau þrjú hlutverk sem
Clark lék hvað best, ætlaði hann
ekki að þora að takast á við, þvi
hann treysti sér ekki i nein stór-
ræði sem leikari og vildi helst
leika persónur sem voru sem
næst hans eigin persónuleika.
Leikur hans I „The Misfits” og
„A hverfanda hveli” bendir til
þess að hann hefði við betri að-
stæður getað þroskast meira sem
leikari, en raun varð á i verk-
smiðjuþorpinu Hollywood.'
Vivien Leigh
Þegar Vivien lék Scarlett var
hún 25 ára. Hún hafði ekki mikið
álit á Clark Gable, taldi hann lat-
an og fremur heimskan og litt
gjöfulan mótleikara. Clark Gable
var ekkert um Vivien gefið
heldur, þvi honum leið ætið illa
innanum konur sem voru betur
greindar en hann sjálfur.
Scarlett er eitt erfiðasta kven-
hlutverk kvikmyndasögunnar,
langt og flókiö og spannar aldur-
inn frá 16 ára til 27 ára. Vivien átti
sjaldan fri þann tima sem kvik-
myndunin stóð yfir, þvi hún er I
flestum atriðunum. Þear atriðið á
Tara var tekið, þar sem Scarlett
krýpur á jörðinni og strengir þess
heit að liða aldrei hungurþrautir
framar, vann Vivien 22 tima
hvildarlaust, svaf siðan i fjórá
Kóngurinn I Hollywood. Clark Gable með óskarinn 1934
aftur 13 árum síðar er hún lék I
„Sporvagninn girnd”. Um þá
leiktúlkun sagði höfundur leik-
ritsins, Tennessee Williams að
hún hefði náð fram öllu þvi sem
hann hafði hugsaö sér til að til
staöar væri i hlutverkinu og auk
þess sýnt á þvi nýjar hliöar sem
hann hefði ekki dreymt um.
Siðari hluta ævi sinnar þjáðist
Vivien af miklum andlegum van-
heilindum, þunglyndi, geðofsa og
hysteriu. Hvort þessi vanliöan
hefur átt sér liffræðilegar- eöa
féiagsiegar orsakir skal ósagt lát-
ið, en vist er að hún þurfti á meiri
nærgætni og umhyggju að halda
en Laurence Olivier haföi tima til
að veita henni, þvi metnaður
hans og vinna voru öll I leiklist-
inni.
Siðasta myndin sem Vivien lék i
heitir „Fiflaskipiö” (1965). Þar
lék hún sjálfa sig að vissu leyti ó-
hamingjusama og fráskilda konu.
Ariö 1967 dó Vivien Leigh úr
berklaveiki.
Carole Lombard, ástin hans eina
tima og hélt áfram að vinna dag-
inn eftir. En fyrir erfiði sitt hlaut
hún Öskarverðlaunin, og siöan
Þeir komu til greina í hlutverk Rhett Butlers
Ronald Colman
Basil Rathbone
Errol Fiynn