Vísir - 02.05.1980, Blaðsíða 26

Vísir - 02.05.1980, Blaðsíða 26
' Föstudagur 2. mal 1980 30 Úr pokahorninu 1111 ||| llllllll Dugnaður Alberts er alkunnur StarfsKraft- ur Alberls 1 pokahorninu í slðustu viku var ýjað að því, að uppi væru hreyfingar i borgarstjórnar- flokki sjálfstæöismanna umbreytingar á fulltrúum flokksins i borgarráði, meðal annars vegna þess, aö Albert Guðmundsson væri á þönum vegna forsetakosninga. Rétt er þó að taka fram, til að forða misskilningi að Albert hefur ekki vanrækt borgarráð þrátt fyrir annir I forsetaframboði, þvi þar mun hann ekki hafa misst neinn fund, frekar en ann- ars staðar, enda starf$kraftur hans með ólikindum. Orðrómur um nefndar breytingar byggist fremur á þeirri forsendu, að Al- bert nái kjöri til Bessastaöa, og eru þá menn að velta þvi fyrir sér hver taki sæti hans i borgar- ráði. Sýnist þar sitt hverjum. Njörður seifli mest Sala rauðu fjaðrarinnar gekk betur en bjartsýnustu menn þoröu að vona. Enn mun endan- legt uppgjör ekki liggja fyrir, en heildarsalan er sögö hafa farið yfir 70 milljónir og beinn hagn- aður yfir 60 milljónir króna. Mikil keppni var háð milli Lionsklúbbanna i Reykjavik um hver þeirra yrði hæstur I sölu og bar Njöröur þar sigurorð af öðr- um klúbbum, seldi fyrir talsvert á sjöttu milljón króna. Áö þvi er heyrst hefur mun söluhæsti lionsmaöurinn einnig vera úr þeim klúbbi. Kvarta undan kvóta- sklptlngu Bændur og landbúnaðar- frömuðir hafa miklar áhyggjur af afleiðingum þess kvótafyrir- komulags, sem ákveöiö hefur verið varöandi framleiöslu landbúnaöarins. Eins og Visir hefur skýrt frá, drifa kvartanir og athugasemdir inn frá bænd- um allsstaðar aö af landinu hundruðum saman. Landbúnaðarráðherra hefur nú skipaö nefnd til að fjalla um þessar athugasemdir og gera tillögur um, hvernig bregðast skuli við. Gunnar Guðbjartsson er formaöur nefndarinnar, en aörir nefndarmenn eru Skafti Benediktsson, Arni Jónsson, Arni Jónasson, Hákon Sigur- grimsson og Bjarni Guðröðar- son. Beln iína tll framnjöðenda Rikisútvarpiö hefur nú aö mestu ákveðiö hvernig haldið skuli á dagskrá vegna forseta- kosninga og forsetafram- bjóðenda, og hefur verið skýrt Paradísar- heimt I haust Jón Þórarinsson, fyrrum framkvæmdastjóri skemmti- og listadeildar sjónvarpsins, er ný- kominn heim frá Þýskalandi þar sem hann fylgdist meðal annars með frágangi á kvik- myndinni, sem gerö er eftir skáldsögu Laxness, Paradisar- heimt, Lýkur hann miklu lofs- orði á myndina alla, sem mun veröa sýnd i sjónvarpi I þremur þáttum. Útsendingin getur sennilega orðið I október i haust Jón Þórarinsson lætur vel af Paradísarheimt frá þeirri tilhögun. Þar er ekki gert ráð fyrir að frambjóðendur sjálfir fái dagskrártima I sjón- varpi eöa hljóðvarpi til ráðstöf- unar eins og gert var fyrir for- setakosningarnar 1968. Sú hugmynd hefur komið fram, m.a. hjá stuöningsmönn- um Guðlaugs Þorvaldssonar, að frambjóðendur verði teknir á beina linu I hljóðvarpi, eöa þeir sjálfir fái tima til ráöstöfunar til að draga upp manneskjulega mynd af frambjóðendum, svo- kallað „portrait” sem verði þá I höndum þeirra sem að fram- boðunum standa eða styðja. Jón Baldvin vill lika stækka AlþýOublaðið Stækkun Helg- arpóstslns Helgarpósturinn hefur I hyggju að færa út kviarnar og stækka blaöiö. Eru ritstjórarnir á höttunum eftir blaðamönnum, með þessa ráögerð I huga. Hins- vegar mun ritstjóri Alþýðu- blaðsins, Jón Baldvin Hanni- balssoaekki vera með öllu sátt- ur við stækkun Helgarpóstsins, ef Alþýðublaðið situr áfram I fjórum siðum. Hefur hann sjálf- ur sótt á um stækkun, enda hef- ur Alþýðublaöið verið rekiö með hagnaöi, og staðið þannig undir Helgarpóstinum að einhverju leyti fjárhagslega. Fróölegt verður að fylgjast meö hver verður ofan á i þessari deilu. • Óvlssa um pingsllt Allsendis er óvist enn, hvenær Alþingi verður sent heim. Hug- ur rikisstjórnarinnar mun hafa staðið til að þingslit færu fram i fyrstu viku af mai, meðal ann- ars þar sem forsætisráðherra mun vera á förum til útlanda. Tafir á afgreiðslu tekjuskatt- stigafrumvarpsins og erfiðleik- ar á að ganga frá lánsfjáráætlun hafa valdiö þvi, að þingi verður vart lokiö fyrr en á uppstign- ingardag, eða hvitasunnu. Mörg mál stjórnarinnar liggja enn óafgreidd I þingnefndum og hef- ur það áhrif á þá óvissu, hvenær þingmenn fari I sumarleyfi. Veggskreyt- ing Elnars Hákonarsonar Deila hefur risið um greiðslur vegna veggskreytingar Einars Hákonarsonar á skólahús fyrir þroskahefta i Safamýrinni, en menntamálaráðuneytið neitar að greiða Einari reikning hans, enda þótt búið sé að slá upp veggnum Málið kom til umræðu á alþingi I siðustu viku að frum- kvæði Birgis Isl. Gunnarssonar, en menntamálaráðherra geröi litið Ur þessum ágreiningi, sem mundi leysast fljótlega. Samkvæmt lögum hefur ráðuneytið heimild til að verja 2% af byggingarkostnaöi til list- skreytinga og mun hafa verið samið við Einar Hákonarson um að hann gerði mosaikmynd á skólahúsiö i Safamýrinni Einar Hákonarson • Svala lormaöup hlá Vlgdísi Stuðningsmenn Vigdisar Finnbogadóttur eru þessa da- gana að móta starfsemi sina og munu væntanlega opna kosningaskrifstofu i Reykjavik um helgina. Þegar hafa kvisast ýmis nöfn þeirra, sem eru i aðalfram- kvæmdanefnd hennar. I þvi sambandi eru nefndir Bjarni Guðnason, fyrrverandi alþingismaður, Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, Gunnar Gunnarsson, framkvæmda- stjóri starfsmannafélags rikis- stofnana, Þór Magnússon þjóð- minjavörður og Tómas Zoega, framkfæmdastjóri Leikfélags Reykjavikur Formaður framkvæmda- nefndar kosningabaráttu Vigdisar Finnbogadóttur mun hafa verið kjörin Svala Thorlacius, héraðsdómslög- maöur, og fyrrum sjónvarps- fréttamaður, sem skrifað hefur um dómsmál i Visi. Tekur Jónas Jónasson við Viku- lokunum? Breytingar (vikulokin Heyrst hefur að uppi hafi ver- ið gagnrýnisraddir I útvarps- ráði á „Vikulokaþáttinn” á laugardögum og tillögur um breytt form eða nýjan þátt á þessum vinsæla hlustunartima. Stjórnendur þáttarins, þau Þórunn Gestsdóttir, Guðjón Friðriksson, Guðmundur Arni Stefánsson og Oskar Magnússon hafa boöist til að halda áfram með vikulokin I sumar, en óvist er hvort þvi tilboði verður tekið. Til tals hefur komið aö Jónas Jónasson stjórni likum þætti I stað þeirra fjormenninganna, og þá með einhverjum nýj- um aöstoðar- eða samstarfs mönnum. • Lelfur rót- fasfur hjá Flugleiðum Leifur Magnússon, núverandi framkvæmdastjóri flugrekstrar sviðs hjá Flugleiöum, var sem kunnugt er áður starfsmaður flugmálastjórnar. Þar gegndi hann störfum framkvæmda- stjóra flugöryggisþjónustu og varaflugmálastjóra. Þegar Leifur flutti sig til Flugleiða, fékk hann leyfi frá flugmálastjórn til tveggja ára, ólaunaö Hann hefur nú tilkynnt samgönguráðherra aö hann óski eftir lausn frá þessum störfum hjá flugmálastjórn, þar sem hann hafði starfað I 18 ár, og er þvi ljóst að hann hefur fest rætur hjá Flugleiðum. Leifur verður áfram for maður flugráðs, en i þaö embætti skipaði ráðherra hann I byrjun þess árs. Sjónarhorn Sæmundur Guðvinsson biaðamaður skrifar Útlendingar falla i stafi af undrun þegar þeir heyra að við gcfum út sex dagbiöð og flest f stórum uppiögum miöað viö fjölda iandsmanna. Erlendir blaðamenn eiga ekki til orð þeg ar þeirn er sagt frá þvi að viö þessi dagbiöð, aö Morgunblað- inu undanskildu.starfi svona aö jafnaði 10 blaöamenn eða færri „Hver blaðamaður hlýtur að vera þriggja manna maki segja blaðamenn heimsblaö anna og horfa á okkur með aðdáun. Auðvitað jánkum viö þvl um leið og viö þökkum I hljóði að þeir skuli ekki geta les- ið islcnsku blöðin. tslensk dagblöð hafa brugðist lesendum sinum meö þremur undanteknungum þó. 1 fyrsta lagi er vcl séö fyrir þörfum þeirra sem vilja fylgjast með iþróttum. t öðru lagi má segja aö biööin birti mikiö af fréttum og stundum vönduðum greinum úr erlendum blööum og timarit um og frá erlcndum frétta- stofum. t þriðja lagi er þess vandlega gætt aö lesendur fái sinn daglega pólitlska skammt á leiðurum og greinum stjórn- málamanna.TiI að fylla þau göt á slðunum sem eftir cru- þegar þessu efni hefur verið raðaö inn ásamt auglýsingum, eru ráðnir nokkrir blaðamenn I uppfyli ingarstörf. Það væri synd að segja að Islenskir blaðaútgefendur hefðu einhvern metnað fyrir sln blöö og þaö sama má segja um Islenska blaöamenn. Þeir hafa með sér félag sem mun vera oröið hátt 180 ára ef ég man rétt, Saga þess cinkennist fyrst og fremst af misheppnaöri launabaráttu sem hefur skilað þeim „árangri” aö blaðamenn teljast til láglaunastétta. Aö sjálfsögöu hefur þessi þróun orðið meö dyggilegri aöstoö úgcfcnda. Afleiöing þessa og mannfæöar áblööunumhefur oröið tilþess aö >au gegna ekki þvl hlutverki sem dagblöö gera hjá öörum >jóðum. tslensk fréttamennska einkennist af simtölum viö forystumenn ýmissa samtaka og hagsmunahópa þar sem grenjaðar eru út skoðanir þeirra á flestu milii himir.s og , arðar. Auövitað stangast skoðanir á og lesandinn veit ekki hverjum skal trúa. Meö öörum oröum, fslensk dagblöð eru ekkí óháð og frjáls. ekkl eitt einasta. Þá fyrst geta þau státað af frelsi, þegar þau hafa bolmagn og vilja. kannski fyrst og fremst vilja, til ástundunar alvöru- blaöamennsku. Þegar þau geta sjálf gert úttekt á þvi sem er til birtingar I stað þess aö vera ekkert annað en málplpur ýmissa aöila. Yfirborðskenndar fréttir ein- kenna fsiensk dagbiöð. Frétta greinar blaöamanna þar sem fariö er ofan I kjölinn á máium og almenningi virkilega gefinn kostur á aö kynna sér hlutina frá sem flestum sviöum þykja sálfsagöar I öörum löndum en hér viröist ekki áhugi á slíku. Nei, islenskir blaöamenn skulu þvælast milli blaöa- mannafunda þar sem greint er frd nýrri sultutegund ellegar kynnt er ný gerö af salernisskál um. Þess á milli skrifa þeir fréttir af slysförum og öðru þvl sem skeöur, svo sem aflabrögö- um og mannasklptum á kontór- um úti I bæ. tslensk dagblöð >urfa ekki menn meö sérþekk- ingu nema til að skrifa um Iþróttir, blaðamenn þurfa ekki aö vita annaö um sjávarútveg en hvað formaöur Ltú heitir og forseti Sjómannasambandsins. Ritstóri Dagblaðsins hælir sér meira aö segja af þvi að blað hans sé ekkert annað en slmstöö sem taki við skilaboðum frá mönnum úti I bæ og komi þeim til skila. Við höldum úti sex sllk- um slmstöövum og köllum slm- vörsluna blaðamennsku!!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.